Heilsuleikskólarnir Brimver á Eyrarbakka og Æskukot á Stokkseyri

Markmiðið er að auka gleði og vellíðan barnanna.Brimver á Eyrarbakka og Æskukot á Stokkseyri  eru heilsuleikskólar.Yfirmarkmið þeirra  eru að auka gleði og vellíðan barnanna með áherslu á holla næringu, hreyfingu og listsköpun í leik. Í vetur verður boðið upp á hreyfistundir tvisvar í viku auk þess fara börnin iðulega í gönguferðir um nágrennið.

Farandsýningu hleypt af stokkunum á Sólvöllum

Ljósmyndasýningin -Mannlíf og menning á Eyrarbakka 2013- sem var í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka dagana 20. okt. og 3. des.  var í morgun hleypt af stokkunum sem farandsýningu á Dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka. Það voru Siggeir Ingólfsson og Björn Ingi Bjarnason sem komu með sýninguna í morgun. Sýningin verður þar í viku og mun næstu vikurnar […]

Góð gjöf til grunnskóla Árborgar

Gunnar Egilsson og Sæunn Lúðvíksdóttir komu færandi hendi í skólann okkar í morgun.  Þau gáfu grunnskólum Árborgar 15 taflborð og taflmenn til að hvetja til aukinnar skákiðkunar í skólunum.  Skák er vel til þess fallin að þroska gagnrýna hugsun og krefst þess að skákmaðurinn ígrundi hvern leik og hugsi hverja skákfléttu til enda.

Eyþór Ingi með fyrirlestur í Pakkhúsinu

Í gær, miðvikudaginn 6.nóvember var Eyþór Ingi Gunnlaugsson, tónlistarmaður sem hefur verið á flakki um sveitarfélagið síðustu daga með fyrirlestur/spjall við ungt tónlistarfólk í Ungmennahúsinu Pakkhúsinu. Þarna voru saman komnir áhugasamt ungt tónlistarfólk sem fékk að heyra mismunandi áherslur í tónlist og hversu margslunginn tónlistin er. Eyþór Ingi gaf sér góðan tíma til að aðstoða tónlistarfólkið og spjalla um mismunandi tónlistarstefnur. […]

Eyþór Ingi syngur í Sunnulækjarskóla og Leikskólanum Árbæ

Eyþór Ingi Gunnlaugsson hóf heimsóknarviku sína í leik- og grunnskóla í Sveitarfélaginu Árborg í Sunnulækjarskóla í dag, þriðjudaginn 5. nóvember. Rúmlega 500 nemendur ásamt kennurum og starfsfólki hlustuðu á Eyþór sem bjó til einn af stærri kórum landsins en nemendir skólans tóku hraustlega undir með honum.

Draugagangur í bókasafninu á Selfossi á Safnahelgi – fös. 1. nóv

Myndin með þessar frétt lýsir aðstæðum á draugakvöldinu í bókasafninu á Stokkseyri í gær, fimmtudaginn 31. október. Í kvöld, föstudaginn 1. nóvember kl. 18:00 verður Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson í bókasafninu á Selfossi og segir draugasögur vonandi verða fleiri með sögur til að deila. Eftir draugaspjallið mun Rósa Traustadóttir fara með gesti í létta hugleiðslu í björtu og fallegu […]

Safnahelgi á Suðurlandi – Fjölbreytt dagskrá í Sveitarfélaginu Árborg

Dagana 31.okt. – 3.nóvember er Safnahelgi á Suðurlandi haldin í sjötta sinn undir yfirskriftinni „Matur og menning úr héraði“.  Hátíðin hefur vaxið og dafnað frá upphafi og er orðin fastur punktur í menningarlífi Sunnlendinga fyrstu helgina í nóvember ár hvert. Í Sveitarfélaginu Árborg er fjölbreytt dagskrá líkt og áður með föstum árlegum viðburðum í bland […]

99 milljóna króna afgangur af rekstri Árborgar árið 2014

Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2014 var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn í dag. Vera kann að áætlunin taki breytingum á milli umræðna, en seinni umræða er áætluð þann 11. desember nk. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða samstæðunnar verði jákvæð um 99 millj.kr.

Menningarmánuðurinn október – Kristjana Stefáns. spilaði í Tryggvaskála

Síðasti formlegi viðburður menningarmánuðarins október fór fram í gær, miðvikudag en þá voru tónleikar Kristjönu Stefáns ásamt kvartett haldnir í Tryggvaskála. Tónleikarnir báru yfirskriftina „Blítt er undir björkunum“ en þetta voru afmælistónleikar til heiðurs Páli Ísólfssyni, tónskálds frá Stokkseyri sem hefði orðið 120 ára á þessu ár. Um 50 – 60 manns mættu á tónleikana í Tryggvaskála […]

Jól í Árborg 2013 – Jólaljósin kveikt fim. 14. nóvember, Jólatorgið opnar lau. 23.nóv og jólagluggarnir frá 1. – 24. desember

Fimmtudaginn 14. nóvember nk. kl.18:00 verður kveikt á jólaljósunum í Sveitarfélaginu Árborg. Athöfnin fer fram með hefbundnum hætti fyrir framan bókasafnið á Selfossi. Barna- og unglingakór Selfosskirkju syngur og formaður bæjarráðs kveikir á ljósunum ásamt yngsta afmælisbarninu í sveitarfélaginu. Ýmsir viðburðir verða í gangi hjá fyrirtækjum og er til dæmis hægt að láta taka mynda af sér með jólasveininum í Miðgarði. Í framhaldi […]

Safnahelgi á Suðurlandi – Beitingaskúrinn og Húsið á Eyrarbakka

Byggðasafn Árnesinga vekur athygli á nýjum og nýlegum sýningum sínum á Safnahelgi á Suðurlandi 2013. Húsið á Eyrarbakka verður opið þar sem andi kaupmanna og faktora svífur yfir. Í Húsinu eru sýningar sem opnuðu vorið 2013, Ljósan á Bakkanum og Handritin alla leið heim. Húsið á Eyrarbakka og Beitningaskúrinn eru opin 14-17 laugardaginn 2. nóv […]

Vallaskóli – Norrænt skólahlaup og norrænt júdó

Norræna skólahlaupið fór fram í góðu haustveðri og það voru allir nemendur skólans sem tóku þátt í því. Vegalengdirnar í hlaupinu eru 2,5 km, 5,0 km og 10 km. Hlaupið var um Íþróttarvallar- og á Gesthúsasvæðið til að nemendur þyrftu ekki að fara neitt yfir götur í hlaupinu. Fyrst hlupu nemendur 7.-10. bekkjar, og meirihlutinn […]

Menningarmánuðurinn október – Tónleikar Kristjönu Stefáns í Tryggvaskála mið. 30.okt. kl. 20:00

Lokakvöld menningarmánaðarins október verður haldið nk. miðvikudag 30.október kl. 20:00 í Tryggvaskála. Kristjana Stefáns ásamt kvartett stígur þar á svið og heiðrar minningu stórskáldsins Páls Ísólfssonar frá Stokkseyri sem hefði orðið 120 ára þann 12. október sl. en öll lög kvöldsins eru eftir hann. Frítt er inn á viðburðinn líkt og aðra viðburði á vegum íþrótta- og […]

Knattspyrna – Bríet, Eva og Kristrún með nýja samninga

Á dögunum skrifuðu Bríet Mörk Ómarsdóttir, Eva Lind Elíasdóttir og Kristrún Rut Antonsdóttir, leikmenn Pepsi deildarliðs Selfoss undir nýjan samning við knattspyrnudeildina. Gunnar Borgþórsson þjálfari meistaraflokks var afar ánægður að hafa náð samningum við stelpurnar enda eru þær hluti af einum efnilegasta árgangi sem upp hefur komið hjá Selfossi.

Vel heppnaðir tónleikar í menningarsalnum í Hótel Selfoss

Það voru sáttir tónleikagestir sem fóru úr menningarsalnum í gærkvöldi eftir vel heppnaða tónleika ungra hljómsveita af svæðinu. Tónleikarnir sem voru hluti að menningarmánuðinum október hófust kl. 20:00 með hljómsveitinni Waveland og þurfti að bæta við stólum í salinn svo allir gestir hefðu sæti. Næstir á svið voru Kiriyama Family sem vöktu mikla lukku meðal gesta. […]

Þingmenn í heimsókn

Kjördæmavika stendur nú yfir og heimsóttu þingmenn Suðurkjördæmis bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar í vikunni. Fundað var í Ráðhúsi Árborgar með bæjarfulltrúum og fulltrúum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Auk þeirra var boðið til fundarins skólameistara FSu, framkvæmdastjóra HSU og fulltrúum Fræðslunets Suðurlands og Háskólafélags Suðurlands.

Menningarmánuðurinn október – Tónleikar í menningarsalnum í Hótel Selfossi fim. 24.okt. kl. 20:00

Fimmtudaginn 24. október verða tónleikar ungra hljómsveita af svæðinu í menningarsalnum svokallaða í Hótel Selfoss. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 en á þeim koma fram Waveland, Wicked Strangers, Aragrúi, Retrobot og Kiriyama Family. Allt eru þetta ungar hljómsveitar sem hafa staðið sig vel á sl. árum hver á sínum vettvangi. Retrobot unnu t.a.m. músíktilraunirnar 2012 og […]

Tónlistarvika með Eyþóri Inga Gunnlaugssyni – Syngur í öllum leik- og grunnskólum Árborgar

Dagana 5-8. nóvember nk. mun Eyþór Ingi Gunnlaugsson, tónlistarmaður vera á ferðinni í Sveitarfélaginu Árborg og m.a. syngja í öllum leik- og grunnskólum Árborgar. Eyþór mun auk þess vera með fyrirlestur og spjall við áhugasama tónlistarmenn í ungmennahúsinu, Pakkhúsinu  þessa sömu viku sem og vera dómari í söngkeppni félagsmiðstöðvarinnar Zelsíuz en sigurvegarinn þar mun syngja á tónleikum Eyþórs […]

Vallaskóli – Hvað er PALS?

Krakkarnir í 4. bekk eru á fullu í PALS, sem er lestraraðferð þar sem pör lesa saman. Þar lesa krakkarnir fyrir hvort annað, leiðrétta og hrósa hvort öðru. Auk þess að lesa þurfa krakkarnir að velta fyrir sér innihaldi textans og segja um hvað þeir lásu (endursögn). Fyrir hverja lesna málsgrein fær parið stig og […]

Danskir fimleikakrakkar í heimsókn

Mánudaginn 14. október kom í heimsókn hópur danskra fimleikakrakka frá Árósum. Þetta voru 35 krakkar á aldrinum 7-16 ára.  Þau eru í vikuferð á Íslandi og hafa verið með sýningar fyrir fimleikafélög og leikskóla. Þau hafa dvalist í Gerplu en komu á Selfoss í síðustu viku og buðu uppá sýningu. Selfyssingar kunnu greinilega gott að […]

Netfréttabréf forvarnarhóps Árborgar

Uppfærð forvarnastefna Árborgar fyrir tímabilið 2014-2017, Forvarnarteymi Árborgar er að vinna að nýrri og uppfærðri forvarnastefnu fyrir Sveitarfélagið Árborg. Núgildandi forvarnastefna rennur út í lok þessa árs og því stefnir forvarnarteymið að því að ný stefna verði tilbúin í byrjun næsta árs.

Þér er boðið í afmæli í Listasafni Árnesinga, laugardaginn 19. október kl. 16-18

Þér er boðið í afmæli í Listasafni Árnesinga, laugardaginn 19. október kl. 16-18, hlýða á vangaveltur á tímamótum og þiggja léttar veitingar. Fyrir fimmtíu árum eða þann 19. október 1963 var Árnesingum færð stór málverkagjöf sem lagði grunn að Listasafni Árnesinga. Gefendur voru Bjarnveig Bjarnadóttir og synir hennar, Loftur og Bjarni Markús Jóhannessynir.

Vallaskóli – forvarnadagurinn skilar árangri – í samræmi við niðurstöður rannsókna

Forvarnadagurinn var haldinn í áttunda sinn miðvikudaginn 9. október sl. Hann er haldinn að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarélaga, íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Lyfjafyrirtækið Actavis styrkir verkefnið.

Menningarmánuðurinn október – KÁ smiðjurnar í Hótel Selfoss fim. 17.okt. kl. 20:00

Þriðja menningarviðburður íþrótta- og menningarnefndar verður nk. fimmtudag 17. október kl. 20:00 í Hótel Selfoss. Þá verður saga KÁ smiðjanna eða Verkstæðis KÁ rifjuð upp í máli og myndum. Guðni Ágústsson mun stýra kvöldinu en auk sögulegrar yfirverðar bræðranna Þorsteins Tryggva og Más Mássona verða tónlistaratriði og sýnd myndbönd með viðtölum við gamla starfsmenn smiðjanna sem […]

Borghildur stórbætti héraðsmetið í maraþoni

Borghildur Valgeirsdóttir, Umf. Selfoss, náði frábærum árangri í  München maraþonhlaupinu í Þýskalandi á sunnudag og kom í mark á nýju HSK meti. Borghildur hljóp á 3:19,51 klst og varð í 70. sæti í kvennaflokki af tæplega 1.260 keppendum og í 14. sæti í sínum aldursflokki. Með þessum árangri stórbætti hún héraðsmet Bjarkar Steindórsdóttur, Umf. Selfoss, […]

Hrafnhildur Hanna í U20 ára landsliðið í handbolta

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var valin í æfingahóp fyrir U20 ára landslið kvenna sem mun æfa saman dagana 21.-27. október. Fyrsta æfingin er 21. október en liðið er undir stjórn þjálfararanna Guðmundar Karlssonar og  Halldórs Harra Kristjánssonar. Glæsilegur árangur hjá hinni efnilegu Hrafnhildi Hönnu.

Kynning á Taekwondo í Sunnulækjarskóla

Vikuna 24.-30. september fengu nemendur Sunnulækjarskóla skemmtilega heimsókn. Landsliðmaðurinn og yfirþjálfari taekwondo deildarinnar á Selfossi, Daníel Jens Pétursson heimsótti alla árganga og kynnti fyrir þeim Taekwondoíþróttina.  Daníel kom í íþróttatíma og sýndi nemendum grunnatriðin í íþróttinni sem hentar fyrir allan aldur.

Fyrsti menningardagurinn í Menningarmánuðinum október – tónleikar og stytta afhjúpuð

Í dag, laugardaginn 12. okt. var fyrsti menningarviðburðurinn sem skipulagður er af íþrótta- og menningarnefnd Árborgar haldinn á Stokkseyri. Dagurinn í dag er afmælisdagur tónskáldsins Páls Ísólfssonar og var af því tilefni vígð stytta af Páli á nýjum stað á Stokkseyri. Styttan hefur staðið við Ísólfsskála sl. 40 ár en núna er hún kominn á […]

Styttan af Páli Ísólfssyni færð á Stokkseyri – tónleikar lau. 12.okt kl. 16:00

Í sl. viku var styttan af Páli Ísólfssyni sem staðsett var við Ísólfsskála á Stokkseyri flutt af starfsmönnum Sveitarfélagsins Árborgar og JÁ verks á nýjan stað við Þuríðarbúð á Stokkseyri. Þetta er gert í tilefni af 120 ára afmæli skáldsins en styttan verður afhjúpuð formlega á nýja staðnum á morgun laugardaginn 12. okt. sem er afmælisdagur Páls.

Guðmunda valin efnilegust

Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði kvennaliðs Selfoss í knattspyrnu, var valin efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar. Lokahóf KSÍ fór fram í gærkvöldi. Guðmunda var einn af burðarásum Selfossliðsins í sumar og ein af markahæstu leikmönnum Pepsi-deildarinnar með 11 mörk. Árangur Selfossliðsins var framar vonum í sumar en liðið lauk keppni í 6. sæti deildarinnar.

Ólympíufarar heiðraðir

Síðatliðinn föstudag heiðruðu Sveitarfélagið Árborg og Ungmennafélagið Selfoss frjálsíþróttakonuna Fjólu Signý Hannesdóttur og júdómanninn Egil Blöndal sem unnu til verðlauna á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg í sumar. Fjóla krækti sér í gull, silfur og brons en Egill vann bronsverðlaun í liðakeppni í júdó.

Menningarmánuðurinn OKTÓBER 2013

Þetta mun vera í fjórða sinn sem íþrótta og menningarnefnd sveitarfélagsins stendur fyrir menningarmánuðinum október, þar sem ýmsum menningarviðburðum í Sveitarfélaginu Árborg eru gerð skil. Í ár verða 4 meginviðburðir á vegum nefndarinnar og einnig höfum við gefið einkaaðilum og félögum tækifæri á að fljóta með í kynningu og þannig orðið hluti af menningarmánuðinum. Með […]

Trjágróður sem slútir út fyrir lóðamörk

Trjágróður sem vex út fyrir lóðarmörk getur skapað óþægindi og jafnvel hættu fyrir gangandi og akandi vegfarendur. Sveitarfélagið Árborg hvetur garðeigendur til að klippa tré sín svo þau hvorki hindri vegfarendur, hylji umferðarskilti né dragi úr götulýsingu. Einnig þarf að hugsa fyrir aðgengi vegna snjóhreinsunar, en gera þarf ráð fyrir 2,8 metra hæð undir trjágreinar […]

Knattspyrna – Guðmunda valin efnilegust

Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði kvennaliðs Selfoss í knattspyrnu, var valin efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar. Lokahóf KSÍ fór fram í gærkvöldi. Guðmunda var einn af burðarásum Selfossliðsins í sumar og ein af markahæstu leikmönnum Pepsi-deildarinnar með 11 mörk. Árangur Selfossliðsins var framar vonum í sumar en liðið lauk keppni í 6. sæti deildarinnar.

Menningarmánuðurinn október 2013 – uppfærð dagskrá komin inn

Menningarmánuðurinn október er runninn upp en þetta árið eru fjölmargir skemmtilegir viðburðir í gangi bæði á vegum sveitarfélagsins sem og annarra aðila. Fyrsti viðburðurinn er fös. 4. okt en þá hefst vetrartónleikaröð Hvíta hússins með tónleikum til heiðurs Creedens ClearvwaterRevival. Laugardaginn 5. okt. kl. 14:00 opnar svo ljósmyndasýning Páls Jökuls „Frá fjöru til fjalls“ í […]

Ný sýning í Listagjánni

Ólafur Th Ólafsson sýnir olíu- og vatnslitamyndir í Listagjánni í október. Ólafur útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1979 og hefur síðan þá haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum á Selfossi og í Reykjavík. Sýningin er opin á opnunartíma Bókasafnsins og er jafnframt sölusýning.

Menningarmánuðurinn október – Opnun ljósmyndasýningar í veitingahúsinu Eldhúsinu á Selfossi lau. 5.okt. kl.14:00

Laugardaginn 5. október kl. 14:00-17:00 opnar Páll Jökull Pétursson ljósmyndasýningu í veitingahúsinu Eldhúsinu að Tryggvagötu 40 á Selfossi. Páll hefur á undanförnum árum sett upp fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum annarra ljósmyndara meðal annars með ljósmyndaklúbbnum BLIK á Suðurlandi og Fókusfélagi í Reykjavík. Myndir Páls á þessari sýningu eru allar teknar á Suðurlandi. […]

Nýtt útieldhús við Sunnulækjarskóla

Í síðustu viku tókum við í notkun nýtt útikennslueldhús við skólann.  Fyrir eigum við eldunaráhöld sem foreldrafélagaið gaf skólanum og eldunarþrífót með steikarpönnu.  Nú hafa bæst við tvö vönduð eldstæði sem komið hefur verið fyrir, framan við heimilsfræðistofuna. Vegna nálægðar eldstæðanna við heimilsfræðistofuna er mjög hægt um vik að flétta notkun þeirra inn í heimilsfræðikennsluna. 

Ólympíufari og þjálfari með æfingabúðir á Selfossi

Helgina 21. – 22. september sl. voru Jesús Ramal 6. Dan, þjálfari finnska ólympíulandsliðsins í taekwondo og Suvi Mikkonen, sem náði 5. sæti á síðustu ólympíuleikum, með æfingabúðir fyrir iðkendur taekwondo á Selfossi í sal taekwondodeildar Umf. Selfoss í Baulu.  Æfingabúðirnar gengu út á að bæta tækni og kunnáttu iðkenda. Óhætt er að fullyrða að […]

Heimsókn nemenda Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri í FSu

Fjölbrautarskóli Suðurlands opnaði skólann fyrir grunnskólanemum í gær.  Kynntar voru námsleiðir í iðn- og starfsnámi og gestir fengu að skoða og jafnvel prófa tæki sem notuð eru í greinunum.  Við í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri mættum að sjálfsögðu á staðinn með nemendur 8. og 9. bekkjar. 

Fréttir úr Vallaskóla – Úti er veður vott

Nemendur í 6. GEM og 6. SKG klæddu sig upp og drifu sig í útikennslu núna í vikunni þrátt fyrir rigningu. Nemendur og kennarar gengu saman út í Vinaskóg og söfnuðu laufblöðum. Laufblöðin á að þurrka og síðan er í bígerð að greina trjátegundirnar.

Tré gróðursett í Sigtúnsgarði á Selfossi

Sl. vikur hafa starfsmenn Sveitarfélagsins Árborgar og Rótarýklúbbs Selfoss gróðursett tré í Sigtúnsgarði á Selfossi. Trén sem hafa verið sett niður eiga að falla inn í nýtt miðbæjarskipulag og fá því að festa rætur á nýjum stað.

Lætur af störfum eftir 39 ár

Fimmtudaginn 26.september lét Ingunn Hinriksdóttir af störfum sem bæjargjaldkeri en Ingunn hefur sinnt því starfi frá stofnun Sveitarfélagsins Árborgar eða í 15 ár. Þar á undan starfaði Ingunn hjá Eyrarbakkahreppi frá árinu 1974 eða í 24 ár. Samanlagður starfsaldur Ingunnar er því 39 ár. Ingunni eru þökkuð góð störf í þágu sveitarfélagsins og óskað velfarnaðar í […]

Starfskynningardagar, – Tengsl atvinnulífs og skólastarfs

Framboð menntunar í íslensku skólakerfi hefur vaxið mikið undanfarin ár. Vinnumarkaðurinn tekur einnig stöðugum breytingum, til verður ný þekking og einnig ný störf. Þetta kallar á þörf ungmenna fyrir trausta aðstoð og stuðning við námsval bæði í skólanum og heima fyrir.  Einn mikilvægur þáttur í því ferli ungmenna að móta sér framtíðarplön er að þau fái […]

Fjallkonan – Sælkerahús hlaut frumkvöðlaviðurkenningu Sveitarfélagsins Árborgar 2013

Frumkvöðlaviðurkenning Sveitarfélagsins Árborgar árið 2013 var afhent á bæjarráðsfundi í morgun, fimmtudaginn 26.september 2013. Fjallkonan – Sælkerahús við Austurveg hlaut viðurkenninguna að þessu sinni og mættu þær Elín Una Jónsdóttir og Sigrún Óskarsdóttir á fund bæjarráðs til að taka við viðurkenningunni.

Safnahelgi á Suðurlandi 1. – 3. nóvember

Undirbúningur að Safnahelgi á Suðurlandi er hafinn, en að henni standa Samtök safna á Suðurlandi.  Í ár verður safnahelgin haldin í fimmta sinn, helgina 1.-3. nóvember nk. Líkt og áður er það Dorothee Lubecki, menningarfulltrúi Suðurlands sem starfar að undirbúningnum ásamt nefnd sem í sitja tengiliðir af öllum svæðum á Suðurlandi, en um er að […]

Metnaðarfullt íþrótta- og tómstundastarf fyrir fötluð börn

Á foreldrafund í Setrinu komu Bragi Bjarnason menningar og frístundafulltrúi, Andri Már Númason forstöðumaður Frístundaklúbbs og Guðrún Linda Björgvinsdóttir stjórnarmaður í Suðra, íþróttafélagi fatlaðra. Fundurinn var vel sóttur af foreldrum en tilgangur fundarins var að ræða saman um hvernig hægt er að tryggja jafnan aðgang allra barna og ungmenna að fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi. Fötluð […]

Norskt kvikmyndafyrirtæki færði Brimveri höfðinglega gjöf

Börn og starfsfólk í leikskólanum Brimveri á Eyrarbakka fengu frábæra heimsókn að morgni föstudagsins 20. september. Þau Arnbjörg Hafliðadóttir og Ragnar Agnarsson frá Sagafilm komu fyrir hönd norska fyrirtækisins Tappeluft Terje Strömstad og færðu Brimveri fimm Rabo hjól.

Selfossveitur auglýsa

Vegna bilunar á stofnlögn má búast við truflun á þrýstingi og afhendingu á heitu vatni í Sveitarfélaginu Árborg í dag 20.09.2013 og fram eftir kvöldi. Selfossveitur

Gullin í grenndinni – opnun heimasíðu

Á Degi íslenskrar náttúru, mánudaginn 16 september, var ný heimasíða verkefnisins Gullin í grenndinni  opnuð. Guðbjartur Ólason skólastjóri Vallaskóla setti hátíðina og Kristján Kári Ólafsson nemandi úr leikskólanum Álfheimum og Davíð Mar Davíðsson nemandi úr  Vallaskóla opnuðu heimasíðuna formlega með því að klippa á borða. Inni á heimasíðu Árborgar er hnappur sem leiðir fólk beint […]