Bæjarráð Árborgar – fylgigögn fundargerða

Sú nýbreytni hefur verið gerð á heimasíðu Árborgar að gögn sem tilheyra fundargerð bæjarráðs eru birt undir þeim málum sem við á. Þegar smellt er á þau mál sem birtast blá í fundargerðinni kemur viðkomandi skjal upp í pdf formi.

Samningur um bankaþjónustu

Sveitarfélagsins Árborgar og tengdra stofnana og fyrirtækja. Um er að ræða samning um innlána- og útlánaviðskipti, innheimtuþjónustu og millifærslur auk annarrar hefðbundinnar bankaþjónustu.  Tengdar stofnanir Sveitarfélagsins Árborgar eru m.a. Selfossveitur sem annast sölu og dreifingu á heitu og köldu vatni, Leigubústaðir Árborgar, sem hefur með rekstur félagslegs húsnæðis að gera fyrir Sveitarfélagið, Sandvíkursetrið ehf., Byggingarsjóður […]

Er þér alveg sama?

Sveitarstjórnarkosningar fara fram 31. maí næstkomandi og verða þá kjörnir fulltrúar til setu í sveitarstjórnum um allt land. Á undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í sveitarstjórnarkosningum farið minnkandi. Kosningaþátttaka í kosningum 2010 var sú lægsta í 40 ár eða 73,5% og lækkaði um 5,2 %-stig frá kosningunum 2006. Á tímabilinu 1970 til 2010 var kosningaþátttaka mest […]

Verkfall grunnskólakennara

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa kennarar í grunnskólum boðað verkfall fimmtudaginn 15. maí, miðvikudaginn 21. maí og þriðjudaginn 27. maí og tekur það gildi á umræddum dögum hafi kjarasamningar ekki náðst fyrir þann tíma. Vegna þessa eru forráðamenn nemenda í grunnskólum Sveitarfélagsins Árborgar beðnir um að fylgjast vel með fréttum. Ef til […]

Leikskólinn Árbær – Hey! Settu niður kartöflur

Á föstudaginn var kartöflugarðurinn okkar tættur upp og kartöflum potað niður því við á Árbæ erum sannfærð um að sumarið sé nú komið.  Um morguninn þótti börnunum á Kringlumýri mjög áhugavert að fylgjast með starfsmönnum bæjarins tæta upp garðinn.

Fréttabréf skólaþjónustu Árborgar (5. tbl)

Í fréttabréfinu er sagt frá jákvæðri afgreiðslu Sprotasjóðs á styrkumsókn leikskólanna í Árborg vegna verkefnisins Að auka hæfni, þekkingu og leikni leikskólabarna í læsi, en sjóðurinn veitir styrk að upphæð kr. 2.000.000.- í verkefnið. Einnig er sagt frá námskeiðum sem hafa verið haldin fyrir starfsfólk skóla og Sigríður Pálsdóttir, sérkennari, er með hugleiðingar um barnavernd.

Vallaskóli – Skrifað á skinn með fjaðurstaf

Fyrir stuttu heimsóttu okkur í 6. bekk Svanhildur María Gunnarsdóttir, safnkennari við Árnastofnun ásamt aðstoðarmanni sínum. Tilefnið var að þann 10. maí 2013 var sett upp sýning í Húsinu á Eyrarbakka á einu handriti úr safni Árna Magnússonar handritasafnara og prófessors (f. 13. 11. 1663, d. 7. 1. 1730).

Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri í úrslit í nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda

Í vetur  skráði BES sig í nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda og tóku nemendur í 5. 6. og 7. bekk þátt í verkefninu. Hingað kom öflugur fyrirlesari sem fæddi starfsmenn um keppnina og nýsköpunarkennslu og kveikti mikinn áhuga á verkefninu.  Ragnar Gestsson, smíðakennari hafði umsjón með verkefninu og undir hans stjórn skiluðu nemendur inn yfir 100 hugmyndum í […]

Sumarlestur á bókasafninu á Selfossi

Þau leiðu mistök áttu sér stað að vitlausar upplýsingar fóru frá Bókasafninu á Selfossi í sumarblaðið 2014 sem kom út í vikunni. Rétt er að það verður sumarlestur í bókasafninu á Selfossi en þema sumarsins er „Múmínálfarnir hennar Tove Jansson“. Sumarlesturinn er ókeypis lestrarhvetjandi námskeið fyrir börn í 3. – 5. bekk. Safnið verður síðan skreytt […]

Sveitarfélagið Árborg kaupir land í Laugardælum

Sveitarfélagið Árborg hefur fest kaup á um 200 hektara landsvæði í Laugardælum fyrir austan Selfoss. Kaupsamningur þess efnis var undirritaður í Golfskálanum á Svarfhólsvelli í gær, miðvikudaginn 7.maí. Sveitarfélagið kaupir landið af Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga en Jón G. Kristjánsson, framkvæmdastjóri sjóðsins og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar undirrituðu samninginn.

Göngum saman 11. maí

Á mæðradaginn, nánar tiltekið sunnudaginn 11. maí nk., verður ganga á vegum Göngum saman um land allt. Hér á Suðurlandi verður að þessu sinni gengið í Hveragerði en síðastliðið vor var gangan á Selfossi. Lagt verður af stað frá sundlauginni Laugaskarði kl. 11:00. Gengið verður eftir Breiðumörk og Heiðmörk í átt að Kömbum og til […]

Sumarblað Árborgar 2014 – Sumarstarf og námskeið

Sumarblað Árborgar er komið á netið en í því er að finna flest allt sem í boði er fyrir börn og ungmenni sumarið 2014 í Sveitarfélaginu Árborg. Blaðinu verður dreift inn á öll heimili í Árborg á næstu dögum en er einnig aðgengilegt hér að neðan. Ein breyting er á námskeiði fimleikadeildar Selfoss en námskeiðin […]

Skóflustunga að nýrri viðbyggingu við Sundhöll Selfoss

Miðvikudaginn 30.apríl sl. var tekin skóflustunga að nýrri viðbyggingu við Sundhöll Selfoss. Gunnar Egilssson og Eyþór Arnalds tóku skóflustunguna ásamt iðkendum Sunddeildar Umf. Selfoss og nokkurra fastagesta í sundlauginni. Viðbyggingin er rúmlega 1300 fermetrar að gólffleti og verður að hluta á tveimur hæðum.

Opið fyrir umsóknir um sumarstarf fyrir 17 ára ungmenni (f:1997)

Sveitarfélagið Árborg mun bjóða öllum 17 ára ungmennum með lögheimili í Árborg vinnu hluta úr sumrinu 2014. Um er að ræða vinnu í 7 vikur en hægt er að velja um tvö tímabil. Fyrra frá 19. maí – 3. júlí og seinna frá 30.júní – 14.ágúst. Einstaklingur getur einungis fengið vinnu á öðru tímabilinu og […]

Besta afkoma Sveitarfélagsins Árborgar frá upphafi

Rekstrarafkoma Sveitarfélagsins Árborgar á árinu 2013 er jákvæð um 386,6 millj.kr. sem er 344 millj.kr. betri niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir. Heildartekjur samstæðu eru 6.103 millj.kr. og heildarútgjöld 4.881 millj.kr. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) er því 1.222 millj.kr. sem er 315 millj.kr. hærra en áætlun gerði ráð fyrir. Fjármagnsgjöld vega enn […]

Nýir rekstraraðilar að tjaldsvæðinu á Stokkseyri

Á fundi bæjarráðs Árborgar í sl. viku var samþykkt að semja við Hönnu Siv Bjarnardóttur og Ólaf Má Ólafsson um rekstur tjaldsvæðisins á Stokkseyri. Samningur um tjaldsvæðið var undirritaður í framhaldinu og á myndinni má sjá nýja rekstraraðila ásamt framkvæmdastjóra sveitarfélagsins. Tjaldsvæðið hefur verið byggt upp í áföngum á síðustu árum og á síðasta ári […]

Hreinsunarátak í fullum gangi

Hreinsunarátak stendur nú yfir í Sveitarfélaginu Árborg og er afar ánægjulegt hve íbúar hafa verið duglegir að taka til í sínu nærumhverfi. Ákveðið hefur verið að framlengja tímann sem gámar verða staðsettir á Eyrarbakka, Stokkseyri og í Tjarnarbyggð til mánudagsins 12. maí, jafnframt verður tekið við úrgangi á gámasvæðinu án endurgjalds. Áfram verður opið á […]

Sunnlenski sveitadagurinn lau. 3.maí á Selfossi – dagskrá

Sunnlenski sveitadagurinn er haldinn á afhafnasvæði Jötunnvéla og Vélaverkstæðis Þóris nk. laugardag 3.maí. Líkt og sl. ár geta gestir séð fjöldan allan af dýrum og kynnt sér framleiðslufyrirtæki á Suðurlandi. Einn af stærstu viðburðum þessa árs verður milli 15:00 og 16:00 þegar Böðvar Pálsson, sveitarhöfðingi á Búrfelli býður upp hvítan kvígukálf sem Guðbjörg Jónsdóttir bóndi á […]

Hátíðardagskrá á Selfossi á verkalýðsdaginn 1.maí – skrúðganga

þann 1.maí nk. á verkalýðsdaginn bjóða verkalýðsfélögin til hátíðardagskrár á Hótel Selfoss að lokinni árlegri skrúðgöngu. Lagt verður af stað í skrúðgönguna kl.11:00 frá Austurvegi 56 á Selfossi. Félagar í hestamannafélaginu Sleipni leiða gönguna ásamt Lúðrasveit Selfoss. Gengið er að Hótel Selfoss þar sem formleg dagskrá fer fram. Nokkrir gestir verða með ávörp, Sveppi og Villi skemmta […]

Vortónleikar Karlakór Selfoss í Selfosskirkju í kvöld þri. 29.apríl kl. 20:30

Vortónleikar Karlakórs Selfoss verða í kvöld, þriðjudaginn 29.apríl í Selfosskirkju. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 en þema þessara vortónleika er árstíðirnar vetur-sumar-vor og haus. Karlakórinn mun svo syngja í Fella- og hólakirkju 1.maí nk. kl.20:00 og svo á Flúðum lau. 3.maí kl. 20:30.

Opið er fyrir umsóknir í grenndargarða Árborgar 2014

Sveitarfélagið Árborg leigir út garðlönd til íbúa í sumar. Garðarnir á Eyrarbakka eru staðsettir vestan við bæinn og er garðlandið þar sendið. Garðarnir á Selfossi eru á grænu svæði milli Norðurhóla og Lóurima eða þar sem gömlu  skólagarðarnir voru. Stærð á görðunum er 25 fm og leiga hvers garðs er 4900kr. Görðunum verður skilað tættum […]

Vallaskóli – Hvernig er nærumhverfið?

Sýningin List í nærumhverfi var sett upp í anddyri Vallaskóla og opnuð með viðhöfn í dag, föstudaginn 25. apríl. Hún verður opin í tvo daga,  föstudaginn 25. apríl og laugardaginn 26. apríl. Sýningin er hluti hátíðarinnar, Vor í Árborg 2014. Guðbjartur Ólason flutti ávarp og sagði m.a. að ,,Um leið og ég fyrir hönd Vallaskóla opna […]

Tilboð í verkið „Kirkjuvegur endurnýjun 2014“.

Þriðjudaginn 22.apríl voru opnuð tilboð í verkið „Kirkjuvegur endurnýjun 2014“. Engar athugasemdir voru gerðar við útboðsgögnin. Eftirfarandi tilboð bárust:

Samningur um vegagerð í Hellisskógi

Sveitarfélagið Árborg og Skógræktarfélag Selfoss hafa gert samkomulag um vegagerð í Hellisskógi. Á næstu tveimur árum mun Árborg leggja til eina milljón hvort ár til framkvæmda við vegagerð innan skógarins og sér Skógræktarfélagið um framkvæmdir við veglagninguna. Unnið verður eftir skipulagi fyrir svæðið. Samningur þessa efnis var undirritaður á dögunum af Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Sveitarfélagsins […]

Lokadagur Vors í Árborg – Sveitadagur og tónleikar á Stokkseyri

Lokadagur Vors í Árborg er í dag og er hann ekki af verri endanum. Fjöldi sýninga á ljósmyndum, málverkum, handverki o.fl. eru opnar og má þar nefna Gallerý Sjólyst á Stokkseyri, Vor barnanna á Hótel Selfoss sem og Laugabúð og Konubókastofuna á Eyrarbakka. Stærstu viðburðir dagsins eru þó Sveitadagurinn en þá ætla nokkrir bæir við Votmúlaveg […]

Fjölskylduleikurinn Gaman Saman á Vori í Árborg

Í tengslum við bæjar- og menningarhátíðina Vor í Árborg er skemmtilegur leikur í gangi fyrir yngri kynslóðina. Hann snýst um að með dagskránni er vegabréf sem börnin geta rifið frá og safnað stimplum í yfir hátíðina. Stimplunum er safnað með því að taka þátt í ákveðinum viðburðum sem eru sérmerkti í dagskránni og geta þeir […]

Vor í Árborg – Sumardagurinn fyrsti, skrúðganga og menningarviðurkenningin 2014

Hátíðaropnun Vor í Árborg fór fram á Hótel Selfoss í gær, fimmtudaginn 24. apríl en þar var afhent menningarviðurkenning Sveitarfélagsins Árborgar 2014. handhafi hennar þetta árið er listamaðurinn Ólafur Th. Ólafsson en hann hefur t.d. málað, teiknað og spilað á harmonikku í fjölda ára. Barna- og unglingakór Selfosskirkju söng undir stjórn Edit Molnár sem og Gísli Stefánsson […]

Óli Th fékk menningarviðurkenninguna

Ólafi Th. Ólafssyni, myndlistarmanni á Selfossi, var veitt Menningarviðurkenning Árborgar 2014 í dag, á hátíðarsetningu menningarhátíðarinna Vors í Árborg sem fram fer um helgina. Ólafur er fæddur árið 1936 í Reykjavík en hann flutti á Selfoss árið 1965. Ólafur stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann og útskrifaðist úr honum árið 1979. Hann hefur haldið fjölda […]

Fjör í frjálsíþróttamessu

Hástökk án atrennu var æft við altari Selfosskirkju í morgun – líklega í fyrsta skipti – en þá var haldin stórskemmtileg frjálsíþróttamessa í samvinnu Selfosskirkju og frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss. Fjöldi ungra iðkenda lék listir sínar og sýndi fjölbreyttar æfingar. Þannig var hlaupið grindahlaup eftir kirkjugólfinu, stokkið langstökk og æfðar drillur og sýndar krakkafrjálsar, svo eitthvað […]

Bronslið Selfoss heiðrað

Bronsverðlaunahafar Fimleikadeildar Umf. Selfoss frá Norðurlandamóti unglinga voru heiðraðir með óvæntum hætti í Baulu í gær. Liðsmenn og þjálfarar voru leyst út með gjafabréfum og blómum frá deildinni og bíómiðum frá Sveitarfélaginu Árborg. Þóra Þórarinsdóttir formaður deildarinnar, Ásta Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Árborgar, Kjartan Björnsson formaður íþrótta- og menningarnefndar og Guðmundur Kr. Jónsson nýkjörinn formaður Umf. Selfoss […]

Vor í Árborg að hefjast – Skrúðganga, málverk og fagrir tónar

Vor í Árborg 2014 hefst á morgun, fimmtudaginn 24.apríl og stendur allt til sunnudagsins 27.apríl. Dagskráin opnar með göngu á Ingólfsfjall kl. 10:00 undir leiðsögn félaga í Björgunarfélagi Árborgar en síðan kl. 13:00 hefst skrúðganga frá skátaheimilinu að Tryggvagötu 36 en hún er farin í tilefni af sumardeginum fyrsta sem kemur upp á þennan fimmtudag. […]

Frjálsíþróttamessa fyrir alla fjölskylduna á sumardaginn fyrsta

Á sumardaginn fyrsta, 24. apríl, verður sumri fagnað í Selfosskirkju með frjálsíþróttamessu sem hefst kl. 11. Messan er samstarfsverkefni kirkjunnar og frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss. Fjöldi ungra iðkenda sýnir listir sínar. Yfirþjálfari deildarinnar flytur stutt erindi ásamt tveimur iðkendum. Mikill söngur, sumarsálmar og mikil gleði. Bænablöðrum verður sleppt út í sumarið.

List í nærumhverfi – listsýning 519 listnema í Vallaskóla

   Næstkomandi föstudag, 25. apríl, verður opnuð sýningin List í nærumhverfi, en sýningin er afrakstur þemadaga í Vallaskóla sem haldnir voru fyrr í mánuðinum. Um er að ræða listsýningu 519 listnema í Vallaskóla og tengist dagskrá Vor í Árborg. Sýningin opnar með formlegum hætti kl. 13.00 og er opin gestum og gangandi til kl. 17.00. […]

Opnun tilboða í verkið „Stofnlögn hitaveitu 2014“

Þriðjudaginn 8.apríl, voru opnuð tilboð í verkið „Stofnlögn hitaveitu 2014“. Sjá fylgiskjal

Níu þátttakendur af sambandssvæði HSK á ráðstefnu

Dagana 9.-11. apríl sl. var ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði haldin í fimmta sinn og nú á Ísafirði. Þema ráðstefnunnar að þessu sinni var „stjórnsýslan og við – áhrif ungs fólks á stjórnsýsluna“. Níu einstaklingar af sambandsvæði HSK tóku þátt í ráðstefnunni, en sjötíu einstaklingar sóttu ráðstefnuna. Þátttakendur voru ungmenni sem starfa í ungmennaráðum víðsvegar […]

Sveitarfélagið Árborg og Umf. Selfoss skrifa undir samning um rekstur Selfossvallar.

Sveitarfélagið Árborg hefur samið við Umf. Selfoss um áframhaldandi rekstur á Selfossvelli. Samningurinn felur í sér að Umf. Selfoss sér um daglegan rekstur á mannvirkjum og keppnis- og æfingavöllum á svæðinu. Í nýja samningnum er gert ráð fyrir að hægt sé að bæta við starfsmanni á svæðið í heilsársstarf sem áður var bara sumarstarf. Samningurinn er […]

Niðurstöður PISA 2012 fyrir Árborg

Á fundi fræðslunefndar 10. apríl sl. kynnti Almar Miðvík Halldórsson PISA-skýrslu sem var unnin sérstaklega fyrir Sveitarfélagið Árborg. Undir þessum dagskrárlið sátu einnig fundinn margir skólastjórnendur leik- og grunnskóla, ráðgjafar skólaþjónustunnar og framkvæmdastjóri sveitarfélagsins. Almar var með afar góða kynningu og umræður voru fínar. Í PISA-skýrslunni fyrir Árborg er einkum fjallað um læsi, viðhorf, kennsluhætti […]

Ívar Örn úr Fjölbrautaskóla Suðurlands komst í fjórtán manna úrslit

Undankeppnin fyrir Ólympíuleikana í eðlisfræði var haldin í framhaldsskólum landsins í byrjun febrúar. Einn nemandi úr Fjölbrautaskóla Suðurlands, Ívar Örn Kristjánsson, komst í fjórtán manna úrslit. Um 140 framhaldsskólanemendur af öllu landinu tóku þátt í undankeppninni, þar af sex nemendur úr FSu.

Þór öruggur sigurvegari

Þór Davíðsson, Umf. Selfoss, sigraði örugglega og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í -100 kg flokki á Íslandsmótinu í júdó sem haldið var í Laugardalshöllinni, laugardaginn 12. apríl. Þór sigraði með yfirburðum í sínum þyngdarflokki en hann tók einnig þátt í opna flokknum og varð þar í 3. sæti. Fjórir aðrir keppendur frá Umf. Selfoss tóku þátt í […]

Grunnskólamót í sundi

Sunnulækjarskóli tók þátt í grunnskólamóti í sundi sem fór fram í Laugardalslauginni og stóðu þau sig frábærlega og voru sér og sínum til sóma. 19 skólar tóku þátt en keppt var í tveimur flokkum; 5-7. bekk og 8-10. bekk og synt var í 8×25 metra boðsundi með frjálsri aðferð. 17 lið voru í yngri flokknum […]

Dagskrá Vors í Árborg 2014 komin á netið

Dagskrá fyrir Vor í Árborg er komin á netið en hátíðin verður haldin dagana 24. – 27.apríl nk. Fimmtudaginn 24. apríl er sumardagurinn fyrsti og mun Skátafélagið Fossbúar stjórna sérstakri hátíðardagskrá í tilefni dagsins. Opnunarhátíð Vors í Árborg verður síðan á Hótel Selfoss kl. 17:00 en þar kemur fram Barna- og unglingakór Selfosskirkju, Gísli Stefánsson ásamt undirleikara […]

Vorfuglar í Eggjaskúrnum

Laugardaginn 12 apríl kl. 14 opnar Hallur Karl Hinriksson sýningu á vorfuglum í Eggjaskúrnum á Eyrarbakka, í tilefni af vorkomunni og páskunum.  Eggjaskúrinn er hluti af Húsinu á Eyrarbakka og eru þar jafnan til sýnis fuglar og egg úr náttúru landsins. Sýningin stendur yfir dagana 12.- 21. apríl og er opin milli klukkan 12 og 17.

Hestafjör í Reiðhöll Sleipnis sun. 13. apríl nk.

Æskulýðsnefnd Sleipnis stendur fyrir Hestafjöri 2014 sem verður haldið í reiðhöll Sleipnis að Brávöllum, Selfossi sunnudaginn 13. apríl nk. og hefst kl. 14.00. Fram koma sýningarhópar barna, unglinga og ungmenna frá hestamannafélögum á Suðurlandi. Skrautreið og ýmsar þrautir. Sýningar-Vinir í leik, Guðný og Háfeti frá Hrísdal, fimleikaatriði frá hestamannafélaginu Þyt á Hvammstanga, hamonikkuspil, veitingasala, Sveppi […]

Nemendur Árborgar sigursælir í Stóru upplestrarkeppninni

Stóra upplestrarkeppni grunnskólanna var haldin í Ráðhúsi Ölfuss, fimmtudaginn 3. apríl sl., fyrir skólana í Árborg, Ölfusi og Hveragerði. Fimmtán nemendur tóku þátt frá fimm grunnskólum og stóðu sig allir með prýði. Í fyrsta sæti  var Baldvin Alan Thorarensen, Grunnskólanum í Hveragerði, í öðru sæti var Guðjón Leó Tyrfingsson, Sunnulækjarskóla, og í þriðja sæti Hekla […]

Netfréttabréf forvarnarhóps Árborgar, apríl 2014

„Láttu drauminn rætast“ – Þorgrímur Þráinsson heimsækir 10. bekkinga í ÁrborgÞorgrímur Þráinsson hefur verið að heimsækja 10. bekkinga á Íslandi og flytja fyrirlestur sem hann kallar „Láttu drauminn rætast“. Fyrirlesturinn er fyrst og fremst hvatning til nemenda um að bera ábyrgð á eigin lífi og hafa hugrekki til að fylgja hjartanu. Þorgrímur segir nokkrar sögur […]

Ungmenni skoða samgöngumál í Árborg

Mikið hefur borist til Ungmennaráðsins af ábendingum um samgöngumál innan Árborgar. Við ákváðum því að skoða samgöngumálin hér í sveitarfélaginu. Við komumst að ýmsu sem má bæta í sambandi við þjónustu Strætó, bæði innan Árborgar og til Reykjavíkur, ásamt öðrum þáttum.

Fréttabréf skólaþjónustu Árborgar (4. tbl.)

Í fréttabréfinu er fjallað styrkumsókn Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri í Sprotasjóð. Viðfangsefni verkefnisins er jarðfræði, fána og flóra fjörunnar á Stokkseyri og Eyrarbakka, sjórinn og sjávarföll, höfnin og saga útgerðar. Í fréttabréfinu er einnig fjallað um væntanlega þátttöku leikskólanna í Árborg í Stóra leikskóladeginum í Reykjavík en hann verður haldinn föstudaginn 23. maí nk.

Framhaldskólanemar fá frítt í sundlaugar Árborgar meðan á verkfalli stendur

Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum í morgun, fimmtudaginn 3. apríl að veita framhaldsskólanemum frítt í sundlaugar Árborgar á Selfossi og Stokkseyri meðan á verkfalli framhaldsskólakennara stendur. Nemendur þurfa einungis að sýna skólaskírteinin sín til að fá aðgang að sundlaugunum. Með þessu vill Sveitarfélagið Árborg koma til móts við nemendur sem margir hverjir standi aðgerðalausir eftir […]

Tveir nýir leikskólastjórar í Árborg

Gengið hefur verið frá ráðningum tveggja nýrra leikskólastjóra í Sveitarfélaginu Árborg.  Frá og með næstu mánaðarmótum tekur  Kristrún Hafliðadóttir við stöðu leikskólastjóra í Hulduheimum og Júlíana Tyrfingsdóttir tekur við stöðu leikskólastjóra í Jötunheimum.

Hrafnhildur og Karitas til Króatíu

Hrafnhildur Hauksdóttir og Karitas Tómasdóttir leikmenn mfl. Selfoss í knattspyrnu eru í U19 landsliði Íslands sem tekur þátt í milliriðlim EM í Króatíu í apríl. Liðið fer út fimmtudaginn 3. apríl og dvelur í Terme Tuhelj í Króatíu. Fyrsti leikur liðsins er gegn Skotlandi 5. apríl, tveimur dögum síðar er leikið við Rússa og lokaleikurinn gegn […]