Ingibjörg Helga sýnir í Listagjá Bókasafns Árborgar í janúar

Ingibjörg  Helga Guðmundsdóttir sýnir í Listagjá Bókasafns Árborgar í janúar, sýninguna nefnir hún Geislabrot. Hér sýnir hún brot af verkum sínum síðan 1980 en þá stofnaði hún ásamt fleirum Myndlistarfélag Árnessýslu.  Þetta eru mest vatnslitamyndir, grafík og þrykk.   Ingibjörg Helgahefur sýnt á fjölmörgum samsýningum og haldið nokkrar einkasýningar. Þetta er jafnframt sölusýning. Sýningin er opin […]

Vallaskóli – Takk fyrir okkur!

Rétt áður en nemendur fóru í jólafrí komu fulltrúar frá rútufyrirtækinu Guðmundi Tyrfingssyni ehf. færandi hendi með endurskinsmerki að gjöf til allra nemenda í 1. – 4. bekk. Endurskinsmerkið er í formi rútu og var vel tekið af nemendum, enda allir meðvitaðir um mikilvægi þess að nota endurskinsmerki yfir dimmasta tíma ársins. Við þökkum þeim hjá […]

Lýðræðislegir dagar í Árbæ

Kristín Eiríksdóttir, leikskólastjóri leikskólans Árbæjar, kynnti á fundi fræðslunefndar sem var haldinn 9. janúar sl., skýrsluna Lýðræðislegt augnablik. Það er heiti á þróunarverkefni Árbæjar sem hefur verið unnið sl. tvö ár undir leiðsögn Önnu Magneu Hreinsdóttur, verkefnisstjóra og leikskólafulltrúa Garðabæjar.

Hvatagreiðslur hækka upp í 15.000 kr. á barn frá og með 1.febrúar 2014

Þegar nýtt hvatagreiðsluár byrjar þann 1. febrúar nk. mun framlag Sveitarfélagsins Árborgar til styrktar börnum sem stunda skipulagt íþrótta og/eða tómstundastarf hækka um 50% eða úr 10.000 kr. í 15.000 kr. Foreldrar barna á aldrinum 5 – 17 ára (1997 – 2009) geta sótt um hvatagreiðslur í gegnum Mín Árborg. Hvatagreiðslan gildir fyrir öll íþrótta- og tómstundanámskeið […]

Farandsýningin 5. áfangi – „Selfossveitur“ að Austurvegi 67

Ljósmyndasýningin  -Mannlíf og menning á Eyrarbakka 2013-  sem var í félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka dagana 20. okt. og 3. nóv.,  og breytt  var síðan  í  farandsýningu,  var í morgun færð úr Ráðhúsinu  á Selfossi og austur í hinar gömlu „Selfossveitur“ að Austurvegi 67.  Áður hefur sýningin verið á  Dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka,  í Vesturbúðinni á Eyrarbakka […]

Samningur um þjónustu og viðhald félagslegra íbúða

Á grundvelli útboðs sem fram fór í lok síðasta árs hafa Leigubústaðir Árborgar gert samning við lægstbjóðanda, Súperbygg ehf á Selfossi, um þjónustu og viðhald íbúða Leigubústaða Árborgar á Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri. Samningurinn er gerður til tveggja ára. Alls falla 102 íbúðir undir samninginn. Á myndinni handsala Ásta Stefánsdóttir og Steinar Árnason samninginn.

Skákkennsla grunnskólabarna

Fischersetrið á Selfossi mun í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg og Skákskóla Íslands standa fyrir skákkennslu fyrir grunnskólabörn í Fischersetrinu á laugardögum frá kl. 11.00–12.30. Yfirumsjón með kennslunni hefur Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands.

Hátíðarhöld á Selfossi á þrettándanum

Jólin verða kvödd á Selfossi með glæsilegri þrettándagleði mánudaginn 6. janúar. Gleðin verður með hefðbundnu sniði og sér Ungmennafélag Selfoss um framkvæmdina. Að vanda verður farin blysför frá Tryggvaskála kl. 20:00 að brennustæði á tjaldstæði Gesthúsa þar sem kveikt verður í þrettándabálkesti. Jólasveinarnir kveðja og álfar og tröll mæta á svæðið. Þá verður glæsileg flugeldasýning […]

Endurnýjun á umsókn um húsaleigubætur og sérstakar húsleigubætur

Samkvæmt 2. mgr.10. gr. laga um húsaleigubætur nr. 138/1997 þarf að sækja um húsaleigubætur fyrir hvert almanaksár og gildir umsókn til ársloka.  – Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja endurnýjun umsóknar um húsaleigubætur fyrir árið 2014: 

Guðmunda Brynja og Egill Blöndal íþróttakona og -karl Árborgar 2013

Uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar (ÍMÁ) var haldin í sal Fsu í gær, mánudaginn 30.desember. Afhentar voru viðurkenningar fyrir góðan íþróttaárangur á árinu 2013 og má með sanni segja að fjöldi viðurkenningar hafi komið á óvart en árangurinn á árinu var mjög góður hjá íþróttafólkinu. Guðmunda Brynja Óladóttir, knattspyrnukona og Egill Blöndal, júdómaður fengu nafnbótina íþróttakona og […]

Gleðilegt ár!

Sveitarfélagið Árborg óskar íbúum í Árborg  og landsmönnum öllum gleðilegs árs og farsældar á nýju ári með kærri þökk fyrir ánægjuleg samskipti á liðnu ári.

Uppskeruhátíð ÍMÁ 30.des. – íþróttakona og karl Árborgar 2013 – INGÓ spilar fyrir gesti

Árleg uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Árborgar verður haldin í sal Fsu mánudaginn 30. desember nk. kl. 20:00. Þar eru afhendar viðurkenningar fyrir góðan íþróttaárangur á árinu 2013 sem og krýnd íþróttakona og karl Árborgar 2013. Íþróttakarl og kona Árborgar 2012 eru Jón Daði Böðvarsson og Fjóla Signý Hannesdóttir. Á hátíðinni eru ungir iðkendur sem hafa náð Íslandsmeistaratitlun á árinu […]

Jólagluggarnir 2013 – stafaleikurinn í gangi og hægt að skila inn lausnum til 3. janúar

Frá 1. – 24. desember voru opnaðir sérstakir jólagluggar í fyrirtækjum og stofnunum í Sveitarfélaginu Árborg. Hver aðili sem opnaði jólaglugga fékk að ráða sjálfur hönnun og útliti gluggans en einungis þurfti að koma fram dagsetning og ákveðin bókstafur sem var hluti af stafaleiknum. Leikurinn gekk út á að finna ákveðin bókstaf í hverjum glugga og setja inn […]

Jólakveðja Sveitarfélagsins Árborgar

Bæjarstjórn Árborgar og framkvæmdastjóri sveitarfélagsins óska íbúum Sveitarfélagsins Árborgar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla.


Fyrir hönd bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri.

Tryggvagata 3 best skreytta íbúðarhúsið og Mensý best skreytta fyrirtækið 2013

Sl. laugardag voru afhent verðlaun fyrir best skreyttu íbúðarhúsin og fyrirtækið í Sveitarfélaginu Árborg 2013. Fjöldi íbúðarhúsa um allt sveitarfélagið og fyrirtækja voru tilnefnd og val nefndarinnar ekki auðvelt þetta árið. Dómnefndin fór í skoðunarferð þriðjudaginn 17.desember sl. og skoðaði tilnefnd hús á Selfossi, Eyrarbakka, Stokkseyri og í dreifbýlinu. Þetta árið voru veitt verðlaun fyrir best skreytta […]

Setrið Sunnulækjarskóla – Aðventan

Aðventan hefur verið skemmtilegur tími í skólanum. Fjölbreytt verkefni í anda gleði, vináttu og frelsis.  Söngstund í Fjallasal þar sem margir voru rauðklæddir. Jólaföndur unnið af miklum áhuga. Árlegt jólaboð Guðrúnar og Leifs var yndislegt og nemendur nutu góðra veitinga og friðsældar í fallega skreyttu húsinu. Jólahringurinn okkar slær alltaf í gegn en þá skynjum […]

Leigubústaðir Árborgar – Opnun tilboða

 Í dag föstudaginn 20. desember voru opnuð tilboð í  verkið „Leigubústaðir Árborgar þjónusta og viðhald 2014 – 2015“ Engar athugasemdir voru gerðar við framkvæmd útboðsins til þessa. Viðstaddir voru undirritaðir:

Árshátíð unglingastigs í Vallaskóla

Árshátíð unglingastigs var haldin í íþróttahúsi Vallaskóla 28. nóvember síðastliðinn.Að venju stóðu fulltrúar Nemendafélags Vallaskóla að undirbúningnum, ásamt valinkunnum samnemendum, og stóðu þau sig með sóma. Yfirumsjón hafði Már Másson kennari og umsjónarmaður félagslífs. Þema árshátíðarinnar í ár var Eldur og Ís.

Jólaskreytingasamkeppnin í Árborgar 2013 – tilnefningar og verðlaunaafhending á Jólatorginu

Á morgun laugardaginn 21.des verða afhent verðlaun fyrir jólaskreytingasamkeppnina í Árborg 2013. Verðlaunaafhendingin fer fram á Jólatorginu kl. 16:00. Styrktaraðilar keppninnar í ár eru Dagskráin, Sunnlenska, Guðmundur Tyrfingsson, Evita, Krónan, Húsasmiðjan og Blómaval, Rúmfatalagerinn, Byko, HS veitur, Sjafnarblóm og Sveitarfélagið Árborg.

Júlíus Hólm fer ekki í jólaköttinn!

Skjólstæðingar og starfsfólk dagdvalarinnar Vinaminni færðu Júlla jólasokka að gjöf í morgun.  Sokkarnir voru verkefni desembermánaðar hjá starfsmanni og þjónustuþega en fátt er skemmtilegra en að geta glatt aðra. Júlli átti glaðninginn sannarlega skilið starf hans er ómetanlegt fyrir dagdvölina en hann hefur séð um akstur þjónustuþega dagdvalarinnar. 

Jólaball á loftinu í gamla KÁ

Þriðjudaginn 17. desember var slegið upp jólaballi á loftinu í gamla KÁ, núna Ráðhúsi Árborgar. Starfsmannafélag Ráðhússins hélt fjölmennt jólaball og mætti starfsfólk með börn sín og barnabörn. Dansað var í kringum jólatré við undirleik Ráðhússbandsins og jólasveinar komu í heimsókn. Mátti finna að gamli góði ballandinn sveif yfir salnum.

Jólatorgið – síðasti opnunardagur markaðar lau. 21. des.

Laugardaginn 21. desember nk. er síðasti opnunardagur markaðarins á Jólatorginu á Selfossi. Mikið verður um að vera og fjölmargir viðburðir á sviðinu allan daginn. Allir ættu að geta fundið sér eitthvað fallegt á markaðinum en þar verður til sölu t.d. hangikjöt, pjónavara, glervörur, skartgripir, steinakarlar, fuglahús o.fl. Ekki má svo gleyma kakóbollanum á aðeins 100 […]

Jólasveinarnir mættu á Jólatorgið á Selfossi sl. laugardag

Laugardaginn 14. des. sl. komu jólasveinarnir keyrandi úr Ingólfsfjalli á sérútbúinni rútu frá Guðmundi Tyrfingssyni á Jólatorgið á Selfossi. Sveinarnir þrettán skemmtu börnum og fullorðnum áður en þeir héldu aftur til skógjafa og annars jólaundirbúnings. Grýla og nokkur tröll létu meira að segja sjá sig líka en pössuðu sig á því að halda sig í hæfilegri fjarlægð.

Kertasund Sunnulækjarskóla

Í síðustu viku fóru allir árgangar Sunnulækjarskóla í kertasund í sundtímunum sínum. Þar skiptir aldurinn ekki máli, alltaf er stemming og sannkölluð jólagleði ríkjandi.  Kveikt var á kertum, slökkt á ljósum, jólatónlist leikin og krakkarnir skiptust á að synda með kerti.

Jólaskreytingasamkeppni í Árborg 2013

Jólaskreytingasamkeppnin í Árborg er nú í fullum gangi og er tekið á móti ábendingum um best skreyta fyrirtækið og íbúðarhúsið til kl. 16:00 þri. 17. desember hjá Umhverfisdeild Árborgar í síma 480-1900 og á netfangið: marta@arborg.is. Keppnin snýst um best skreytta fyrirtækið og þrjú íbúðarhús í Sveitarfélaginu Árborg. Sérstök dómnefnd sem er skipuð styrktaraðilum keppninnar […]

Jólatorgið 14.des. – jólasveinarnir koma úr Ingólfsfjalli, frítt kakó

Mikið verður um að vera á Jólatorginu laugardaginn 14. desember nk. þegar jólasveinarnir koma úr Ingólfsfjalli. Fjörið hefst kl. 14:oo en þá opnar torgið og atriðin byrja á sviðinu.  Fjöldi viðburða verða í gangi og má þar nefna Hulda Kristín og Tómas Smári, danshópurinn Dansað á Selfossi, Karlakór Selfoss, Daníel Haukur Arnarsson og Margrét, Bergþóra og Iðunn en þær unnu söngkeppni FSu nýverið.

Jólahátíð Sleipnis lau. 14. des

Hestamannafélagið Sleipnir stendur fyrir sinni  annarri jólahátíð í Sleipnishöllinni að Brávöllum laugardaginn14.des nk. á milli kl. 16-18. Jólasveinarnir koma ríðandi frá Ingólfsfjalli, jólalúðrasveit  leikur fyrir okkur, Doddi og Birgir spila á harmonikkurnar og teymt verður undir börnum. Magnús Kjartan Eyjólfsson spilar á gítar meðan gengið verður í kringum jólatré.

Leynigestur í 7. bekk Sunnulækjarskóla

Nú er lokið skemmtilegu lestrarátaki í 7.bekk sem hefur staðið yfir í 5 vikur.  Nemendur lásu heima og fengu jólakúlur til að hengja á jólatré í stofunni okkar fyrir ákveðinn fjölda blaðsíðna.  Rúsínan í pylsuendanum var lestrarhátíðin þar sem leynigesturinn, Gunnar Helgason, las upp fyrir þau úr nýútkominni bók sinni „Rangstæður í Reykjavík“ og kynnti fyrri […]

Heiltæk forysta – aukin gæði í skólastarfi Árborgar

Skólastjórnendur leik- og grunnskóla í Árborg og starfsfólk skólaþjónustunnar, samtals um 30 manns, komu saman mánudaginn  9. desember sl. í Tryggvaskála í fyrstu staðlotu á námskeiðinu Heiltæk forysta – aukin gæði í skólastarfi.  Námskeiðið er haldið á vegum menntavísindasviðs Háskóla Íslands í samvinnu við skólaþjónustu Árborgar og eru umsjónarmenn námskeiðsins Anna Kristín Sigurðardóttir, lektor og […]

Farandsýningin – Ráðhúsið á Selfossi

Ljósmyndasýningin  -Mannlíf og menning á Eyrarbakka 2013-  sem var í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka dagana 20. okt. og 3. nóv.  og breytt  var á dögunum  í  farandsýningu  var í morgun færð yfir í Ráðhúsið  á Selfossi.  Áður hefur sýningin verið á  Dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka,  í Veturbúðina á Eyrarbakka og í Húsasmiðjunni á Selfossi.

Upprisukórinn syngur í bókasafninu á Selfossi mið. 11. des. kl. 16.30

Upprisukórinn kemur í dag 11. desember kl. 16.30 og syngur nokkur jólalög í bókasafninu á Selfossi. Jólagluggi bókasafnsin verður opnaður við þetta tækifæri en hann er hluti af Jólagluggunum 2013. Bókasafnið er komið í jólabúninginn og jólabækurnar streyma inn. Öllum velkomið að koma og hlusta á kórinn sem og kíkja í hillurnar.

Opinn fundur um skipulagsmál á Eyrarbakka fim. 12.des

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar boðar til opins fundar um  deiliskipulag miðbæjarins á Eyrarbakka. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 12. desember n.k. kl. 19:30 í samkomuhúsinu Stað 2.hæð Búðarstíg 7 Eyrarbakka. Höfundur deiliskipulagsins  Oddur Hermannsson landslagsarkitekt mun fara yfir forsendur og hugmyndir deiliskipulags miðsvæðisins á Eyrarbakka, og svara fyrirspurnum fundarmanna. Fundurinn er öllum opinn.                                                      

Leikskólinn Álfheimar 25 ára

Þann 13.desember eru liðin 25 ár frá því að Leikskólinn Álfheimar tók til starfa. Fyrstu skóflustunguna tóku börn af skóladagheimilinu sem starfrækt var á  Kirkjuvegi 7 hér í bæ þann 30.október 1987. Fyrstu  nemendur Álfheima voru börn  af skóladagheimilinu og börn fædd 1985 og 1986.

Jólatorgið lau. 7.des. – Eyþór Ingi og leikskólabörn syngja á sviðinu. Hangikjöt beint frá býli

Markaðirnir á Jólatorginu á Selfossi opna aftur nk. laugardag 7.desember milli kl. 14:00 og 18:00. Nýir seljendur koma inn og núna bætist við hangikjötssala beint frá býli. Einnig er í boði skartgripir, prjónavörur, steinakarlar, handverk og ljúffengt kakó á aðeins 100 kr. Þétt dagskrá verður á sviðinu allan daginn og munu t.d leikskólabörn úr sveitarfélaginu stíga […]

Fyrirlestur um íþróttameiðsl fyrir íþróttaakademíur Fsu

Nemendur íþróttaakademíu Fsu hafa sl. vikur setið fyrirlestur og verklega tíma í íþróttameiðslum með Jóni Birgi Guðmundssyni (Jónda), sjúkraþjálfara. Fyrirlestrarnir eru hluti af starfi íþróttaakademíanna þótt nemendur mæta á þá eftir almennt skólastarf en að þessu sinni fengu nemendur almennan fyrirlestur um íþróttameiðsl og síðan verklega kennslu í að teipingum. Í fyrirlestrinum var farið í […]

Bókaupplestur og jólasýning í Húsinu

Bókaupplestur verður í Húsinu á Eyrarbakka laugardaginn 7. desember og hefst kl. 16 í stássstofunni.  Fjórir rithöfundar lesa úr verkum sínum, Þór Magnússon fyrrv. þjóðminjavörður segir frá ritinu Íslenzk silfursmíð. Sigríður Jónsdóttir í Arnarholti les úr ljóðabók sinni Undir ósýnilegu tré. Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir kynnir og les úr skáldsögunni Stúlka með maga. Guðni Ágústsson kynnir […]

Atvinnumálafundur á Hótel Selfossi

Bæjarráð Árborgar stóð  fyrir atvinnumálafundi á Hótel Selfossi fimmtudaginn 28.nóvember. Á fundinum fluttu fjórir framsögumenn erindi; Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs sem ræddi um framkvæmdir á vegum Árborgar á næstunni, Halldóra S. Sveinsdóttir, formaður Bárunnar, sem ræddi um atvinnumál í Árborg og á Suðurlandi, Davíð Samúelsson, Markaðsstofu Suðurlands, sem ræddi um stöðu ferðamála og Gylfi Gíslason, […]

27. Landsmót Ungmennafélags Íslands skilaði hagnaði

Í nóvember var lokið við að gera upp 27. Landsmót Ungmennafélags Íslands sem Héraðssambandið Skarphéðinn hélt með glæsibrag á Selfossi í sumar. Fjöldi sjálfboðaliða starfaði á Landsmótinu og kom fram í uppgjöri að skráð vinnuframlag sjálfboðaliða var 5.617 klukkustundir. Ljóst er að án sjálfboðaliða væri ekki hægt að framkvæmda glæsilegt Landsmót.

Jólamarkaður VISS opnar á föstudaginn 29. nóv. kl. 11:00 í Gagnheiði 39

Byrjum að því að kveikja á jólatrénu okkar sem Rótarýklúbburinn á Selfossi gaf okkur. Síðan verður kaffihúsastemning eins og venjulega á þessum skemmtilega degi, hlökkum til að sjá sem flesta.  Jólakveðjur, VISS.

Jólatorgið opið laugardaginn 30. nóvember – markaður og lifandi tónlist á sviðinu

Laugardaginn 30. nóvember verður markaðurinn á Jólatorginu opinn frá 14:00 til 18:00. Kakó með rjóma á 100 kr. og fjölbreytt handverk í kofunum. m.a. Steinakarlar, teikningar, skartgripir, ullarvörur o.fl. Lifandi tónlist verður á sviðinu frá c.a. 14:00 og fram eftir degi. Fram kemur ungt tónlistarfólk úr félagsmiðstöðinni Zelsíuz og er það á meðal Gabríel Werner […]

Kveikt á jólatrjám á Stokkseyri og Eyrarbakka sun. 1.des nk.

Sunnudaginn 1.desember nk. sem er fyrsti í aðventu verður kveikt á jólatrjánum á Stokkeyri og Eyrarbakka. Byrjað verður á Stokkseyri kl. 17:00 en þar er tréð staðsett á túninu við Stjörnusteina. Þar sér ungmennafélagið á Stokkseyri um að kveikja og má reikna með því að óvæntir gestir birtist á svæðinu. kl. 18:00 er síðan kveikt á jólatrénu á Eyrarbakka en það er staðsett […]

Suzuki fiðlunemar í bókasafninu á Selfossi miðvikudaginn 27. nóv.

Nemendur úr Tónlistaskóla Árnesinga verða í bókasafninu á Selfossi með „Fiðlutóna“, miðvikudaginn 27. nóvember kl. 17:00. María Weiss verður þar með hóptíma hjá Suzuki-fiðlunemendum og munu þau spila lög fyrir gesti og gangandi. Allir velkomnir í hlýlega og notalega umhverfið á bókasafninu. 

Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar veitir menningarstyrki aftur

Íþrótta- og menningarnefnd hefur aftur fengið heimild til að úthluta litlum menningarstyrkjum til einstaklinga eða félagasamtaka sem eru í ákveðnum menningarverkefnum. Styrkirnir eru settir upp með tvennum hætti eða sem verkefnastyrkir og starfsstyrkir.  Þessi styrkir voru lagðir af árið 2008 í efnahagshruninu en koma nú aftur að hluta en upphæðin sem nefndin getur úthlutað í […]

Jólatorgið opnað og kveikt á stóra torgtrénu

Laugardaginn 23. nóvember sl. opnaði Jólatorgið á Selfossi í fallegur vetrarveðri. Fjöldi fólk lagði leið sína á torgið en hápunktur dagsins var þegar Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs Árborgar taldi niður með gestum og kveikti á stóra torgtrénu sem stendur á miðju Jólatorginu. Lifandi tónlist var í boði fyrir gesti og þess á milli ómaði tónlist […]

Heimsókn frá Amnesty International í Sunnulækjarskóla

Fimmtudaginn 21. nóvember s.l. fengu nemendur í  9. og 10. bekk heimsókn frá Amnesty International sem kynnti  samtökin og það mikilvæga starf sem að þau eru að vinna í þágu mannréttinda.  Krakkarnir fengu það verkefni að búa til samfélag sem verndaði réttindi þegnanna en máttu aðeins búa til þrjár reglur og þurftu að rökstyðja valið […]

7. ÁT í Sunnulækjarskóla kynnir Lúxushótel ÁT

Föstudaginn 22. nóvember voru nemendur í 7.ÁT með opnunarhátíð á hótelinu sínu sem eftir nafnasamkeppni hlaut nafnið Lúxushótel ÁT. Undanfarnar vikur hafa þau verið að vinna að stofnun hótelsins og verkefnin verið mjög fjölbreytt. Farið var yfir hvaða störf eru á hótelum, nemendur gerðu starfslýsingar og fóru í atvinnuviðtöl.

Kveikt á torgtrénu á Selfossi laugardaginn 23. nóvember kl. 16:00

Sú breyting verður þetta árið að stóra torgtréð sem stendur í miðju Jólatorgsins verður upplýst laugardaginn 23. nóvember nk.  kl. 16:00 þegar Jólatorgið opnar. Síðustu ár hafa jólasveinarnir séð um að kveikja á trénu þegar þeir koma úr Ingólfsfjalli í desember  en núna verður kveikt á því við hátíðlega athöfn á torginu kl. 16:00 nk. […]

Matarmenning frá ýmsum löndum

Þriðjudaginn 19. nóvember fóru nemendur úr Setrinu í Sunnulækjarskóla og kynntu sér matarmenningu frá ýmsum löndum. Þrír veitingastaðir á Selfossi voru heimsóttir. Á Menam er eldaður matur frá Tælandi og þar var fróðlegt að skoða krydd, handskorið grænmetið og hrísgrjónapottinn. Á KFC er eldaður kjúklingur eftir kúnstarinnar reglum frá Ameríku.

Nemendur í 7. bekk lesa fyrir börn og eldri borgara

Í tilefni af Degi íslenskrar tungu fóru nemendur 7. bekkja í heimsókn á Hulduheima og Ljósheima og lásu fyrir börnin og eldri borgara.  Ferðin tókst í alla staði mjög vel og var skemmtileg.  Þetta var góð æfing fyrir krakkana í 7. bekk sem eru einmitt að hefja undirbúning og æfingar fyrir Stóru upplestrarkeppnina.

Rósa Traustadóttir sýnir í Listagjánni í nóvember

Sýninguna nefnir hún Litbrigði en þetta eru allt vatnslitamyndir. Þetta er fyrsta einkasýning hennar. Rósa er bókasafnsfræðingur og jógakennari og starfar við Bókasafn Árborgar. Hún fær innblástur frá náttúrunni og litirnir fá að renna saman við hugleiðslu og jóga. Sýningin stendur út nóvember.