Fréttir frá skólaþjónustu

Skólaþjónusta Árborgar hefur gefið út 1. tbl. fréttabréfs en til stendur að senda fréttamola í þessu formi til skólanna tvisvar í mánuði og birta á heimasíðu Árborgar. Starfsfólk skólanna og foreldrar eru hvattir til að koma ábendingum og ljósmyndum, sem eiga erindi í bréfið, á framfæri við H. Sigrúnu Gylfadóttur, kennsluráðgjafa. Netfang hennar er sigrung@arborg.is

Börn sem stunda tómstundir utan Árborgar fá afslátt í Strætó

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar hefur ákveðið að veita börnum, 18 ára eða yngri sem eru búsett í Sveitarfélaginu Árborg afslátt af strætóferðum. Um er að ræða börn sem stunda íþróttir-  og/eða tómstundir utan sveitarfélagsins og nýta strætó sem ferðamáta til að komast til og frá æfingastað.  Börnin fá 15% afslátt af strætómiðum á æfingatímabilinu en framvísa […]

Leikskólinn Árbær söng við Bókasafnið á Selfossi á degi leikskólans

Á degi leikskólans þann 6.febrúar fóru börn úr leikskólanum Árbæ að Bókasafninu á Selfossi og sungu nokkur lög fyrir gangandi vegfarendur. Fjölmargir stoppuðu við og hlustuðu á börnin.

Dagur leikskólans febrúar 2014

Dagur leikskólans er 6. febrúar ár hvert. Þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Frá þeim tíma hefur átt sér stað markviss umræða um gildi leikskólans í íslensku samfélagi.

„Leyndardómar Suðurlands“

- Kynningarátak 26. mars til 6. apríl 2014 -Framundan er umfangsmikið kynningarátak á Suðurlandi þar sem ferðaþjónustufyrirtækjum, matvælaframleiðendum, félögum, fyrirtækjum, stofnunum, einstaklingum og öllum öðrum áhugasömum er boðið að taka þátt í.  Átakið kallast „Leyndadómar Suðurlands“ og mun standa yfir frá miðvikudeginum 26. mars til sunnudagsins 6. apríl nk. Það eru Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) […]

Ný söguskilti í Sigtúnsgarðinum á Selfossi

Tvö ný söguskilti hafa litið dagsins ljós í Sigtúnsgarðinum á Selfossi. Skiltin eru staðsett á móts við Ölfusárbrúa við torgið. Nýju skiltin eru með myndum og upplýsingum um Kaupfélagssmiðjurnar og Leikfélag Selfoss. Það er Héraðsskjalasafn Árnesinga sem sér um gerð skiltanna í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg en til stendur að bæta við fleiri skiltum á […]

Vallaskóli – Matur og menning

Á undanförnum tveimur skólaárum hefur verið unnið að því að styrkja og efla starfsemi mötuneytis Vallaskóla. Starfsmönnum mötuneytisins var meðal annars gert kleift að stunda nám með vinnu og sem dæmi um það þá útskrifuðust tveir starfsmenn mötuneytisins, þær Hjördís Traustadóttir og Inga Guðlaug Jónsdóttir sem fullgildir matartæknar núna rétt fyrir jólin.

Álagning fasteignagjalda 2014

Álagningu fasteignagjalda í Sveitarfélaginu Árborg fyrir árið 2014 er nú lokið. Sveitarfélagið mun ekki senda út álagningar- og greiðsluseðla fyrir fasteignagjöldum til einstaklinga yngri en 65 ára. Álagningarseðlar eru birtir rafrænt á vefsíðunni island.is undir ,,Mínar síður“. Innskráning er með  rafrænum skilríkjum eða Íslykli. Sem fyrr birtast kröfur vegna fasteignagjalda í netbanka greiðanda.

Styrkur til félagasamtaka vegna greiðslu fasteignaskatts

Frestur til að sækja um styrki til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum í Sveitarfélaginu Árborg sem nýttar eru fyrir starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, s.s. menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi eða vinnu að mannúðarstörfum, rennur út 20. febrúar n.k. Skilyrði er að viðkomandi fasteign sé skráð eign almenns félags eða að það sé handhafi […]

Verðlaun veitt fyrir Jólastafaleikinn 2013

Í gær, þriðjudaginn 28.janúar afhenti Kjartan Björnsson, formaður íþrótta- og menningarnefndar heppnum þátttakendum í jólastafaleiknum verðlaun. Þrír þátttakendur voru dregnir út en allir þeir sem skiluðu inn réttum lausnum áttu möguleika á vinningum. Leikurinn gekk út á að finna bókstaf í öllum jólagluggunum sem opnaðir voru víðsvegar um sveitarfélagið í desember sl. og setja þá rétt inn […]

Skólasamfélagið í Árborg er að ná góðum árangri í baráttunni gegn einelti

Í síðustu nemendakönnun í grunnskólum mældist tíðni eineltis hvað lægst í Vallaskóla þegar horft er til grunnskóla af svipaðri stærð sem nýta Skólapúlsinn í innra mati. Í viðkomandi spurningu eru nemendur spurðir hversu mörgum sinnum síðustu 12 mánuði þeir hafa verið lagðir í einelti og er einelti skilgreint á eftirfarandi hátt: Að vera lagður/lögð í […]

Opinn fundur um bæjar- og menningarhátíðir 2014 í Árborg

Þriðjudaginn 28.janúar hélt íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar opinn fund um bæjar- og menningarhátíðir í sveitarfélaginu á árinu 2014. Kjartan Björnsson, formaður nefndarinnar stýrði fundinum en um 15 fulltrúar bæjar- og menningarhátiða mættu á fundinn. Farið var yfir skipulag ársins og dagsetningar hátíða sem og var rætt um árið 2013. Hvernig hefði gengið, hvað mátti betur fara […]

Gjaldtaka á ferðamannastöðum – könnun

Þessa dagana standa SASS – Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, ásamt Markaðsstofu Suðurlands, fyrir viðhorfskönnun á meðal Sunnlendinga um gjaldtöku á ferðamannastöðum. Þessi umræða er m.a. í gangi á Alþingi og í ráðuneyti ferðamála og á mikið erindi við Sunnlendinga enda er Suðurland eitt fjölsóttasta ferðamannasvæði landsins. Það skiptir verulega máli fyrir landshlutann að afrakstur gjaldtökunnar muni […]

Bæjarsjóður greiðir niður skuldir við veitustofnanir Árborgar

Bæjarsjóður greiddi Fráveitu Árborgar 226 milljónir króna á síðasta ári með skuldajöfnun. Á sama tíma greiddi bæjarsjóður niður skuld sína við Vatnsveitu Árborgar um 108 milljónir króna með sama hætti. Með þessu lækkuðu skuldir bæjarsjóðs við B-hluta stofnanir um 334 milljónir á árinu. Með þessari aðgerð lækka brúttóskuldir B-hlutastofnanna við bæjarsjóð niður í 0 og […]

Samningur um uppbyggingu reiðvega

Sveitarfélagið Árborg og Hestamannafélagið Sleipnir hafa gert með sér samkomulag sem gildir til ársins 2018 um áframhaldandi uppbyggingu reiðvega í Árborg. Á samningstímanum mun Árborg greiða Sleipni 3,5 milljónir króna á ári, eða alls 17,5 mkr, til uppbyggingar reiðvega. Samningurinn kemur í stað eldri samnings frá 2006 um samskonar verkefni, en á grundvelli þess samnings […]

Sveitarfélagið Árborg eignast húsnæði Tónlistarskólans

Nýverið eignaðist Sveitarfélagið Árborg Eyraveg 9, þar sem Tónlistarskóli Árnesinga er til húsa, en húsnæðið var í eigu Verktækni ehf og keypti sveitarfélagið hlutafé í félaginu. Eftirfarandi bókun var samþykkt við afgreiðslu bæjarstjórnar á málinu: „Kaup á húsnæði Tónlistarskólans að Eyravegi 9 í stað þess að leigja húsnæðið eru hagstæð fyrir sveitarfélagið, enda létta þau […]

Vallaskóli – Komdu og skoðaðu fjöllin!

Við í 2. bekk í Vallaskóla höfum verið að vinna verkefni um fjöllin í tengslum við bókina Komdu og skoðaðu fjöllin. Við bjuggum til fjallabók, máluðum málverk af fjöllum og gerðum okkar eigin fjall úr pappamassa. Mjög skemmtilegt verkefni.

Fimleikar – Gull og silfur á Selfoss á RIG

Fimleikadeild Selfoss sendi tvö lið til þátttöku á Reykjavíkurleikana í hópfimleikum sem fram fór í Laugardalshöllinni sunnudaginn 26.janúar. Blandað lið Selfoss keppti í 1.flokki sem er flokkur 13-17 ára.  Þau áttu í harðri baráttu við blandað lið Gerplu en lið Selfoss hafði betur á öllum áhöldum og uppskar gull með samanlögð stig 43.37 stig en […]

Opinn fundur um bæjarhátíðir í Sveitarfélaginu Árborg 2014

Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar boðar til opins fundar um bæjarhátíðir og menningarviðburði í Árborg 2014. Fundurinn verður haldinn í Ráðhúsi Árborgar, 3.hæð, þriðjudaginn 28.janúar nk. kl.18:15. Hátíðarhaldarar sem og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta. Mikil sóknarfæri eru í ferðamannaiðnaðinum og eru fjölbreyttir og líflegir menningarviðburðir hluti af því sem ferðamenn, innlendir sem […]

Feðgar keppa á Reykjavík Júdó open

Selfyssingar eiga fimm fulltrúa á Reykjavík Júdó open, sterkasta júdómóti ársins á Íslandi, sem fram fer í Laugardalshöllinni laugardaginn 25. janúar. Mótið hefst klukkan 10 og er aðgangur ókeypis. Allir okkar sterkustu glímumenn taka þátt. Böðvar Þór Kárason keppir í +100 kg flokki, Þór Davíðsson í -100 kg flokki, Egill Blöndal í -90 kg flokki, […]

Tekið við jólatrjám úr Sv. Árborg á gámasvæðinu eða í Lækjarmótatipp sunnan við Selfoss

Þeir íbúar sem eiga eftir að urða jólatrén sín geta komið þeim á gámasvæðið að Víkurheiði 4 á opnunartíma eða farið með það í svokallaðan Lækjarmótatipp fyrir sunnan Selfoss en þar er hægt að losa tré- og garðúrgang. Ekkert gjald er tekið fyrir urðunina.  

Unglingameistaramót 15-22 ára í frjálsum innanhúss 2014

Helgina 11.-12. janúar síðastliðin fór fram Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum í aldursflokkum 15-22 ára í Laugardalshöll. Ágæt þátttaka var á mótinu en 217 keppendur voru skráðir til leiks frá 16 félögum. SELFOSS átti fjóra keppendur á mótinu sem allir stóðu sig með sóma. Harpa Svansdóttir stóð sig frábærlega. Hún sigraði í langstökki í flokki 15 […]

Skólaþjónusta Árborgar – almennar upplýsingar og kynning á starfsfólki

Í upphafi ársins tók skólaþjónusta Árborgar formlega til starfa en um er að ræða alla sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla í sveitarfélaginu.  Leiðarljós skólaþjónustunnar er að þjóna fjölbreyttum þörfum barna, foreldra og starfsfólks. Þjónustan fer að mestu fram í skólunum en starfsfólkið hefur skrifstofu- og fundaraðstöðu í Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2 (sími 480 1900 – […]

Menningarráð Suðurlands auglýsir eftir styrkumsóknum

Menningarráð Suðurlands auglýsir eftir styrkumsóknum í verkefna- og stofn- og rekstrarstyrki fyrir árið 2014. Styrkjunum er skipt í tvo flokka: verkefnastyrkir og síðan stofn- og rekstrarstyrki. Menningarfulltrúi Suðurlands verður til viðtals á ákveðnum stöðum í tengslum við umsóknirnar svo áhugasamir geta leitað sér upplýsinga. Undir verkefnastyrkjunum geta einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Suðurlandi sótt um styrki […]

Ómar Ingi fór á kostum með landsliðinu

U-18 ára landsliðið með Selfyssinginn Ómar Inga Magnússon í broddi fylkingar hefur staðið í ströngu undanfarnar vikur. Liðið sem leikur undir stjórn Einars Guðmundssonar yfirþjálfara Selfoss tók þátt í Sparkassen Cup í Þýskalandi milli jóla og nýárs. Liðið náði 5. sæti á mótinu og var Ómar Ingi markahæstur Íslendinga á mótinu.

Ungmennaþing haldið í Pakkhúsinu fimmtudaginn 16.janúar kl. 18:00 – Vilt þú hafa áhrif?

Fimmtudaginn 16.janúar nk. verður haldið ungmennaþing í Pakkhúsinu, ungmennahúsi en þar geta ungmenni í sveitarfélaginu komið sínum skoðunum á framfæri um ýmis samfélagsleg málefni. Þingið hefst kl. 18:00 í Pakkhúsinu og stendur til c.a. 20:00 en Kjartan Björnsson, formaður íþrótta- og menningarnefndar mun setja þingið. Þátttakendum verður síðan skipt upp í umræðuhópa sem hver um sig ræða ákveðin málefni.

Ingibjörg Helga sýnir í Listagjá Bókasafns Árborgar í janúar

Ingibjörg  Helga Guðmundsdóttir sýnir í Listagjá Bókasafns Árborgar í janúar, sýninguna nefnir hún Geislabrot. Hér sýnir hún brot af verkum sínum síðan 1980 en þá stofnaði hún ásamt fleirum Myndlistarfélag Árnessýslu.  Þetta eru mest vatnslitamyndir, grafík og þrykk.   Ingibjörg Helgahefur sýnt á fjölmörgum samsýningum og haldið nokkrar einkasýningar. Þetta er jafnframt sölusýning. Sýningin er opin […]

Vallaskóli – Takk fyrir okkur!

Rétt áður en nemendur fóru í jólafrí komu fulltrúar frá rútufyrirtækinu Guðmundi Tyrfingssyni ehf. færandi hendi með endurskinsmerki að gjöf til allra nemenda í 1. – 4. bekk. Endurskinsmerkið er í formi rútu og var vel tekið af nemendum, enda allir meðvitaðir um mikilvægi þess að nota endurskinsmerki yfir dimmasta tíma ársins. Við þökkum þeim hjá […]

Lýðræðislegir dagar í Árbæ

Kristín Eiríksdóttir, leikskólastjóri leikskólans Árbæjar, kynnti á fundi fræðslunefndar sem var haldinn 9. janúar sl., skýrsluna Lýðræðislegt augnablik. Það er heiti á þróunarverkefni Árbæjar sem hefur verið unnið sl. tvö ár undir leiðsögn Önnu Magneu Hreinsdóttur, verkefnisstjóra og leikskólafulltrúa Garðabæjar.

Hvatagreiðslur hækka upp í 15.000 kr. á barn frá og með 1.febrúar 2014

Þegar nýtt hvatagreiðsluár byrjar þann 1. febrúar nk. mun framlag Sveitarfélagsins Árborgar til styrktar börnum sem stunda skipulagt íþrótta og/eða tómstundastarf hækka um 50% eða úr 10.000 kr. í 15.000 kr. Foreldrar barna á aldrinum 5 – 17 ára (1997 – 2009) geta sótt um hvatagreiðslur í gegnum Mín Árborg. Hvatagreiðslan gildir fyrir öll íþrótta- og tómstundanámskeið […]

Farandsýningin 5. áfangi – „Selfossveitur“ að Austurvegi 67

Ljósmyndasýningin  -Mannlíf og menning á Eyrarbakka 2013-  sem var í félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka dagana 20. okt. og 3. nóv.,  og breytt  var síðan  í  farandsýningu,  var í morgun færð úr Ráðhúsinu  á Selfossi og austur í hinar gömlu „Selfossveitur“ að Austurvegi 67.  Áður hefur sýningin verið á  Dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka,  í Vesturbúðinni á Eyrarbakka […]

Samningur um þjónustu og viðhald félagslegra íbúða

Á grundvelli útboðs sem fram fór í lok síðasta árs hafa Leigubústaðir Árborgar gert samning við lægstbjóðanda, Súperbygg ehf á Selfossi, um þjónustu og viðhald íbúða Leigubústaða Árborgar á Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri. Samningurinn er gerður til tveggja ára. Alls falla 102 íbúðir undir samninginn. Á myndinni handsala Ásta Stefánsdóttir og Steinar Árnason samninginn.

Skákkennsla grunnskólabarna

Fischersetrið á Selfossi mun í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg og Skákskóla Íslands standa fyrir skákkennslu fyrir grunnskólabörn í Fischersetrinu á laugardögum frá kl. 11.00–12.30. Yfirumsjón með kennslunni hefur Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands.

Hátíðarhöld á Selfossi á þrettándanum

Jólin verða kvödd á Selfossi með glæsilegri þrettándagleði mánudaginn 6. janúar. Gleðin verður með hefðbundnu sniði og sér Ungmennafélag Selfoss um framkvæmdina. Að vanda verður farin blysför frá Tryggvaskála kl. 20:00 að brennustæði á tjaldstæði Gesthúsa þar sem kveikt verður í þrettándabálkesti. Jólasveinarnir kveðja og álfar og tröll mæta á svæðið. Þá verður glæsileg flugeldasýning […]

Endurnýjun á umsókn um húsaleigubætur og sérstakar húsleigubætur

Samkvæmt 2. mgr.10. gr. laga um húsaleigubætur nr. 138/1997 þarf að sækja um húsaleigubætur fyrir hvert almanaksár og gildir umsókn til ársloka.  – Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja endurnýjun umsóknar um húsaleigubætur fyrir árið 2014: 

Guðmunda Brynja og Egill Blöndal íþróttakona og -karl Árborgar 2013

Uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar (ÍMÁ) var haldin í sal Fsu í gær, mánudaginn 30.desember. Afhentar voru viðurkenningar fyrir góðan íþróttaárangur á árinu 2013 og má með sanni segja að fjöldi viðurkenningar hafi komið á óvart en árangurinn á árinu var mjög góður hjá íþróttafólkinu. Guðmunda Brynja Óladóttir, knattspyrnukona og Egill Blöndal, júdómaður fengu nafnbótina íþróttakona og […]

Gleðilegt ár!

Sveitarfélagið Árborg óskar íbúum í Árborg  og landsmönnum öllum gleðilegs árs og farsældar á nýju ári með kærri þökk fyrir ánægjuleg samskipti á liðnu ári.

Uppskeruhátíð ÍMÁ 30.des. – íþróttakona og karl Árborgar 2013 – INGÓ spilar fyrir gesti

Árleg uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar Sveitarfélagsins Árborgar verður haldin í sal Fsu mánudaginn 30. desember nk. kl. 20:00. Þar eru afhendar viðurkenningar fyrir góðan íþróttaárangur á árinu 2013 sem og krýnd íþróttakona og karl Árborgar 2013. Íþróttakarl og kona Árborgar 2012 eru Jón Daði Böðvarsson og Fjóla Signý Hannesdóttir. Á hátíðinni eru ungir iðkendur sem hafa náð Íslandsmeistaratitlun á árinu […]

Jólagluggarnir 2013 – stafaleikurinn í gangi og hægt að skila inn lausnum til 3. janúar

Frá 1. – 24. desember voru opnaðir sérstakir jólagluggar í fyrirtækjum og stofnunum í Sveitarfélaginu Árborg. Hver aðili sem opnaði jólaglugga fékk að ráða sjálfur hönnun og útliti gluggans en einungis þurfti að koma fram dagsetning og ákveðin bókstafur sem var hluti af stafaleiknum. Leikurinn gekk út á að finna ákveðin bókstaf í hverjum glugga og setja inn […]

Jólakveðja Sveitarfélagsins Árborgar

Bæjarstjórn Árborgar og framkvæmdastjóri sveitarfélagsins óska íbúum Sveitarfélagsins Árborgar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla.


Fyrir hönd bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri.

Tryggvagata 3 best skreytta íbúðarhúsið og Mensý best skreytta fyrirtækið 2013

Sl. laugardag voru afhent verðlaun fyrir best skreyttu íbúðarhúsin og fyrirtækið í Sveitarfélaginu Árborg 2013. Fjöldi íbúðarhúsa um allt sveitarfélagið og fyrirtækja voru tilnefnd og val nefndarinnar ekki auðvelt þetta árið. Dómnefndin fór í skoðunarferð þriðjudaginn 17.desember sl. og skoðaði tilnefnd hús á Selfossi, Eyrarbakka, Stokkseyri og í dreifbýlinu. Þetta árið voru veitt verðlaun fyrir best skreytta […]

Setrið Sunnulækjarskóla – Aðventan

Aðventan hefur verið skemmtilegur tími í skólanum. Fjölbreytt verkefni í anda gleði, vináttu og frelsis.  Söngstund í Fjallasal þar sem margir voru rauðklæddir. Jólaföndur unnið af miklum áhuga. Árlegt jólaboð Guðrúnar og Leifs var yndislegt og nemendur nutu góðra veitinga og friðsældar í fallega skreyttu húsinu. Jólahringurinn okkar slær alltaf í gegn en þá skynjum […]

Leigubústaðir Árborgar – Opnun tilboða

 Í dag föstudaginn 20. desember voru opnuð tilboð í  verkið „Leigubústaðir Árborgar þjónusta og viðhald 2014 – 2015“ Engar athugasemdir voru gerðar við framkvæmd útboðsins til þessa. Viðstaddir voru undirritaðir:

Árshátíð unglingastigs í Vallaskóla

Árshátíð unglingastigs var haldin í íþróttahúsi Vallaskóla 28. nóvember síðastliðinn.Að venju stóðu fulltrúar Nemendafélags Vallaskóla að undirbúningnum, ásamt valinkunnum samnemendum, og stóðu þau sig með sóma. Yfirumsjón hafði Már Másson kennari og umsjónarmaður félagslífs. Þema árshátíðarinnar í ár var Eldur og Ís.

Jólaskreytingasamkeppnin í Árborgar 2013 – tilnefningar og verðlaunaafhending á Jólatorginu

Á morgun laugardaginn 21.des verða afhent verðlaun fyrir jólaskreytingasamkeppnina í Árborg 2013. Verðlaunaafhendingin fer fram á Jólatorginu kl. 16:00. Styrktaraðilar keppninnar í ár eru Dagskráin, Sunnlenska, Guðmundur Tyrfingsson, Evita, Krónan, Húsasmiðjan og Blómaval, Rúmfatalagerinn, Byko, HS veitur, Sjafnarblóm og Sveitarfélagið Árborg.

Júlíus Hólm fer ekki í jólaköttinn!

Skjólstæðingar og starfsfólk dagdvalarinnar Vinaminni færðu Júlla jólasokka að gjöf í morgun.  Sokkarnir voru verkefni desembermánaðar hjá starfsmanni og þjónustuþega en fátt er skemmtilegra en að geta glatt aðra. Júlli átti glaðninginn sannarlega skilið starf hans er ómetanlegt fyrir dagdvölina en hann hefur séð um akstur þjónustuþega dagdvalarinnar. 

Jólaball á loftinu í gamla KÁ

Þriðjudaginn 17. desember var slegið upp jólaballi á loftinu í gamla KÁ, núna Ráðhúsi Árborgar. Starfsmannafélag Ráðhússins hélt fjölmennt jólaball og mætti starfsfólk með börn sín og barnabörn. Dansað var í kringum jólatré við undirleik Ráðhússbandsins og jólasveinar komu í heimsókn. Mátti finna að gamli góði ballandinn sveif yfir salnum.

Jólatorgið – síðasti opnunardagur markaðar lau. 21. des.

Laugardaginn 21. desember nk. er síðasti opnunardagur markaðarins á Jólatorginu á Selfossi. Mikið verður um að vera og fjölmargir viðburðir á sviðinu allan daginn. Allir ættu að geta fundið sér eitthvað fallegt á markaðinum en þar verður til sölu t.d. hangikjöt, pjónavara, glervörur, skartgripir, steinakarlar, fuglahús o.fl. Ekki má svo gleyma kakóbollanum á aðeins 100 […]

Jólasveinarnir mættu á Jólatorgið á Selfossi sl. laugardag

Laugardaginn 14. des. sl. komu jólasveinarnir keyrandi úr Ingólfsfjalli á sérútbúinni rútu frá Guðmundi Tyrfingssyni á Jólatorgið á Selfossi. Sveinarnir þrettán skemmtu börnum og fullorðnum áður en þeir héldu aftur til skógjafa og annars jólaundirbúnings. Grýla og nokkur tröll létu meira að segja sjá sig líka en pössuðu sig á því að halda sig í hæfilegri fjarlægð.

Kertasund Sunnulækjarskóla

Í síðustu viku fóru allir árgangar Sunnulækjarskóla í kertasund í sundtímunum sínum. Þar skiptir aldurinn ekki máli, alltaf er stemming og sannkölluð jólagleði ríkjandi.  Kveikt var á kertum, slökkt á ljósum, jólatónlist leikin og krakkarnir skiptust á að synda með kerti.