image_pdfimage_print

Auglýst eftir tilboðum í stækkun verknámshúss

Framkvæmdasýsla ríkisins hefur nú auglýst eftir tilboðum í viðbyggingu við Hamar, verknámshús FSu. Verkefnið er samstarfsverkefni ríkisins og sveitarfélaganna sem standa að skólanum, en það eru öll sveitarfélög í Árnes-, Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu. Skipting kostnaðar er þannig að ríkið greiðir 60% stofnkostnaðar en sveitarfélögin 40%. Innbyrðis skipting milli sveitarfélaganna fer eftir íbúafjölda.

Listagjáin lokuð í viku

Listagjáin hjá okkur verður lokuð í viku (engin sýning) (13. – 18. apríl). Við ætlum að láta mála rýmið og verður það bjartara og  snyrtilegra fyrir vikið.  Við minnum hins vegar á að í aðalsal bókasafnsins er sýning Fanndísar á munum úr gleri og keramiki sem gaman er að skoða.

Opnun tilboða í verkið „Geitanes, aðkomuvegur og lagnir 2015

„Í dag, fimmtudaginn 9. janúar, voru opnuð tilboð í verkið „Geitanes, aðkomuvegur og lagnir 2015“. Engar athugasemdir voru gerðar við útboðsgögnin. Eftirfarandi tilboð bárust:  

Fjölbreytileiki einhverfunnar

Fimmtudaginn 16. apríl nk. kl. 14:40-16:00 verður boðið upp á fræðsluerindi í Ráðhúsi Árborgar fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla og foreldra í Árborg. Aðalheiður Sigurðardóttir, sem er stolt einhverfumamma, verður með erindið en hún vinnur að verkefninu „Ég er Unik.“ Sjá nánari upplýsingar hér.

Vitus Bering í Sjóminjasafninu á Eyrarbakka

Danski leikarinn Sejer Andersen flytur einleikinn Vitus Bering í Sjóminjasafninu á Eyrarbakka laugardaginn 11. apríl kl. 15 og sunnudaginn 12. apríl kl. 17. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Sejer Andersen er vel kunnur leikari í Danmörku. Hann rekur Vitus Bering teatret í Kaupmannahöfn og hefur farið með þennan einleik um víða veröld. Einleikurinn er eftir […]

Leiksýning (einþáttungur) um Grettir sterka Ásmundarson í Fischersetrinu 11. og 12 apríl

Leiksýning (einþáttungur) um Grettir sterka Ásmundarson leikinn af Elfari Loga Hannerssyni og fyrirlestur Einars Kárasonar um Gretti verður á lofti Gamla-bankans á Selfoss laugardaginn 11. apríl og sunnudaginn 12. apríl n.k., sjá meðfylgjandi auglýsingu. Allur ágóði sýninganna rennur í Fischersetur.  Viðburðurinn um Gretti hefst kl. 20:00 á lofti Gamla-bankans, og húsið opnar kl. 19:30. Miðaverð er […]

Vor í Árborg 23 – 26. apríl – Ert þú með áhugaverðan viðburð

Menningar- og bæjarhátíðin „Vor í Árborg 2015″ verður haldin 23. – 26. apríl nk. Skipulag er á undirbúningsstigi og hvers kyns tillögur að dagskráratriðum og/eða hugmyndum um menningarviðburði eru vel þegnar. Hér með er óskað eftir þátttöku félaga og samtaka, einstaklinga og áhugahópa, fyrirtækja og stofnana. 

Páskaeggjaleit við Gesthús á Selfossi á föstudaginn langa

Föstudaginn langa (3.apríl) nk. verður haldin Páskaeggjaleit í Gesthúsaskógi á Selfossi. Leitin hefst kl. 13:00 við Gesthús. Leikurinn sem fram fór í fyrsta skipti í fyrra er hugsaður fyrir börn á öllum aldri. Til að allir geti tekið þátt og átt möguleika á að finna egg þá er ekki gert ráð fyrir nema c.a. 3 eggjum […]

Frá aðalnámskrá að skólanámskrá – samstarfsverkefni íþróttakennara í Árnessýslu

Á undanförnum mánuðum hafa íþróttakennarar í grunnskólunum Árborgar og nágrannasveitarfélögum, skólaþjónusta Árborgar, skólaþjónusta Árnesþings og Janus Guðlaugsson, lektor við Háskóla Íslands, unnið að mikilvægu samstarfverkefni um stefnumörkun í skólaíþróttum sem byggist á aðalnámskrá grunnskóla. Hugmyndin að verkefninu kom frá íþróttakennurum í Árborg og styrkur úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla gerði samstarfið og umfangsmikið námskeið mögulegt.

Opnunartími sundlauga Árborgar um páskana – ljóð í pottunum

Sundlaugar Árborgar á Selfossi og Stokkseyri verða opnar um páskana og geta gestir skoðað fjölbreytt ljóð í heitu pottunum. Framkvæmdir standa yfir í Sundhöll Selfoss og því er afgreiðslan á nýjum stað til bráðabirgða og einungis boðið upp á útiklefa en hægt er að komast í inni búningsklefa í Sundlauginni á Stokkseyri. Opnunartímar:

Opinn kynningarfundur um tillögu að deiliskipulagi miðsvæðis Eyrarbakka

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar boðar til opins fundar um  tillögu að deiliskipulagi miðsvæðisins á Eyrarbakka. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 8.apríl n.k.  kl. 19:30 í samkomuhúsinu Stað Búðarstíg 7 Eyrarbakka. Höfundar deiliskipulagstillögunar frá Landform  munu kynna tillöguna  og svara fyrirspurnum fundarmanna. Fundurinn er öllum opinn.

Lokun á heitu vatni laugardaginn 28.mars við Tryggvagötu, Sigtún, Árveg og Austurveg

Vegna bilunar í hitaveitutengingum á gatnamótum Austurvegar og Tryggvagötu verður lokað fyrir heitt vatn laugardaginn 28. mars frá klukkan 05:00  og opnað aftur  um klukkan 09:00.  Heitavatnslaust verður við Austurveg frá hringtorgi við Ölfusárbrú að Tryggvagötu, við Sigtún frá Austurvegi að Árvegi og við Tryggvagötu frá Austurvegi að Árvegi. Íbúar og þjónustuaðilar á svæðinu eru […]

Opinn fundur um bæjarhátíðir í Árborg 2015

Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar boðar til opins fundar um bæjarhátíðir og menningarviðburði í Árborg 2015. Fundurinn verður haldinn í Ráðhúsi Árborgar, 3.hæð, þriðjudaginn 24.mars nk. kl.19:30. Hátíðarhaldarar sem og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta. Mikil sóknarfæri eru í ferðamannaiðnaðinum og eru fjölbreyttir og líflegir menningarviðburðir hluti af því sem ferðamenn, innlendir sem […]

Leikskólinn Álfheimar – Sólmyrkvinn 20. mars 2015

Í dag var fylgst með sólmyrkvanum í Leikskólanum Álfheimum og hann varð kveikja að myndverkum dagsins.    

Ný heildarsýn á miðbæ Selfoss

Sameiginleg yfirlýsing frá sveitarfélaginu Árborg og Sigtúni þróunarfélagi ehf, Selfossi 19. mars 2015: Ný heildarsýn á miðbæ Selfoss Áhersla á lága en þétta og táknræna byggð með sunnlenskar hefðir í fyrirrúmi.

Gestaboð Konubókastofu – VIÐBURÐUR Í BÓKABÆJUNUM AUSTANFJALLS

KOSNINGARÉTTUR- KVENNABARÁTTA OG FRAMTÍÐARHORFUR í Rauða húsinu á Eyrarbakka 22. mars 2015 klukkan 14.00    

Fundur um ferðaþjónustu í Sveitarfélaginu Árborg – íbúafundir

Sveitarfélagið Árborg stendur fyrir íbúafundum um ferðaþjónustu í sveitarfélaginu og samstarfi á þeim vettvangi. Ráðgert er að halda fundi í öllum þéttbýliskjörnunum og verða fyrstu fundirnir sem hér segir: Eyrarbakka – þriðjudaginn 17. mars kl. 20:00 í félagsheimilinu Stað og á Stokkseyri – miðvikudaginn 18.mars kl. 20:00 í Hólmarastarsalnum.

Stóra upplestrarkeppnin 2015

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í  7. bekk var haldin á Stokkseyri fimmtudaginn 12. mars sl. Fimmtán nemendur tóku þátt sem komu frá Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri, Grunnskólanum í Hveragerði, Grunnskóla Þorlákshafnar, Sunnulækjarskóla og Vallaskóla. Dómararnir höfðu að orði að sjaldan hefði keppnin verið eins jöfn, en allir lesarar stóðu sig með miklum sóma.

Sundhöll Selfoss lokar vegna viðgerða kl. 16:30 mið. 18.mars.

Miðvikudaginn 18.mars lokar Sundhöll Selfoss kl. 16:30 vegna viðgerða á vatnslögnum. Stefnt er á að opna aftur á venjulegum tíma fimmtudagsmorguninn 19.mars.

Tilkynning frá Selfossveitum

Vegna tengingar á nýrri stofnæð fyrir Selfossveitur á gatnamótum Austurvegar og Tryggvagötu verður lokað fyrir heitt vatn miðvikudaginn 18. mars frá kl. 18:00 og fram undir morgun fimmtudaginn 19. mars nk.  Heitavatnslaust verður við Austurveg frá hringtorgi við Ölfusárbrú að Bankavegi, við Sigtún frá Austurvegi að Árvegi, við Tryggvagötu frá Engjavegi að Árvegi og við […]

HINT háskólinn með kynningu í FSu

Dagana 9. – 13. mars verða fulltrúar frá HiNT háskólanum í Steinkjer í Noregi á ferð og flugi um Ísland að kynna háskólanám í tölvuleikjahönnun og margmiðlun.  Þetta er þriðja árið í röð sem að fulltrúar háskólans koma til landsins að kynna námið en nú þegar eru yfir tuttugu íslenskir nemendur við háskólann. 

Bráðabirgðaaðstæður í Sundhöll Selfoss – nýr inngangur og útiklefar

Líkt og gestir Sundhallar Selfoss hafa tekið eftir þá hefur aðkoman að Sundhöllinni breyst mikið í þessari viku . Framkvæmdir eru nú hafnar í eldri hluta sundhallarinnar sem þýðir að gömlu búningsklefarnir hafa verið aflagðir sem og afgreiðslan. Næstu 2-3 mánuðina verður afgreiðsla Sundhallarinnar því við útiklefana og er gengið inn um hurðina við hlið […]

Eyrargötu á Eyrarbakka (við kirkjuna) lokað hluta úr degi 3. og 4. mars

Vegna töku á auglýsingu verður Eyrargata á Eyrarbakka við kirkjuna lokuð hluta úr degi þriðjudaginn 3. mars og miðvikudaginn 4. mars.  Verkefnið er á vegum fyrirtækisins True North. Íbúar og gestir eru beðnir velvirðingar á þessum óþægindum en reynt verður að takmarka lokunartíma eins og kostur er.

Tvenn verðlaun á Matsumae Cup

Matsumae Cup 2015 fór fram í Vejle í Danmörku helgina 14.-15. febrúar og voru þrír keppendur frá Júdódeild Selfoss, þeir Þór Davíðsson, Egill Blöndal og Grímur Ívarsson. Mótið er haldið af Danska júdósambandinu í samvinnu við Tokai University í Japan. Frá Japan koma keppendur í fremstu röð en auk þess keppendur frá 12 öðrum löndum.

Karlakór Selfoss 50 ára – fer um Selfoss og syngur hér og þar

Í dag, 2.mars á Karlakór Selfoss 50 ára afmæli en kórinn var stofnaður 2 mars 1965. Í dag eru um 70 karlar sem syngja með kórnum í fjölmörgum verkefnum á ári hverju. Kórinn stendur í stórræðum á afmælisárinu og t.d. um helgina voru félagar í upptökum á fjórða geisladiski kórsin. Í tilefni af afmælinu í dag, mánudaginn 2 mars fer kórinn um Selfoss […]

Fischersetur á Selfossi – Fréttatilkynning

Af tilefni 80 ára afmælis stórmeistarans Friðriks Ólafssonar búður Fischersetrið til afmælisboðs sunnudaginn 1. mars kl. 15:00 í Fischersetrinu. Friðrik Ólafsson varð fyrstur Íslendinga til að hljóta útnefningu sem stórmeistari í skák og sá skákmaður íslenskur sem einna lengst hefur náð á alþjóðavettvangi.  Hann var um árabil talinn einn af tíu bestu skákmönnum heims.  Friðrik […]

Sameiginleg heimasíða leikskólanna Brimvers og Æskukots

Búið að sameina heimasíður leikskólanna Brimvers á Eyrarbakka og Æskukots á Stokkseyri. Slóðin á síðuna er:  http://strondin.arborg.is/  

Opinn fundur í kvöld um málefni Ölfusárbrúar

Verslunarmannafélag Suðurlands boðar til opins fundar í kvöld, fimmtudagskvöldið 26. febrúar 2015 kl. 20:00 í sal félagsins við Austurveg 56 á Selfossi þar sem umræðuefnið verður um staðsetningu nýrrar Ölfusárbrúar á Selfossi. Frummælendur verða Guðmundur Valur Guðmundsson, verkefnisstjóri Vegagerðarinnar vegna nýju brúarinnar og Svanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar,

Lokun á leiðum Strætó á Selfossi frá 18. febrúar, áætlað til 1.ágúst

Vegna framkvæmda á Selfossi,  á Austurvegi og Tryggvagötu, verða vagnar að aka aðrar leiðir til og frá N1 stöðinni. Ekið er Eyraveg, Fossheiði að FSu, frá Fsu eftir Tryggvagötu inn á Engjaveg, Rauðholt og svo Austurveg austanmegin. Settar verða upp nýjar biðstöðvar á meðan á framkvæmdum stendur, sunnan megin við hringtorgið hjá Ráðhúsinu og á Engjavegi […]

Öskudagur í Ráðhúsi Árborgar

Starfsfólk Ráðhúss Árborgar tekur öskudaginn alvarlega líkt og aðra daga og er starfsfólk mætt í hinum ýmsu múnderíngum í tilefni dagsins. Börnum er velkomið að mæta og synga fyrir starfsfólk og fá nammi í pokann á móti.

Fréttatilkynning frá Sveitarfélaginu Árborg vegna framkvæmda við Tryggvagötu

Mánudaginn 16. febrúar hefjast framkvæmdir við endurnýjun Tryggvagötu frá og með gatnamótum  Austurvegar og suður fyrir nýbyggingu sundlaugar að Tryggvagötu 18. Verktimi er áætlaður til 1. ágúst 2015. Verkið felur í sér endurnýjun á öllum götulögnum (þ.m.t. fráveitu-, hitaveitu-, vatnsveitu-, fjarskipta- og rafmagnslögnum) og yfirborði.

Dreka- og töfralestur á skólabókasafninu

Á skólabókasafninu á Stokkseyri  geta nemendur í 3. til 6. bekk tekið þátt í dreka- og töfralestri.  Dreka- og töfralestur er lestrarátak, þar sem bækur um dreka og töfra eru flokkaðar í 5 þyngdarstig sem kallaðar eru gráður.  Til að klára hverja gráðu þarf nemandi að lesa ákveðinn fjölda bóka og sér bókavörður um að […]

Sólarkaffi Vestfirðinga á Suðurlandi

Nokkrir Vestfirðingar, sem búa á Suðurlandi, boða til sólarkaffis að hætti Vestfirðinga sunnudaginn 15. febrúar 2015 í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka kl. 15:00.  Alsiða er í byggðum Vestfjarða að drekka sólarkaffi með pönnukökum þegar sólin sést aftur eftir skammdegið. Þessi siður hefur ekki verið á Suðurlandi enda sést sól þar alla daga ársins.

Að læra um flatarmál og ummál

Nemendur í 7. bekk Sunnulækjarskóla voru að læra um flatarmál og ummál í vikunni. Og hvað er betra, þegar læra á eitthvað nýtt en að fara á stúfana og kynna sér flatarmál og ummál hlutanna í umhverfi sínu og leysa fjölbreyttan vanda sem upp kann að koma við slíka vinnu. Nemendurnir fóru því um skólann […]

10 – 12 ára starfið í fullum gangi í félagsmiðstöðinni Zelsíuz

Í vetur hefur 10 – 12 ára starfið í félagsmiðstöðinni Zelsíuz gengið vonum framar og krakkarnir verið ótrúlega dugleg að mæta og taka þátt í starfinu. Opnunartíminn þeirra er á þriðjudögum og fimmtudögum frá 14:00 – 17:00 og 3ja hvern föstudag í hverjum grunnskóla í sveitarfélaginu frá 14:00 – 17:00. Dagskráin er fjölbreytt og núna […]

Leiksýning og fyrirlestur um Gretti Sterka á lofti Gamla bankans

Leiksýning (einþáttungur) um Grettir sterka Ásmundarson leikinn af Elfari Loga Hannerssyni og fyrirlestur Einars Kárasonar um Gretti verður í lofti Gamla-bankans á Selfoss laugardaginn 21. febrúar og sunnudaginn 22. febrúar n.k., sjá meðfylgjandi auglýsingu. Allur ágóði sýninganna rennur í Fischersetur.  Viðburðurinn um Gretti hefst kl. 20:00 í lofti Gamla-bankans, og húsið opnar kl. 19:30. Miðaverð er kr. […]

Nýtt samkomulag heilsugæslu Selfoss, félagsþjónustu og skólaþjónustu Árborgar

Samkomulag um þverfaglega samvinnu heilsugæslu Selfoss, félagsþjónustu og skólaþjónustu Árborgar var undirritað mánudaginn 9. febrúar. Arnar Þór Guðmundsson, yfirlæknir heilsugæslu Selfoss og Unnur Þormóðsdóttir, hjúkrunarstjóri, staðfestu samkomulagið fyrir hönd heilsugæslunnar, Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, félagsmálastjóri, fyrir hönd félagsþjónustunnar og Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri, fyrir hönd skólaþjónustu.

Boðið til fundar um framtíðina 12. febrúar kl. 17:00 á Hótel Selfoss

Hvernig sérðu Árborg fyrir þér næstu 10, 20 eða jafnvel 30 ár? Hvaða samfélagslegu og auðlindatengdu tækifæri finnast á þínu svæði? Hvernig er mikilvægt að halda á málum er varða búsetu og búferlaflutninga? Hvernig sérð þú atvinnutækifæri og nýsköpun þróast í þínu samfélagi. Verða börnin þín við stjórnvölinn í Árborg eftir 20 ár? Við viljum […]

Brotist inn á sundlaugarsvæði sundlaugarinnar á Stokkseyri

Aðfaranótt föstudagsins 30. janúar sl. braust hópur fólks inn í sundlaugina á Stokkseyri og nýtti sér sundlaugaraðstöðuna næturlangt. Eitthvað hefur gleðskapurinn verið mikill því talsvert var að fötum og munum á sundlaugarsvæðinu á föstudagsmorgninum þegar starfsfólk mætti til vinnu. Lögreglan á Suðurlandi rannsakar málið og hefur fengið upptökur úr eftirlitsmyndavélum sem eru í sundlauginni.

Leikskólabörn úr Árbæ sungu við Bókasafnið á Selfossi á degi leikskólanna

Í dag, föstudaginn 6.febrúar komu leikskólabörn úr leikskólanum Árbæ í Bókasafnið á Selfossi og sungu fyrir gesti og gangandi. Krakkarnir sungu á tröppunum fyrir framan safnið og skemmtu sér vel með starfsfólki og gestum. í lokinn stilltu þau sér upp í myndatöku.  

Æfingahópur U-19

Valinn hefur verið æfingahópur fyrir U-19 ára landsliðs kvenna í handbolta sem kemur saman til æfinga í mars. Selfoss á fjóra fulltrúa í þessum tuttugu manna hópi, eða flesta iðkendur einstakra liða. Þetta eru þær Elena Birgisdóttir, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir, Katrín Ósk Magnúsdóttir og Þuríður Guðjónsdóttir. Þessar stelpur eru allar að að spila með þriðja flokki kvenna […]

Tvöföldun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss

Bæjarráð Árborgar bókaði eftirfarandi á fundi sínum í morgun: „Bæjarráð Árborgar beinir því til samgöngunefndar Alþingis að tvöföldun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss verði sett í skilyrðislausan forgang við gerð samgönguáætlunar til næstu fjögurra ára. Vegurinn milli Hveragerðis og Selfoss er afar fjölfarinn og talinn einn af þeim hættulegustu á landinu. Ennfremur er fjöldi innkeyrslna […]

Frískir flóamenn með hlaupanámskeið fyrir hlaupara

Hlaupahópurinn Frískir Flóamenn stendur fyrir 10 vikna ókeypis hlaupanámskeiði fyrir þá sem eru að byrja að hlaupa eða hafa ekki hlaupið lengi. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 17.febrúar kl. 17:15, mæting er við Sundhöll Selfoss. Hlaupið verður þriðjudaga og fimmtudaga kl 17.15.

Opið hús í Álheimum laugardaginn 7. febrúar frá kl. 11:00 -13:00

Dagur leikskólans er 6. febrúar ár hvert. Þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Frá þeim tíma hefur átt sér stað markviss umræða um gildi leikskólans í íslensku samfélagi. Markmið með degi leikskólans: • Að gera þegna þjóðfélagsins betur meðvituð um þýðingu  -leikskóla fyrir börn • Að skapa jákvæða ímynd um leikskólakennslu […]

Opið hús í Selnum, frístundaklúbbi fatlaðra 16+ í félagsmiðstöðinni fim. 5.febrúar

Selurinn, tómstunda- og fræðsluklúbbur fatlaðra í Árborg, verður með opið hús fimmtudaginn 5. febrúar nk. í húsnæði Félagsmiðstöðvarinnar Zelsíuz á Selfossi klukkan 17.30-19.00. Húsnæðið er staðsett á bak við Ráðhús Árborgar á neðri hæð. Þennan dag geta áhugasamir kynnt sér starfsemi klúbbsins og spjallað við félaga sem taka vel á móti fólki. Í upphafi verður stutt kynning á […]

Heilsuleikskólinn Brimver/Æskukot tilnefndur til menntaverðlauna Suðurlands

Menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2014 voru afhent á hátíðarfundi í Fjölbrautaskóla Suðurlands  fimmtudaginn 29. janúar sl. Einnig var afhentur styrkur úr Vísindasjóði Suðurlands. Fjöldi góðra tilnefninga barst SASS að þessu sinni, alls 11 einstaklingar, stofnanir og félagasamtök, þar á meðal heilsuleikskólinn Brimver/Æskukot þar sem m.a. er lögð áhersla á jógakennslu og tónlistarstarf. Tilnefningin er ánægjuefni […]

Selfoss vann með yfirburðum og metin halda áfram að falla

Seinni dagur héraðsmóts HSK í frjálsum í flokki fullorðinna fór fram síðastliðið mánudagskvöld í Frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika. Frá þessu er greint á vef HSK en þar kemur einnig fram að gott samstarfi var við Frjálsíþróttadeild FH um framkvæmd þessara móta og eru væntingar um frekara samtarf í framtíðinni.

Þrír Norðurlandameistaratitlar á Selfoss

Daníel Jens Pétursson og Ingibjörg Erla Grétarsdóttir, Umf. Selfoss, vörðu í gær Norðurlandameistaratitla sína í taekwondo á Norðurlandamótinu sem haldið var í Þrándheimi í Noregi um helgina. Fimm keppendur frá taekwondodeild Umf. Selfoss voru valdir í landsliðið sem fór á mótið og unnu allir Selfyssingarnir til verðlauna á mótinu.

Skyndihjálparfræðsla í Sunnulækjarskóla

Þessa viku hefur kynningarátak Rauða krossins í skyndihjálp staðið yfir í Sunnulækjarskóla.  Það er Anna Margrét Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingur sem hefur komið í heimsókn í hvern árgang og leiðbeint um undirstöðuatriði skyndihjálpar.

Útsvarið – Sveitarfélagið Árborg keppir við Fljótsdalshérað fös. 30.janúar

Föstudaginn næsta 30. janúar keppir lið Árborgar við Fljótsdalshérað í spurningaþættinum Útsvari á RÚV. Þátturinn hefst kl. 20:00 á föstudaginn. Þeir sem hafa áhuga á að sitja í sjónvarpssalnum og sjá keppnina þaðan geta mætt upp í Efstaleiti 1 (sjónvarpshúsið) kl. 19:30 og er gengið inn um aðalinnganginn. Nú er bara að hvetja lið Árborgar til […]