image_pdfimage_print

Teitur og Harpa hlupu hraðast

Grýlupottahlaup Frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss var haldið í 48. skipti í apríl og maí. Hlaupið tókst vel og fjöldi þátttakanda eykst á hverju ári.  Þeir sem klára fjögur hlaup eða fleiri fá viðurkenningu fyrir þátttöku og í ár voru þeir 103 og 285 hlupu einu sinni eða oftar. Verðlaun voru afhent síðastliðinn laugardag við félagsheimilið Tíbrá.

Sundhöll Selfoss lokuð vegna viðhalds 8. – 10. júní

Sundhöll Selfoss verður lokuð dagana 8. – 10. júní nk. vegna viðhalds. Sundlaugin opnar aftur fimmtudaginn 11. júní kl. 6:30. Gestir eru beðnir velvirðingar á þessum óþægindum en bent er á að sundlaug Stokkseyrar er opin frá 13:00 – 21:00 á virkum dögum í sumar.

Hinir Íslensku Hálandaleikar á Selfossi, 7 júní, 2015, kl. 13:00

Hinir íslensku hálandaleikar verða haldnir nk. sunnudag 7. júní á bökkum Ölfusár fyrir neðan Hótel Selfoss. Dagskráin hefst kl. 13:00 og er frítt inn á svæðið. Keppt er í hefðbundnum hálandagreinum sem eru eftirfarandi:

Íþrótta- og útivistarklúbburinn 2015

Íþrótta- og útivistarklúbburinn, sem er fyrir öll börn fædd 2005-2010, er starfræktur í sumar eins og síðastliðin sumur. Klúbburinn er starfræktur á vegum Ungmennafélags Selfoss í góðu samstarfi við Sveitarfélagið Árborg. Klúbburinn býður upp á fjölbreytt og skemmtileg sumaranámskeið fyrir hressa krakka.

Fjármálalæsi í Sunnulækjarskóla

Á vorönn var fjármálalæsi í boði sem valgrein  fyrir 9. og 10.bekk. Kennslan fór ýmist fram í stofu eða í vettvangsferðum.  Meðal annars var farið í heimsókn í Landsbankann og Bílasölu Selfoss og eru þessum fyrirtækjum færðar bestu þakkir fyrir góðar móttökur. Einnig fóru nemendur í innkaupaferð í matvöruverslanir bæjarins, gerðu verðsamanburð og veltu fyrir […]

NÝSKÖPUNARKEPPNI GRUNNSKÓLA 2015

Úrslitahátíð Nýsköpunarkeppni Grunnskólanna var í Háskólanum í Reykjavík sl. sunnudag. Alls bárust 1975 hugmyndir frá meira en 3000 hugmyndasmiðum víða um land í nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda 2015. Af þessum hugmyndum voru 54 valdar til að taka þátt í vinnusmiðju sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík í síðustu viku.

Gullin í grenndinni – Vorhátíð 2. Júní 2015

Þann 2. júni 2014 var haldin vorhátíð á vegum þróunarverkefnisins „Gullin í grenndinni“. Gullin í grenndinni er samstarfsverkefni leikskólans Álfheima og Vallaskóla og eru samstarfsaðilar verkefnisins Skógræktarfélag Selfoss, Suðurlandsskógar og Umhverfisdeild Árborgar. Þetta er þriðja starfsár verkefnisins og er það í stöðugri þróun.

Sjómannadagurinn á Stokkseyri

Hátíðarhöld verða á Stokkseyri á sjómannadaginn, sunnudaginn 7. júní, m.a. verður hátíðarguðþjónusta, kassaklifur, reiptog, hjólböruratleikur, koddaslagur, skemmtisigling og sjómannadagskaffi.

Fræðslufundur fyrir foreldra leikskólabarna í Árborg

Í tengslum við læsisverkefni leikskólanna í Árborg hefur verið ákveðið að bjóða foreldrum leikskólabarna og öðrum áhugasömum á fræðslufund í Sunnulækjarskóla miðvikudaginn 10. júní 2015 kl. 17:15. Álfhildur Þorsteinsdóttir, talmeinafræðingur hjá skólaþjónustu Árborgar, fjallar um málörvun leikskólabarna.

Námskeið fyrir foreldra barna með málþroskaröskun

Laugardaginn 30. maí sl. héldu talmeinafræðingar á Suðurlandi (Anna Stefanía Vignisdóttir, Álfhildur Þorsteinsdóttir, Hólmfríður Árnadóttir, Sigríður Arndís Þórðardóttir og Þóra Sæunn Úlfsdóttir) námskeið fyrir foreldra barna með málþroskaröskun. Námskeiðið var haldið í Vallaskóla og styrkt af skólaþjónustu Árborgar og Málefli, hagsmunasamtökum barna með málþroskaraskanir.

Styrkir til skólaþróunarverkefna í Árborg

Á 10. fundi fræðslunefndar, þriðjudaginn 19. maí 2015, var kynning á nokkrum styrkjum sem fara í skólaþróunarverkefni í Árborg. Stærsti styrkurinn er frá Erasmus+ að upphæð 29.040 evrur (4,3 millj. kr) og fer í verkefnið Nám, störf og lærdómssamfélag, sem grunnskólar sveitarfélagsins og skólaþjónusta Árborgar standa saman að. Markmið náms- og þjálfunarverkefna hjá Erasmus+ fyrir starfsfólk […]

Sumarsmiðjur 2015

Félagsmiðstöðin Zelsiuz ætlar að standa fyrir sumarsmiðjum fyrir krakka sem voru í 5. -7. bekk síðastliðin vetur. Smiðjurnar verða í boði frá 15. júní til 17. júlí. Hægt er að skrá sig í stakar smiðjur, heilan dag og hálfa eða heila viku. Smiðjurnar verða með fjölbreyttu sniði eins og sést hér að neðan en þar […]

Evrópsk kvikmyndahátíð á Selfossi 26.maí – sérstök barnasýning kl. 16:00

Evrópustofa og Bíó Paradís efna á ný til Evrópskrar kvikmyndahátíðar í samstarfi við Films on the Fringe og bjóða brot af því besta í evrópskri kvikmyndagerð allan hringinn dagana 15. maí – 26. maí. Sjötti og jafnframt síðasti áfangastaður hátíðarinnar er Selfoss. Sýningarnar fara fram í Selfossbíói þann 26. maí en frítt er inn á […]

SAGA FEST – lista- og tónlistarhátíð á Stokkseyrarseli

Helgina 23-24. maí nk. verður lista- og tónlistarhátíðin Saga Fest haldinn að Stokkseyrarseli í Árborg. Hátíðin samanstendur af fjölda tónlistar- og listviðburða frá erlendum sem innlendum listamönnum. Einnig verður boðið upp á fjölda námskeiða eða workshops á má nefna jóga, hugleiðslu, tónlist, hönnun ofl. Hægt er að kaupa miða á www.miði.is.

Sumaropnun á Bókasafni Árborgar Selfossi

Frá og með 18. maí til 21. ágúst verður bókasafnið opið frá kl. 10-18. Opið verður á laugardögum 11-14 eins og venjulega. Lesstofan er opin á opnunartíma bókasafnsins. Kiddý sem hefur komið til okkar á miðvikudögum í vetur og lesið fyrir börnin er komin í sumarfrí.

Fréttir af VISS, vinnu- og hæfingarstöð

VISSir þú… Að föstudaginn 22.maí er kynningardagur, „Dagur góðra verka“ hjá Hlutverki, samtökum um vinnu og verkþjálfun.  Hlutverk eru landssamtök með 27 sambandsaðilum.  Við á VISS, vinnu- og hæfingarstöð erum aðilar að þessum samtökum.  Tilgangur þeirra er að stuðla að samvinnu við önnur fyrirtæki, stofnanir, félög og félagasambönd, innanland og utan, í upplýsinga- og fræðsluskyni […]

Regnbogafánanum flaggað við Ráðhús Árborgar

Dagurinn í gær, 17. maí, var alþjóðlegur baráttudagur gegn homo-, bi- og transfóbíu (fælni gagnvart samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og transfólki), en þann dag árið 1990 var samkynhneigð tekin út af sjúkdómalista Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar. Í tilefni dagsins var regnbogafánanum flaggað við Ráðhús Árborgar.

Sumarblaðið komið út – námskeið og sumarstarf í Árborg

Þá er Sumarblaðið komið út fyrir árið 2015. Í blaðinu er hægt að finna flest þau námskeið sem í boði eru fyrir börn og ungmenni í Sveitarfélaginu Árborg sumarið 2015. Blaðinu verður síðan dreift inn á heimili í byrjun næstu viku en hægt er að skoða vefútgáfu hér að neðan.

Foreldrafélag Sunnulækjarskóla býður upp á fyrirlestur

Foreldrafélag Sunnulækjarskóla býður upp á fyrirlesturinn: MIKILL HLÁTUR OG SMÁ GRÁTUR Fyrirlestur Arndísar er hugsaður til að vekjafólk til umhugsunar um að öll höfum við val um hvernig við bregðumst við því sem við þurfum að takast á við í lífinu, hvort heldur sem er í vinnu eða einkalífi og hvort sem viðfangsefnin eru stór […]

Mæðradagsganga Göngum saman á Selfossi 10. maí

Styrktarfélagið Göngum saman efnir til vorgöngu fyrir alla fjölskylduna víða um land á mæðradaginn, sunnudaginn 10. maí nk. kl. 11:00. Á Selfossi verður gengið frá Tryggvaskála.Einnig verður gengið í Reykjavík, Borgarnesi, Stykkishólmi, Patreksfirði, Ísafirði, Hvammstanga, Siglufirði, Akureyri, Egilsstöðum, Neskaupstað, Fáskrúðsfirði, Höfn og Vestmannaeyjum. Allar göngur hefjast kl. 11 og nánari upplýsingar um hvern stað verður að […]

Árangursríkt læsi í leikskólum Árborgar

„Að glæða gamla vinnu nýju og markvissara lífi“ Veturinn 2014–2015 var þróunarverkefnið Árangursríkt læsi unnið í öllum leikskólum í Árborg. Verkefnið var styrkt af Sprotasjóði leik-, grunn- og framhaldsskóla og fólst í því að efla læsi í leikskólunum, en læsi er einn af grunnþáttum skólastarfs á öllum skólastigum.

ÞJÓÐLEIKUR 1. OG 2. MAÍ Á STOKKSEYRI

LEIKDAGSKRÁ Á ÞJÓÐLEIK 2015 FÖSTUDAGUR 1. MAÍ  –  KL. 12.00 Leikhússkjálfti, Hveragerði sýnir verkin Útskriftarferðina og Hlauptu –  Týnstu á stóra sviðinu í HólmaröstLeikhópur Grunnskólans á Hellu sýnir Útskriftarferðina í Gimli

Ferðir strætó falla niður komi til verkfalls

Komi til boðaðra verkfalla aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands falla niður ferðir á eftirtöldum leiðum Strætó frá kl. 12 í dag, fimmtudaginn 30. apríl, til miðnættis: Allar ferðir á leiðum 51,56,72,73,74, 75,78 og 79. Athygli er vakin á að ferðir strætó innan Árborgar (leið 74 og 75) falla niður, sem og ferðir milli Reykjavíkur og Selfoss (leið […]

Landsmót í skólaskák 2015 á Selfossi

Landsmótið í skólaskák 2015 fer fram í Fischersetrinu dagana 30. apríl – 3. maí. Keppt í eldri flokki (8.-10. bekk) og yngri flokki (1.-7.bekk). Keppendur koma víðs vegar að frá landinu og margir af efnilegustu skákmönnum landsins taka þátt. Þar á meðal Vignir Vatnar Stefánsson Kópavogi og Jón Kristinn Þorgeirsson Akureyri sem sigruðu á mótinu […]

Nýtt samkomulag Árborgar og Ölfuss í skólamálum

Miðvikudaginn 22. apríl 2015 endurnýjuðu  Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri  Árborgar, og Gunnsteinn Ómarsson, bæjarstjóri Ölfuss, samkomulag milli Árborgar og Ölfuss um aðgengi nemenda úr dreifbýli Ölfuss að leik- og grunnskólum, skólavistun og félagsmiðstöð Sveitarfélagsins Árborgar. Samkomulagið felur m.a. í sér að nemendur sem búa í Árbæjarhverfi fá námsvist í Vallaskóla. Samkomulagið gildir frá 1. janúar 2015 […]

Hreinsunarátak Árborgar 2015 “Tökum á – tökum til,,

Hið árlega hreinsunarátak hefst laugardaginn 25. apríl nk. og mun átakið standa fram til og með mánudeginum 11. maí nk.   Sveitarfélagið Árborg skorar á alla íbúa Árborgar og fyrirtæki að taka virkan þátt í átakinu og hreinsa til á sínum lóðum. Jafnframt  eru íbúar hvattir til að fara út með einn svartan ruslapoka á tímabilinu […]

Tónleikar á Stokkseyri og sýningar opnar á lokadegi Vors í Árborg

Lokadagur Vors í Árborg fór fram í dag með fjölda sýninga í öllum byggðarkjörnunum. Lokahnykkurinn voru síðan tónleikar í barnaskólanum á Stokkseyri kl. 16:00 með Hörpukórnum, kór félags eldri borgara á Selfossi, Harmonikkufélagi Selfoss og nemendum úr tónlistarskóla Árnesinga. Kvenfélag Stokkseyrar sá um kaffisölu. Kjartan Björnsson, formaður íþrótta- og menningarnefndar sleit svo hátíðinni í lok tónleikanna og notaði […]

Vor í Árborg – tónleikar og fleira í gangi föstudaginn 24.apríl

Í dag eru sýningar opnar um allt sveitarfélagið og má nefna VISS á Selfossi, Menningarverstöðina á Stokkseyri og Húsið á Eyrarbakka. Í kvöld eru síðan fjöldi tónleika og byrjar skemmtunin kl. 20:30 í Eyrarbakkakirkju með tónleikum Lay Low, Hafdísar Huldar og Halla Reynis og á sama tíma er upplestur og söngum í bókakaffinu á Selfossi […]

Hljómsveitin Mánar hlaut menningarviðurkenningu Sveitarfélagsins Árborgar 2015

Á opnunarhátíð Vors í Árborg var menningarviðurkenning Sveitarfélagsins Árborgar afhent hljómsveitinni Mánum frá Selfossi. Mánarnir eiga 50 ára starfsafmæli á þessu ári en framlag þeirra til tónlistar á Íslandi er mikið og skipar þeim á stall með bestu hljómsveitum landsins. Þeir eru því vel að þessari viðurkenningu komnir. Hljómsveitina skipa í dag Ólafur Þórarinsson, Guðmundur […]

Vor í Árborg – opnunarhátíð, skrúðganga o.fl. á Sumardeginum fyrsta

Fimmtudaginn 23. apríl hefst bæjarhátíðin Vor í Árborg með fjölda viðburða og sýninga. Dagurinn hefst með göngu á Ingólfsfjall í fylgd félagsmanna úr Björgunarfélagi Árborgar en sá viðburður ásamt fleirum eru partur af vegabréfaleiknum „Gaman saman“. Opnunarhátíð Vorsins fer fram í Hótel Selfoss kl. 17:00 þar sem menningarviðurkenning Árborgar verður afhent ásamt því að ljós- […]

Vor í Árborg – Bíla- og herminjasafnið á Selfossflugvelli opið fim. 23.apríl

Í tengslum við Vor í Árborg verður Bíla- og hermingjasafnið á Selfossflugvelli opið fimmtudag, laugardag og sunnudag milli 14:00 og 18:00. Mjög áhugavert safn gamalla bíla og herminja frá stríðsárunum. Hin eini sanni Jonny King kemur fram kl. 15:00 alla dagana.

Gleðilegt sumar

  Sveitarfélagið Árborg óskar íbúum sínum og Sunnlendingum öllum gleðilegs sumars.      

Sunnlenski skóladagurinn 2016

Kynningar- og hugarflugsfundur fyrir Sunnlenska skóladaginn 2016 verður haldinn mánudaginn 27. apríl 2015 kl. 14.30 í aðstöðu Fræðslunets Suðurlands á Hvolsvelli, Vallarbraut 16.  Vinsamlegast látið vita fyrir hádegi á föstudag ef ósk er um að tengjast í gegnum fjarfundarbúnað í Vestmannaeyjum, Vík, Höfn eða Selfoss.

Selfyssingar sópuðu að sér verðlaunum

Keppendur frá Ungmennafélagi Selfoss náðu frábærum árangri á Íslandsmótinu í fjölþraut í hópfimleikum sem fram fór í Garðabæ um helgina.  Selfoss stefndi að sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í sögunni með titli í flokki blandaðra liða og það gekk eftir. Strax á fyrsta áhaldi, gólfi, gekk Selfyssingum gríðarlega vel, með frábæra einkunn, 19,683.

Kennaranemar frá Kanada

Undafarnar vikur hafa nokkrir kennaranemar frá Kanada verið í æfingakennslu hér við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri. Nemarnir hafa verið stórhrifnir af skólastarfinu hjá okkur og aðstæðum og hafa sannarlega litað starfið okkar björtum og skemmtilegum litum. Nemendur BES hafa fengið fræðslu um Kanada ásamt því að nemarnir haf verið virkir í kennslu og starfi […]

LOGOS lestrarskimun í 3., 6. og 9. bekk

LOGOS er greiningarpróf sem er notað til að greina lestrarerfiðleika hjá börnum.  Skimun með LOGOS prófinu fer fram hjá öllum nemendum í 3. 6. og 9. bekk.  Í kjölfar skimunar er nemendum boðið upp á lestrarnámskeið í skólanum og í lestrarátak í samstarfi við heimilin.

Vor í Árborg – dagskráin komin á netið

Dagskráin fyrir Vor í Árborg sem fram fer dagana 23. – 26. apríl er komin á netið og er aðgengileg hér að neðan.  

Lokun á brú vegna framkvæmda

Þann 21. apríl n.k. verður brúin á Sog við Þrastarlund (vnr. 35) lokuð milli kl. 5-12 vegna framkvæmda. Bendum við vegfarendum á að nota aðrar leiðir á svæðinu.

Hestafjör 2015

Hestafjör 2015 verður haldið í reiðhöll Sleipnis að Brávöllum, Selfossi Sunnudaginn 19. apríl nk. og hefst hátíðin kl. 13.30.  Fram koma sýningarhópar barna, unglinga og ungmenna frá hestamannafélögum á Suðurlandi. Skrautreið og ýmsar þrautir.  Ingó veðurguð, hestasirkus, leynigestur, hamonikkuspil, veitingasala, og fleiri góðir gestir. Frítt inn meðan húsrúm leyfir.

Bókasafn Árborgar – Selfossi

Allt er á rúi og stúi í barnadeildinni okkar, því það á að mála bæði þar og í Listagjánni. Við lokum ekki barnadeildinni á meðan. Erfitt getur orðið að finna bækurnar svo við biðjum ykkur um að hafa þolinmæði og fara varlega um safnið á meðan á framkvæmdum stendur.

Í dag, miðvikudaginn 15.apríl, voru opnuð tilboð í verkið „Götusópun 2015“.

Engar athugasemdir voru gerðar við útboðsgögnin. Eftirfarandi tilboð bárust:  

Stórir íþróttaviðburðir í kvöld hjá handboltanum og körfuboltanum

Í kvöld, miðvikudaginn 15.apríl spilar meistaraflokkur karla í handboltanum og körfuboltanum hreina úrslitaleiki við mótherja sína. Handboltaliðið spilar við Fjölni í Grafarvogi kl. 19:30 en með sigri kemst liðið einu skrefi nær úrvalsdeildarsætinu. Körfuboltaliðið fer í Hveragerði og mætir Hamri kl. 19:15 í hreinum úrslitaleik um sæti í úrvalsdeildinni í körfuboltanum. Íbúar er hvattir til að mæta á annan hvorn leikinn […]

Tónlistarskóli Árnesinga 60 ára

Fjölbreytt hátíðardagskrá víðs vegar um sýsluna laugardaginn 18. apríl – Opið hús – tónleikar – spurningakeppni – kaffi – kökur – – Stefnt er að því að sem allra flestir nemendur komi fram í tilefni hátíðarhaldanna. – 

Auglýst eftir tilboðum í stækkun verknámshúss

Framkvæmdasýsla ríkisins hefur nú auglýst eftir tilboðum í viðbyggingu við Hamar, verknámshús FSu. Verkefnið er samstarfsverkefni ríkisins og sveitarfélaganna sem standa að skólanum, en það eru öll sveitarfélög í Árnes-, Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu. Skipting kostnaðar er þannig að ríkið greiðir 60% stofnkostnaðar en sveitarfélögin 40%. Innbyrðis skipting milli sveitarfélaganna fer eftir íbúafjölda.

Listagjáin lokuð í viku

Listagjáin hjá okkur verður lokuð í viku (engin sýning) (13. – 18. apríl). Við ætlum að láta mála rýmið og verður það bjartara og  snyrtilegra fyrir vikið.  Við minnum hins vegar á að í aðalsal bókasafnsins er sýning Fanndísar á munum úr gleri og keramiki sem gaman er að skoða.

Opnun tilboða í verkið „Geitanes, aðkomuvegur og lagnir 2015

„Í dag, fimmtudaginn 9. janúar, voru opnuð tilboð í verkið „Geitanes, aðkomuvegur og lagnir 2015“. Engar athugasemdir voru gerðar við útboðsgögnin. Eftirfarandi tilboð bárust:  

Fjölbreytileiki einhverfunnar

Fimmtudaginn 16. apríl nk. kl. 14:40-16:00 verður boðið upp á fræðsluerindi í Ráðhúsi Árborgar fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla og foreldra í Árborg. Aðalheiður Sigurðardóttir, sem er stolt einhverfumamma, verður með erindið en hún vinnur að verkefninu „Ég er Unik.“ Sjá nánari upplýsingar hér.

Vitus Bering í Sjóminjasafninu á Eyrarbakka

Danski leikarinn Sejer Andersen flytur einleikinn Vitus Bering í Sjóminjasafninu á Eyrarbakka laugardaginn 11. apríl kl. 15 og sunnudaginn 12. apríl kl. 17. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. Sejer Andersen er vel kunnur leikari í Danmörku. Hann rekur Vitus Bering teatret í Kaupmannahöfn og hefur farið með þennan einleik um víða veröld. Einleikurinn er eftir […]

Leiksýning (einþáttungur) um Grettir sterka Ásmundarson í Fischersetrinu 11. og 12 apríl

Leiksýning (einþáttungur) um Grettir sterka Ásmundarson leikinn af Elfari Loga Hannerssyni og fyrirlestur Einars Kárasonar um Gretti verður á lofti Gamla-bankans á Selfoss laugardaginn 11. apríl og sunnudaginn 12. apríl n.k., sjá meðfylgjandi auglýsingu. Allur ágóði sýninganna rennur í Fischersetur.  Viðburðurinn um Gretti hefst kl. 20:00 á lofti Gamla-bankans, og húsið opnar kl. 19:30. Miðaverð er […]

Vor í Árborg 23 – 26. apríl – Ert þú með áhugaverðan viðburð

Menningar- og bæjarhátíðin „Vor í Árborg 2015″ verður haldin 23. – 26. apríl nk. Skipulag er á undirbúningsstigi og hvers kyns tillögur að dagskráratriðum og/eða hugmyndum um menningarviðburði eru vel þegnar. Hér með er óskað eftir þátttöku félaga og samtaka, einstaklinga og áhugahópa, fyrirtækja og stofnana.