image_pdfimage_print

Vetraráætlun strætó

Sunnudaginn 13. september verður breyting á vetraráætlun strætó á Suðurlandi. Breytingar verða á leiðum 74 og 75 sem aka innan Sveitarfélagsins Árborgar og einnig á leið 51 milli Reykjavíkur og Selfoss.  

Sveitarfélagið Árborg keppir í Útsvari fös. 11.sept.

Lið Árborgar hefur leik í spurningaleiknum Útsvari á RÚV nk. föstudag 11. september kl. 20:00. Lið Árborgar þetta árið skipa þau Herborg Pálsdóttir, Gísli Stefánsson og Gísli Þór Axelsson. Fyrsta viðureign þeirra er á móti Hafnarfirði og eru íbúar hvattir til að fjölmenna í sjónvarpssal og hvetja liðið áfram. Þeir sem hafa áhuga á að […]

Selfossstelpur hlutu bronsverðlaun

Ragnarsmóti kvenna, hinu fyrsta, lauk í gær.  Það voru 6 lið sem tóku þátt.  Fram og Grótta spiluðu til úrslita og þar höfðu Framstúlkur 19-13 sigur. Lið Selfoss stóð sig afskaplega vel, unnu öruggan 28-20 sigur á HK, töpuðu síðan með einu marki 29-30 fyrir sigurvegurum mótsins.  

Þriðji bekkur í útikennslu

Þriðji bekkur Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri lærði um skynfærin fimm og hvaða hluta líkamans við notum til þess að skynja umhverfi okkarí nýliðinni viku. Við gerðum ýmsar tilraunir og fórum í leik þar sem skynfæri var parað við líkamshluta. Að lokum átti hvert par að túlka þá skynjun sem þeir fengu í leiknum á mynd og […]

Fundir um uppbyggingu íþrótta-, tómstunda- og menningarmannvirkja í Árborg

Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar boðar til fundar um uppbyggingu íþrótta-, tómstunda- og menningarmannvirkja í sveitarfélaginu nk. fimmtudag 10.sept. í Ráðhúsi Árborgar, 3. hæð. Íþrótta- og tómstundamálin verða rædd kl. 18:15 og menningarmálin kl. 19:30. Markmið fundanna er að fara yfir uppbyggingarþörf þessara málaflokka. Hvar sé brýnast að fara í uppbyggingu og hvar við stöndum vel. Allir […]

Opnunarhátið Græna kortsins fyrir Suðurland í Listasafni Árnesinga

Laugardaginn 12. september kl. 15:00 býður Náttúran.is til mótttöku og opinberrar gangsetningar Græns Korts – Suður, apps um menningu, hagkerfi og náttúru á Suðurlandi.  Wendy Brawer stofnandi Green Map System (greenmap.org) heldur fyrirlestur um grænkortagerð sem tæki til grænvæðingar heimsins.

Boltalausar íþróttir

Það var flottur hópur af krökkum úr valáfanganum Boltalausum íþróttum í 8.-10.bekk  í Sunnulækjarskóla sem fór í heimsókn upp á golfvöll í vikunni. Hópurinn fór hjólandi upp á golfvöll og þar tók Gylfi golfkennari á móti okkur. Unnið var á þremur stöðum og skemmtu krakkarnir sér vel og voru sjálfum sér og skólanum til mikils […]

Skákæfingar í Vallaskóla

Í Vallaskóla er boðið upp á skákæfingar fyrir 5.-10. bekk á þriðjudögum kl. 13.40-14.20. Æfingarnar verða í stofu 18. Skákþjálfari er Björgvin Smári kennari við skólann. [SHJ]

Norræna skólahlaupið

Norræna skólahlaupið verður sett í Sunnulækjarskóla á Selfossi í fyrramálið föstudaginn 4. september kl. 10:30. Hlaupið er árlegt verkefni sem grunnskólum á Norðurlöndunum býðst að taka þátt í. Blossi, lukkudýr Smáþjóðaleikanna, ætlar að vera í Sunnulækjarskóla á föstudag og hvetja krakkana áfram í hlaupinu. MS, sem hefur styrkt hlaupið frá upphafi, mun gefa krökkunum ískalda […]

Lógó í Listagjánni

Sýningin „Lógó í Listagjánni“ verður opnuð í Listagjánni í Bókasafni Árborgar fimmtudaginn 3. september kl. 17:00. Sýningin samanstendur af 40 lógóum eða merkjum sem Örn Guðnason hefur hannað á yfir þrjátíu ára tímabili. Elstu lógóin eru frá því um 1980 eða nokkru áður en Örn hóf nám í grafískri hönnun.

Úrslitaleikur – Borgunarbikar kvenna – Umf. Selfoss – móttaka við heimkomu

Kvennalið Umf. Selfoss í knattspyrnu spilar á morgun, laugardaginn 29. ágúst kl. 16:00 til úrslita í Borgunarbikarnum. Leikurinn sem er gegn Stjörnunni hefst kl. 16:00 og fer fram á Laugardalsvelli. Þetta er annað árið í röð sem þessi lið berjast um bikarinn en í fyrra vann Stjarnan. Umf. Selfoss verður með veglega dagskrá í samstarfi við styrktaraðila fyrir leikinn en dagskrá […]

Breytingar á reglum um sérstakar húsaleigubætur í sveitarfélaginu Árborg

Frá og með 1. september næstkomandi taka reglur um sérstakar húsaleigubætur breytingum sem felast helst í því að nú munu allir íbúar sveitarfélagsins sem búið hafa í sveitarfélaginu samfellt í 12 mánuði eiga möguleika á að sækja um sérstakar húsaleigubætur óháð því hvort þeir falli að biðlista fyrir félagslegt leiguhúsnæði. Fjárhæð sérstakra húsaleigubóta byggist alfarið […]

Sjálfboðaliðsstarf Mormónakirkjunnar

Meðlimir Mormónakirkjunnar á Íslandi hafa undanfarnar vikur boðið Sveitarfélaginu Árborg aðstoð sína með vinnuframlagi sjálfboðaliða. Markmið starfsins er að láta gott að sér leiða til samfélagsins og þakkar Sveitarfélagið Árborg fyrir framlagið. Í síðustu viku vann vaskur hópur sjálfboðaliða að njólahreinsun við Langholt og Brávelli.

Handboltamenn í U-19 heiðraðir á leik Selfoss og Fram í Ragnarsmótinu

Í dag, föstudaginn 21.ágúst kl. 20:30 í íþróttahúsi Vallaskóla ætlar Sveitarfélagið Árborg að heiðra Einar Guðmundsson, þjálfara U-19 ára landsliðs Íslands í handbolta, Ómar Inga Magnússon og Elvar Örn Jónsson leikmenn liðsins og Jón Birgi Guðmundsson, sjúkraþjálfara fyrir frábæran árangur á heimsmeistaramóti U-19 í handbolta. Íslenska landsliðið náði þar 3. sæti sem er með bestu […]

Umhverfisverðlaun Árborgar

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar afhenti Umhverfisverðlaun Árborgar 2015 í Sigtúnsgarðinum í tengslum við Sumar á Selfossi. Dælengi 12, var valinn fallegasti garðurinn, eigendur hans eru Elísabet Ingvarsdóttir og Guðmundur Þ. Óskarsson. Sigríður Jónsdóttir, tók við viðurkenningu fyrir snyrtilegasta fyrirtækið sem valið var Hótel Fosstún.

Lóurimi valin skemmtilegasta gatan

Lóurimi var valin skemmtilegasta gatan í Árborg á bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi sem haldin var um síðustu helgi. Það er Knattspyrnufélag Árborgar sem stendur að hátíðarhaldinu í samvinnu við Sveitarfélagið Árborg. Guðjón Bjarni Hálfdánarson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, sagði í samtali við sunnlenska.is að hátíðin hafi heppnast gríðarlega vel og íbúar hafi tekið virkan þátt í hátíðarhöldunum.

Selfossbæir fegursta gata Árborgar 2015

Föstudaginn 7. ágúst sl. var tilkynnt hvaða gata í Sveitarfélaginu Árborg væri fegurst árið 2015. Gatan sem fær þann heiður þetta árið er Selfossbæir og var skiltið afhjúpað af Ara Thorarensen, forseta bæjarstjórnar og Ástu Stefánsdóttur, bæjarstjóra að viðstöddum íbúum götunnar.  

Skólasetning

Grunnskólar Sveitarfélagsins Árborgar verða settir mánudaginn 24. ágúst 2015. Meðfylgjandi eru upplýsingar um tímasetningar hvers skóla.  

Sveitarfélagið Árborg bauð 75 ára íbúum í kaffiboð

Sveitarfélagið Árborg bauð í gær, fimmtudaginn 6. ágúst öllum íbúum í sveitarfélaginu sem verða 75 ára á árinu í kaffiboð í stóra tjaldinu í Sigtúnsgarðinum. Þetta er í fyrsta skipti sem þetta er gert en rétt rúmlega 40 einstaklingum var boðið ásamt mökum. Boðið var upp á léttar kaffiveitingar við undirleik félaga úr Harmonikkufélagi Selfoss.

Delludagurinn haldinn á sunnudaginn í Hrísmýri á Selfossi

Delludagurinn sem verið hefur ómissandi hluti af Sumar á Selfoss helginni verður á sínum stað sunnudaginn 9.ágúst í Hrísmýrinni á Selfossi. Fjörið hefst kl. 13:00 með spólsýningu við Bílanaust og í framhaldinu verður farið í drullupyttinn en dagskráin er leidd áfram af Bergsveini Theódórssyni. Það er bílaklúbburinn 4×4 ásamt öðrum bílaklúbbum á svæðinu sem sjá um framkvæmd […]

Húsið á Eyrarbakka 250 ára – hátíðarsamkoma 9. ágúst nk.

Í sumar eru 250 ár liðin síðan Húsið á Eyrarbakka var byggt. Af því tilefni boðar Byggðasafn Árnesinga til hátíðarsamkomu í Húsinu á Eyrarbakka þann 9. ágúst næstkomandi og hefst kl. 14. Á samkomunni verða flutt erindi og ávörp auk þess sem tónlist tengd Húsinu verður flutt. Þau sem koma fram á samkomunni eru m.a. […]

Sumar á Selfossi 2015

Íbúar Árborgar skreyta húsin sín í litum hverfanna. Þátttakan hefur verið frábær undanfarin ár og vonumst við til að hún haldi áfram að aukast. Hvaða gata mun hljóta nafnbótina, Skemmtilegasta gatan í Árborg 2015? Stjórn Kaupfélags Árnesinga mun ganga frá samningum við Guðjón Friðriksson um ritun samvinnusögu Suðurlands eða öllu heldur sögu kaupfélaganna á Suðurlandi. […]

Sundhöll Selfoss lokar kl. 19:00 fös. 7.ágúst

Föstudaginn 7. ágúst lokar Sundhöll Selfoss kl. 19:00 vegna sundlaugarhátíðar Olísmótsins. Laugin opnar aftur kl. 9:00 á laugardagsmorgninum. Bent er á að Sundlaug Stokkseyrar er opin til 20:30 alla virka daga.

Aldamótahátíð á Eyrarbakka 8. ágúst 2015

Aldamótahátíð verður haldinn á Eyrarbakka laugardaginn 8. ágúst. Margt verður á dagskrá yfir daginn, sjá dagskrá  endar hátíðin á aldamótadansleik í Rauða húsinu.    

Stórleikur á Selfossi á laugardag

Einn stærsti og mikilvægasti knattspyrnuleikur sumarsins hjá stelpunum í meistaraflokki Selfoss fer fram á JÁVERK-vellinum á Selfossi laugardaginn 25. júlí nk kl. 14:00. Þá mæta Selfoss-stelpur liði Vals í undanúrslitum Borgunarbikarsins. Í hinum undanúrslitaleiknum sem fer fram föstudaginn 24. júlí eigast Fylkir og Stjarnan við á Fylkisvelli.

Umhverfisverðlaun Árborgar 2015

Sveitarfélagið Árborg óskar eftir ábendingum frá íbúum varðandi fallegasta garðinn, fallegustu götuna og snyrtilegasta fyrirtæki sveitarfélagsins. Verðlaunin verða veitt á Sumar á Selfossi og nánari tímasetning verður tilkynnt síðar. Sveitarfélagið Árborg tekur við ábendingum og tilnefningum frá íbúum til 31. júlí nk. í gegnum netfangið sesseljas@arborg.is  eða í gegnum þjónustuverið í síma 480-1900

Fræsing á Austurvegi þriðjudaginn 14. júlí

Sami kafli verður malbikaður miðvikudag og fimmtudag. Vegagerðin hefur gefið heimild til að framkvæma fræsun  á Austurvegi, frá hringtorgi (Tryggvatorgi) að Heiðmörk. Framkvæmdir hefjast þriðjudaginn 14. júlí. Verður Austurvegur frá hringtorgi (Tryggvatorgi) að Heiðmörk  því lokaður meðan á framkvæmdum stendur.  Gert er ráð fyrir að framkvæmdin standi milli 09:00 og 17:00.   Hjáleiðir verða merktar […]

Fyrsta skóflustungan að nýju verknámshúsi FSu

Menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, tók í gær fyrstu skóflustunguna að nýju verknámshúsi við FSu. Nýbyggingin verður um 1700 fermetrar, auk þess sem eldra húsnæði Hamars verður tekið í gegn. JÁVERK ehf átti lægsta tilboð í verkið, 815 mkr og standa sveitarfélögin í Árnes-, Rangárvella- og Vestur-Skaftafellssýslu að byggingunni ásamt ríkinu, en hlutur sveitarfélaganna er 40% á […]

Breyting á milliinnheimtu

Sveitarfélagið Árborg hefur sagt upp samningi sínum um milliinnheimtu við innheimtufyrirtækið Motus frá og með 11.júlí 2015. Sveitarfélagið mun framvegis vera með milliinnheimtu í gegnum viðskiptabanka sinn, Íslandsbanka á Selfossi. Ógreiddar kröfur verða eins og áður sendar til áframhaldandi lögfræðiinnheimtu ef þess gerist þörf.

Bryggjuhátíð á Stokkseyri 10. -12. júlí

Nú styttist í Bryggjuhátíð, árleg bæjar- og fjölskylduhátíð á Stokkseyri. Veðrið virðist ætla að vera indælt og ekkert sem hamlar því að fólk fjölmenni á svæðið. Næg tjaldsvæði og glæsileg dagskrá.

Sigrún hlaut styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta HÍ

Stjórn Afreks- og hvatningarsjóðs stúdenta Háskóla Íslands úthlutaði í síðustu viku styrkjum til 27 afburðanema sem hafa innritað sig til náms við skólann í haust. Þetta er í áttunda sinn sem styrkir eru veittir úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands en markmið sjóðsins er að styrkja efnilega nýnema til náms við Háskóla Íslands. Hver […]

Lið Selfoss á meðal hundrað bestu í Evrópu

Lið Selfoss er í fyrsta sinn á lista yfir 100 bestu kvennaknattspyrnulið í Evrópu samkvæmt nýjum styrkleikalista sem vefurinn spelare12.com hefur gefið út.  Selfoss er í 94. sæti, fyrir neðan Werder Bremen í Þýskalandi og Metz í Frakklandi. Evrópumeistarar Frankfurt eru í toppsætinu og þýsku meistararnir Bayern München, sem Dagný Brynjarsdóttir lék með í vetur, […]

Rjómabúið á Baugsstöðum

Rjómabúið á Baugsstöðum austan Stokkseyrar  verður opið laugardaga og sunnudaga í júlí og ágúst frá kl. 13 til 18. Rjómabúið hóf starfsemi sína 1905 og starfaði nær óslitið til 1952. Þangað komu bændur úr  nágrenninu með rjóma sem hraustar rjómabússtýrur unnu úr smjör og osta. Það var opnað sem safn árið 1975. Vatnshjólið og tækin […]

Rafrænir reikningar

Selfossveitur hafa ákveðið að hætta að senda út reikninga á pappírsformi til 65 ára og yngri. Hér eftir birtast reikningar einungis í heimabanka viðkomandi. Ef óskað er eftir því að fá reikning sendan heim er hægt að hafa samband á netfangið innheimta@selfossveitur.is 

Selfyssingar til sóma á Króknum

Tvö lið frá Selfossi í 6. flokki kvenna mættu til leiks í brakandi sól og blíðu á Landsbankamóti Tindastóls á Sauðárkróki um helgina.  Selfossstelpurnar stóðu sig vel á mótinu og gleðin var í fyrirrúmi bæði innan vallar og utan.  Rúm­lega eitt þúsund kepp­end­ur tóku þátt í mótinu en það er fyr­ir stúlk­ur í 6. og […]

Leikhópurinn Lotta kemur á Selfossi í dag, mánudaginn 29. júní kl. 18:00

Leikhópurinn Lotta sýnir Litlu gulu hænuna, glænýtt íslenskt leikrit þann 29. júní kl. 18:00 í Sigtúnsgarðinum á Selfossi. Þetta er níunda sumarið sem Leikhópurinn Lotta setur upp útisýningu en síðastliðin sumur hefur hópurinn leikið sér við Hróa hött, Gilitrutt, Stígvélaða köttinn, Mjallhvíti og dvergana sjö, Hans klaufa, Rauðhettu, Galdrakarlinn í Oz og Dýrin í Hálsaskógi. […]

WOW CYCLOTHON 23.-26. Júní 2015 – krakkar úr Árborg taka þátt

Fjórir hressir krakkar frá Árborg hjóla nú hringinn í kringum landið WOW CYCLOTHON  hjólreiðakeppninni, þar sem safnað er áheitum til styrktar uppbyggingar Batamiðstöðvar á Kleppi.  Þetta eru þau Arnar Kristinsson, Ingvar Björn Pálson og  Sveina Björt Kristbjargardóttir sem keppa í liðinu Hjólakraftur 3 og Guðrún Lovísa Magnúsdóttir  keppir fyrir liðið Hjólakraftur 2.

Selfossliðið vann stigakeppnina örugglega

Aldursflokkamót HSK í frjálsíþróttum fyrir keppendur 11 til 14 ára var haldið í Þorlákshöfn sl. sunnudag, samhliða héraðsleikunum. 79 keppendur frá 10 félögum voru skráðir.  Eitt HSK met var sett á mótinu, en Hákon Birkir Grétarsson, Selfossi, bætti HSK metið  í 60 metra grindahlaupi.  Hann hljóp á 9,64 sek og bætti met Styrmis Dan Steinunnarsonar. […]

Sandra Dís renndi fyrir fiski í Ölfusá

Sandra Dís Hafþórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Árborg, hóf veiðitímabilið í Ölfusá í morgun kl. 8 er hún renndi fyrir fiski. Guðmundur Marías Jensson, formaður Veiðifélags Selfoss, var Söndru til halds og trausts við veiðina. Veiðitímabilið í Ölfusá stendur frá 24. júní og fram til 24. september. Án efa bíða margir veiðimenn spenntir eftir að komast […]

Starfsemi Sundhallar Selfoss flytur í nýju viðbygginguna

Laugardaginn 27. júni nk. kl. 9:00 opnar Sundhöll Selfoss í nýju viðbyggingunni sem vígð var þann 17. júní sl. Þá færist aðalinngangur Sundhallarinnar frá Bankavegi að Tryggvagötu. Bílastæði eru við hlið nýju viðbyggingarinnar og við Bankaveg og eru íbúar líka sérstaklega hvattir til að nýta reiðhjólin. Vegna færslu á starfseminni verður Sundhöll Selfoss lokað frá […]

Leikskólinn Brimver/Æskukot

Sigríður Birna Birgisdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri í eitt ár frá 1. ágúst við leikskólann Brimver/Æskukot vegna leyfis M. Sigríðar Jakobsdóttur.  Sigríður Birna hefur áður starfað við leikskólana í Árborg, hún hefur einnig verið leikskólastjóri á Hellu, í Skeiða – og Gnúpverjahreppi og nú síðast í Flóahreppi. Hún er með BEd -próf í leikskólakennarafræðum, MEd.-próf […]

Fréttabréf skólaþjónustu (15. tbl.)

Í 15. tbl. fréttabréfsins er fjallað um góða vinnu fagteyma sem stofnuð voru í vetur, námskeið sem verða haldin fyrir kennara á haustönn og fræðslufund sem haldinn var um mál og læsi fyrir foreldra leikskólabarna. Starfsfólk skólaþjónustu Árborgar þakkar samstarfið í vetur og óskar öllum gleðilegs sumar. 

Vígsla viðbyggingar við Sundhöll Selfoss

Í gær, miðvikudaginn 17. júní var vígð ný viðbygging við Sundhöll Selfoss að viðstöddu fjölmenni. Dagskráin hófst með skemmtilegri tengingu við opnun Sundhallar Selfoss árið 1960 en þá syntu nokkur ungmenni eina ferð í sundlauginni. Tveir úr þeim hópi, Pétur Kristjánsson og Marteinn Sigurgeirsson eru sjötugir á árinu og þeir mættu til að synda eina […]

Auglýsing frá Sveitarfélaginu Árborg

Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna verða eftirfarandi stofnanir Sveitarfélagsins Árborgar lokaðar frá kl. 12:00 föstudaginn 19. júní nk.    

Hátíðarfundur leikskólanna í Árborg 19. júní

Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna verður haldinn hátíðarfundur leikskólanna í Árborg á Hótel Selfossi föstudaginn 19. júní nk. kl. 13:00―15:00. Þar verður m.a. rætt um það hvernig hægt sé að auka lýðræði í leikskólum. Fundurinn er öllum opinn og er starfsfólk sveitarfélagsins hvatt til að taka þátt í honum eða öðrum þeim […]

Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka verður haldinn nk. laugardag 20. júní

Dagskráin er mjög fjölbreytt og má nefna brúðubílinn fyrir yngstu kynslóðina kl. 11:00 við Sjóminjasafnið. Fjölbreyttar sýningar og sagan við hvert fótmál, koddaslagur við bryggjuna. Einnig eru opin hús í Konubókastofunni, Húsinu, í Garðshorni, hjá Elínbjörg og Vigfúsi og Hvoli, hjá Huldu Ólafsdóttur. Boðið verður upp á sjávarfang í Sölvabakka og sagðar sannar veiðisögur af […]

17. júní hátíðarhöld á Eyrarbakka

17. júní hatíðarhöldin á Eyrarbakka árið 2015 verða í Samkomuhúsinu Stað og hefjast kl. 14:00. Dagskráin er nokkuð hefðbundinn með fjallkonunni, skemmtiatriðum fyrir alla aldurshópa og kaffisamsæti. Einnig verður verðlaunaafhending fyrir Hópshlaupið.

17. júní hátíðarhöld á Selfossi

17. júní verður haldinn hátíðlegur á Selfossi nk. miðvikudag en umsjón með hátíðarhöldum er í höndum Björgunarfélags Árborgar. Dagskráin hefst kl. 10:00 þegar fánar eru dregnir að húni við Ráðhús Árborgar. Á sama tíma er opið hús hjá Flugklúbb Selfoss á Selfossflugvelli, félagar úr Hestamannafélaginu Sleipni teyma undir börnum í reiðhöllinni og viðbragðsaðilar á svæðinu […]

Vígsla viðbyggingar við Sundhöll Selfoss

Miðvikudaginn 17. júni 2015 verður nýja viðbyggingin við Sundhöll Selfoss vígð formlega í tengslum við 17. júní hátíðarhöldin. Athöfnin hefst í sundlaugargarðinum kl. 17:00 og að henni lokinni geta íbúar og gestir gengið um nýju bygginguna. Björgunarfélag Árborgar stendur fyrir árlegu sundlaugarsprelli í sundlaugargarðinum að vígslu lokinni. Starfsemi Sundhallar Selfoss hefst síðan í nýju byggingunni […]

Kótelettan 2015 helgina 12. til 14. júní á Selfossi

Kótelettan 2015 verður haldin í 6. sinn á Selfossi 12. til 14. júní. Hátíðin er tónlistar- og fjölskylduhátíð en stærstu hljómsveitir landsins spila á hátíðinni. Á laugardeginum er síðan fjölskyldu- og markaðsstemning í Sigtúnsgarðinum á Selfossi og þar er slegið upp kjötveislu, markaði og á sviðinu eru skemmtiatriði fyrir allan aldur. Nánar um hátíðina á www.kotelettan.is.