image_pdfimage_print

Kveikt á jólatrjánum á Eyrarbakka og Stokkseyri sun. 30. nóv á fyrsta í aðventu

Það verður líf og fjör á Eyrarbakka og Stokkseyri á sunnudaginn nk. þegar kveikt verður á jólatrjánum þar við hátíðlega athöfn. Dagskráin hefst á Stokkseyri kl. 17:00 en þar er kveikt á trénu á horninu við Stjörnusteina. Jólasveinar mæta á svæðið og sprella með gestum en Umf. Stokkseyri sér um framkvæmd viðburðarins. Kl. 18:00 er síðan […]

Kveikt á stóra jólatrénu á jólatorginu laugardaginn 22. nóv kl. 16:00 – leikskólabörn syngja

Kveikt verður á stóra jólatrénu á jólatorginu nk. laugardag 22. nóv þegar torgið opnar formlega. Kl. 16:00 munu leikskólabörn í Sveitarfélaginu Árborg aðstoða við að kveikja á trénu og í framhaldinu ætla þau að syngja nokkur jólalög fyrir gesti. Fleiri viðburðir verða á sviðnu á torginu þessa helgina en á laugardeginum koma einnig fram UniJón […]

Frítt í sund fyrir 10 ára og yngri í sundlaugar Árborgar

Vegna umræðu í útvarpi og skrifa í blöðum, netmiðlum og á samskiptasíðum er rétt að eftirfarandi hlutir komi fram. Ennþá er frítt í sund fyrir 17 ára og yngri í sundlaugar Árborgar á Selfossi og Stokkseyri. Sveitarfélagið Árborg hefur þó á sl. árum verið að skoða leiðir til að geta boðið t.d. börnum og ungmennum sem […]

Hið eilífa krútt

Embla Guðrúnar Ágústsdóttir, verkefnastýra Tabú og nemi í félags- og kynjafræði við Háskóla Íslands hélt fræðsluerindi fyrir starfsmenn félagsþjónustu Árborgar þann 18. nóv. sl.  Erindið bar heitið ,,Hið eilífa krútt“ og fjallaði um fordóma gagnvart fötluðu fólki.  Embla fór yfir staðalímyndir fatlaðs fólks, mannréttindi þeirra og hugmyndafræði.   Embla segir fötlunina aldrei hafa hamlað sér heldur […]

Heimsókn eldri borgara í 7. bekkina

Nemendur í 7. bekk hafa verið að fræðast um Evrópu og seinni heimsstyrjöldina.  Að því tilefni fengum við heimsókn frá eldri borgurum sem sögðu frá reynslu sinni af seinni heimsstyrjöldinni.      

Hanna valin í A-landsliðið

Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir hefur verið valin í A landslið kvenna í handbolta fyrir komandi leiki í forkeppni HM 2015.  Hrafnhildur Hanna er ein þriggja nýliða í A-landsliðinu en hún á að baki fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands. Ísland mætir Ítalíu á útivelli 27. nóvember og þremur dögum síðar mætast liðin í Laugardalshöllinni. Ísland […]

Jólatorgið á Selfossi opnar laugardaginn 22.nóv kl. 12:00

Laugardaginn 22.nóvember nk. kl. 12:00 opnar jólatorgið á Selfossi. Jólatorgið hefur nú verið árlegur viðburður í jólaundirbúningnum frá 2010 og hefur vaxið og dafnið með hverju árinu. Þennan fyrsta laugardag verður kveikt á stóra torgtrénu kl. 16:00 en leikskólabörn í Árborg munu aðstoða við það sem og syngja nokkur lög fyrir gesti undir stjórn Guðnýjar […]

Heilsa og Hollusta fyrir alla – fyrirlestur Ebbu Guðnýjar fyrir foreldra leikskólabarna.

Foreldrafélög leikskóla Árborgar auglýsa fyrirlesturinn Heilsa og Hollusta fyrir alla. Þetta er sameiginlegur fyrirlestur fyrir foreldra og forráðamenn leikskólabarna í Sveitarfélaginu Árborg. Fyrirlesturinn verður þriðjudaginn 18.nóvember kl. 19:30 í Fjallasal Sunnulækjarskóla á Selfossi. Fyrirlesari er Ebba Guðný Guðmundsdóttir. Ebba Guðný segir okkur á mannamáli hvernig við getum á auðveldan hátt gert eitt og annað til að bæta […]

Kveikt á jólaljósunum í Árborg

í gær fimmtudaginn 13. nóvember var kveikt á jólaljósunum í Sveitarfélaginu Árborg við hátíðlega athöfn fyrir framan Ráðhúsið og bókasafnið á Selfossi. Tendrun jólaljósanna hefur verið fastur punktur í menningarlífinu á svæðinu og þar var enginn breyting á í gær þegar fjöldi manns kom saman til að sjá ljósin kvikna. Jónína Guðný Jóhannsdóttir flutti tvö […]

Olweusardagurinn í BES

Föstudaginn 7. nóvember síðastliðinn var Olweusardagurinn haldinn í Barnaskólanum á Eyrabakka og Stokkseyri en dagurinn er baráttudagur gegn einelti. Nemendur og starfsfólk skólans klæddust grænum lit en græni liturinn táknar samstöðu og vinskap og er einnig litur verndarans í Olweusarverkefninu. Eldri nemendur skólans sóttu yngri vinabekki í heimastofur og söfnuðust allir á sal skólans þar […]

Vinabekkir í Sunnulækjarskóla

Vikan 3. – 7. nóvember er sérstök vinabekkjavika í Sunnulækjarskóla.  Í þeirri viku stofnum við til sérstakra vinatengsla milli nemenda í eldri og yngri bekkjum skólans.  Þannig eignast allir nemendur í 5. bekk sérstakan vin í 10. bekk, allir í 4. bekk eignast vin í 9. bekk og svo koll af kolli.  Þessi vinatengsl eru […]

Frábær árangur á bikarmóti TKÍ I

Um liðna helgi var Bikarmót TKÍ I  (Taekwondo) haldið í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi. Átta keppendur Umf. Selfoss kepptu í eldri hóp þ.e. 12 ára og eldri og náðu frábærum árangri á mótinu á laugardaginn. Dagný María Pétursdóttir vann til gullverðlauna, þar sigraði hún í fyrsta sinn keppanda frá Aftureldingu sem hún hefur alltaf tapað fyrir áður. Ástþór […]

Tveir pottar lokaðir í Sundhöll Selfoss vegna viðhalds

Tveir heitir pottar verða lokaðir í Sundhöll Selfoss fram eftir degi í dag, mánudaginn 3.nóvember vegna viðhalds. Um er að ræða svokallaða norður og suður potta. Önnur starfsemi í sundlaugin er með eðlilegum hætti og er allir velkomnir í sund.    

Sigur á móti HK – mikilvæg stig í hús

Það var hörku leikur í íþróttahúsi Vallaskóla í dag þegar stelpurnar í Selfoss tóku á móti HK. Það var fyrirfram vitað að um hörku leik yrði að ræða en fyrir þennan leik var HK með einu stigi meira í deildinni. Lítið var skorað fyrstu mínúturnar en staðan var t.d 3-3 eftir þrettán mínútur. HK leiddi […]

Safnahelgi á Suðurlandi 30. október til 2. nóvember 2014

Opnunarhátíð og málþing um safnamál, fimmtudaginn 30. október í Versölum, ráðhúsinu í Þorlákshöfn. Málþing um safnamál kl. 16:00-18:00. Léttar veitingar og tónlistaratriði í boði Sveitarfélagsins Ölfuss.    

Menningarmánuðurinn október – Bifreiðastöð Selfoss, Fossnesti og Inghóll

Föstudagskvöldið 31.október nk. verður tileinkað Bifreiðastöð Selfoss – Fossnesi og Inghól en þá verður síðasta menningarkvöldið í menningarmánuðinum október haldið í Hvíta húsinu á Selfossi kl. 20:30. Kvöldið verður fjölbreytt og skemmtilegt en Jón Bjarnason verður kynnir kvöldsins og mun leiða dagskrána áfram. Helga Einarsdóttir mun fara yfir sögu Bifreiðastöðvar Selfoss í máli og myndum með […]

Spennandi sýning framundan í Listagjánni

Föstudaginn 31. október kl. 17.00 opnar ný og spennandi  sýning í Listagjá Bókasafnsins, er það í tilefni af Safnahelgi á Suðurlandi. Ekki missa af þessari sýningu!

Tónleikar í Orgelsmiðjunni á Stokkseyri lau. 25.okt

Orgelsmiðjan á Stokkseyri verður með tónleika nk. laugardag 25.okt kl. 17:00 sem hluta af menningarmánuðinum október 2014. Tónleikarnir fara fram í húsnæði Orgelsmiðjunnar sem snýr að bryggjunni á Stokkseyri. Fram koma Bakkatríóið GG & Ingibjörg sem er skipað Gyðu Björgvinsdóttur söngkonu, Guri Hilstad Ólason sem spilar á kornett og Ingibjörgu Erlingsdóttur pianóleikara, en hún sér […]

Verkfall tónlistarkennara

Verkfall tónlistarkennara hófst í morgun, 22. október. Kennarar í Tónlistarskóla Árnesinga eru í tveimur félögum, Félagi tónlistarskólakennara (FT) og Félagi íslenskra hljómlistarmanna (FÍH). Kennarar í FT eru í verkfalli en ekki kennarar í FÍH. Kennsla FÍH kennara verður því með óbreyttum hætti.

Menningarmánuðurinn október – Umf. Stokkseyri sunnudaginn 26.okt.

Menningarmánuðurinn október heldur áfram og sunnudaginn 26. okt. kl. 15:00 verður farið yfir sögu Ungmennafélags Stokkseyrar. Viðburðurinn verður haldinn í íþróttahúsinu á Stokkseyri og dagskráin fjölbreytt og skemmtileg. Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson mun stýra samkomunni, Barnakór barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri syngur, fimleikadeild Umf. Stokkseyarar dansar og Hulda Kristín og Tommi spila og syngja. Dagurinn er […]

Sveitarfélagið Árborg keppir í Útsvari á Rúv nk. föstudag 24.okt.

Föstudaginn 24. október kl. 20:15 mætast Sveitarfélagið Árborg og Skagafjörður í sjónvarpsþættinum Útsvari á Rúv. Lið Árborgar er skipað þeim Ragnheiði Ingu Sigurgeirsdóttur, Hrafnkel Guðnasyni og Gísla Þór Axelssyni. Búast má við spennandi keppni og eru íbúar hvattir til að fjölmenna í sjónvarpssal til að hvetja sitt lið áfram og er það öllum að kostnaðarlausu […]

Fréttabréf skólaþjónustu

Í 10. tölublaði fréttabréfs skólaþjónustu Árborgar er fjallað um markvissa vinnu með læsi í skólum sveitarfélagsins, haustþing starfsfólks leikskóla sem haldið var 3. október sl. og Erasmus+ styrk til Vallaskóla. Þar eru einnig nokkrar krækjur sem geta komið að góðum notum í námi og kennslu.

Menningarmánuðurinn október – vel heppnað kvöld á Eyrarbakka

Síðastliðið laugardagskvöld var haldið annað menningarkvöldið í október í Rauða húsinu á Eyrarbakka. Setið var í öllum sætum í salnum sem taldi rétt um 100 manns. Þetta kvöldið var farið í gegnum sögu hússins Miklagarðs sem í dag hýsir einmitt veitingastaðinn Rauða húsið. Eyrbekkingurinn Magnús Karel Hannesson hafði tekið saman sögu Miklagarðs ásamt öðrum fróðleik […]

Menningarmánuðurinn október – Rauða húsið á Eyrarbakka lau. 18.okt

Annað menningarkvöldið verður haldið í Rauða húsinu á Eyrarbakka nk. laugardag 18.okt. kl. 20:00. Þar verður farið í gegnum sögu hússins Miklagarðs sem í dag hýsir starfsemi veitingastaðarins Rauða hússins. Það er Magnús Karel Hannesson og kona hans Inga Lára Baldvinsdóttir sem hafa tekið söguna saman í máli og myndum. Örlygur Benediktsson sem sett hefur saman Týrólaband […]

Rafræna námið í Vallaskóla vekur athygli

Það er ánægjulegt að sjá hve rafræna námið í Vallaskóla hefur vakið mikla athygli fjölmiðla.  Eins og  þar kemur fram nýta nemendur í 8.–10. bekk til að byrja með eigin síma, spjaldtölvur eða fartölvur í námi sínu í tveggja vikna námslotum. Nemendur hafa einnig aðgang að spjaldtölvum sem skólinn á og námsefnið hefur verið sett […]

Menningarmánuðurinn október – Saga Selfossbíós í Hótel Selfoss fim. 16. okt kl. 20:30

Menningarmánuðurinn október er genginn í garð og næsti viðburður fer fram fimmtudaginn 16. október kl.20:30 á Hótel Selfoss. Þá verður minnst sögu Selfossbíós með fjölbreyttum hætti. Farið verður í gegnum söguna í máli og myndum en Marteinn Sigurgeirsson hefur unnið mikið myndefni um sögu Selfossbíós fyrir kvöldið. Tónlistin verður líka í brennidepli en Ragnar Bjarnason […]

Forvarnahópur Sv. Árborgar – umræða um Kannabisefni

Umræða um Kannabisefni skýtur upp kollinum reglulega og hefur forvarnahópur Sveitarfélagsins Árborgar reynt að upplýsa um skaðsemi efnanna með fyrirlestrum og öðru fræðsluefni. Umræðan vill oft snúast upp í það að kannabisefni séu skaðlaus og allt í lagi sé að fá sé öðru hvoru. Í meðfylgjandi greinum er farið yfir einn hluta af skaðsemi efnanna […]

Fjölmennur fundur um vináttu og skólaþjónustu

Foreldrafélag Sunnulækjarskóla, samráð foreldrafélaga í Árborg og skólaþjónustan héldu fjölmennan og vel heppnaðan kynningar- og súpufund fyrir foreldra og allt áhugafólk um skólamál í Sunnulækjarskóla miðvikudaginn 8. október síðastliðinn.

Opið hús í Sunnulækjarskóla fim. 16.október

Í tilefni af 10 ára afmæli Sunnulækjarskóla bjóða nemendur skólans öllum sem möguleika hafa á að koma og skoða skólann og verkefni nemenda milli klukkan 08:30 og 13:00, fimmtudaginn 16. október. Við vonumst til að sjá sem flesta, mömmur, pabba, afa, ömmur, frændur, frænkur og gamla nemendur. Í tilefni af afmælinu er hafin útsending frá […]

Opinn fundur Íslandspósts – Póstþjónusta framtíðarinnar

Forsvarsmenn Íslandspósts halda opinn fund á Selfossi mánudaginn 13. október kl 17- 18.30. Þetta er liður í fundarröð um stöðu og framtíð póstmála á Íslandi. Skoðun landsmanna á póstmálum er mjög mikilvæg fyrir fyrirtækið. Vonast er til að sem flestir mæti og taki þátt í umræðum um hvernig póstþjónusta framtíðarinnar eigi að líta út.

Gasmengun frá eldgosinu í Holuhrauni – loftgæðismælingar

Sveitarfélagið Árborg minnir á að upplýsingar um loftgæðamælingar vegna gasmengunar frá eldgosinu í Holuhrauni eru aðgengilegar á vefnum,www.loftgaedi.is, Tveir mælar á síðunni veita upplýsingar fyrir Suðurland, annars vegar er um að ræða mæli sem settur var upp vegna gossins og staðsettur er á Leirubakka og hins vegar mæli sem staðsettur er í Hveragerði, en sá mælir […]

Haustþing starfsfólks leikskóla á Suðurlandi 2014

Hið árvissa haustþing Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla var haldið föstudaginn 3. október síðastliðinn í 11. sinn. Þingið hefur verið á Hótel Selfossi  frá upphafi  í góðu samstarfi við haustþingsnefndina og  ánægða þinggesti.  Á þennan viðburð mætir allt starfsfólk  leikskóla á Suðurlandi,  hlustar á fyrirlestra tengda starfi sínu og nýtur samvista við kollega. 

Fundur um vináttu barna og skólaþjónustu – súpa í boði

Foreldrafélag Sunnulækjarskóla, skólaþjónusta Árborgar og samráð foreldrafélaga bjóða foreldrum leik- og grunnskólabarna í Árborg á fræðslu- og súpufund, miðvikudaginn 8. október nk. kl. 19:00, í Fjallasal í Sunnulækjarskóla.

Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa 2. október

Þroskaþjálfar eru fagstétt sérstaklega menntaðir til að starfa með fötluðu fólki á öllum aldri. Hugmyndafræði þroskaþjálfunar byggir m.a. á jafnrétti, virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti, sjálfstæðu lífi og mannhelgi, þar sem hver manneskja er einstök og allir eiga rétt til fullrar þátttöku í samfélaginu á eigin forsendum. Með þetta að leiðarljósi hafa þroskaþjálfar tekið þátt í að […]

Egill þriðji á Opna sænska meistaramótinu í júdó

Selfyssingurinn Egill Blöndal varð í þriðja sæti í -90 kg flokki á Opna sænska meistaramótinu í júdó sem fram fór í Stokkhólmi um helgina. Mótið er eitt sterkasta júdómót sem unglingalandslið Íslands keppir á en um 350 keppendur kepptu að þessu sinni frá 8 löndum. Egill, sem er 18 ára, glímdi mjög vel á mótinu […]

Fríða Rún Þórðardóttir með fyrirlestur í IÐU á Selfossi – Næring og heilsa

Þriðjudaginn 30. september nk. verður Fríða Rún Þórðardóttir, næringarfræðingur með fyrirlestur í íþróttahúsinu IÐU á Selfossi. Fyrirlesturinn er opin öllum en hann er haldinn í tilefni af hreyfivikunni. Fríða mun fara yfir helstu atriði góðs mataræðis, hreyfingar og almennrar heilsu. Ekki þarf að skrá sig á fyrirlesturinn heldur einungis mæta á staðinn en hann hefst […]

Íbúar Sveitarfélagsins Árborgar orðnir 8000 talsins

Þann 20. september sl. fæddist drengur á Sjúkrahúsi Suðurlands sem telst vera 8000. íbúi í Sveitarfélaginu Árborg. Drengurinn var 50 cm og 3970 gr. og eru foreldrar hans þau Helgi Ófeigsson og Thelma Karen Ottósdóttir. Fulltrúi frá Sveitarfélaginu Árborg hitti fjölskylduna nú í vikunni og færði drengnum peningagjöf, samfellu með áletruninni „Ég er 8000. Árborgarbúinn“ […]

Gámasvæðið við Víkurheiði á Selfossi verður lokað laugardaginn 27. september

Gámasvæðið við Víkurheiði á Selfossi verður lokað laugardaginn 27. september vegna haustferðar starfsmanna. Framkvæmda- og veitusvið

Bókabæirnir austanfjalls

Þér er hér með boðið á stofnfund Bókabæjanna austanfjalls sem haldinn verður í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands þann 27. september klukkan 14:00. Ávörp flytja herra Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, Richard Booth konunglegur stofnandi Hay-on-Wye-bókabæjar í Wales, Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra,

Hreyfivika í Árborg 29.sept – 5. október

Dagana 29. september til 5. október verður haldin alþjóðleg hreyfivika eða MOVE WEEK sem Sveitarfélagið Árborg tekur þátt í. Um er að ræða viku sem er ætlað að hvetja alla til hreyfingar og almennra heilsu. Sveitarfélagið Árborg býður uppá opin fyrirlestur um næringu og heilsu þriðjudaginn 30. sept. kl. 20:00 í íþróttahúsinu IÐU en þar mun Fríða […]

Við vorum aldrei fædd til að lesa

(We were never born to read) Mennta- og menningarmálaráðuneytið stóð fyrir opnum fyrirlestri um lestrarnám og læsi í Norðurljósasal Hörpu, miðvikudaginn  27. ágúst síðastliðinn, í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Samband íslenskra sveitarfélaga. Dr. Maryanne Wolf, sem er bandarískur taugalíffræðingur, var með erindi um læsi en hún hefur stundað viðamiklar rannsóknir á […]

Tilkynning frá almannavarnanefnd á íslensku og pólsku

Almannavarnanefnd Árnessýslu fundaði fimmtudaginn 18. september, með sérfræðingum á Veðurstofu Íslands vegna eldgossins við norðanverðan Vatnajökul.  Nefndin sendir frá sér meðfylgjandi tilkynningu, sem dreift verður í öll hús í sýslunni, þar sem íbúar eru hvattir til að fylgjast með aðstæðum utandyra og upplýsingum á netinu og í fjölmiðlum. Meðfylgjandi eru ráðleggingar til íbúa um viðbrögð við […]

Gróðursetning og fjöruferð

Í tilefni af Degi íslenskrar náttúru bauð Sveitarfélagið Árborg upp á gönguferð í Stokkseyrarfjöru og gróðursetningu í Þuríðargarði á Stokkseyri sl. sunnudag. Siggeir Ingólfsson gróðursetti reynivið í garðinum, en Siggeir hafði frumkvæði að því að byrjað var að planta á svæðinu fyrir fáum árum. Gönguna leiddu þeir Elfar Guðni Þórðarson og Þórður Guðmundsson og greindu […]

Þáttur um Sveitarfélagið Árborg á INN í kvöld, mánudag kl. 21:00

Í kvöld, mánudaginn 15. september verður sýndur þáttur um Sveitarfélagið Árborg á sjónvarpsstöðinni INN. Þátturinn hefst kl. 21:00 en í honum er rætt við fjölda viðmælenda úr sveitarfélaginu og má þar t.d. nefna Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra sveitarfélagsins, Ingunni Guðmundsdóttur í Pylsuvagninum, Gunnar Valberg Pétursson hjá Kayakferðum Stokkseyrar og Jóhann á Rauða húsinu á Eyrarbakka.

Menningarmánuðurinn október 2014

Nú styttist í menningarmánuðinn október 2014 sem samanstendur af nokkrum skemmtilegum menningarviðburðum í sveitarfélaginu. Ef þú veist um menningarviðburð í sveitarfélaginu í október þá endilega sendu inn línu á bragi@arborg.is svo hægt sé að auglýsa viðburðinn með menningarmánuðinum. Þetta árið verða annars menningarkvöld til minningar um Selfossbíó og síðan um Bifreiðastöð Selfoss – Fossnesti og Inghóll en allir þessir staðir eiga sé stóran […]

Norðurlandamót barnaskóla í skák haldið á Hótel Selfoss

Í dag, föstudaginn 12.september hófst Norðurlandamót barnaskólasveita í skák á Hótel Selfossi. Mótið stendur fram á sunnudag en þátttakendur koma frá öllum norðurlöndunum að Færeyjum undanskyldum. Ísland á tvo lið á mótinu. Annars vegar eru það núverandi Íslands- og Norðurlandameistarar Álfhólsskóla frá Kópavogi og svo er það margfaldir Norðurlanda- og Íslandsmeistarar Rimaskóla. Ísland sem keppnishaldari […]

Dagur íslenskrar náttúru – fjöruferð og gróðursetning á Stokkseyri

Í tilefni af degi íslenskrar náttúru (sem er þriðjudagurinn 16.september) verður farið í fjöruferð á Stokkseyri sunnudaginn 14. september nk. Byrjað verður við Þuríðargarð kl. 14:00 þar sem gróðursett yrði eitt tré í tilefni dagsins og síðan farið í gönguferð um Stokkseyrarfjöru undir leiðsögn Siggeirs Ingólfssonar, Þórðar Guðmundssonar og Elfars Guðna Þórðarsonar. Við lok göngunnar rúmlega […]

Skákkennsla grunnskólabarna

 Fischersetrið á Selfossi mun í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg og Skákskóla Íslands standa fyrir skákkennslu fyrir grunnskólabörn í Fischersetrinu á laugardögum frá kl. 11.00–12.30. Yfirumsjón með kennslunni hefur Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands.

Hreyfivika – Move Week 29.sept – 5. október 2014

Sveitarfélagið Árborg tekur þátt í hreyfiviku eða Move Week dagana 29. september til 5. október 2014. Áhugasamir sem vilja setja upp viðburð tengda heilsu og hreyfingu geta haft samband við Braga Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúa Árborgar, bragi@arborg.is eða í síma 480-1900. Allir viðburðir verða skráðir niður og auglýstir svo sem flestir geti tekið þátt. Markmiðið er […]

Gengið frá samningi um fullnaðarhönnun stækkunar verknámsaðstöðu FSu

Gengið hefur verið frá samningi um fullnaðarhönnun stækkunar verknámsaðstöðu Fjölbrautaskóla Suðurlands. Um er að ræða 1.653 fermetra viðbyggingu, ásamt lóð og endurbótum á núverandi húsnæði, Hamri, sem er 1.230 fermetrar. Hönnunin verður unnin í samræmi við verðlaunatillögu sem valin var í hönnunarsamkeppni á síðasta ári. Það er Teiknistofan Arkitektar ehf (TARK) sem átti verðlaunatillöguna og […]