Vorfuglar í Eggjaskúrnum

Laugardaginn 12 apríl kl. 14 opnar Hallur Karl Hinriksson sýningu á vorfuglum í Eggjaskúrnum á Eyrarbakka, í tilefni af vorkomunni og páskunum.  Eggjaskúrinn er hluti af Húsinu á Eyrarbakka og eru þar jafnan til sýnis fuglar og egg úr náttúru landsins. Sýningin stendur yfir dagana 12.- 21. apríl og er opin milli klukkan 12 og 17.

Hestafjör í Reiðhöll Sleipnis sun. 13. apríl nk.

Æskulýðsnefnd Sleipnis stendur fyrir Hestafjöri 2014 sem verður haldið í reiðhöll Sleipnis að Brávöllum, Selfossi sunnudaginn 13. apríl nk. og hefst kl. 14.00. Fram koma sýningarhópar barna, unglinga og ungmenna frá hestamannafélögum á Suðurlandi. Skrautreið og ýmsar þrautir. Sýningar-Vinir í leik, Guðný og Háfeti frá Hrísdal, fimleikaatriði frá hestamannafélaginu Þyt á Hvammstanga, hamonikkuspil, veitingasala, Sveppi […]

Nemendur Árborgar sigursælir í Stóru upplestrarkeppninni

Stóra upplestrarkeppni grunnskólanna var haldin í Ráðhúsi Ölfuss, fimmtudaginn 3. apríl sl., fyrir skólana í Árborg, Ölfusi og Hveragerði. Fimmtán nemendur tóku þátt frá fimm grunnskólum og stóðu sig allir með prýði. Í fyrsta sæti  var Baldvin Alan Thorarensen, Grunnskólanum í Hveragerði, í öðru sæti var Guðjón Leó Tyrfingsson, Sunnulækjarskóla, og í þriðja sæti Hekla […]

Netfréttabréf forvarnarhóps Árborgar, apríl 2014

„Láttu drauminn rætast“ – Þorgrímur Þráinsson heimsækir 10. bekkinga í ÁrborgÞorgrímur Þráinsson hefur verið að heimsækja 10. bekkinga á Íslandi og flytja fyrirlestur sem hann kallar „Láttu drauminn rætast“. Fyrirlesturinn er fyrst og fremst hvatning til nemenda um að bera ábyrgð á eigin lífi og hafa hugrekki til að fylgja hjartanu. Þorgrímur segir nokkrar sögur […]

Ungmenni skoða samgöngumál í Árborg

Mikið hefur borist til Ungmennaráðsins af ábendingum um samgöngumál innan Árborgar. Við ákváðum því að skoða samgöngumálin hér í sveitarfélaginu. Við komumst að ýmsu sem má bæta í sambandi við þjónustu Strætó, bæði innan Árborgar og til Reykjavíkur, ásamt öðrum þáttum.

Fréttabréf skólaþjónustu Árborgar (4. tbl.)

Í fréttabréfinu er fjallað styrkumsókn Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri í Sprotasjóð. Viðfangsefni verkefnisins er jarðfræði, fána og flóra fjörunnar á Stokkseyri og Eyrarbakka, sjórinn og sjávarföll, höfnin og saga útgerðar. Í fréttabréfinu er einnig fjallað um væntanlega þátttöku leikskólanna í Árborg í Stóra leikskóladeginum í Reykjavík en hann verður haldinn föstudaginn 23. maí nk.

Framhaldskólanemar fá frítt í sundlaugar Árborgar meðan á verkfalli stendur

Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum í morgun, fimmtudaginn 3. apríl að veita framhaldsskólanemum frítt í sundlaugar Árborgar á Selfossi og Stokkseyri meðan á verkfalli framhaldsskólakennara stendur. Nemendur þurfa einungis að sýna skólaskírteinin sín til að fá aðgang að sundlaugunum. Með þessu vill Sveitarfélagið Árborg koma til móts við nemendur sem margir hverjir standi aðgerðalausir eftir […]

Tveir nýir leikskólastjórar í Árborg

Gengið hefur verið frá ráðningum tveggja nýrra leikskólastjóra í Sveitarfélaginu Árborg.  Frá og með næstu mánaðarmótum tekur  Kristrún Hafliðadóttir við stöðu leikskólastjóra í Hulduheimum og Júlíana Tyrfingsdóttir tekur við stöðu leikskólastjóra í Jötunheimum.

Hrafnhildur og Karitas til Króatíu

Hrafnhildur Hauksdóttir og Karitas Tómasdóttir leikmenn mfl. Selfoss í knattspyrnu eru í U19 landsliði Íslands sem tekur þátt í milliriðlim EM í Króatíu í apríl. Liðið fer út fimmtudaginn 3. apríl og dvelur í Terme Tuhelj í Króatíu. Fyrsti leikur liðsins er gegn Skotlandi 5. apríl, tveimur dögum síðar er leikið við Rússa og lokaleikurinn gegn […]

Viðburða- og menningardagskrá Árborgar 2014 komin á netið

Sveitarfélagið Árborg hefur gefið út viðburða- og menningardagskrá fyrir árið 2014. Í dagskránni er hægt að sjá alla helstu viðburði í sveitarfélaginu á árinu. Viðburðir sem gætu bæst við á árinu verða settir inn á þennan stað http://www.arborg.is/upplysingar/baejar–og-menningarhatidir-i-arborg/ svo allir geti fylgst með hvað sé að gerast í Sveitarfélaginu Árborg. Viðburða- og menningardagskráin er núna gefin […]

Mottumars í Álfheimum

Miðvikudaginn 26. mars var haldinn mottudagur hjá starfsfólki í leikskólanum Álfheimum. Flestir skörtuðu þessum fínu mottum og var mikil gleði og fjör.  Söfnunarbaukur var á kaffistofu þar sem allir gátu gefið frjáls framlög til styrktar  mottumars 2014. Föstudaginn 28. mars kom Ingunn Stefánsdóttir frá Krabbameinsfélagi Árnessýslu og tók við söfnunarfénu.

Blómagarðurinn, garður áhugamannsins

Garðyrkjufélag Íslands stendur fyrir fyrirlestrinum „Blómagarðurinn, garður áhugmannsins“ í kennslustofu í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi í kvöld, mánudaginn 31. mars kl. 20:00 til 21:30 í tengslum við Leyndardóma Suðurlands. Kristleifur Guðbjörnsson flytur leyndardómsfullt erind um rósir,  lauka, liljur, dalíur og ýmsar fjölærar plöntur, allt tegundir sem dafna vel á Íslandi.

Grunnskólarnir úr Árborg stóðu sig vel í Skólahreysti 2014

Allir grunnskólar Árborgar tóku þátt í Skólahreysti 2014 en keppni í Suðurlandsriðlinum fór fram í gær, miðvikudaginn 26.mars. Krakkarnir sem kepptu fyrir hönd síns skóla stóðu sig frábærlega en lokastaðan var að Vallaskóli náði öðru sæti, Sunnulækjarskóli þriðja sæti og Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri varð í 8. sæti. Það var síðan Hvolskóli á Hvolsvelli […]

Leyndardómar Suðurlands – frítt í sund á Selfossi og Stokkseyri sunnudaginn 30.mars

Leyndardómar Suðurlands hefjast föstudaginn 28.mars nk. og standa allt til 6. apríl. Á þessum tíma verður boðið uppá fjölbreytta viðburði og tilboð um allt Suðurland en dagskrá hátíðarinnar er hægt að nálgast á www.sudurland.is eða hér að neðan. Í tilefni af opnun hátíðarinnar verður frítt í sundlaugar Árborgar á Selfossi og Stokkseyri sunnudaginn 30. mars.

Sumarstörf hjá Sveitarfélaginu Árborg

Umsóknarfrestur um hin ýmsu sumarstörf hjá Sveitarfélaginu Árborg er nú í gangi en hann rennur út þann 4. apríl nk. störfin sem um ræðir eru verkstjóri vinnuskóla, flokkstjóri vinnuskóla, sumarstarfsfólk í garðslætti og almennri garðyrkju sem og eru í boði sumarstörf fyrir fötluð ungmenni. Störfin eru fjölbreytt og var mikil ánægja í starfsmannahópnum sl. sumar en breyting […]

Bikar á loft á Selfossi

Selfyssingar tóku í kvöld á móti verðlaunum sínum en liðið tryggði sér um síðustu helgi deildarmeistaratitilinn í 3. flokki karla í handbolta þegar þrjár umferðir voru eftir af deildinni. Selfoss mætti Haukum 1 í kvöld og sigraði 31-30, en síðastliðinn sunnudag sigruðu Selfyssingar Framara 29-28 og þar með varð ljóst að ekkert lið næði þeim […]

Sunnulækjarskóli á verðlaunapall

Í gær tók Sunnulækjarskóli tók þátt í skólahreysti í fimmta sinn.  Okkur hefur aldrei gengið eins vel og nú náði lið skólans besta áragnir hingað til og hreppti  3. sæti í Suðurlandsriðlinum.  Krakkarnir stóðu sig frábærlega og voru sér og skólanum til mikils sóma.  Sama er að segja um hið frábæra stuðningslið sem fylgdi liðinu.  

Leið til aukins námsárangurs í Árborg

Á samstarfsfundum skólastjórnenda í Sveitarfélaginu Árborg og starfsfólks skólaþjónustunnar hefur verið mótað verklag sem miðar að því að efla lestrarfærni nemenda og málþroska. Liður í því er að nota bestu mögulegu skimunartæki á markvissan hátt, greina vel niðurstöður og vinna með þær þannig að nemendur sýni góðar framfarir í lestri og öllu öðru námi.

Vallaskóli – Samfélagsfræðikennsla í verki

Strákarnir í 8. bekkjunum ákváðu að stíga út fyrir þægindarammann, ögra normunum eða staðalímyndum og athuga hver viðbrögð samfélagsins yrðu við naglalökkuðum gaurum. Allir strákarnir fengu fínustu þjónustu hjá stelpunum í bekknum og voru ánægðir með litavalið. Svo verður gaman að vita hvaða sögur þeir segja af viðbrögðunum við þessari tilraun.

Um 200 leyndardómsviðburðir á Leyndardómum Suðurlands

Föstudaginn 28. mars k. 14:00 hefst kynningarátakið Leyndardómar Suðurlands þegar ráðherrar Suðurkjördæmis, þau Ragnheiður Elín Árnadóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, ásamt Gunnari Þorgeirssyni, formanni Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga mæta við Litlu Kaffistofuna og klippa á borða og opna þar með 10 daga hátíð á Suðurlandi.

Flottir tónleikar söngskólabarna

Barnakór Hvolsskóla og Kórskóli Tónsmiðju Suðurlands voru með flotta tónleika í Sunnulækjarskóla laugardaginn 22. mars sl. Kórarnir fluttu mörg vinsæl lög við píanóundirleik kórstjórans, Stefáns Þorleifssonar, en með honum léku þeir Stefán Ingimar Þórhallsson á trommur, Róbert Dan Bergmundsson á bassa og Sveinn Pálsson á gítar.

Vallaskóli – Gullin í grenndinni

Nemendur í 2. GG og 6. GEM fóru í skógarferð í vikunni. Verkefni dagsins var að athuga hvort fóðurkúlurnar sem nemendur fóru með út í skóg í febrúar hefðu verið borðaðar og leita að sverasta trénu á svæðinu okkar. Nemendur voru duglegir að mæla trén og kom í ljós að sverasta tréð sem við fundum […]

Jógabókin mín í heilsuleikskólunum Brimveri á Eyrarbakka og Æskukoti á Stokkseyri

Í heilsuleikskólunum Brimveri á Eyrarbakka og Æskukoti á Stokkseyri fer fram markviss íþrótta- og jógakennsla í umsjá Tinnu Bjargar Kristinsdóttur íþróttakennara. Börnin stunda hreyfinguna í aldursskiptum hópum og fer kennslan fram tvisvar í viku á báðum stöðum auk annars hvers föstudags.

Fjórir karlar starfa í leikskólanum Álfheimum

Frá því 17. mars síðastliðinn eru fjórir karlkennarar starfandi við leikskólann Álfheima. Aldrei áður hafa svo margir karlmenn verið starfandi við leikskólann samtímis. Það styrkir starfsmannahópinn að hafa starfsfólk af báðum kynjum, eykur víðsýni, starfsandinn verður svolítið öðruvísi og flestar starfsgreinar þurfa nauðsynlega á báðum kynjum að halda.

Samningur við björgunarsveitina Björgu

Sveitarfélagið Árborg og björgunarsveitin Björg á Eyrarbakka hafa endurnýjað samstarfssamning sinn. Samningurinn er gerður til 3ja ára og tekur m.a. til barna- og unglingastarfs sem björgunarsveitin sinnir, þátttöku sveitarinnar í viðburðum og hátíðum og umsjónar með sjómannadeginum á Eyrarbakka.

Sunnulækjarskóli – Ferð 9. og 10. bekkja á Íslandsmót iðn- og verkgreina

Fimmtudaginn 6. mars s.l. fóru allir nemendur 9. og 10. bekkja í grunnskólum Árborgar á Íslandsmót iðn- og verkgreina sem haldið var í Kórnum í Kópavogi. Þar var margt um manninn og margt áhugavert að sjá og skoða. Flestir framhaldsskólar á landinu voru með kynningarbása og kynntu námsframboð sitt.  Ekki var hægt að sjá annað […]

Opnun tilboðs „Austurvegur 67, Selfossi, Hitaveitugeymir viðhald.“

Miðvikudaginn 19.mars, voru opnuð tilboð í verkið „Austurvegur 67, Selfossi, Hitaveitugeymir viðhald.“Niðurstöður opnunar má sjá hér

Hægt að spila skák í sundlaugum Árborgar á Selfossi og Stokkseyri

Sundhöll Selfoss og sundlaug Stokkseyrar hafa fjárfest í skáksetti sem gestir geta notað í heitu pottunum. Skáksettin voru keypt í tilefni af skákdeginum en Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri veitt settunum viðtöku nýverið úr hendi Stefáns Bergssonar frá skáksambandinu. Gestir hafa nú þegar byrjað að nýta sér skáksettin en einnig verða þau notuð til kennslu. Gestir sem hafa áhuga á að spila skák í […]

Aðgerðaráætlun Sveitarfélagsins Árborgar gegn einelti……

Aðgerðaráætlun Sveitarfélagsins Árborgar gegn einelti, ofbeldi og kynferðislegri og kynbundinni áreitni.Jákvæður starfsandi í Árborg – Öll viljum við að komið sé vel fram við okkur í daglegu lífi. Að sama skapi þurfum við að koma vel fram við aðra og bera ábyrgð á hegðun okkar…. sjá aðgerðaráætlun

Fréttabréf skólaþjónustu Árborgar (3. tbl.)

Í fréttabréfinu er einkum fjallað um upplýsingatækni í skólastarfi, svo sem vefefni sem nýtist nemendum, foreldrum og kennurum. Margt bendir til að snjalltæknin muni stuðla að því að upplýsingatækni nýtist enn betur í námi og kennslu í leik- og grunnskólum á næstu árum.  Fréttabréf skólaþjónustunnar er hægt að nálgast hér.

Vallaskóli – Framhaldsskólinn og Menntagátt

Nú hafa nemendur í 9. og 10. bekk fengið góða kynningu á því sem í boði er í framhaldsskólum landsins eftir velheppnaða ferð í Kópavoginn 6. mars. Þó nemendur í 9. bekk eigi flestir einn vetur eftir í grunnskólanum þá þurfa nemendur í 10. bekk að fara huga að því að skrá sig í framhaldsskóla […]

Fundur foreldrafélaga í Árborg með Heimili og skóla

Þann 11. mars sl. komu fulltrúar frá Heimili og skóla í heimsókn í Ráðhús Árborgar til að hitta fulltrúa foreldrafélaga í Árborg á öllum skólastigum ásamt framkvæmdastjóra sveitarfélagsins og fræðslustjóra. Markmið heimsóknarinnar var að kynna starf landssamtakanna og kynnast starfi foreldrafélaganna hér. Foreldrafélögin í skólum sveitarfélagsins hafa meðal annars staðið að fyrirlestrum, unnið að breytingum […]

Opinn fundur um löggæslu- og forvarnamál á Hótel Selfoss mið. 12.mars kl. 20:00

Miðvikudaginn 12. mars stendur Sveitarfélagið Árborg fyrir opnum íbúafundi um löggæslu- og forvarnamál í sveitarfélaginu. Á fundinum flytja Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri, Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn erindu um stöðu löggæslumála og Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi og Gunnar Sigurbjörnsson, tómstunda- og forvarnafulltrúi fara yfir forvarnarmálin og ræða m.a. um stöðu og hlutverk forvarnarhóps Árborgar. Fundarstjóri er Ásta […]

Leikverkið „Unglingurinn“ sýnt í FSu 16.mars nk.

Gaflaraleikhúsið sýnir nú leikritið Unglinginn eftir Arnór Björnsson og Óla Gunnar Gunnarsson um allt Suðurland en þann 16.mars kl. 17:00 verður sýnt í Fsu á Selfossi. Leikstjóri er Björk Jakobsdóttir. Verkið hefur fengið frábærar viðtökur hjá bæði áhorfendum og gagnrýnendum. Verkið er einstakt fyrir það að það er skrifað af unglingum fyrir unglinga og veitir […]

Vor í Árborg – undirbúningur í fullum gangi

Bæjar- og menningarhátíðin Vor í Árborg verður haldin dagana 24. – 27. apríl nk. í Sveitarfélaginu Árborg. Fjölbreyttir viðburðir verða í boði um allt sveitarfélagið og fjölskylduleikurinn Gaman Saman verður á sínum stað. Setja á upp stóra viðburði í öllum byggðarkjörnum hver með sínum sérkennum auk þess sem sérstök hátíðarhöld verða í kringum sumardaginn fyrsta […]

Selfoss bikarmeistari í 3.flokk karla í handbolta

Strákarnir okkar í 3. flokki urðu í dag bikarmeistarar í handknattleik eftir sannfærandi sigur á Fram 27-24. Það var ljóst frá upphafi hvert stefndi í leiknum. Selfyssingar náðu strax þriggja marka forskoti sem þeir héldu allan fyrri hálfleik og var staðan í hálfleik 15-12 fyrir okkar pilta. Í síðari hálfleik var bikarhrollurinn úr okkar mönnum […]

Öskudagur við Sunnulæk

Það var mikið fjör og mikið gaman á Öskudegi í Sunnulækjarskóla.  Dagurinn hófst með söngstund þar sem allir sungu saman nokkur lög.  Lokalagið var „Enga fordóma“.  Nemendur tóku mjög vel undir og fylgjast greinilega vel með.Síðar um daginn var svo spurningakeppni á elsta stigi sem 10 TDI vann naumlega. 

Dansað í Hulduheimum

Hlynskógar héldu danssýningu fyrir alla í leikskólanum föstudaginn 28. febrúar undir stjórn Steinunnar Hrefnu deildarstjóra. Dansað var eftir tónlist af diskinum „Harmonikan í leikskólunum“ og  dönsuðu þau  – Óla skans – tvö skref til hægri – Hóký Póký ofl. Allir skemmtu sér konunglega.

Þjónustukönnun Capacent Gallup

Í niðurstöðum könnunar sem Capacent Gallup gerði á þjónustu 16 sveitarfélaga í lok s.l. árs kemur  fram að aukin ánægja er meðal svarenda í Árborg frá síðustu könnun með skipulagsmál almennt, þjónustu við barnafjölskyldur, gæði umhverfis og þjónustu við eldri borgara og fatlað fólk. Þjónusta við fatlað fólk og skipulagsmál almennt mælast með hærri einkunn […]

Leyndardómar Suðurlands – tveir ráðherrar opna 28. mars

Framundan er umfangsmikið kynningarátak á Suðurlandi þar sem ferðaþjónustufyrirtækjum, matvælaframleiðendum, félögum, fyrirtækjum, stofnunum, einstaklingum og öllum öðrum áhugasömum er boðið að taka þátt í.  Átakið kallast „Leyndadómar Suðurlands“ og mun standa yfir frá föstudeginum 28. mars til sunnudagsins 6. apríl nk. Það eru Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og Markaðsstofa Suðurlands, sem standa fyrir verkefninu.

Sunnulækjarskóli – Stríðsárin í 7. bekk

Í tilefni þess að verið er að fjalla um seinni heimsstyrjöldina í samfélagsfræði í 7. bekk voru eldri borgarar beðnir um aðstoð við fræðsluna.  Vel var brugðist við og mætti vaskur hópur til aðstoðar. Nemendur höfðu undirbúið spurningar fyrir gestina og auk þeirra spunnust skemmtilegar umræður um stríðið. 

Brotist inn í Sundhöll Selfoss – lyklum úr útiklefa stolið

Síðustu nótt, aðfaranótt fimmtudagsins 27.febrúar um 1:00 eftir miðnætti fóru tveir drengir inn í Sundhöll Selfoss og stálu lyklum úr geymsluhólfum í útklefunum í sundhöllinni. Þeir voru í sundlaugargarðinum frá 0:48 – 1:23 eftir miðnætti. Ef einhver sá til þessara drengja eða hefur upplýsingar sem getur leitt til þess að lyklarnir finnist er viðkomandi bent á […]

Fréttabréf skólaþjónustu Árborgar (2. tbl.)

Í fréttabréfinu er fjallað um lesvefinn þar sem hægt er að nálgast ýmsan fróðleik um lestur og læsi. Þá er vakin athygli á rafrænum bæklingum  fyrir foreldra um málþroska og lesskilning. Einnig er efni  í bréfinu sem tengist leikskólum sveitarfélagsins. Fréttabréf skólaþjónustunnar er hægt að nálgast hér.

Bæklingar fyrir foreldra um málþroska barna og lesskilning

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur gefið út fjóra bæklinga fyrir foreldra um málþroska og mál- og lesskilning barna. Fjallað er um leiðir til að örva málþroska sem og mál- og lesskilning frá fæðingu til 12 ára aldurs.  Þar sem verkefnið er á sameiginlegri ábyrgð foreldra og skóla og margt skemmtilegt hægt að gera eru foreldrar […]

Þythokkí í Sunnulækjarskóla

Foreldrafélag Sunnulækjarskóla færði skólanum glænýtt þythokkíborð að gjöf nú fyrir skemmstu. Í morgun var borðið svo tekið í notkun og kom það í hlut 5. RG að vígja borðið. Nemendur skemmtu sér hið besta í þythokkíinu og senda foreldrafélaginu bestu þakkir fyrir svo frábæra gjöf.

Foreldri! Hvað er barnið þitt að gera í símanum? En í Ipad-inum?

Þriðjudaginn 25. febrúar næstkomandi stendur forvarnarteymi Árborgar, grunnskólarnir á Selfossi og foreldrafélög grunnskólanna fyrir fræðslufyrirlestri um internet- og nýmiðlanotkun í samstarfi við samtökin SAFT og Heimili og skóla. Þættir eins og neteinelti, netsamskipi og hinir ýmsu samskiptamiðlar verða skoðaðir ásamt mörgu öðru.

Fræðasetur skáta á Úlfljótsvatni var opnað laugardaginn 22.febrúar

 Bókasafnið og Sveitarfélagið Árborg færðu þeim gjafir og buðu þá velkomna í menningarsamfélagið á Suðurlandi.    

Stígar á Selfossi 2014

Í dag, þriðjudaginn 18.febrúar, voru opnuð tilboð í verkið „Stígar á Selfossi 2014“Eftirfarandi tilboð bárust:

Netfréttabréf forvarnarhóps Árborgar febrúar 2014

Stráka- og stelpukvöld – Samstarf skóla og félagsmiðstöðva í Árborg – Í nóvember og desember fóru fram stráka- og stelpukvöld í grunnskólum Árborgar. Í hverjum skóla var eitt strákakvöld þar sem strákarnir í unglingadeild tóku þátt í dagskrá sem samanstóð af júdókynningu, veitingum og svo fræðslu um hópþrýsting og sterka sjálfsmynd gagnvart honum. Fræðarinn á […]

Ný sýning í Listagjánni

Vigdís Heiðrún Viggósdóttir sýnir ljósmyndir í Listagjá Bókasafns Árborgar í febrúar. Hún er búsett í Grindavík en fædd á Skagaströnd. Hún er að útskrifast úr Ljósmyndaskólanum núna í febrúar. Sérían heitir Samruni, en í henni varpar hún fram á myndrænan hátt áföllum lífsins, úrlausn og þroska manneskjunnar. Hún persónugerir móður jörð og líkir rusli við […]