image_pdfimage_print

Menningarmánuðurinn október – fyrirtækið Höfn á Selfossi fös. 30. okt.

Síðasta menningarkvöldið í október þetta árið verður haldið á Hótel Selfoss föstudaginn 30. október nk. kl. 20:30. Þessi síðast viðburður verður tileinkaður fyrirtækinu Höfn sem starfrækt var á Selfossi til fjölda ára bæði sem sláturhús og svo verslun. Farið verður í gegnum sögu fyrirtækisins og munu þeir bræður Már Ingólfur og Þorsteinn Tryggvi Mássynir fjalla um söguna í máli og […]

Samþykkt ályktun um nauðsynlegar breytingar á tekjustofnum sveitarfélaga

Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum fyrr í október ályktun þar sem skorað er á ríkisstjórn Íslands að beita sér fyrir nauðsynlegum breytingum á tekjustofnum sveitarfélaga til að tryggja að þeir séu í samræmi við þau verkefni sem sveitarfélögunum eru falin og þeim ber að uppfylla samkvæmt lögum.

Áhugaverður fyrirlestur um einhverfu og skipulagða kennslu

Svanhildur Svavarsdóttir, talmeinafræðingur, sérkennari og boðskiptafræðingur, var með afar áhugaverðan fyrirlestur um einhverfu og skipulagða kennslu í Sunnulækjarskóla miðvikudaginn 21. október 2015. Í fyrirlestrinum lagði hún m.a. áherslu á mikilvægi þess að nota sjónrænt skipulag í öllum aðstæðum.

Opinn fjölskyldutími í íþróttahúsinu IÐU á Selfossi

Sveitarfélagið Árborg ætlar að byrja með opna fjölskyldutíma í íþróttahúsinu IÐU á Selfossi þar sem fjölskyldan getur mætt og leikið sér saman. Fyrsti tíminn verður sunnudaginn 25. október nk. en allir tímarnir verða frá kl. 12:30 – 14:00. Karl Ágúst Hannibalsson, íþróttakennari verður í salnum til aðstoðar fyrir þá sem þurfa. Um fjölskyldutíma er að […]

Menningarmánuðurinn október – Eyrarbakki í dúr og moll

Laugardagskvöldið 24. október nk. kl. 20:00 verður menningarkvöld í Rauða húsinu á Eyrarbakka. Þar munu þeir Magnús Karel Hannesson og Örlygur Benediktsson fara í gegnum tónlistarsögu Eyrarbakka í máli, myndum og lifandi tónlist. Þeir njóta stuðnings nokkurra tónlistarmanna og má þar nefna Karen Dröfn Hafþórsdóttur, Gísla Ragnar Kristjánsson og Jóhannes Bjarnason. Frítt er inn á kvöldið en húsið opnar […]

Menningarmánuðurinn október – sunnlenskir kvikmyndadagar í Selfossbíó 16-18. okt.

Sunnlenskir kvikmyndadagar verða haldnir í Selfossbíó dagana 16 – 18. október sem hluti af menningarmánuðinum október. Fyrsta myndin er sýnd fimmtudaginn 16. október kl. 18:00 en hún heitir „Hér sé Guð og góðar vættir“ en hún fjallar um Þór Vigfússon hin mikla sagnameistara. Veislan heldur svo áfram alla helgina undir dyggri stjórn Gunnars Sigurgeirssonar sem […]

Einhverfa og skipulögð kennsla

Miðvikudaginn 21. október næstkomandi kl 14.30-15.30 verður Svanhildur Svavarsdóttir með fyrirlestur í Sunnulækjarskóla í boði skólaþjónustu Árborgar. Yfirskrift fyrirlestursins er „Einhverfa og skipulögð kennsla“ þar sem fjallað verður meðal annars um Skipulagða kennslu sem er aðferð sem byggir á hugmyndafræði TEACHH.  

Fjölmenni á fræðslufundi/súpufundi Samborgar

Samborg – samtök foreldrafélaga grunnskólanna í Árborg – bauð til sameiginlegs fræðslufundar í Vallaskóla fyrir alla foreldra/forráðamenn grunnskólabarna í Árborg þriðjudaginn 6. október síðastliðinn. Sólveig Norðfjörð, sálfræðingur, var þar með fræðslu um eðli kvíða og hvernig hann birtist helst hjá börnum og unglingum. Hún kynnti í erindu sínu leiðir til að auka sjálfstraust og fyrirbyggja […]

Tilkynning frá Selfossveitum

Vegna viðgerðar á stofnæð verður heitavatnslaust á Eyrarbakka og Stokkseyri og vesturhluta Sandvíkurhrepps  mánudaginn  12. október frá klukkan 10 að morgni og fram eftir degi.

Bókasafn Árborgar á Selfossi lokað föstudaginn 9. október

Vegna viðhalds verður bókasafnið á Selfossi lokað föstudaginn 9. október nk. Safnið opnar aftur á hefðbundunum tíma laugardaginn 10. október kl. 11:00.

Samið við Laugar ehf um líkamsræktarstöð í Sundhöll Selfoss

Jafnhliða því að JÁVERK ehf samdi við Laugar ehf, sem reka líkamsræktarstöðvar undir heitinu World class víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu, um að taka á leigu efri hæð Sundhallar Selfoss við Tryggvagötu var gengið frá samningi milli Sveitarfélagsins Árborgar og Lauga um afnot Lauga af búningsklefum, laugarsvæði og afgreiðslu fyrir gesti sína. Við hönnun viðbyggingarinnar við Sundhöllina […]

Menningarmánuðurinn október – málþing um sjókonur og tónleikar á Stokkseyri

Næsti viðburður í menningarmánuðinum október fer fram helgina 10-11. október nk. á Stokkseyri. Laugardaginn 10. október verður haldið málþing um sjókonur í menningarverstöðinni á Stokkseyri. Þingið hefst kl. 14:00 og stendur til c.a. 17:00 en endar verður á að afhjúpa nýtt upplýsingaskilti við Þuríðarbúð. Á þinginu koma fram þrír fyrirlesarar en það eru mannfræðingurinn Dr. […]

Samborg býður til fræðslufundar/súpufundar

Samborg – samtök foreldrafélaga grunnskólanna í Árborg – býður til sameiginlegs fræðslufundar í Vallaskóla (salurinn í austurrými – gengið inn frá Engjavegi) fyrir alla foreldra/forráðamenn grunnskólabarna í Árborg þriðjudaginn 6. október kl. 18:00.

Opið hús í frístundaklúbbnum Selnum fim. 8.okt.

Selurinn, frístundaklúbbur fatlaðra 16 ára og eldri verður með opið hús í Félagsmiðstöðinni Zelsíuz á Selfossi fimmtudaginn 8. október nk. milli 17:30 og 19:00. Félagsmiðstöðin er staðsett að Austurvegi 2b í gamla Pakkhúsinu (gengið inn að aftan). Félagar í Selnum bjóða alla velkomna að mæta, kynna sér starfsemina, spjalla og sjá m.a. myndir úr starfinu. […]

Græna tunnan komin á VISS – Starfsmenn fengu fjölnota poka

VISS – Vinnu og hæfingarstöð á Selfossi er með umhverfisstefnu þar sem verið er að gera frábæra hluti í flokkun og endurnýtingu.  Á dögunum heimsótti starfsmaður Íslenska gámafélagsins starfsfólkið hjá VISS og kynnti sér hvað þar fer fram enda eiga fyrirtækin það sameiginlegt að vilja endurnýta og flokka sem mest og leggja sitt af mörkum […]

Menningarmánuðurinn október – fyrsti viðburður lau. 3.okt kl. 14:00

Menningarmánuðurinn október er genginn í garð og hefjum við mánuðinn á Hótel Selfoss laugardaginn 3. október kl. 14:00 með opnun sýningar um 100 ára kosninarétt kvenna og minningu mætra kvenna sem lifðu og störfuðu á Selfossi.

Ný biðskýli

Biðskýlum á stoppistöðvum strætó í Árborg fjölgaði um tvö í vikunni þegar framkvæmda- og veitusvið Árborgar kom fyrir biðskýlum á tveimur stöðum. Annað skýlið var sett upp við Tryggvagötuna, á móts við Fjölbrautaskóla Suðurlands, en hitt við innkeyrsluna í Tjarnabyggð.

Ársskýrsla fræðslusviðs 2014−2015

Í ársskýrslunni eru upplýsingar um starfið í skólum Árborgar, lykiltölur skólaþjónustu og önnur verkefni á sviði fræðslu- og skólamála. Þar er einnig fjallað um þær nýju leiðir sem verið er að þróa sem efla lestrarfærni barna og unglinga í leik- og grunnskólum. Verklagið og öflugt skólastarf er í góðu samræmi við markmið nýlegrar hvítbókar mennta- […]

Lögsmölun laugardaginn 26.sept.

Athygli bænda og annarra landeigenda í Sveitarfélaginu Árborg og Flóahreppi er vakin á því að lögsmölun fer fram laugardaginn 26. september n.k. Athugið að öllum landeigendum og umráðamönnum lands er skylt að smala heimalönd sín, skv. 3. gr. laga um afréttarmálefni og fjallskil nr. 6/1986 og 28. og 41. gr. gjallskilasamþykktar fyrir Árnessýslu austan vatna. […]

Hreyfivikan – Sólheimahlaup kl. 10 frá Borg og opið íþróttahús á sunnudag

Laugardaginn 26.september kl. 10:00 leggja Frískir flóamenn ásamt áhugasömum af stað í Sólheimahlaup frá Borg í Grímsnesi. Hlaupin er um 9 km leið og fer hver á sínum hraða. Hlaupið endar á Sólheimum þar sem einum íbúa er veitt viðurkenning fyrir dugnað við hreyfingu á árinu. Á sunnudeginum er íþróttahúsið IÐA opið milli 10:00 og […]

Konur, skúr og karl – Ljósmyndarar á Stokkseyri 1896-1899

Leiðsögn á síðustu sýningarhelgi. Leiðsögn verður á sumarsýningu Byggðasafns Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka sunnudaginn 27. september kl. 16. Linda Ásdísardóttir, safnvörður segir frá starfi og umhverfi þriggja ljósmyndara sem störfuðu á Stokkseyri á árunum 1896-1899. Þetta voru Margrét Möller, Lára Ólafsdóttir og Ingimundur Eyjólfsson sem voru öll áhugaverðir einstaklingar bæði í sínu fagi og […]

Vígsla útitafls við Fischersetur á Selfossi fös. 25. sept.

Föstudaginn 25. september verður útitaflið fyrir framan Fischersetur, Gamla-bankann á Selfossi, vígt. Tefldar verða tvær skákir á útitaflinu og hefst taflmennskan kl. 15.30. Liðsstjórar verða Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra og Kjartan Björnsson formaður bæjarráðs Árborgar. Gunnar Finnlaugsson verður aðstoðarmaður Guðna. Samkvæmt Gunnari þá munu þeir Guðni starfa í anda samvinnu og vaða áfram á miðjunni, […]

Menningarmánuðurinn október handan við hornið

Nú styttist í menningarmánuðinn október sem er orðin fastur punktur í menningarlífinu í sveitarfélaginu. Þetta árið verður boðið upp á fjölbreytta viðburði sem allir hafa sín séreinkenni. Mánuðurinn byrjar laugardaginn 3. október kl. 14:00 á Hótel Selfoss þegar sýning um 100 ára kosningarétt kvenna opnar í hótelinu. Kvenfélag Selfoss mun af þessu tilefni heiðra minningu nokkurra mætra kvenna sem störfuðu […]

Sveitarfélagið Árborg tekur þátt í hreyfivikunni 2015 – sundkeppni, opið íþróttahús o.fl.

Hreyfivikan svokallaða sem Ungmennafélag Íslands stendur fyrir verður 21. – 27. september nk. en vikan er alþjóðleg og hefur Ísland verið þátttakandi undanfarin ár. Markmið vikunnar er að hvetja til hreyfingar og vakningar um almenna heilsu. Í Sveitarfélaginu Árborg eru ýmsir viðburðir í tilefni af hreyfivikunni og má t.d. nefna sundkeppni sem allir geta tekið þátt í og […]

Jötunheimar fengu hvatningarverðlaun Lubba

Föstudaginn 28. ágúst síðastliðinn var haldið námskeiðið Málið á flug með Lubba á Grand hótel í Reykjavík. Að námskeiðinu stóðu höfundar námsefnisins Lubbi finnur málbein, þær Eyrún Ísfold Gísladóttir og Þóra Másdóttir. Þar komu saman ýmsir aðilar sem standa að læsi barna, kennarar, talmeinafræðingar og foreldrar.

Nýjar kartöflur úr garðinum í Sunnulækjarskóla

Í dag var boðið upp á nýjar kartöflur í matinn sem nemendur á miðstigi í útinámi og leikni settu niður í vor.  Uppskeran er nokkuð góð og voru nemendur og starfsfólk ánægt með að hafa nýjar kartöflur með silungnum. Þessir vösku drengir í 7. bekk Sunnulækjarskóla tóku upp kartöflur og færðu mötuneytinu fyrstu uppskeruna.

Kotið fékk að gjöf Playstation 4 leikjatölvu frá Lausnin – fjölskyldumiðstöð

Frístundaklúbburinn Kotið fékk að gjöf Playstation 4 leikjatölvu frá Lausnin – fjölskyldumiðstöð Lausnin fjölskyldumiðstöð er fjölþætt ráðgjafaþjónusta fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Í starfsemi sinni leggur Lausnin sérstaka áherslu á að vinna með meðvirkni, fíkn, sambönd, samskipti og sjálfstyrkingu. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í Reykjavík en hefur til margra ára einnig rekið starfsstöð á Akureyri og […]

Barnabókahátíð Bókabæjanna austanfjalls 18. og 19. september 2015

Blásið verður til barnabókahátíðar um helgina og hefst hátíðin með upplestri í öllum bæjarbókasöfnum bókabæjanna föstudaginn 18. september. Þann 19. september ætlum við að hittast við bókasafni Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi um klukkan 13:00 og síðan mun Skátafélagið Fossbúar leiða gönguna af sinni alkunnu snilld alla leið yfir í Fjölbrautaskóla Suðurlands að Tryggvagötu 25 þar […]

Undirritun þjóðarsáttmála um læsi í Árborg

Undirritun þjóðarsáttmála um læsi fór fram á Stokkseyri (BES) þriðjudaginn 15. september sl. Ásta Stefánsdóttir skrifaði undir sáttmálann fyrir hönd Árborgar og Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, fyrir hönd menntamálayfirvalda. Einnig kom fulltrúi Heimilis og skóla ásamt sveitarstjórum og bæjarstjórum frá nokkrum nágrannasveitarfélögum til að undirrita sáttmálann.

Útinám í stærðfræði

Undanfarið hefur 5. bekkur í Sunnulækjarskóla farið í útistærðfræði í hverri viku. Nemendur fást þá við verkefni sem tengjast markmiðum í stærðfræði hverju sinni og í takt við viðfangsefnin í námsbókunum.  Þeir láta veður ekkert stoppa sig og hafa gaman af að takast á við verkefnin.  Í dag var unnið með negatívar tölur og lærðu nemendur […]

Dagur íslenskrar náttúru 16.sept. – dagskrá í Hellisskógi og Hallskoti

Í tilefni af degi íslenskrar náttúru þann 16. september nk. verður Sveitarfélagið Árborg með viðburði í Hellisskógi samvinnu við skógræktarfélag Selfoss og Hallskoti í samvinnu skógræktarfélag Eyrarbakka.

Vetraráætlun strætó

Sunnudaginn 13. september verður breyting á vetraráætlun strætó á Suðurlandi. Breytingar verða á leiðum 74 og 75 sem aka innan Sveitarfélagsins Árborgar og einnig á leið 51 milli Reykjavíkur og Selfoss.  

Sveitarfélagið Árborg keppir í Útsvari fös. 11.sept.

Lið Árborgar hefur leik í spurningaleiknum Útsvari á RÚV nk. föstudag 11. september kl. 20:00. Lið Árborgar þetta árið skipa þau Herborg Pálsdóttir, Gísli Stefánsson og Gísli Þór Axelsson. Fyrsta viðureign þeirra er á móti Hafnarfirði og eru íbúar hvattir til að fjölmenna í sjónvarpssal og hvetja liðið áfram. Þeir sem hafa áhuga á að […]

Selfossstelpur hlutu bronsverðlaun

Ragnarsmóti kvenna, hinu fyrsta, lauk í gær.  Það voru 6 lið sem tóku þátt.  Fram og Grótta spiluðu til úrslita og þar höfðu Framstúlkur 19-13 sigur. Lið Selfoss stóð sig afskaplega vel, unnu öruggan 28-20 sigur á HK, töpuðu síðan með einu marki 29-30 fyrir sigurvegurum mótsins.  

Þriðji bekkur í útikennslu

Þriðji bekkur Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri lærði um skynfærin fimm og hvaða hluta líkamans við notum til þess að skynja umhverfi okkarí nýliðinni viku. Við gerðum ýmsar tilraunir og fórum í leik þar sem skynfæri var parað við líkamshluta. Að lokum átti hvert par að túlka þá skynjun sem þeir fengu í leiknum á mynd og […]

Fundir um uppbyggingu íþrótta-, tómstunda- og menningarmannvirkja í Árborg

Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar boðar til fundar um uppbyggingu íþrótta-, tómstunda- og menningarmannvirkja í sveitarfélaginu nk. fimmtudag 10.sept. í Ráðhúsi Árborgar, 3. hæð. Íþrótta- og tómstundamálin verða rædd kl. 18:15 og menningarmálin kl. 19:30. Markmið fundanna er að fara yfir uppbyggingarþörf þessara málaflokka. Hvar sé brýnast að fara í uppbyggingu og hvar við stöndum vel. Allir […]

Opnunarhátið Græna kortsins fyrir Suðurland í Listasafni Árnesinga

Laugardaginn 12. september kl. 15:00 býður Náttúran.is til mótttöku og opinberrar gangsetningar Græns Korts – Suður, apps um menningu, hagkerfi og náttúru á Suðurlandi.  Wendy Brawer stofnandi Green Map System (greenmap.org) heldur fyrirlestur um grænkortagerð sem tæki til grænvæðingar heimsins.

Boltalausar íþróttir

Það var flottur hópur af krökkum úr valáfanganum Boltalausum íþróttum í 8.-10.bekk  í Sunnulækjarskóla sem fór í heimsókn upp á golfvöll í vikunni. Hópurinn fór hjólandi upp á golfvöll og þar tók Gylfi golfkennari á móti okkur. Unnið var á þremur stöðum og skemmtu krakkarnir sér vel og voru sjálfum sér og skólanum til mikils […]

Skákæfingar í Vallaskóla

Í Vallaskóla er boðið upp á skákæfingar fyrir 5.-10. bekk á þriðjudögum kl. 13.40-14.20. Æfingarnar verða í stofu 18. Skákþjálfari er Björgvin Smári kennari við skólann. [SHJ]

Norræna skólahlaupið

Norræna skólahlaupið verður sett í Sunnulækjarskóla á Selfossi í fyrramálið föstudaginn 4. september kl. 10:30. Hlaupið er árlegt verkefni sem grunnskólum á Norðurlöndunum býðst að taka þátt í. Blossi, lukkudýr Smáþjóðaleikanna, ætlar að vera í Sunnulækjarskóla á föstudag og hvetja krakkana áfram í hlaupinu. MS, sem hefur styrkt hlaupið frá upphafi, mun gefa krökkunum ískalda […]

Lógó í Listagjánni

Sýningin „Lógó í Listagjánni“ verður opnuð í Listagjánni í Bókasafni Árborgar fimmtudaginn 3. september kl. 17:00. Sýningin samanstendur af 40 lógóum eða merkjum sem Örn Guðnason hefur hannað á yfir þrjátíu ára tímabili. Elstu lógóin eru frá því um 1980 eða nokkru áður en Örn hóf nám í grafískri hönnun.

Úrslitaleikur – Borgunarbikar kvenna – Umf. Selfoss – móttaka við heimkomu

Kvennalið Umf. Selfoss í knattspyrnu spilar á morgun, laugardaginn 29. ágúst kl. 16:00 til úrslita í Borgunarbikarnum. Leikurinn sem er gegn Stjörnunni hefst kl. 16:00 og fer fram á Laugardalsvelli. Þetta er annað árið í röð sem þessi lið berjast um bikarinn en í fyrra vann Stjarnan. Umf. Selfoss verður með veglega dagskrá í samstarfi við styrktaraðila fyrir leikinn en dagskrá […]

Breytingar á reglum um sérstakar húsaleigubætur í sveitarfélaginu Árborg

Frá og með 1. september næstkomandi taka reglur um sérstakar húsaleigubætur breytingum sem felast helst í því að nú munu allir íbúar sveitarfélagsins sem búið hafa í sveitarfélaginu samfellt í 12 mánuði eiga möguleika á að sækja um sérstakar húsaleigubætur óháð því hvort þeir falli að biðlista fyrir félagslegt leiguhúsnæði. Fjárhæð sérstakra húsaleigubóta byggist alfarið […]

Sjálfboðaliðsstarf Mormónakirkjunnar

Meðlimir Mormónakirkjunnar á Íslandi hafa undanfarnar vikur boðið Sveitarfélaginu Árborg aðstoð sína með vinnuframlagi sjálfboðaliða. Markmið starfsins er að láta gott að sér leiða til samfélagsins og þakkar Sveitarfélagið Árborg fyrir framlagið. Í síðustu viku vann vaskur hópur sjálfboðaliða að njólahreinsun við Langholt og Brávelli.

Handboltamenn í U-19 heiðraðir á leik Selfoss og Fram í Ragnarsmótinu

Í dag, föstudaginn 21.ágúst kl. 20:30 í íþróttahúsi Vallaskóla ætlar Sveitarfélagið Árborg að heiðra Einar Guðmundsson, þjálfara U-19 ára landsliðs Íslands í handbolta, Ómar Inga Magnússon og Elvar Örn Jónsson leikmenn liðsins og Jón Birgi Guðmundsson, sjúkraþjálfara fyrir frábæran árangur á heimsmeistaramóti U-19 í handbolta. Íslenska landsliðið náði þar 3. sæti sem er með bestu […]

Umhverfisverðlaun Árborgar

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar afhenti Umhverfisverðlaun Árborgar 2015 í Sigtúnsgarðinum í tengslum við Sumar á Selfossi. Dælengi 12, var valinn fallegasti garðurinn, eigendur hans eru Elísabet Ingvarsdóttir og Guðmundur Þ. Óskarsson. Sigríður Jónsdóttir, tók við viðurkenningu fyrir snyrtilegasta fyrirtækið sem valið var Hótel Fosstún.

Lóurimi valin skemmtilegasta gatan

Lóurimi var valin skemmtilegasta gatan í Árborg á bæjarhátíðinni Sumar á Selfossi sem haldin var um síðustu helgi. Það er Knattspyrnufélag Árborgar sem stendur að hátíðarhaldinu í samvinnu við Sveitarfélagið Árborg. Guðjón Bjarni Hálfdánarson, framkvæmdastjóri hátíðarinnar, sagði í samtali við sunnlenska.is að hátíðin hafi heppnast gríðarlega vel og íbúar hafi tekið virkan þátt í hátíðarhöldunum.

Selfossbæir fegursta gata Árborgar 2015

Föstudaginn 7. ágúst sl. var tilkynnt hvaða gata í Sveitarfélaginu Árborg væri fegurst árið 2015. Gatan sem fær þann heiður þetta árið er Selfossbæir og var skiltið afhjúpað af Ara Thorarensen, forseta bæjarstjórnar og Ástu Stefánsdóttur, bæjarstjóra að viðstöddum íbúum götunnar.  

Skólasetning

Grunnskólar Sveitarfélagsins Árborgar verða settir mánudaginn 24. ágúst 2015. Meðfylgjandi eru upplýsingar um tímasetningar hvers skóla.  

Sveitarfélagið Árborg bauð 75 ára íbúum í kaffiboð

Sveitarfélagið Árborg bauð í gær, fimmtudaginn 6. ágúst öllum íbúum í sveitarfélaginu sem verða 75 ára á árinu í kaffiboð í stóra tjaldinu í Sigtúnsgarðinum. Þetta er í fyrsta skipti sem þetta er gert en rétt rúmlega 40 einstaklingum var boðið ásamt mökum. Boðið var upp á léttar kaffiveitingar við undirleik félaga úr Harmonikkufélagi Selfoss.