image_pdfimage_print

Opið hús í Álheimum laugardaginn 7. febrúar frá kl. 11:00 -13:00

Dagur leikskólans er 6. febrúar ár hvert. Þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Frá þeim tíma hefur átt sér stað markviss umræða um gildi leikskólans í íslensku samfélagi. Markmið með degi leikskólans: • Að gera þegna þjóðfélagsins betur meðvituð um þýðingu  -leikskóla fyrir börn • Að skapa jákvæða ímynd um leikskólakennslu […]

Opið hús í Selnum, frístundaklúbbi fatlaðra 16+ í félagsmiðstöðinni fim. 5.febrúar

Selurinn, tómstunda- og fræðsluklúbbur fatlaðra í Árborg, verður með opið hús fimmtudaginn 5. febrúar nk. í húsnæði Félagsmiðstöðvarinnar Zelsíuz á Selfossi klukkan 17.30-19.00. Húsnæðið er staðsett á bak við Ráðhús Árborgar á neðri hæð. Þennan dag geta áhugasamir kynnt sér starfsemi klúbbsins og spjallað við félaga sem taka vel á móti fólki. Í upphafi verður stutt kynning á […]

Heilsuleikskólinn Brimver/Æskukot tilnefndur til menntaverðlauna Suðurlands

Menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2014 voru afhent á hátíðarfundi í Fjölbrautaskóla Suðurlands  fimmtudaginn 29. janúar sl. Einnig var afhentur styrkur úr Vísindasjóði Suðurlands. Fjöldi góðra tilnefninga barst SASS að þessu sinni, alls 11 einstaklingar, stofnanir og félagasamtök, þar á meðal heilsuleikskólinn Brimver/Æskukot þar sem m.a. er lögð áhersla á jógakennslu og tónlistarstarf. Tilnefningin er ánægjuefni […]

Selfoss vann með yfirburðum og metin halda áfram að falla

Seinni dagur héraðsmóts HSK í frjálsum í flokki fullorðinna fór fram síðastliðið mánudagskvöld í Frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika. Frá þessu er greint á vef HSK en þar kemur einnig fram að gott samstarfi var við Frjálsíþróttadeild FH um framkvæmd þessara móta og eru væntingar um frekara samtarf í framtíðinni.

Þrír Norðurlandameistaratitlar á Selfoss

Daníel Jens Pétursson og Ingibjörg Erla Grétarsdóttir, Umf. Selfoss, vörðu í gær Norðurlandameistaratitla sína í taekwondo á Norðurlandamótinu sem haldið var í Þrándheimi í Noregi um helgina. Fimm keppendur frá taekwondodeild Umf. Selfoss voru valdir í landsliðið sem fór á mótið og unnu allir Selfyssingarnir til verðlauna á mótinu.

Skyndihjálparfræðsla í Sunnulækjarskóla

Þessa viku hefur kynningarátak Rauða krossins í skyndihjálp staðið yfir í Sunnulækjarskóla.  Það er Anna Margrét Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingur sem hefur komið í heimsókn í hvern árgang og leiðbeint um undirstöðuatriði skyndihjálpar.

Útsvarið – Sveitarfélagið Árborg keppir við Fljótsdalshérað fös. 30.janúar

Föstudaginn næsta 30. janúar keppir lið Árborgar við Fljótsdalshérað í spurningaþættinum Útsvari á RÚV. Þátturinn hefst kl. 20:00 á föstudaginn. Þeir sem hafa áhuga á að sitja í sjónvarpssalnum og sjá keppnina þaðan geta mætt upp í Efstaleiti 1 (sjónvarpshúsið) kl. 19:30 og er gengið inn um aðalinnganginn. Nú er bara að hvetja lið Árborgar til […]

Sundhöll Selfoss – Gym heilsa og Sauna klefi loka frá og með 2. febrúar 2015

Sauna klefinn og líkamsræktin Gym heilsa loka í kjallara Sundhallar Selfoss frá og með mánudeginum 2. febrúar nk. Þetta er vegna þeirra framkvæmda sem í gangi eru við sundlaugina. Nýr saunuklefi opnar síðar á árinu með opnun nýrrar viðbyggingar og verið er að vinna í hugmyndum um framtíðar líkamsræktaraðstöðu á annarri hæðinni.

Fimm Selfyssingar keppa á NM í taekwondo

Um næstu helgi fara fimm aðilar frá Taekwondodeild Umf. Selfoss til keppni á Norðurlandamótinu í taekwondo. Kvintettinn frá Selfossi sem keppir fyrir Íslands hönd eru Daníel Jens Pétursson, Ingibjörg Erla Grétarsdóttir, Krístín Björg Hrólfsdóttir, Dagný María Pétursdóttir og Gunnar Snorri Svanþórsson. Þau voru öll valin af landsliðsþjálfara Íslands til að keppa á þessu mótinu. Með í för verður […]

Vallaskóli Selfossi – Skype fundur milli Íslands og Danmerkur

Það ríkti svo sannarlega  mikil spenna í loftinu hjá nemendum 4. IG föstudagsmorguninn 23. janúar, á sjálfan bóndadaginn. Í samvinnu við umsjónarkennarann sinn, Ingunni Guðjónsdóttur, voru nemendur búnir að undirbúa skemmtilega uppákomu með nafnakynningu, upplestri, ljóðalestri og söng. Spenningurinn var einna helst tilkominn vegna þess að uppákoman fór fram með nútíma tækni í gegnum IPad  […]

Fréttabréf skólaþjónustu (1. tbl. 2015)

Í fyrsta fréttabréfi ársins er vakin athygli á nýlegri áfangaskýrslu um árangursríkt læsi í leikskólum Árborgar. Þá eru fréttir um leiksýningu á Kirsuberjadal í Hulduheimum, námskeið sem var haldið í samvinnu við Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og heimsókn Þorgríms Þráinssonar í grunnskólana.

Ungmennaráð Árborgar flytur nokkur mál fyrir bæjarstjórn Árborgar

Miðvikudaginn 21. janúar sat hluti ungmennaráðs Árborgar fund bæjarstjórnar og flutti nokkur mál sem snerta ungmenni og aðra íbúa sveitarfélagsins. Ungmennin stóðu sig gríðarlega vel og gáfu reyndum stjórnmálamönnum ekkert eftir í ræðustól. Málin sem þau fluttu snertu á mörgum þjónustuflötum sveitarfélagsins en þau má lesa nánar um hér að neðan og í viðhengi.

Bóndadagur í Álfheimum 23.janúar 2015

Í dag var líf og fjör í morgunmat í Álfheimum. Margir karlmenn komu í morgunmat og fengu sér hafragraut, lýsi, slátur og kaffi.   Til hamingju með daginn allir karlmenn á Íslandi!

Sýningin Ákall

Á morgun, laugardaginn 24. janúar kl. 14:00, opnar sýningin Ákall í Listasafni Árnesinga og eru allir velkomnir. Sýningarstjóri er Ásthildur Björg Jónsdóttir, lektor í Listaháskóla Íslands. Sýningin tengist námskeiði og samstarfsverkefni grunnskóla í Árnessýslu við  Listaháskólann og Listasafn Árnesinga. Verkefnið fékk styrk úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla sem skólaþjónusta Árborgar sótti um á sínum tíma fyrir hönd […]

Þátturinn „Að sunnan“ hefst á N4 í dag miðvikudag kl. 18:30

Sjónvarpsstöðin N4 verður með til sýningar í vetur 24 þætti sem fjalla um margvíslega spennandi staði á Suðurlandi. Sveitarfélagið Árborg tekur þátt í verkefninu og verða þáttastjórnendurnir Margrét Blöndal og Sighvatur Jónsson á ferðinni til að ræða við hina ýmsu aðila á þessu svæði. Fyrsti þátturinn fer í loftið í kvöld kl. 18:30 og má […]

Hægt að sækja um hvatagreiðslur fyrir árið 2014 til 31.janúar nk.

Sveitarfélagið Árborg vill minna foreldra á að þeir geta sótt um hvatagreiðslur fyrir íþrótta- og tómstundastarf barna sinna á árinu 2014. Umsóknarfrestur vegna ársins 2014 er til 31.janúar 2015. Nýtt hvataár hefst svo 1. febrúar nk. og er þá hægt að sækja um fyrir árið 2015.

Öruggur sigur Selfyssinga

Aldursflokkamót HSK í frjálsum íþróttum fór fram í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika laugardaginn 10. janúar síðastliðinn. Lið frá ellefu félögum mættu til leiks og voru keppendur eitt hundrað talsins á mótinu. Nýja frjálsíþróttahöllin í Hafnarfirði iðaði því bókstaflega af lífi á meðan Sunnlendingar öttu kappi í hinum ýmsu keppnisgreinum frjálsra íþrótta.

Fimmtudaginn 22. janúar er opið hús í Fjölbrautaskóla Suðurlands

Fimmtudaginn 22. janúar er opið hús í Fjölbrautaskóla Suðurlands frá klukkan 10-11.30 og 13.30-15. Kennslustofur verða opnar og hægt að ganga um og kíkja á kennslu og verkefnavinnu nemenda í öllum húsum skólans; Odda, Iðu og Hamri.

Skákkennsla grunnskólabarna

Fischersetrið á Selfossi mun í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg og Skákskóla Íslands standa fyrir skákkennslu fyrir grunnskólabörn í Fischersetrinu á laugardögum frá kl. 11.00–12.30. Yfirumsjón með kennslunni hefur Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands.

Námskeið í samvinnu við Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins

Skólaþjónusta Árborgar hélt  námskeið 13. og 15. janúar sl.  í samvinnu við Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins um AEPS, færnimiðað matskerfi.  Námskeiðið var ætlað leikskólakennurum og öðru fagfólki sem starfar við kennslu, ráðgjöf og þjálfun barna í leikskólum.

Opnuð tilboð í verkið „Endurgerð Tryggvagötu 2015

„Í dag, miðvikudaginn 14.janúar, voru opnuð tilboð í verkið „Endurgerð Tryggvagötu 2015“ Engar athugasemdir voru gerðar við útboðsgögnin.  Eftirfarandi tilboð bárust: 

Bókabæjarfundur 17.jan kl. 13:00

Laugardaginn 17. janúar verður haldinn opinn fundur fyrir alla áhugasama um starfsemi Bókabæjanna austanfjalls í Frystihúsinu á Eyrarbakka (áður Gónhóll). Fundurinn hefst kl. 13:00. Dagskrá: Kynning á stöðu verkefnisins, kynning á hugmynd um prentsögusetur, stofnun vinnuhópa og bókabæjarferð til Þýskalands. Kaffi og kleinur í boði, allir velkomnir.

Vinningshafar í stafagátu jólaglugganna 2014

Í desember fór fram stafagáta með jólagluggunum en þar áttu þátttakendur að finna einn staf í hverjum glugga og setja saman svo úr yrði setning. Svara svo tveimur spurningum úr setningunni og skila þátttökueyðublaðinu inn. Dregið var um þrjá vinninga og þá hluta þær Viktoría Eva Guðjónsdóttir, Íris Embla Gissurardóttir og Valgerður Ósk Aðalsteinsdóttir. Þær […]

Þrettándabrenna, blysför og flugeldasýning

Jólin verða kvödd á Selfossi með glæsilegri þrettándagleði föstudaginn 9.janúar. Gleðin verður með hefðbundnu sniði og sér Ungmennafélag Selfoss um framkvæmdina. Að vanda verður farin blysför frá Tryggvaskála kl. 20:00 að brennustæði á tjaldstæði Gesthúsa þar sem kveikt verður í þrettándabálkesti. Jólasveinarnir kveðja og álfar og tröll mæta á svæðið. Þá verður glæsileg flugeldasýning í umsjón félagsins með […]

Guðmunda Brynja og Daníel Jens íþróttafólk Árborgar

Knattspyrnukonan Guðmunda Brynja Óladóttir og taekwondomaðurinn Daníel Jens Pétursson, bæði úr Umf. Selfoss, eru íþróttakona og íþróttakarl Sveitarfélagsins Árborgar árið 2014.

Hátíðahöldum á þrettándanum á Selfossi frestað

Vegna óhagstæðrar veðurspár hefur hefðbundinni þrettándagleði á Selfossi sem vera átti þriðjudaginn 6. janúar verið frestað um óákveðinn tíma. Samkvæmt spá Veðurstofu Ísland er búist við vaxandi suðaustanátt seinnipartinn, 15-23 m/sek og slyddu en síðar rigningu annað kvöld. Veðurspá fyrir vikuna er rysjótt og því hefur ný dagsetning á þrettándagleðinni ekki verið ákveðin. Tilkynnt verður um nýja […]

Söfnun jólatrjáa í Sveitarfélaginu Árborg

Laugardaginn 10.janúar 2015 verða jólatrén hirt upp í Sveitarfélaginu Árborg. Íbúar geta þá sett jólatrén sín út á gangstétt eða lóðamörk og verða þau þá fjarlægð. Farið verður af stað í söfnunina um kl. 10:00 laugardaginn 10.janúar og mikilvægt er að trén séu komin að lóðarmörkum þá. Ekki verður um frekari safnanir að ræða á […]

Tilnefningar til íþróttakarls og konu Árborgar 2014

Eftirtaldir aðilar hafa hlotið tilnefningu til íþróttakarls- og konu Árborgar 2014. Tilkynnt verður um úrslit kjörsins í kvöld þriðjudaginn 30.des kl. 20:00 í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Áramótabrennur í Árborg 2014

Kveikt verðu í áramótabrennum á eftirfarandi stöðum í Sveitarfélaginu Árborg þann 31.desember nk. ef veður leyfir.

Almannavarnafólk kynnir sér flóðahermi

Kynning á flóðahermun í Þjórsá og Ytri Rangá vegna eldgoss í Bárðarbungu fyrir almannavarnafólk var haldinn í slökkvistöðinni á Selfossi föstudaginn 19.12. s.l. Undanfarar vikur hafa starfsmenn á Orkusviði verkfræðistofunnar Verkís verið að setja saman flóðakort þar sem spáð er í það hvernig hugsanlegt flóð af völdum eldgosins í Bárðarbungu myndi hegða sér. 

Uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar 30.des. nk. – íþróttakarl og kona Árborgar heiðruð

Þriðjudaginn 30. des nk. kl. 20:00 verður hin árlega uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar Árborgar haldin í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Þar verða afhentir styrkir úr Afreks-og styrktarsjóði Árborgar og íþróttafélaganna, þ.e. Umf. Selfoss, íþf. Suðra, íþf. Fsu og Golklúbbs Selfoss, Hvatningaverðlaun veitt, afhentir styrkir fyrir afburðaárangur og tilkynnt kjör íþróttakonu og íþróttakarls Árborgar 2014. Anton Guðjóns og […]

Opnunartími sundlauga Árborgar yfir hátíðarnar

Sundlaugar Árborgar á Selfossi og Stokkseyri verða opnar líkt og hér segir yfir jólahátíðina.

Jólahátíð Sleipnis 27.des kl. 14:00 í Reiðhöllinni

Hestamannafélagið Sleipnir stendur fyrir sinni þriðju jólahátíð í Sleipnishöllinni að Brávöllum laugardaginn 27.desember nk. á milli kl. 14 -16. Jólasveinarnir koma jafnvel ríðandi frá Ingólfsfjalli. Árni Sigfús Birgisson og Herdís Rútsdóttir taka  nokkur jólalög meðan gengið verður í kring um jólatré. Kakó, kaffi og meðlæti til sölu á staðnum. Allir hjartanlega velkomnir, það er alltaf […]

Skrifstofa Ráðhúss Árborgar verður lokuð á aðfangadagsmorgun

Ráðhús Skrifstofur Ráðhúss Árborgar verða lokaðar á aðfangadagsmorgun.  
Opið verður með hefðbundnum hætti milli jóla og nýárs og á gamlársdagsmorgun.

Opnunartími Bókasafns Árborgar yfir jól og áramót

Sjá opnunartíma Bókasafns Árborgar

Jólaskreytingarkeppnin í Árborg 2014 – Best skreyttu húsin og fyrirtækið

Laugardaginn 20.desember sl. voru afhent verðlaun fyrir best skreyttu íbúðarhúsin og fyrirtækið í Sveitarfélaginu Árborg. Best skreyttu íbúðarhúsin þetta árið eru: Stjörnusteinar 18 á Stokkseyri, Urðarmói 15 á Selfoss og Seftjörn 2 á Selfossi. Best skreytta fyrirtækið er Karl R. Guðmundsson ehf. eða Kalli Úr á Austurvegi 11 á Selfossi.

Gullin í grenndinni jólaferðir

Nemendur úr 7. bekk í Vallskóla fóru í síðustu viku og lásu Jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum, fyrir nemendur leikskólans Álfheima í skógarrjóðrinu sem er fóstrað í sameningu af leikskólanum og grunnskólanaum. Fyrir nokkru síðan hittu nemendur 1. bekkjar nemendur leikskólans í skóginum. Voru það fagnaðarfundir. Kakó var svo sötrað saman en það hafði verið hitað sameiningu yfir eldi.

Jólatorgið helgina 19-21.des – leikskólabörnin syngja, jólaball og jólasveinar

Mikið verður í gangi á jólatorginu um helgina og ekki seinna vænna en að kíkja á torgið og koma sér í hið fullkomna jólaskap. Opið er föstudaginn 19.des frá 15:00 – 18:00 og síðan á laugardeginum og sunnudeginum frá 12:00 – 18:00. á laugardeginum verða flottir viðburðir á sviðinu en stórsöngvarinn Daníel Haukur mætir kl. 14:30 […]

Matargjöf 2014

Í ár líkt og undanfarin ár hefur Baldur Róbertsson staðið fyrir matargjöfum í samstarfi við félagsþjónustu Árborgar.  Ástandið er því miður slæmt hjá allt of mörgum fjölskyldum og viljum við koma á framfæri þakklæti til allra sem komu að söfnuninni.  Auk BR flutninga sem gáfu peninga og alla vinnu við flutning og skipulag vegna matargjafanna, […]

Nýjar leiðir í Árborg sem efla lestrarfærni barna og unglinga

Á undanförnum mánuðum hafa skólastjórnendur, kennarar og starfsfólk skólaþjónustu Sveitarfélagsins Árborgar mótað nýjar áherslur í vinnu með læsi í leikskólum og grunnskólum út frá hugmyndafræðilegum grunni lærdómssamfélagsins. Litið er á verkefnið sem þróunar- og námsferli  er byggist á sameiginlegri ígrundun og faglegum samræðum í hverjum skóla, milli skóla og skólastiga með það að meginmarkmiði að […]

Kveikt á jólatrénu sem er á eyju í Ölfusá fim. 18.des kl. 17:45

Fimmtudaginn 18.des. kl. 17:45 verður kveikt á jólaljósum á „einmana trénu“ sem er staðsett á lítilli eyju í Ölfusá fyrir aftan Krónuna. Björgunarfélag Árborgar sér um að klæða tréð með jólaseríu og kveikja á henni kl. 17:45 á morgun, fimmtudag. Sú staðreynd að tréð hafi náð að dafna svona vel á eyjunni er mikil ráðgáta […]

Jólagluggarnir og stafagátan – 16 gluggar opnaðir og 8 eftir

Jólagluggarnir hafa opnað hver af öðrum frá 1. desember og fá fyrirtæki og stofnanir sérstakt hrós fyrir að vera hugmyndaríka í uppstillingu. Margir mjög skemmtilegir og fallegir gluggar sem mikið hefur verið lagt í skreytingarnar. Í hverjum glugga hefur verið bókstafur sem síðan er hægt að setja inn í stafagátuna. Nú eru aðeins 8 bókstafir […]

Jólafréttabréf skólaþjónustu

Í jólafréttabréfi skólaþjónustu Árborgar, sem er hið tólfta í röðinni á árinu 2014, er fjallað um starfsþróun stærðfræðikennara í samvinnu við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Þá eru fréttir um heimsókn erlendra leikskólakennara til Brimvers-Æskukots og um sögustundir á bókasafninu fyrir börn á öllum aldri.  Fréttabréfið er aðgengilegt á pdf formi hér.

Rithöfundar í 7. bekk

Í haust sömdu nemendur í 7. bekk barnabækur í íslenskunámi sínu.  Þeir sköpuðu ævintýrapersónu og skrifuðu svo bók um hana. Við upphaf vinnunnar þurftu nemendur að ákveða hvaða aldri bókin ætti að hæfa og þegar hún var svo tilbúin fengu þau að fara í heimsókn í leikskóla til að lesa bækurnar sínar upp fyrir viðkomandi […]

Ársskýrsla skólaþjónustu 2013–2014

Í skýrslunni er fjallað undirbúning að stofnun skólaþjónustu Árborgar og megináherslur þjónustunnar á skólaárinu 2013–2014. Lykiltölur er kynntar og niðurstöður könnunar á skólaþjónustu. Einnig er fjallað um ýmislegt sem heyrir undir fræðslusvið og fræðslunefnd. Skýrslan er aðgengileg á pdf formi hér.

Jólasveinarnir koma á jólatorgið á laugardaginn – tónlist, bókaupplestur, ís í Huppu og frítt kakó

Það verður nóg um að vera á jólatorginu næstu helgi þegar jólasveinarnir koma úr Ingólfsfjalli og skemmta gestum. Jólasveinarnir mæta á svæðið á laugardeginum kl. 16:00. Dagskráin hefst þó fyrr en á torgsviðinu ætlar Gunnhildur Þórðardóttir að syngja og um 15:25 kemur María Siggadóttir og les úr bókinni sinni „Jólasaga úr Ingólfsfjalli“.  Á stóra sviðinu sem er sérstaklega sett upp fyrir […]

Ungmennafélag Selfoss heldur Selfossþorrablótið

Í byrjun desember var gengið frá samkomulagi þess efnis að Ungmennafélag Selfoss taki að sér umsjón og ábyrgð á Selfossþorrablóti sem Kjartan Björnsson hefur haldið af miklum myndarbrag allt frá árinu 2002 í samstarfi við EB Kerfi. Venju samkvæmt verður Selfossþorrablótið haldið í íþróttahúsi Vallaskóla fyrsta laugardag í þorra sem er 24. janúar 2015.

Fimleikadeild Selfoss heldur á laugardaginn sína níundu jólasýningu

Jólasýningin er orðin hluti af undirbúning jólanna í hugum margra en hún er alltaf haldin sama dag og jólasveinarnir koma til byggða.   Mikið er lagt uppúr búningum og leikmynd og passað uppá að allir iðkendur deildarinnar fái að njóta sín.  Sýningin er mikil upplifun hvort heldur er fyrir börnin eða áhorfendur sem sjá gleðina skína […]

Sundhöll Selfoss lokar kl. 20:00 á morgun fimmtudag

Vegna framkvæmda við Sundhöll Selfoss þá lokar sundlaugin kl. 20:00 á morgun fimmtudaginn 11.des. Laugin opnar aftur á venjulegum tíma á föstudagsmorgninum.

Fréttabréf skólaþjónustu (11. tbl)

Í fréttabréfinu er fjallað í máli og myndum um heimsókn fræðslusviðs Reykjanesbæjar í Árborg og listsköpun nemenda í Sunnulækjarskóla í tilefni af 10 ára afmæli skólans. Fréttabréfið er aðgengilegt á pdf formi hér.