image_pdfimage_print

Hermann Jónsson með fjölmennan fyrirlestur um forvarnir í Sunnulækjarskóla

Einn fjölmennasti fyrirlestur fyrir foreldra í Sveitarfélaginu Árborg var haldinn fyrir stuttu þegar Hermann Jónsson hélt fyrirlestur um einelti í Fjallasal Sunnulækjarskóla. Hermann er faðir Selmu sem hefur komið fram í fjölmiðlum og lýst því einelti sem hún hefur orðið fyrir og hvernig hún hefur tekist á við það. Selma fer einmitt inn í skólana […]

Skreytingadagur í Sunnulækjarskóla

Í dag skreyttum við skólann okkur hátt og lágt og færðum hann í jólabúninginn.  Dagurinn hófst með söngstund í Fjallasal þar sem flautukór úr 3. bekk Sunnulækjarskóla hóf dagskrána. Skreytingadagurinn gekk mjög vel fyrir sig og bros var á hverju andliti. Margir foreldrar lögðu leið sína í skólann og kíktu á nemendur að störfum.  Við þökkum […]

Fjalla Eyvindur á lofti Gamla bankans 4.des

Leiksýning (einþáttungur) um Fjalla-Eyvind leikinn af Elfari Loga Hannerssyni verður á lofti Gamla-bankans, Austurvegi 21 á Selfossi föstudaginn 4. desember n.k., sjá meðfylgjandi auglýsingu. Á undan sýningunni mun Guðmundur G. Þórarinsson segja frá sinni sýn á lífhlaupi Fjalla-Eyvindar.

Rómantík á Stokkseyri

Gunnar Valberg Pétursson, íbúi á Stokkseyri afhenti sl. föstudag  framkvæmdastjóra Sveitarfélagsins Árborgar undirskriftarlista f.h. félagasamtakanna 825 Þorparinn. Listinn ber yfirskriftina „Stokkseyri, rómantískasti bær á Íslandi?“ og felur í sér beiðni um að stytta tíma sem götuljós loga í tilraunaskyni til að bjóða upp á aukna möguleika í ferðaþjónustu og tengdri starfsemi, m.a. með því að bjóða […]

Jólatorgið opið næstu helgi – markaður og tónlist

Jólatorgið á Selfoss er opið fimmtudaginn 26.nóv. og föstudaginn 27. nóv. frá 16:00 – 19:00 og laugardaginn 28.nóv. frá 13:00 – 17:00. Fjölbreytt íslenskt handverk er til sölu á torginu og má þar nefna jólavörur, útskornar vörur, prjónavörur og margt fleira. Jólatónlistin ómar um svæðið og kemur þér í réttu jólastemmninguna. Á laugardeginum verða viðburðir […]

Eru góðir foreldrar mikilvægari en skólinn?

Leikskólar, grunnskólar og skólaþjónusta Árborgar hafa að undanförnu verið að efla vinnu sína með lestur og læsi. Við notum bestu mögulegu lesskimunartæki, greinum niðurstöður og ákveðum aðgerðir í kjölfarið á samstarfsfundum kennara, stjórnenda og kennsluráðgjafa. Þær aðgerðir eru meðal annars markviss lestrarkennsla og þá eru notaðar mismunandi kennsluaðferðir, lestrarnámskeið og heimalestur.

Kveikt á jólatrjánum á Eyrarbakka og Stokkseyri sun. 29. nóv.

Sunnudaginn 29. nóvember er fyrsti í aðventu og þá kveikjum við á fyrsta kertinu í aðventukransinum sem kallast „spádómskertið“. Þennan sama dag verður líka kveikt á stóru jólatrjánum á Stokkseyri og Eyrarbakka. Byrjað verður á Stokkseyri kl. 17:00 en þá verður kveikt á trénu sem er staðsett á horninu við Stjörnusteina. Kl. 18:00 er síðan […]

Sundhöll Selfoss lokar kl. 16:30 laugardaginn 28.nóvember

Vegna jólahlaðborðs starfsmanna sundlauga Árborgar lokar Sundhöll Selfoss kl. 16:30 laugardaginn 28. nóvember nk. og opnar aftur sunnudaginn 29. nóvember kl. 10:30.

5. bekkur les á Hulduheimum

Í dag fór 5. bekkur Sunnulækjarskóla í heimsókn til leikskólabarna á Hulduheimum og las fyrir þau upphátt úr barnabókum.  Nemendurnir skiptu sér á deildir og lásu fyrir misstóra hópa sem greinilega höfðu mjög gaman af.  Börnin sátu stillt og prúð og hlýddu á „stóru krakkana“.  5. bekkingar stóðu sig með prýði og voru sæl með daginn.

Jólatorgið – kveikt á stóra torgtrénu lau. 21. nóv kl. 16:00

Laugardaginn 21. nóvember verður líf og fjör á Jólatorginu. Torgið opnar kl. 13:00 og er fjölbreytt íslenskt handverk í boði í sölukofunum. Dagskrá á sviði hefst kl. 14:30 en á spila þau Unnur Arndísardóttir og Jón Tryggvi eða Unijon eins og þau kalla sig. Kl. 15:30 mæta Fríða Hansen og Tómas Smári og í framhaldinu eða […]

Fjölmenni á tendrun jólaljósanna – 3 ára afmælisbarn kveikti ljósin

Fjöldi fólks var mætt við Bókasafnið á Selfossi í gær, fimmtudaginn 19. nóvember til að fylgjast með því þegar jólaljósin eru formlega kveikt í Sveitarfélaginu Árborg. Veðrið var með besta móti, kalt og stillt og gestir gátu yljað sér við heitt kakó sem félagar úr Skátafélaginu Fossbúar gáfu. Dagskráin hófst með ávarpi Ástu Stefánsdóttur, bæjarstjóra […]

Lubbi finnur málbein ‒ fræðsluerindi 25. nóvember nk.

Miðvikudaginn 25. nóvember  2015 kl. 14.30-15.30 munu Þórdís Guðrún Magnúsdóttir og Katrín Þorvaldsdóttir, sem eru leikskólakennarar í Jötunheimum, kynna hvernig unnið er með Lubbanámsefnið í leik­skólanum. Erindið verður haldið í Sunnulækjarskóla og eru allir velkomnir.

Mikið um að vera á bókasafninu, fimmtudaginn 19. nóvember

Næsta fimmtudag þann 19. nóvember verður mikið um að vera á bókasafninu. Við byrjum á því að fá hana Kiddý okkar í heimsókn kl. 16:30 þá les hún væntanlega einhverja jólalegar sögur fyrir börnin.

Ólögleg losun úrgangs við Stokkseyri

Athygli íbúa er vakin á því að losun á úrgangi annarstaðar en á samþykktum móttökustöðvum eða í sorpílát er óheimil. Undanfarnar vikur hefur safnast mikið rusl í haug við Stokkseyri á sama stað og áramótabrenna er vanalega haldin. Þjónustumiðstöð Árborgar fjarlægði á dögunum stærðar haug en nýr safnaðist á sama stað jafn harðan.

Jólaljósin kveikt fim. 19. nóvember og jólatorgið opnar

Fimmtudaginn 19. nóvember kl. 18:00 verður kveikt á jólaljósunum fyrir framan bókasafnið á Selfossi. Athöfnin hefst kl. 17:40 með tónlistarflutningi Karítasar Hörpu Davíðsdóttur og barnakórs Selfosskirkju undir stjórn Edit Molnár. Á slaginu 18:00 kveikir svo yngsti íbúi sveitarfélagsins á ljósunum með dyggri aðstoð starfsmanna. Sama dag opnar jólatorgið sem staðsett er fyrir framan Ölfusárbrú. Þar […]

Myndlistarfélag Árnessýslu opnar sýningu á Hótel Selfoss fim. 19.nóv

Myndlistarfélag Árnessýslu opnar nýuppfærða sýningu á Hótel Selfoss fimmtudaginn 19. nóvember kl. 17:00. Félagið hefur verið með sýningu á hótelinu á annað ár og verður áfram. Nú sýna tæplega 30 félagar verk sín. Ein aðaluppistaða sýningarinnar eru myndir af fossum í stærðinni 70 x 70 cm. sem félagarnir hafa málað af raunverulegum fossum og eða […]

Kakófundur í Sunnulækjarskóla – Foreldrar með markmið

Þriðjudaginn 17. nóvember kl. 18:00 ætlar Hermann Jónsson að koma og flytja fyrirlestur á Kakófundi í Fjallasal Sunnulækjarskóla. Hermann mun meðal annars fjalla um einelti, hlutverk og samstarf foreldra og um það hve mikilvægt það sé að setja sér markmið í uppeldi.  Við hvetjum foreldra barna á öllum aldri til að koma. Allir eru velkomnir […]

Tölum vel um kennara og náum betri árangri í skólastarfi

Að undanförnu hefur Sveitarfélagið Árborg verið að styrkja faglega umgjörð leik- og grunnskóla. Vendipunktar í þeirri vinnu eru ný skólastefna frá árinu 2013, stofnun nýrrar skólaþjónustu, stjórnendanámskeið, áhugasamir starfsmenn og foreldrar.

Af hverju þarf ég að lesa?

Málþing Bókabæjanna austanfjalls verður haldið í Ráðhúsi Ölfuss í Þorlákshöfn  fimmtudaginn 12. nóv. 2015 kl. 17:30. Ókeypis er á málþingið og Veitingahúsið Meitillinn verður með súpu til sölu í hléinu á 1200 krónur fyrir þá sem vilja.  

„Fimmtudaginn 5. nóv. 2015, voru opnuð tilboð í verkið „Strandstígur 2015“

Opinn fjölskyldutími í íþróttahúsinu IÐU sun. 8. nóv.

Næsti opni fjölskyldutími í íþróttahúsinu IÐU á Selfossi verður sunnudaginn 8. nóvember nk. milli 12:30 og 14:00. Fjölskyldan fær þarna kjörið tækifæri til að mæta saman í íþróttasalinn og leika sér saman. Karl Ágúst Hannibalsson, íþróttakennari verður í salnum til aðstoðar fyrir þá sem þurfa. Um fjölskyldutíma er að ræða og ekki er ætlast til þess að […]

Gjöf frá Kiwanisklúbbnum Jörfa í Reykjavík

Sérdeild Suðurlands, Setrið Sunnulækjarskóla fékk nýlega styrk frá Kiwanisklúbbnum Jörfa í Reykjavík. Um er að ræða 250.000 kr. sem nýta á til kaupa á tækjabúnaði og námsgögnum. Kristín Björk Jóhannsdóttir, deildarstjóri, veitti styrknum viðtöku í vikunni og kynnti starfsemina í Setrinu. Við færum félögum í Kiwanisklúbbnum Jörfa okkar bestu þakkir fyrir veglega gjöf.

Erasmus+verkefni Árborgar

Að höfðu samráði við skólastjóra grunnskólanna í Árborg gekk starfsfólk skólaþjónustu frá umsókn í Erasmus+ fyrir skólaárið 2015‒2016 á vorönn 2015. Styrkumsóknin fékk jákvæða afgreiðslu og nemur styrkupphæðin 29.040 evrum. Verkefnið skiptist í þrjá hluta sem allir miðast við námsferðir til útlanda sem eru hugsaðar til náms og þjálfunar, miðlunar þekkingar í skólum og samfélagi […]

Jól í Árborg – kveikt á ljósunum og jólatorgið opnar fim. 19.nóv

Nú þegar styttist í jólahátíðina fara starfsmenn sveitarfélagsins að hengja upp ljósaseríur og skraut í öllum byggðarkjörnunum. Fimmtudaginn 19. nóvember kl. 18:00 verður síðan kveikt á jólaljósunum við hátíðlega athöfn fyrir framan bókasafnið á Selfossi. Sama dag opnar handverksmarkaðurinn á Jólatorginu fyrir framan Ölfusárbrú en hann verður opin allar helgar fram að jólum. Áhugasamir sem […]

Leiðbeiningar til foreldra og starfsfólks skóla

Á heimasíðu fræðslusviðs er að finna gagnlegt efni fyrir foreldra og starfsfólk leik- og grunnskóla. Nýlegt efni er eftirfarandi:

Menningarmánuðurinn október – fyrirtækið Höfn á Selfossi fös. 30. okt.

Síðasta menningarkvöldið í október þetta árið verður haldið á Hótel Selfoss föstudaginn 30. október nk. kl. 20:30. Þessi síðast viðburður verður tileinkaður fyrirtækinu Höfn sem starfrækt var á Selfossi til fjölda ára bæði sem sláturhús og svo verslun. Farið verður í gegnum sögu fyrirtækisins og munu þeir bræður Már Ingólfur og Þorsteinn Tryggvi Mássynir fjalla um söguna í máli og […]

Samþykkt ályktun um nauðsynlegar breytingar á tekjustofnum sveitarfélaga

Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi sínum fyrr í október ályktun þar sem skorað er á ríkisstjórn Íslands að beita sér fyrir nauðsynlegum breytingum á tekjustofnum sveitarfélaga til að tryggja að þeir séu í samræmi við þau verkefni sem sveitarfélögunum eru falin og þeim ber að uppfylla samkvæmt lögum.

Áhugaverður fyrirlestur um einhverfu og skipulagða kennslu

Svanhildur Svavarsdóttir, talmeinafræðingur, sérkennari og boðskiptafræðingur, var með afar áhugaverðan fyrirlestur um einhverfu og skipulagða kennslu í Sunnulækjarskóla miðvikudaginn 21. október 2015. Í fyrirlestrinum lagði hún m.a. áherslu á mikilvægi þess að nota sjónrænt skipulag í öllum aðstæðum.

Opinn fjölskyldutími í íþróttahúsinu IÐU á Selfossi

Sveitarfélagið Árborg ætlar að byrja með opna fjölskyldutíma í íþróttahúsinu IÐU á Selfossi þar sem fjölskyldan getur mætt og leikið sér saman. Fyrsti tíminn verður sunnudaginn 25. október nk. en allir tímarnir verða frá kl. 12:30 – 14:00. Karl Ágúst Hannibalsson, íþróttakennari verður í salnum til aðstoðar fyrir þá sem þurfa. Um fjölskyldutíma er að […]

Menningarmánuðurinn október – Eyrarbakki í dúr og moll

Laugardagskvöldið 24. október nk. kl. 20:00 verður menningarkvöld í Rauða húsinu á Eyrarbakka. Þar munu þeir Magnús Karel Hannesson og Örlygur Benediktsson fara í gegnum tónlistarsögu Eyrarbakka í máli, myndum og lifandi tónlist. Þeir njóta stuðnings nokkurra tónlistarmanna og má þar nefna Karen Dröfn Hafþórsdóttur, Gísla Ragnar Kristjánsson og Jóhannes Bjarnason. Frítt er inn á kvöldið en húsið opnar […]

Menningarmánuðurinn október – sunnlenskir kvikmyndadagar í Selfossbíó 16-18. okt.

Sunnlenskir kvikmyndadagar verða haldnir í Selfossbíó dagana 16 – 18. október sem hluti af menningarmánuðinum október. Fyrsta myndin er sýnd fimmtudaginn 16. október kl. 18:00 en hún heitir „Hér sé Guð og góðar vættir“ en hún fjallar um Þór Vigfússon hin mikla sagnameistara. Veislan heldur svo áfram alla helgina undir dyggri stjórn Gunnars Sigurgeirssonar sem […]

Einhverfa og skipulögð kennsla

Miðvikudaginn 21. október næstkomandi kl 14.30-15.30 verður Svanhildur Svavarsdóttir með fyrirlestur í Sunnulækjarskóla í boði skólaþjónustu Árborgar. Yfirskrift fyrirlestursins er „Einhverfa og skipulögð kennsla“ þar sem fjallað verður meðal annars um Skipulagða kennslu sem er aðferð sem byggir á hugmyndafræði TEACHH.  

Fjölmenni á fræðslufundi/súpufundi Samborgar

Samborg – samtök foreldrafélaga grunnskólanna í Árborg – bauð til sameiginlegs fræðslufundar í Vallaskóla fyrir alla foreldra/forráðamenn grunnskólabarna í Árborg þriðjudaginn 6. október síðastliðinn. Sólveig Norðfjörð, sálfræðingur, var þar með fræðslu um eðli kvíða og hvernig hann birtist helst hjá börnum og unglingum. Hún kynnti í erindu sínu leiðir til að auka sjálfstraust og fyrirbyggja […]

Tilkynning frá Selfossveitum

Vegna viðgerðar á stofnæð verður heitavatnslaust á Eyrarbakka og Stokkseyri og vesturhluta Sandvíkurhrepps  mánudaginn  12. október frá klukkan 10 að morgni og fram eftir degi.

Bókasafn Árborgar á Selfossi lokað föstudaginn 9. október

Vegna viðhalds verður bókasafnið á Selfossi lokað föstudaginn 9. október nk. Safnið opnar aftur á hefðbundunum tíma laugardaginn 10. október kl. 11:00.

Samið við Laugar ehf um líkamsræktarstöð í Sundhöll Selfoss

Jafnhliða því að JÁVERK ehf samdi við Laugar ehf, sem reka líkamsræktarstöðvar undir heitinu World class víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu, um að taka á leigu efri hæð Sundhallar Selfoss við Tryggvagötu var gengið frá samningi milli Sveitarfélagsins Árborgar og Lauga um afnot Lauga af búningsklefum, laugarsvæði og afgreiðslu fyrir gesti sína. Við hönnun viðbyggingarinnar við Sundhöllina […]

Menningarmánuðurinn október – málþing um sjókonur og tónleikar á Stokkseyri

Næsti viðburður í menningarmánuðinum október fer fram helgina 10-11. október nk. á Stokkseyri. Laugardaginn 10. október verður haldið málþing um sjókonur í menningarverstöðinni á Stokkseyri. Þingið hefst kl. 14:00 og stendur til c.a. 17:00 en endar verður á að afhjúpa nýtt upplýsingaskilti við Þuríðarbúð. Á þinginu koma fram þrír fyrirlesarar en það eru mannfræðingurinn Dr. […]

Samborg býður til fræðslufundar/súpufundar

Samborg – samtök foreldrafélaga grunnskólanna í Árborg – býður til sameiginlegs fræðslufundar í Vallaskóla (salurinn í austurrými – gengið inn frá Engjavegi) fyrir alla foreldra/forráðamenn grunnskólabarna í Árborg þriðjudaginn 6. október kl. 18:00.

Opið hús í frístundaklúbbnum Selnum fim. 8.okt.

Selurinn, frístundaklúbbur fatlaðra 16 ára og eldri verður með opið hús í Félagsmiðstöðinni Zelsíuz á Selfossi fimmtudaginn 8. október nk. milli 17:30 og 19:00. Félagsmiðstöðin er staðsett að Austurvegi 2b í gamla Pakkhúsinu (gengið inn að aftan). Félagar í Selnum bjóða alla velkomna að mæta, kynna sér starfsemina, spjalla og sjá m.a. myndir úr starfinu. […]

Græna tunnan komin á VISS – Starfsmenn fengu fjölnota poka

VISS – Vinnu og hæfingarstöð á Selfossi er með umhverfisstefnu þar sem verið er að gera frábæra hluti í flokkun og endurnýtingu.  Á dögunum heimsótti starfsmaður Íslenska gámafélagsins starfsfólkið hjá VISS og kynnti sér hvað þar fer fram enda eiga fyrirtækin það sameiginlegt að vilja endurnýta og flokka sem mest og leggja sitt af mörkum […]

Menningarmánuðurinn október – fyrsti viðburður lau. 3.okt kl. 14:00

Menningarmánuðurinn október er genginn í garð og hefjum við mánuðinn á Hótel Selfoss laugardaginn 3. október kl. 14:00 með opnun sýningar um 100 ára kosninarétt kvenna og minningu mætra kvenna sem lifðu og störfuðu á Selfossi.

Ný biðskýli

Biðskýlum á stoppistöðvum strætó í Árborg fjölgaði um tvö í vikunni þegar framkvæmda- og veitusvið Árborgar kom fyrir biðskýlum á tveimur stöðum. Annað skýlið var sett upp við Tryggvagötuna, á móts við Fjölbrautaskóla Suðurlands, en hitt við innkeyrsluna í Tjarnabyggð.

Ársskýrsla fræðslusviðs 2014−2015

Í ársskýrslunni eru upplýsingar um starfið í skólum Árborgar, lykiltölur skólaþjónustu og önnur verkefni á sviði fræðslu- og skólamála. Þar er einnig fjallað um þær nýju leiðir sem verið er að þróa sem efla lestrarfærni barna og unglinga í leik- og grunnskólum. Verklagið og öflugt skólastarf er í góðu samræmi við markmið nýlegrar hvítbókar mennta- […]

Lögsmölun laugardaginn 26.sept.

Athygli bænda og annarra landeigenda í Sveitarfélaginu Árborg og Flóahreppi er vakin á því að lögsmölun fer fram laugardaginn 26. september n.k. Athugið að öllum landeigendum og umráðamönnum lands er skylt að smala heimalönd sín, skv. 3. gr. laga um afréttarmálefni og fjallskil nr. 6/1986 og 28. og 41. gr. gjallskilasamþykktar fyrir Árnessýslu austan vatna. […]

Hreyfivikan – Sólheimahlaup kl. 10 frá Borg og opið íþróttahús á sunnudag

Laugardaginn 26.september kl. 10:00 leggja Frískir flóamenn ásamt áhugasömum af stað í Sólheimahlaup frá Borg í Grímsnesi. Hlaupin er um 9 km leið og fer hver á sínum hraða. Hlaupið endar á Sólheimum þar sem einum íbúa er veitt viðurkenning fyrir dugnað við hreyfingu á árinu. Á sunnudeginum er íþróttahúsið IÐA opið milli 10:00 og […]

Konur, skúr og karl – Ljósmyndarar á Stokkseyri 1896-1899

Leiðsögn á síðustu sýningarhelgi. Leiðsögn verður á sumarsýningu Byggðasafns Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka sunnudaginn 27. september kl. 16. Linda Ásdísardóttir, safnvörður segir frá starfi og umhverfi þriggja ljósmyndara sem störfuðu á Stokkseyri á árunum 1896-1899. Þetta voru Margrét Möller, Lára Ólafsdóttir og Ingimundur Eyjólfsson sem voru öll áhugaverðir einstaklingar bæði í sínu fagi og […]

Vígsla útitafls við Fischersetur á Selfossi fös. 25. sept.

Föstudaginn 25. september verður útitaflið fyrir framan Fischersetur, Gamla-bankann á Selfossi, vígt. Tefldar verða tvær skákir á útitaflinu og hefst taflmennskan kl. 15.30. Liðsstjórar verða Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra og Kjartan Björnsson formaður bæjarráðs Árborgar. Gunnar Finnlaugsson verður aðstoðarmaður Guðna. Samkvæmt Gunnari þá munu þeir Guðni starfa í anda samvinnu og vaða áfram á miðjunni, […]

Menningarmánuðurinn október handan við hornið

Nú styttist í menningarmánuðinn október sem er orðin fastur punktur í menningarlífinu í sveitarfélaginu. Þetta árið verður boðið upp á fjölbreytta viðburði sem allir hafa sín séreinkenni. Mánuðurinn byrjar laugardaginn 3. október kl. 14:00 á Hótel Selfoss þegar sýning um 100 ára kosningarétt kvenna opnar í hótelinu. Kvenfélag Selfoss mun af þessu tilefni heiðra minningu nokkurra mætra kvenna sem störfuðu […]

Sveitarfélagið Árborg tekur þátt í hreyfivikunni 2015 – sundkeppni, opið íþróttahús o.fl.

Hreyfivikan svokallaða sem Ungmennafélag Íslands stendur fyrir verður 21. – 27. september nk. en vikan er alþjóðleg og hefur Ísland verið þátttakandi undanfarin ár. Markmið vikunnar er að hvetja til hreyfingar og vakningar um almenna heilsu. Í Sveitarfélaginu Árborg eru ýmsir viðburðir í tilefni af hreyfivikunni og má t.d. nefna sundkeppni sem allir geta tekið þátt í og […]

Jötunheimar fengu hvatningarverðlaun Lubba

Föstudaginn 28. ágúst síðastliðinn var haldið námskeiðið Málið á flug með Lubba á Grand hótel í Reykjavík. Að námskeiðinu stóðu höfundar námsefnisins Lubbi finnur málbein, þær Eyrún Ísfold Gísladóttir og Þóra Másdóttir. Þar komu saman ýmsir aðilar sem standa að læsi barna, kennarar, talmeinafræðingar og foreldrar.