Niðurstöður kosninga í Árborg

Niðurstöður sveitarstjórnarkosninganna í Sveitarfélaginu Árborg sl. laugardag voru eftirfarandi:B-listi Framsóknarflokks hlaut 600 atkvæði og 1 mann kjörinnD – listi Sjálfstæðisflokks hlaut 2.050 atkvæði og 5 menn kjörnaS-listi Samfylkingarinnar hlaut 767 atkvæði og 2 menn kjörnaV – listi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hlaut 174 atkvæði og engan mann kjörinnÆ – listi Bjartrar framtíðar hlaut 427 atkvæði […]

Sundhöll Selfoss lokuð vikuna 2-6. júní vegna árlegs viðhalds

Árleg viðhaldslokun Sundhallar Selfoss er vikuna 2-6. júní. Ráðgert er að laugin opni aftur laugardaginn 7. júní kl. 9:00. Sundlaug Stokkseyrar er opin alla virka daga í sumar frá 13:00 – 21:00 og um helgar frá 10:00 – 17:00. Sundþyrstir gestir Sundhallarinnar geta kíkt á Stokkseyri en þar er virkilega gott að slaka á í […]

Fjölgun á Bakkanum þessar vikurnar

Siggeir Ingólfsson skrifar: Nú er mikið framundan hjá mér á Menningarstað á Eyrarbakka.  Var að taka á móti 13 starfsmönnum frá jafnmörgum löndum sem ætla að hjálpa mér næstu vikur. Fjölgar á Bakkanum. Skráð af Menningar-Staður

Sumarlestur Bókasafns Árborgar Selfossi

Múmínálfarnir hennar Tove Jansson Sumarlesturinn hefst þriðjudaginn 3. júní kl. 13.00 fyrir báða hópana. ATH breyttur fyrsti dagur, mæting 3. júní kl. 13.00! Gunnar Helgason rithöfundur og leikari kemur í heimsókn. Skráning nauðsynleg sjá:  http://bokasofn.arborg.is/

Sjómannadagurinn á Stokkseyri sun. 1.júní nk.

Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur á Stokkseyri nk. sunnudag 1.júní en Björgunarfélag Árborgar sér um skipulagningu dagskrár í tilefni dagsins. Dagskráin hefst með hátíðarguðþjónustu í Stokkeyrarkirkju kl. 11:00. Frá kl. 13:30 er skemmtidagskrá á íþróttavellinum og við höfnina. Í boði verður kassaklifur, reiptog, hjólbörurallý, koddaslagur við höfnina og skemmtisigling. Allir hvattir sérstaklega til að taka þátt í […]

Hálandaleikar á Selfossi sunnudaginn 1. júní

Hálandaleikar verða haldnir á Selfossi nk. sunnudag 1. júní á túninu við Hótel Selfoss (Ölfusármeginn). Mótið hefstu um 11:00 og stendur til c.a. 14:30. Þátttakendur koma víða að og má búast við miklum tilþrifum í greinunum en keppt verður í t.d. staurakasti. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Listar í kjöri við bæjarstjórnarkosningar í Sveitarfélaginu Árborg þann 31. maí 2014

Hér má sjá lista með nöfnum þeirra sem verða í kjöri við bæjarstjórnarkosningar í Sveitarfélaginu Árborg þann 31. maí 2014 Sjá lista  

Skoðanakönnun um sameiningu sveitarfélaga samhliða sveitarstjórnarkosningunum 31. maí nk.

Sveitarfélagið Árborg hvetur íbúa í Árborg til að taka þátt í skoðanakönnun um sameiningu sveitarfélaga samhliða sveitarstjórnarkosningunum 31. maí nk. Hér er sýnishorn af seðli sem notaður verður við skoðanakönnunina. Athygli er vakin á því að niðurstöður skoðanakönnunarinnar verða ráðgefandi fyrir bæjarstjórn.  Skoðanakönnun – sýnishorn

Sveitarfélagið Árborg og íþróttafélagið Suðri endurnýja styrktarsamning

Sveitarfélagið Árborg hefur endurnýjað þjónustu- og styrktarsamning við íþróttafélagið Suðra. Suðri býður upp á skipulagt íþróttastarf fyrir fatlaða einstaklinga í Árborg og mun samkvæmt samningnum gera það áfram. Samningurinn felur í sér rekstrarstyrk fyrir félagið sem og greiðslu í afreks- og styrktarsjóð sem félagið getur veitt úr á hverju ári. Íþróttafélagið Suðri er vaxandi félag sem vinnur […]

Fræðslufundur um mansal

Haldinn var fræðslufundur um mansal þann 27. maí sl. að frumkvæði  Innanríkisráðuneytisins sem vinnur að endurskoðun á aðgerðaráætlun um mansal.  Á fundinn voru boðaðir starfsmenn: lögreglunnar á Selfossi,  Heilbrigðisstofnunar á Suðurlandi, stéttarfélaganna á Suðurlandi og félagsþjónustunnar í Árborg.  Snorri Birgisson, rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum, hélt erindium skilgreiningar á mansali og hvernig það birtist, Aldra […]

Menningarferð í fuglafriðlandið í Flóa fim. 29.maí kl. 8:30

Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar í samstarfi við fuglavernd býður til menningarferðar um Fuglafriðlandið í Flóa á uppstigningadag, fimmtudaginn 29. maí nk. kl. 8:30 um morguninn. Félagar frá Fuglavernd munu leiða gesti um svæðið. Lagt verður af stað frá fuglaskoðunarskýlinu. Gott er að vera í góðum skóm eða stígvélum því blautt getur verið á svæðinu […]

Alþjóðlegir tónleikar á Eyrarbakka 28. maí

Tónlistamennirnir Siggi Björns og Pálmi Sigurhjartar verða á ferðinni  lok  maí og munu töfra fram nokkra tónleika. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir að Stað á Eyrarbakka, þeim stað sem Hrútavinir kalla Menningar-Stað. Tónleikarnir að Stað verða haldnir miðvikudagskvöldið 28. maí kl. 21.00 Töframenn í Berlín

Sundhöll Selfoss lokuð frá 9:00 – 16:00 mið. 28.maí.

Sundhöll Selfoss verður lokuð frá 9:00 – 16:00 miðvikudaginn 28.maí vegna framkvæmda. Nú standa yfir miklar framkvæmdir við Sundhöllina og er þessi lokun vegna færslu á heitavatnslögn fyrir Sundhöllina. Vonast er til að framkvæmdir gangi fljótt og vel fyrir sig svo hægt sé að opna aftur um 16:00. Gestir Gym heilsu geta farið í líkamsræktina […]

Upplýsingamiðstöð Árborgar opnar í húsnæði Hótel Selfoss

Upplýsingamiðstöð Árborgar opnaði í gær, mánudaginn 26.maí 2014 í nýju húsnæði á Hótel Selfoss. Miðstöðin er staðsett við gamla innganginn á móts við bílastæðið. Sveitarfélagið Árborg hefur samið við fyrirtækið Iceland Forever ehf. sem er í eigu Heiðars Guðnasonar og Helgu Gísladóttur um rekstur upplýsingamiðstöðvarinnar en samhliða henni reka þau bókunarþjónustu.

Fréttabréf skólaþjónustu Árborgar (6. tbl)

Í fréttabréfinu er fjallað um útihringekju í stærðfræði í 1. bekk Vallaskóla sem kennararnir Heiðdís, Kristín og Unndís stóðu fyrir úti í sólinni. Stutt kynning er á ráðstefnunni Komdu og skoðaðu í kistuna mína, heimsókn frístundasviðs Reykjavíkurborgar til Árborgar og að verkefnið  Klókir litlir krakkar í Árborg hafi fengið styrk úr Lýðheilsusjóði.

Fékk góðar móttökur á Selfossi

Guðný Sigurðardóttir kom á Selfoss um kl. 13:30 í gær eftir göngu frá Landspítalanum við Hringbraut en hún lagði þaðan upp á miðnætti. Áheita­gang­an er hald­in til styrkt­ar Birtu — Lands­sam­taka for­eldra/​​for­ráðamanna sem misst hafa börn/​​ung­menni með skyndi­leg­um hætti. Guðný gekk í minningu dóttursonar síns, Vil­helms Þórs, sem drukknaði í Sundhöll Sel­foss þann 21. maí 2011.

SNAG- Golf í Sunnulæk

  Krakkarnir í Sunnulækjarskóla fengu að spreyta sig í SNAG- Golfi í vikunni undir handleiðslu Hlyns Geirs golfkennara og skemmtu þau sér vel.    

Leikskólabörn í heimsókn á Stað á Eyrarbakka

Þriðjudaginn 20. maí 2014,  komu leikskólabörn af yngri deildum leikskólans Brimvers á Eyrarbakka í opinbera heimsókn á útsýnispallinn á sjóvarnargarðinum við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka. Heimsókn þeirra var formleg opnun umhverfissvæðisins í fjörunni og hlotið hefur nafnið  -Strand-Staður.

Nýr þjónustusamningur um Sérdeild Suðurlands

Nýr þjónustusamningur um Sérdeild Suðurlands, Setrið í Sunnulækjarskóla, var undirritaður í Ráðhúsi Árborgar þriðjudaginn 20. maí 2014. Aðilar samningsins eru Sveitarfélagið Árborg annars vegar og hins vegar félags- og skólaþjónusta Rangárvalla og Vestur-Skaftafellssýslu og skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings. Samkvæmt samningnum, nýjum starfsreglum fyrir deildina og með vísan til grunnskólalaga og reglugerðar um nemendur með sérþarfir […]

Engjavegur frá Tryggvagötu að Kirkjuveg malbikaður

Framkvæmdir við Engjaveg hafa staðið yfir síðast liðna mánuðu og í dag, þriðjudag var byrjað að malbika. Einnig hafa verið framkvæmdir á Austurveginum og eru íbúar beðnir um að sýna framkvæmdunum skilning meðan á þeim stendur. Meðfylgjandi myndir voru teknir á Engjavegi en vel gengur að malbika í góða veðrinu.

Leikskólar í Árborg eru gestir Reykjavíkur á Stóra leikskóladeginum

Stóri leikskóladagurinn er haldinn árlega í Reykjavík og að þessu sinni eru leikskólar Sveitarfélagsins Árborgar gestir Reykjavíkur föstudaginn 23. maí næstkomandi. Kynningarbásar verða í Ráðhúsinu og fyrirlestrar í Iðnó. Þar kynna þau Anna Gína Aagestad og Ólafur Oddsson samstarfsverkefnið Gullin í grenndinni og Kristín Eiríksdóttir kynnir þróunarverkefnið Lýðræðisleg augnablik. Sjá auglýsingu  hér.

Vallaskóli og Skólahreysti – flottur árangur í úrslitakeppninni

Lið Vallaskóla í Skólahreysti náði mjög góðum árangri í lokakeppni Skólahreysti en tólf bestu skólar landsins í Skólahreysti ársins 2014 mættust í úrslitum í kvöld, 16. maí. Vallaskóli hafnaði í 5. sæti með 44 stig samanlagt. Eins og segir í frétt af skolahreysti.is þá hefur keppnin sjaldan verið eins jöfn og hörð og ljóst er […]

Taekwondodeild UMF Selfoss með 2 norðurlandameistara!

Um liðna helgi var haldið norðurlandamót í Taekwondo í Reyjanesbæ . UMF Selfoss átti 7 keppendur sem allir stóðu sig með stakri prýði og voru félagi sínu til mikils sóma. Uppúr stendur þó að Daníel Jens Pétursson og Ingibjörg Erla Grétarsdóttir unnu bæði til gullverðlauna í sínum flokkum. Daníel í Senior flokki karla -80 kg […]

Skemmdarverk á söluhúsum í Sigtúnsgarðinum

Síðastliðnar vikur hafa einhverjir eintaklingar ítrekað valdið skemmdum á litlu söluhúsunum í Sigtúnsgarðinum. Rúður hafa verið brotnar, hlerar spenntir upp og klæðning skemmd á húsunum. Ef einhver getur gefið upplýsingar um hverjir hafi verið þarna að verki þá er bent á að hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 480-1010. Skemmdarverk í þessu dúr sem […]

Fundur foreldrahóps einhverfusamtakanna á Suðurlandi

Foreldrahópur einhverfusamtakanna á Suðurlandi býður áhugasama foreldra velkomna til að hittast og spjalla. Gott tækifæri til að fá eða deila upplýsingum og/eða reynslu.  Fundurinn verður haldinn mið. 21.maí. kl. 20.15 að Vallarlandi 19, Selfossi. Ekki þarf að tilkynna þátttöku, bara að mæta. Nánari uppl. veitir María í síma: 698 8855 eða gegnum vefpóst: mapals@simnet.is

Kveðjuhóf til heiðurs leikskólastjórunum Eygló og Helgu

Kveðjuhóf var haldið í Ráðhúsi Árborgar fimmtudaginn 15. maí 2014 fyrir leikskólastjórana Eygló Aðalsteinsdóttur í Hulduheimum og Helgu Geirmundsdóttur í Jötunheimum, en þær eru báðar að fara á eftirlaun eftir áratuga farsælt starf í leikskólum sveitarfélagsins.

Bæjarráð Árborgar – fylgigögn fundargerða

Sú nýbreytni hefur verið gerð á heimasíðu Árborgar að gögn sem tilheyra fundargerð bæjarráðs eru birt undir þeim málum sem við á. Þegar smellt er á þau mál sem birtast blá í fundargerðinni kemur viðkomandi skjal upp í pdf formi.

Samningur um bankaþjónustu

Sveitarfélagsins Árborgar og tengdra stofnana og fyrirtækja. Um er að ræða samning um innlána- og útlánaviðskipti, innheimtuþjónustu og millifærslur auk annarrar hefðbundinnar bankaþjónustu.  Tengdar stofnanir Sveitarfélagsins Árborgar eru m.a. Selfossveitur sem annast sölu og dreifingu á heitu og köldu vatni, Leigubústaðir Árborgar, sem hefur með rekstur félagslegs húsnæðis að gera fyrir Sveitarfélagið, Sandvíkursetrið ehf., Byggingarsjóður […]

Er þér alveg sama?

Sveitarstjórnarkosningar fara fram 31. maí næstkomandi og verða þá kjörnir fulltrúar til setu í sveitarstjórnum um allt land. Á undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í sveitarstjórnarkosningum farið minnkandi. Kosningaþátttaka í kosningum 2010 var sú lægsta í 40 ár eða 73,5% og lækkaði um 5,2 %-stig frá kosningunum 2006. Á tímabilinu 1970 til 2010 var kosningaþátttaka mest […]

Verkfall grunnskólakennara

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa kennarar í grunnskólum boðað verkfall fimmtudaginn 15. maí, miðvikudaginn 21. maí og þriðjudaginn 27. maí og tekur það gildi á umræddum dögum hafi kjarasamningar ekki náðst fyrir þann tíma. Vegna þessa eru forráðamenn nemenda í grunnskólum Sveitarfélagsins Árborgar beðnir um að fylgjast vel með fréttum. Ef til […]

Leikskólinn Árbær – Hey! Settu niður kartöflur

Á föstudaginn var kartöflugarðurinn okkar tættur upp og kartöflum potað niður því við á Árbæ erum sannfærð um að sumarið sé nú komið.  Um morguninn þótti börnunum á Kringlumýri mjög áhugavert að fylgjast með starfsmönnum bæjarins tæta upp garðinn.

Fréttabréf skólaþjónustu Árborgar (5. tbl)

Í fréttabréfinu er sagt frá jákvæðri afgreiðslu Sprotasjóðs á styrkumsókn leikskólanna í Árborg vegna verkefnisins Að auka hæfni, þekkingu og leikni leikskólabarna í læsi, en sjóðurinn veitir styrk að upphæð kr. 2.000.000.- í verkefnið. Einnig er sagt frá námskeiðum sem hafa verið haldin fyrir starfsfólk skóla og Sigríður Pálsdóttir, sérkennari, er með hugleiðingar um barnavernd.

Vallaskóli – Skrifað á skinn með fjaðurstaf

Fyrir stuttu heimsóttu okkur í 6. bekk Svanhildur María Gunnarsdóttir, safnkennari við Árnastofnun ásamt aðstoðarmanni sínum. Tilefnið var að þann 10. maí 2013 var sett upp sýning í Húsinu á Eyrarbakka á einu handriti úr safni Árna Magnússonar handritasafnara og prófessors (f. 13. 11. 1663, d. 7. 1. 1730).

Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri í úrslit í nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda

Í vetur  skráði BES sig í nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda og tóku nemendur í 5. 6. og 7. bekk þátt í verkefninu. Hingað kom öflugur fyrirlesari sem fæddi starfsmenn um keppnina og nýsköpunarkennslu og kveikti mikinn áhuga á verkefninu.  Ragnar Gestsson, smíðakennari hafði umsjón með verkefninu og undir hans stjórn skiluðu nemendur inn yfir 100 hugmyndum í […]

Sumarlestur á bókasafninu á Selfossi

Þau leiðu mistök áttu sér stað að vitlausar upplýsingar fóru frá Bókasafninu á Selfossi í sumarblaðið 2014 sem kom út í vikunni. Rétt er að það verður sumarlestur í bókasafninu á Selfossi en þema sumarsins er „Múmínálfarnir hennar Tove Jansson“. Sumarlesturinn er ókeypis lestrarhvetjandi námskeið fyrir börn í 3. – 5. bekk. Safnið verður síðan skreytt […]

Sveitarfélagið Árborg kaupir land í Laugardælum

Sveitarfélagið Árborg hefur fest kaup á um 200 hektara landsvæði í Laugardælum fyrir austan Selfoss. Kaupsamningur þess efnis var undirritaður í Golfskálanum á Svarfhólsvelli í gær, miðvikudaginn 7.maí. Sveitarfélagið kaupir landið af Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga en Jón G. Kristjánsson, framkvæmdastjóri sjóðsins og Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar undirrituðu samninginn.

Göngum saman 11. maí

Á mæðradaginn, nánar tiltekið sunnudaginn 11. maí nk., verður ganga á vegum Göngum saman um land allt. Hér á Suðurlandi verður að þessu sinni gengið í Hveragerði en síðastliðið vor var gangan á Selfossi. Lagt verður af stað frá sundlauginni Laugaskarði kl. 11:00. Gengið verður eftir Breiðumörk og Heiðmörk í átt að Kömbum og til […]

Sumarblað Árborgar 2014 – Sumarstarf og námskeið

Sumarblað Árborgar er komið á netið en í því er að finna flest allt sem í boði er fyrir börn og ungmenni sumarið 2014 í Sveitarfélaginu Árborg. Blaðinu verður dreift inn á öll heimili í Árborg á næstu dögum en er einnig aðgengilegt hér að neðan. Ein breyting er á námskeiði fimleikadeildar Selfoss en námskeiðin […]

Skóflustunga að nýrri viðbyggingu við Sundhöll Selfoss

Miðvikudaginn 30.apríl sl. var tekin skóflustunga að nýrri viðbyggingu við Sundhöll Selfoss. Gunnar Egilssson og Eyþór Arnalds tóku skóflustunguna ásamt iðkendum Sunddeildar Umf. Selfoss og nokkurra fastagesta í sundlauginni. Viðbyggingin er rúmlega 1300 fermetrar að gólffleti og verður að hluta á tveimur hæðum.

Opið fyrir umsóknir um sumarstarf fyrir 17 ára ungmenni (f:1997)

Sveitarfélagið Árborg mun bjóða öllum 17 ára ungmennum með lögheimili í Árborg vinnu hluta úr sumrinu 2014. Um er að ræða vinnu í 7 vikur en hægt er að velja um tvö tímabil. Fyrra frá 19. maí – 3. júlí og seinna frá 30.júní – 14.ágúst. Einstaklingur getur einungis fengið vinnu á öðru tímabilinu og […]

Besta afkoma Sveitarfélagsins Árborgar frá upphafi

Rekstrarafkoma Sveitarfélagsins Árborgar á árinu 2013 er jákvæð um 386,6 millj.kr. sem er 344 millj.kr. betri niðurstaða en áætlun gerði ráð fyrir. Heildartekjur samstæðu eru 6.103 millj.kr. og heildarútgjöld 4.881 millj.kr. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) er því 1.222 millj.kr. sem er 315 millj.kr. hærra en áætlun gerði ráð fyrir. Fjármagnsgjöld vega enn […]

Nýir rekstraraðilar að tjaldsvæðinu á Stokkseyri

Á fundi bæjarráðs Árborgar í sl. viku var samþykkt að semja við Hönnu Siv Bjarnardóttur og Ólaf Má Ólafsson um rekstur tjaldsvæðisins á Stokkseyri. Samningur um tjaldsvæðið var undirritaður í framhaldinu og á myndinni má sjá nýja rekstraraðila ásamt framkvæmdastjóra sveitarfélagsins. Tjaldsvæðið hefur verið byggt upp í áföngum á síðustu árum og á síðasta ári […]

Hreinsunarátak í fullum gangi

Hreinsunarátak stendur nú yfir í Sveitarfélaginu Árborg og er afar ánægjulegt hve íbúar hafa verið duglegir að taka til í sínu nærumhverfi. Ákveðið hefur verið að framlengja tímann sem gámar verða staðsettir á Eyrarbakka, Stokkseyri og í Tjarnarbyggð til mánudagsins 12. maí, jafnframt verður tekið við úrgangi á gámasvæðinu án endurgjalds. Áfram verður opið á […]

Sunnlenski sveitadagurinn lau. 3.maí á Selfossi – dagskrá

Sunnlenski sveitadagurinn er haldinn á afhafnasvæði Jötunnvéla og Vélaverkstæðis Þóris nk. laugardag 3.maí. Líkt og sl. ár geta gestir séð fjöldan allan af dýrum og kynnt sér framleiðslufyrirtæki á Suðurlandi. Einn af stærstu viðburðum þessa árs verður milli 15:00 og 16:00 þegar Böðvar Pálsson, sveitarhöfðingi á Búrfelli býður upp hvítan kvígukálf sem Guðbjörg Jónsdóttir bóndi á […]

Hátíðardagskrá á Selfossi á verkalýðsdaginn 1.maí – skrúðganga

þann 1.maí nk. á verkalýðsdaginn bjóða verkalýðsfélögin til hátíðardagskrár á Hótel Selfoss að lokinni árlegri skrúðgöngu. Lagt verður af stað í skrúðgönguna kl.11:00 frá Austurvegi 56 á Selfossi. Félagar í hestamannafélaginu Sleipni leiða gönguna ásamt Lúðrasveit Selfoss. Gengið er að Hótel Selfoss þar sem formleg dagskrá fer fram. Nokkrir gestir verða með ávörp, Sveppi og Villi skemmta […]

Vortónleikar Karlakór Selfoss í Selfosskirkju í kvöld þri. 29.apríl kl. 20:30

Vortónleikar Karlakórs Selfoss verða í kvöld, þriðjudaginn 29.apríl í Selfosskirkju. Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 en þema þessara vortónleika er árstíðirnar vetur-sumar-vor og haus. Karlakórinn mun svo syngja í Fella- og hólakirkju 1.maí nk. kl.20:00 og svo á Flúðum lau. 3.maí kl. 20:30.

Opið er fyrir umsóknir í grenndargarða Árborgar 2014

Sveitarfélagið Árborg leigir út garðlönd til íbúa í sumar. Garðarnir á Eyrarbakka eru staðsettir vestan við bæinn og er garðlandið þar sendið. Garðarnir á Selfossi eru á grænu svæði milli Norðurhóla og Lóurima eða þar sem gömlu  skólagarðarnir voru. Stærð á görðunum er 25 fm og leiga hvers garðs er 4900kr. Görðunum verður skilað tættum […]

Vallaskóli – Hvernig er nærumhverfið?

Sýningin List í nærumhverfi var sett upp í anddyri Vallaskóla og opnuð með viðhöfn í dag, föstudaginn 25. apríl. Hún verður opin í tvo daga,  föstudaginn 25. apríl og laugardaginn 26. apríl. Sýningin er hluti hátíðarinnar, Vor í Árborg 2014. Guðbjartur Ólason flutti ávarp og sagði m.a. að ,,Um leið og ég fyrir hönd Vallaskóla opna […]

Tilboð í verkið „Kirkjuvegur endurnýjun 2014“.

Þriðjudaginn 22.apríl voru opnuð tilboð í verkið „Kirkjuvegur endurnýjun 2014“. Engar athugasemdir voru gerðar við útboðsgögnin. Eftirfarandi tilboð bárust:

Samningur um vegagerð í Hellisskógi

Sveitarfélagið Árborg og Skógræktarfélag Selfoss hafa gert samkomulag um vegagerð í Hellisskógi. Á næstu tveimur árum mun Árborg leggja til eina milljón hvort ár til framkvæmda við vegagerð innan skógarins og sér Skógræktarfélagið um framkvæmdir við veglagninguna. Unnið verður eftir skipulagi fyrir svæðið. Samningur þessa efnis var undirritaður á dögunum af Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra Sveitarfélagsins […]