Skólasetning

Grunnskólar Sveitarfélagsins Árborgar verða settir föstudaginn 22. ágúst næstkomandi.Meðfylgjandi eru upplýsingar um tímasetningar hvers skóla.    

Bryndís Arnardóttir sýnir ljósmyndir í Listagjánni

Bryndís Arnardóttir sýnir ljósmyndir í Listagjánni í ágúst. Bryndís er íþróttakennari að mennt og er að ljúka námi í Ljósmyndaskólanum. Sýningin nefnist Gleði og er af sundfólki íþróttafélagsins Suðra.Sýningin er opin á sama tíma og Bókasafnið og er jafnframt sölusýning.

Listasýning Ungmennaráðs Árborgar

Myndir á vegum Ungmennaráðs Árborgar voru til sýnis í bókasafninu vegna bæjarhátíðarinnar Sumar á Selfossi. Við þökkum listakonunum Moiru Dís Bichard, Bryndísi Gunnarsdóttur og Sóldísi Ingvadóttir kærlega fyrir þátttökuna!

Aldamótahátíðin á Eyrarbakka laugardaginn 9. ágúst

Hin árlega Aldamótahátíð á Eyrarbakka fer fram laugardaginn 9. ágúst nk. á Eyrarbakka. Hátíðin er vegleg að vanda en dagskráin hefst með skrúðgöngu kl. 11:00 sem fer frá Barnaskólanum en gengið er að kjötkötlunum þar sem boðið verður upp á kjötsúpu. Fjölmargir aðrir viðburðir verða þennan dag og má nefna opinn garð að Túngötu 57, […]

Veiðdagur fjölskyldunnar í Ölfusá sunnudaginn 10. ágúst

Stangveiðifélag Selfoss býður allri fjölskyldunni í veiði í Ölfusá nk. sunnudag á sérstökum veiðidegi fjölskyldunnar. Þetta er árlegur viðburður hjá stangveiðifélaginu og hefur notið vaxandi vinsælda hjá íbúum. Þennan dag getur öll fjölskyldan mætt milli 7:00 – 13:00 og svo 16:00 til 22:00 og prófað að veiða án endurgjalds. Frábært tækifæri fyrir alla til þess að koma og veiða og um […]

Delludagur á Selfossi sunnudaginn 10 ágúst – spól, drulluspyrna og bílasýning

Sunnudaginn 10. ágúst verður haldinn svokallaður Delludagur í tengslum við Sumar á Selfossi. Dagurinn er haldinn í Hrísmýri á Selfossi og byrjar við Bílanaust kl. 13:00. Delludagur samanstendur af spóli eða freestyle burn-out, rampi þar sem reynt er á sveigjanleika jeppabifreiða, drulluspyrnu sem þarf ekki að kynna nánar og bílasýningu Bílaklúbbs Suðurlands.

Dagskrá Sumars á Selfossi 2014

Dagskrá SÁS 2014 – Menningalegur miðvikudagur 6. ágúst – Skreytum bæinnSelfyssingar og gestir þeirra skreyta húsin sín í litum hverfanna. Þátttakan hefur verið frábær undanfarin ár og hafa bæjarbúar keppst við skreyta húsin sín hverfalitunum.

Brúarhlaup Selfoss með nýju sniði

Vegna þróunar undanfarinna ára þar sem þátttakendum í Brúarhlaupi Selfoss hefur fækkað töluvert, bæði heildarfjölda þátttakenda og einnig í einstaka vegalengdum, hefur verið ákveðið að gera töluverðar breytingar á fyrirkomulagi hlaupsins. Dagsetningu hlaupsins hefur verið breytt, vegalengdum fækkað og hlaupaleiðir verið færðar inn í Selfossbæ í fallegt umhverfi og á göngustígakerfi bæjarins. 

Stefnumót við Múlatorg

Fyrirtæki við Eyraveg standa fyrir sumarhátíð helgina 26.-27. júlí næstkomandi og verður boðað til stefnumóts við Múlatorg. Undanfarin ár hafa þau Auður og Páll Jökull hjá Sumarhúsinu og garðinum staðið fyrir viðburðum í Fossheiði 1 sem laðað hafa til sín fjölda fólks. Í fyrra var auk sýningar þeirra á ljósmyndum Páls Jökuls og ætum blómum markaður […]

Ráðning framkvæmdastjóra

Á fundi bæjarráðs Árborgar í gær var ráðningarsamningur við Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra sveitarfélagsins staðfestur með atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista, gegn atkvæði bæjarfulltrúa S-lista. Samkvæmt samningnum eru laun framkvæmdastjóra 1.150.000 kr á mánuði, en voru í lok síðasta kjörtímabils 1.018.500 kr, eða frá því í mars 2013 er þau tóku síðast breytingum.

Bryggjuhátíð á Stokkseyri 18 – 20. júlí – dagskrá hátíðarinnar

Hin árlega Bryggjuhátíð „Brú til brottfluttra“ verður haldinn dagana 18 – 20. júlí nk. á Stokkseyri. Í ár fara hátíðarhaldarar aftur til upphafsins í dagskrá hátíðarinnar og setja upp þriggja daga veislu á Stokkseyri. Hátíðarkvöldið er á föstudeginum en þá er kvöldvaka við bryggjuna með barnaskemmtun, setningu og brennu. Fjölmargt er í boði alla helgina […]

Sundlaug Stokkseyrar lokuð í dag miðvikudaginn 16.júlí

Vegna viðgerða á stofnlögnum til Stokkseyrar er sundlaug Stokkseyrar lokuð í dag, miðvikudaginn 16. júlí. Laugin opnar aftur á morgun á hefðbundnum tíma.

Sumarlokun í bókasafni Stokkseyrar

Viðskiptavinir Bókasafns Árborgar vinsamlegast athugið að sumarlokun hjá Bókasafni Árborgar á Stokkseyri er frá 1. júlí til 12. ágúst og sumarlokun hjá Bókasafni Árborgar á Eyrarbakka er frá 14. júlí  til 24.ágúst. Verið velkomin í safnið á Selfossi sem er opið á hverjum virkum degi frá kl. 10-18 og á laugardögum frá 11-14 og skírteinin ykkar gilda að […]

Fyrirlestur um Lewis-taflmennina í Fischersetri

Föstudaginn 11. júlí kl. 16:00, verður Guðmundur G. Þórarinsson með fyrirlestur um Lewis-taflmennina í Fischersetrinu á Selfossi, en þeir eru taldir elsta fyrirmynd nútíma taflmanna. Þeir fundust á Lewis-eyju við strönd Skotlands og eru taldir vera rúmlega 800 ára gamlir. Álíta Bretar þá eina af sínum merkustu fornmunum. Margar kenningar eru uppi um uppruna þeirra, en […]

Íslenski safnadagurinn 13.júlí nk. – Söguganga og frír aðgangur að Húsinu og Sjóminjasafninu

Íslenski safnadagurinn er á sunnudag 13. júli og söfn landsins bjóða þá gesti sína sérlega velkomin til að vekja athygli á fjölbreytilegri starfsemi safna. Á Eyrarbakka leiðir sagnfræðingurinn Eyrún Ingadóttir sögugöngu um slóðir Þórdísar Símonardóttur ljósmóður og hefst gangan við Byggðasafn Árnesinga í Húsinu kl. 14.00. Sérsýningin Ljósan á Bakkanum er í borðstofu Hússins og […]

Tveir afreksnemendur af Suðurlandi styrktir til náms við Háskóla Íslands

Tveir nemendur af Suðurlandi, þær Esther Hallsdóttir og Þjóðbjörg Eiríksdóttir, hlutu í liðinni viku styrki úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands. Þær voru í hópi 26 nemenda sem fengu slíkan styrk en þeir eiga það sameiginlegt að hafa náð framúrskarandi árangri á stúdentsprófi og hefja allir nám við Háskóla Íslands í haust. 

Christine Gísladóttir sýnir ljósmyndir í Listagjánni

Christine Gísladóttir sýnir í Listagjá í Bókasafns Árborgar, kyrralífs ljósmyndir og litla ljósmyndabók, af íslenskum plöntum og gömlum munum myndað í eyðibýlum. Þessi sýning er hluti af lokaverkefni hennar úr Ljósmyndaskólanum en hún útskrifaðist þaðan í febrúar sl. 

Sumarlestri lokið með stæl

Sumarlestur var haldinn í Bókasafni Árborgar í júní en þetta var í 21. sinn sem hann er haldinn eða frá  árinu 1993. Rúmlega áttatíu börn skráðu sig til leiks og mættu reglulega í safnið. Sumarlestur er ókeypis lestrarhvetjandi námskeið fyrir krakka í 3.–5. bekk, þau mega vera yngri og eldri en viðmiðunin er að þau séu […]

Ingólfsfjall er fjall vikunnar

Fjall vikunnar í gönguverkefni HSK og Dagskrárinnar er Ingólfsfjall. Hægt er að ganga á Ingólfsfjall frá nokkrum stöðum, t.d. frá Alviðru, en þaðan er merkt um 2 klst. gönguleið á fjallið. Við upphaf göngu í Alviðru er upplýsingaskilti um leiðina á fjallið. Alviðra stendur undir Ingólfsfjalli við Sog, gengt Þrastarlundi í Grímsnesi. 

Nýr starfsmaður í upplýsingamiðstöðinni að Stað á Eyrarbakka

Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka sendi Bæjarráði Árborgar styrkbeiðni um 50% stöðu í upplýsingamiðstöðinni að Stað á Eyrarbakka. Bæjarráð samþykkti þetta á fundi 26. júní og fól framkvæmdastjóra að ræða við umsækjanda.  

Bændamarkaðir á Selfossi á laugardögum í sumar

Á laugardaginn kemur mun fyrirtækið All About South Iceland að blása til leiks á litla torginu gengt brúnni á Selfossi og hefja bændamarkaði sem stendur til að halda alla laugardaga í sumar og fram á haust. Á torginu er nú þegar starfandi fyrirtækið All About South Iceland, sem er bókunar- og upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. Einnig er […]

Þrenn verðlaun, eitt Íslandsmet og sjö HSK met

Um síðustu helgi tóku krakkar úr Umf. Selfoss og Umf. Þór Þorlákshöfn þátt í Gautaborgarleikum í frjálsum íþróttum. Keppendur liðanna voru á aldrinum 12-18 ára en liðinu fylgdu þjálfararnir Þuríður Ingvarsdóttir, sem var aðalskipuleggjandi ferðarinnar, Ólafur Guðmundsson og Rúnar Hjálmarsson. Fjórir foreldrar tóku að sér hópstjórn og auk þeirra fylgdu nokkrir fleiri foreldrar með til […]

Fjórar Selfossstelpur í U18 landsliði Íslands

Þessa stundina eru fjórar föngulegar stúlkur frá Selfossi að keppa fyrir Íslands hönd á European Open í Svíþjóð.  Stelpurnar sem allar hafa æft handbolta frá unga aldri eru svo sannarlega verðugir fulltrúar okkar Selfyssinga í U18 landsliðinu. Þær eru afsprengi hins góða starfs sem unnið hefur verið á undanförnum árum hjá Handknattleiksdeild Selfoss, starfs sem […]

Eyðibýli á Íslandi – sumarið 2014

Í sveitum landsins er fjöldi eyðibýla og yfirgefinna íbúðarhúsa sem mörg hver eru vel byggð og geyma merka sögu. Markmið verkefnisins Eyðibýli á Íslandi er að rannsaka og skrá umfang og menningarlegt vægi eyðibýla og annarra yfirgefinna íbúðarhúsa í sveitum landsins. Jafnframt að stuðla að björgun áhugaverðra og byggingarsögulega mikilvægra húsa, m.a. með endurgerð og […]

Starfslok

Í dag 30. júní lætur Guðmundur Þorsteinsson verkstjóri vatns- og hitaveitu hjá Selfossveitum af störfum eftir rúmlega 41 ár í starfi en Guðmundur verður 67 ára þann 3. júlí nk. Í tilefni af þessum tímamótunum var haldið kveðjuhóf sl. föstudag þar sem Guðmundi voru færðar gjafir og þakkir fyrir samstarfið.

Världsungdomsspelen 2014

Stór hópur frjálsíþróttafólks frá Selfossi og Þorlákshöfn héldu til Svíþjóðar í vikunni til að taka þátt í Världsungdomsspelen (Gautaborgarleikunum) sem fer fram í Gautaborg.  Mótið er eitt af stærstu mótunum sem haldin eru í frjálsíþróttaheiminum og koma keppendur frá mörgum löndum til að taka þátt. Keppt er í öllum flokkum frá 12 ára aldri og […]

Framkvæmdir við skólann á Eyrarbakka

Sveitarfélagið Árborg vinnur nú að jarðvegsframkvæmdum og yfirborðsfrágangi á aðkomusvæði Barnaskólans á Eyrarbakka. Í framhaldi af útboði var samið við lægstbjóðanda Evu Björk Kristjánsdóttur um verkið. Tilboðsfjárhæð er 19.999.825,-  Verkið felst í m.a. jarðvegsskiptum, jöfnun yfirborðs og lóðarlögun, hellulögn á snjóbræðslu og lagningu malbiks.

Eldri borgarar frá Selfossi í heimsókn að Stað á Eyrarbakka 25. júní 2014

Eldri borgarar af Selfossi, sem dvelja á Ljósheimum og Fossheimum, komu í heimsókna á Eyrarbakka í gær miðvikudaginn 25. júní 2014. Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari í Félagsheimilinu Stað, tók þar á móti gestunum með; kaffi, kleinum, vöfflum með sultu og rjóma ásamt léttu spjalli að Siggeirs hætti.

Götuleikhúsið í heimsókn

Götuleikhúsið heimsótti Leikskólann Álfheima á miðvikudaginn. Brugðið var á leik og sungið og dansað og tekið var þátt í leik barnanna.      

Fyrsti fundur bæjarstjórnar Árborgar

Bæjarstjórn Árborgar kom saman til fyrsta fundar á kjörtímabilinu miðvikudaginn 18. júní s.l. Á fundinum var kosið í embætti til eins árs og var Kjartan Björnsson kosinn forseti bæjarstjórnar. Til setu í bæjarráði voru kosin þau Gunnar Egilsson, Sandra Dís Hafþórsdóttir og Eggert Valur Guðmundsson. Áheyrnarfulltrúar í bæjarráði eru Helgi S. Haraldsson og Viðar Helgason.

Fréttabréf skólaþjónustu (8. tbl.)

Í fréttabréfinu er fjallað er um samstarf skólaþjónustu Árborgar og Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings í tengslum við símenntun fyrir kennara og stjórnendur skólanna. Einnig er fjallað um námskeið sem grunnskólar í Árborg standa fyrir og þróunarverkefnið Gullin í grenndinni.

Landsmót fornbílaklúbbs Íslands á Selfossi 20-22.júní

Landsmót fornbílaklúbbs Íslands verður haldið við Gesthús á Selfossi um næstu helgi. Dagskráin er með hefbundnu sniði en mótið er sett á föstudagskvöldinu með rúnti um Selfoss kl. 20:30. Aðaldagskráin fer fram á laugardeginum þegar fólk getur komið á svæðið og skoðað hinar ýmsu gerðir bíla sem og tekið þátt í annarri dagskrá.

Tónleikar karlakórsins Sirkat í Selfosskirkju mið. 18. júní

Finnski karlakórinn Sirkat eða Engispretturnar heldur tónleika í Selfosskirkju miðvikudaginn 18.júní kl. 20:00.  Kórinn kemur frá háskólabænum Jyväskylä en í honum eru einnig félagar frá Savonlinna, sem er vinabær Árborgar,og óskaði kórinn því að koma fram á Selfossi. Sirkat er einn elsti og helsti karlakór Finna, stofnaður árið 1899 og heldur því upp á 115 […]

Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka lau. 21. júní

Jónsmessuhátíðin á Eyrarbakka verður haldinn nk. laugardag 21. júní. Dagskráin er mjög fjölbreytt og má nefna brúðubílinn fyrir yngstu kynslóðina kl. 11:00 við Sjóminjasafnið, handverksmarkað á Stað og koddaslag við bryggjuna. Einnig eru opin hús í Konubókastofunni, Húsinu, Litlu – Háeyri hjá Halli Karl og í Garðshorni hjá Elínbjörg og Vigfúsi.

17. júní hátíðarhöld á Eyrarbakka

17. júní hátíðarhöld á Eyrarbakka verða haldin á Stað og hefjast kl. 14:00. Á dagskrá er ávarp fjallkonunnar, hátíðarræða sem flutt verður af Írisi Böðvarsdóttur, Leikfélag Hveragerðis með atriði úr Mjallhvít og dvergunum sjö, söngatriði með Hafsteini Þórólfssyni og svo mætir leynigestur á svæðið. Afhending verðlauna fyrir Hópshlaupið 2014 fer síðan fram á sama stað. Kaffiveitingar í boði sem og […]

Hátíðardagskrá 17. júní á Selfossi 2014

Björgunarfélag Árborgar sér um framkvæmd  hátíðarhaldanna á Selfossi sem verða með hefbundnu sniði líkt og undanfarin ár. Selfossrútan mun keyra um Selfoss milli 10:00 og 16:00 og geta áhugasamir fengið far með rútunni milli staða. Björgunarmiðstöð Selfoss og Flugklúbbur Selfoss verða með opið hús milli 10 og 12 en einnig er hægt að fara á […]

Verkfall leikskólakennara

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum  hefur Félag leikskólakennara (FL) boðað tímabundið verkfall félagsmanna sinna hjá sveitarfélögum fimmtudaginn 19. júní nk. Tekur það gildi á umræddum degi hafi kjarasamningar ekki náðst fyrir þann tíma. Vegna þessa eru forráðamenn leikskólabarna í Árborg beðnir um að fylgjast vel með fréttum.

Stóri leikskóladagurinn – Leikskólarnir Brimver og Æskukot

Þann 23.maí sl. var Stóri leikskóladagurinn haldinn hátíðlegur í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þá komu allir leikskólar Reykjavíkurborgar saman til þess að kynna áhugaverð verkefni sem þeir höfðu unnið að yfir veturinn. Hver og einn leikskóli fékk kynningarbás til afnota og voru mörg skemmtileg og spennandi verkefni kynnt. Í ár var öllum leikskólum í sveitarfélaginu Árborg boðin […]

Egill Blöndal barðist um titilinn á NM 2014

Norðurlandamótið í júdó 2014 fór fram í Finnlandi helgina 24. til 25. maí og fór stór hópur keppenda frá Íslandi á mótið.  Sendir voru 23 íslenskir keppendur í flokkum undir 18 ára, undir 21 ára, kvennaflokkum og fullorðinsflokki. Frá Selfossi fóru fjórir keppendur, Þór Davíðsson, Egill Blöndal ríkjandi Norðurlandameistari í undir 18 ára, Grímur Ívarsson […]

Flottasta grillveislan á Kótelettunni 2014

Bæjarbúar eru hvattir til að bjóða til grillveislu, hafa gaman og þá er hægt að vinna til glæsilegra vinninga. Það eina sem þarf að gera er að taka skemmtilegar og líflegar myndir, setja þær inn á Instagram með kassamerkinu (hashtag) #grillpartyarsins2014 og gera þetta allt saman fyrir kl.20:00 laugardagskvöldið 14. júní. Fljótlega eftir það mun […]

Kótelettan 2014 – barnadagskrá, tónleikar og grillpartý

Kótelettan 2014 verður haldin dagana 13 – 15. júní nk. á Selfossi. Hátíðin er nú haldinn í fimmta skipti og stefnir í stærstu Kótelettuna frá upphafi. Fjölmargir dagskrárliðir eru og má nefna tónleika á föstudags og laugardagskvöldi, barna- og fjölskyldudagskár í Sigtúnsgarðinum á Selfossi á laugardeginum sem er ókeypis, keppni um besta grillpartýið og margt […]

Kvennahlaupið á Selfossi á laugardaginn

Laugardaginn 14. júní næstkomandi fer fram árlegt Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ og er þetta í 25. skiptið sem hlaupið fer fram. Á Selfossi sér Kvenfélag Selfoss um hlaupið eins og verið hefur.  Þrjár göngu/hlaupaleiðir eru í boði sem byrja allar við Byko í Langholti.

Sundlaug Stokkseyrar lokuð vegna árlegs viðhalds

Sundlaug Stokkseyrar verður lokuð til mánudagsins 16. júní vegna árlegs viðhalds og framkvæmda. Verið er að laga sturtuklefa og fleira og því miður þá taka þær framkvæmdir aðeins lengri tíma en ráð var gert í upphafi. Opið er í Sundhöll Selfoss á hefðbundnum tíma.

Sunnuleikarnir í Sunnulækjarskóla

Sunnuleikarnir voru haldnir á vordögum við góðar undirtektir þeirra sem að þeim komu. Hér má sjá mydband sem María Maronsdóttir, heimilisfræði og stuttmyndagerðarkennari við skólann tók saman. Sjá videó Sunnuleikar 2014

Vallaskóli – Vordagar

Nemendur í 8. bekk fóru í vettvangsferð niður á strönd, heimsóttu fjöruna og Menningarverstöðina á Stokkseyri en komu einnig við á Eyrarbakka og skoðuðu m.a. sjóminjasafnið. Komið var við á Gamla Hrauni þar sem nemendur borðuðu nestið sitt og kíktu á lömb og hænur. Frábær dagur í frábæru veðri.

Sameinumst á Kótelettuna 13-15. júní 2014

Dagana 13. til 15. júní fer fram í 5. sinn fjölskyldu-, tónlistar- og grillfestivalið Kótelettan 2014. Hátíðin er búin að skipa sér sess sem ein stærsta grillveisla landssins og ein af skemmtilegri hátíðum landsbyggðarinnar. Allir voru sammála um það í aðdraganda nýafstaðinna kosninga að standa saman um menningu og afþreygingu í bænum okkar og gera […]

Nýir skólastjórnendur í Árborg

Tveir nýir skólastjórnendur hafa verið ráðnir til starfa í Árborg, annars vegar í leikskólanum Hulduheimum og hins vegar í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri. 

Opnun Sundlauga Árborgar yfir hvítasunnuhelgina

Sundlaugar Árborgar á Selfossi og Stokkseyri eru opnar yfir hvítasunnuhelgina eins og hér segir: Sundhöll Selfoss, lau: kl. 9:00 – 19:00, sun: kl. 10:00 – 18:00 og mán. kl. 10:00 – 18:00. Sundlaug Stokkseyrar, lau. kl. 10:00 – 17:00, sun. kl. 10:00 – 15:00 og mán. kl. 10:00 – 15:00. Allir velkomnir í sund í Árborg. 

Útskriftarferð leikskólans Jötunheima

Útskriftarferð Jötunheima að Sólheimum og Snæfoksstöðum 22. maí 2014.  32 nemendur og 8 kennarar lögðu af stað með rútu í ferðalag frá Jötunheimum kl. 9.00, 22. maí sl. og héldu sem leið lá að Sólheimum í Grímsnesi. Þar var tekið á móti okkur við Sesseljuhús og  sagt örstutt frá Sólheimum.

Fréttabréf skólaþjónustu (7. tbl.)

Í fréttabréfinu er fjallað um Barnabæ í máli og myndum en það verkefni  hefur þróast í að vera afar öflugt samstarfs- og samfélagsverkefni í skólunum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Einnig er frétt um útskrift leikskólabarna í Árborg en nú í vor útskrifast 127 börn úr leikskólum sveitarfélagsins. Sjá fréttabréf