21.6.2018 | 1.  fundur bæjarráðs 2018 – 2022

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarráð » 1.  fundur bæjarráðs 2018 – 2022
image_pdfimage_print


1.  fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022 haldinn fimmtudaginn 21. júní 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
 

Mætt:
Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista
Álfheiður Eymarsdóttir, varamaður, Á-lista
Kjartan Björnsson, varamaður, D-lista
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

Dagskrá: 

1.   1806075 – Kosning í embætti og nefndir 2018
  Kosning formanns og varaformanns bæjarráðs
  Lagt var til að Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, verði formaður og Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, verði varaformaður. Var það samþykkt með tveimur atkvæðum, Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi D-lista, sat hjá.

 

Fundargerðir til kynningar
2. 1802003 – Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2018
2-1802003
  187. fundur haldinn 31. maí og ársskýrsla 2017
  Lagt fram.
     
3. 1802019 – Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2018
3-1802019
  860. fundur haldinn 18. maí
  Lagt fram.
     
4. 1804380 – Fundargerðir Héraðsnefndar Árnesinga bs. 2018
4-1804380
  Vorfundur haldinn 30. apríl
  Lagt fram.
     
5. 1802004 – Fundargerðir stjórnar SASS 2018
5-1802004
  533. fundur haldinn 1. júní
  Lagt fram.
     
6. 18051573 – Fundargerð Landskerfis bókasafna 2018
6-18051573
  Aðalfundur 2018
  Lagt fram.
     
7. 1804198 – Aðalfundur Veiðifélags Árnesinga 2018
7-1804198
  Aðalfundur haldinn 26. apríl
  Lagt fram.
     
Almenn afgreiðslumál
     
8. 1606089 – Skipan í starfshóp um endurskoðun umhverfisstefnu ( 3 fulltrúar )
  Bæjarráð tilnefnir, Eggert Val Guðmundsson, S-lista, Guðbjörgu Jónsdóttur, B-lista og Brynhildi Jónsdóttur, D-lista, til setu í starfshópi um endurskoðun umhverfisstefnu. Jón Tryggvi Guðmundsson og Auður Guðmundsdóttir, starfsmenn framkvæmda- og veitusviðs, starfi með hópnum.
     
9. 1603040 – Tilnefning í bygginganefnd vegna hjúkrunarheimilis í Árborg
  ( 2 fulltrúar )
  Bæjarráð tilnefnir Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista og Ara Björn Thorarensen, D-lista, til setur í byggingarnefnd vegna hjúkrunarheimilis í Árborg.
     
10. 1708133 – Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki
  Tilnefning í byggingarnefnd fyrir skóla í Björkurstykki ( 3 fulltrúar )
  Bæjarráð tilnefnir Örnu Ír Gunnarsdóttur, S-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista og Gunnar Egilsson, D-lista, til setu í byggingarnefnd fyrir skóla í Björkurstykki.
     
11. 1803120 – Staða mála vegna persónuverndarlaga
11-1803120
  Lagt var fram til kynningar minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Haldið verði áfram við innleiðingu persónuverndarlaga.
     
12. 1806107 – Persónuverndarfulltrúi
  Persónuverndarfulltrúi til leigu – áskriftarleiðir
  Lagt var fram tilboð frá Dattaca Labs vegna vinnu persónuverndarfulltrúa. Ákvörðun frestað.
     
13. 1806066 – Styrkbeiðni – Afrika Festival á Skipum
13-1806066
  Styrkbeiðni, dags. 18. maí, vegna Afrika Festivel.
  Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
     
14. 18051710 – Fyrirspurn – endurnýjun á gömlu húsi Búðarstíg 10
14-18051710
  Fyrirspurn dags. 23. maí um fasteign á Búðarstíg 10, Eyrarbakka
  Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu. Stefna bæjaryfirvala er engu að síður að halda áfram vinnu við að styrkja hina einstöku götumynd á Eyrarbakka.
     
15. 1806035 – Áskorun – hraðahindrun innan Gráhelluhverfis
15-1806035
  Áskorun frá íbúum í Gráhelluhverfinu um að sett verði upp hraðahindrun innan hverfisins í sumar.
  Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar og til framkvæmda- og veitustjórnar.
     
16. 1804353 – Verðkönnun fyrir ljósleiðaravæðingu í Árborg
16-1804353
  Opnun tilboða í verkið Ljósleiðaravæðing Árborgar áfangi I.
  Lagt var fram tilboð í verkið „Ljósleiðaravæðing Árborgar áfangi I“. Lagt var til að hafna báðum tilboðum í ljósi þess að tilboðin voru 65% yfir kostnaðaráætlun.
     
17. 18051744 – Lóðarumsókn – iðnaðarlóð nálægt þjóðvegi 1
17-18051744
  Erindi frá Vélaverkstæði Þóris, dags. 27. maí, þar sem óskað er eftir lóð fyrir starfsemi vélaverksæðisins.
  Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.
     
18. 1603040 – Bygging hjúkrunarheimilis í Árborg
18-1603040
  Erindi frá Framkvæmdasýslu ríkissins, dags. 31. maí, þar sem óskað er eftir formlegu svara um að halda megi áfram með hönnun á grundvelli bygginganefndarteikninga sem nýlega voru kynntar.
  Bæjarráð Árborgar samþykkir að halda áfram með hönnun hjúkrunarheimilis í Árborg og felur framkvæmdastjóra að svara erindinu.
     
19. 1806125 – Samkomulag um afnot af íþróttahúsinu IÐU
19-1806125
  Bæjarráð staðfestir samninginn og vísar honum til íþrótta- og menningarnefndar til kynningar.
     
20. 18051727 – Rekstrarleyfisumsögn – Hótel Þóristún
20-18051727
  Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi dags. 24. maí, þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstarleyfi vegna Þóristúns 1, sala á gistingu í flokki II.
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
     
21. 18051769 – Rekstrarleyfisumsögn – Garun Guesthouse
21-18051769
  Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 30. maí þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi vegna Skólavalla 7, sala á gistingu í flokki II.
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið til 30.09.2018.
     
22. 18051800 – Rekstrarleyfisumsögn – María Lovísa Gesthús
22-18051800
  Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 31. maí, þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi vegna Suðurbrautar 4, leyfi til sölu gistingar í flokki II.
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
     
23. 1806008 – Rekstrarleyfisumsögn – Bellahotel
23-1806008
  Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 1. júní, þar sem óskað er eftir umsögn um rekstarleyfi vegna Bellahotel leyfi til sölu veitinga í flokki II.
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
     
24. 1806128 – Rekstrarleyfisumsögn – Krisp kitchen & bar
24-1806128
  Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 18. júní, þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstarleyfi til sölu gistingar í flokki II.
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
     
25. 1806083 – Fundartími bæjarráðs sumarið 2018
  Samþykkt er að bæjarráð fundi næst fimmtudaginn 5. júlí.
     
Erindi til kynningar
26. 1806059 – Kerfisáætlun Landsnets 2018-2021
26-1806059
  Kynning á opnu umsagnarferli að kerfisáætlun um uppbyggingu flutningskerfis raforku á Íslandi.
  Lagt fram til kynningar.
     
         

Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs þakkaði Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra, fyrir samstarfið á kjörtímabilinu.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:00

Eggert Valur Guðmundsson   Álfheiður Eymarsdóttir
Kjartan Björnsson   Ásta Stefánsdóttir
Rósa Sif Jónsdóttir