29.8.2014 | 1.fundur fræðslunefndar

Forsíða » Fundargerðir » Fræðslunefnd » 1.fundur fræðslunefndar
image_pdfimage_print


1. fundur
fræðslunefndar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 21. ágúst 2014  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:30.

Mætt: Sandra Dís Hafþórsdóttir, formaður, D-lista, Magnús Gíslason, nefndarmaður, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, nefndarmaður, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, nefndarmaður, S-lista, Íris Böðvarsdóttir, nefndarmaður, B-lista, Guðbjartur Ólason, fulltrúi skólastjóra, Kristín Eiríksdóttir, fulltrúi leikskólastjóra, Már Ingólfur Másson, fulltrúi kennara, Málfríður Garðarsdóttir, fulltrúi foreldra grunnskóla, Málfríður Erna Samúelsdóttir, fulltrúi foreldra leikskóla, Brynja Hjörleifsdóttir, fulltrúi starfsmanna leikskóla, Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri.
 

Dagskrá:

Almenn afgreiðslumál
1. 1408071 – Kosning varaformanns fræðslunefndar
Lögð var fram tillaga um að Brynhildur Jónsdóttir verði kjörinn varaformaður fræðslunefndar Árborgar. Samþykkt með þremur atkvæðum fulltrúa D-lista og fulltrúar S-lista og B-lista sátu hjá.
 
2. 1408064 – Ákvörðun um fundartíma og fyrirkomulag boðunar funda
Formaður lagði fram tillögu um að reglulegir fundir fræðslunefndar verði mánaðarlega, annan fimmtudag hvers mánaðar kl 16:30 og að fundarboð og önnur fundargögn verði send nefndarmönnum í tölvupósti. Samþykkt samhljóða
 
3. 1407169 – Siðareglur kjörinna fulltrúa til undirritunar 2014
Farið yfir siðareglur kjörinna fulltrúa og þær undirritaðar. Mælst til þess að áheyrnafulltrúar taki einnig mið af reglunum, svo sem um þagnarskyldu og meðferð fundargagna.
 
Erindi til kynningar
4. 1310030 – Ytra mat á Vallaskóla 2014
Þóra Björk Jónsdóttir, deildarstjóri ytra mats hjá Námsmatsstofnun, kynnti megin niðurstöður skýrslunnar. Matið fór fram á vorönn 2014. Í skýrslunni er bent á marga styrkleika í starfi Vallaskóla, m.a. að í skólanum fari fram gæðastarf þar sem stuðst er við lög, reglugerðir, aðalnámskrá og annað sem lögum samkvæmt snýr að þeim þáttum sem metnir voru. Einnig að allir helstu hagsmunaðilar þekkja stefnu skólans. Þá er fjallað um tækifæri til umbóta og óskar menntamálaráðuneytið eftir að fá tímasetta áætlun fyrir 15. október nk. um það hvernig brugðist verður við þeim tillögum og ábendingum sem fram koma í skýrslunni. Gestir fundarins undir þessum lið voru Guðrún Jóhannsdóttir og Sigurborg Kjartansdóttir.
 
5. 1408070 – Erindisbréf fræðslunefndar
Farið var yfir erindisbréf fræðslunefndar sem komið er til ára sinna. Samþykkt að taka það fyrir aftur á næsta fundi og leggja fram nokkrar breytingartillögur til bæjarstjórnar.
 
6. 1408063 – Meginhlutverk fræðslunefndar
Fræðslustjóri fór yfir meginhlutverk fræðslunefndar og sveitarstjórna í lögum um leik- og grunnskóla.
 
7. 1408074 – Starfsmannakönnun leikskóla í Sveitarfélaginu Árborg vorið 2014
Til kynningar. Könnunin var framkvæmd á tímabilinu 14.-30 apríl 2014 af fræðslusviði og sáu þær Anna Ingadóttir og Hólmfríður Sigrún Gylfadóttir um framkvæmd og úrvinnslu. Könnunin er hluti af ytra mati sveitarfélagsins og niðurstöður hennar nýtast vonandi stjórnendum til að stuðla að bættu starfsumhverfi starfsmanna.
 
8. 1408076 – Brimver/Æskukot – úttekt unnin í maí og júní 2014
Til kynningar: Úttekt á leikskólanum Brimveri og Æskukoti sem var unnin í maí og júní 2014 af Auði Jónsdóttur, mannauðsráðgjafa, og Ingibjörgu Margréti Gunnlaugsdóttur, þróunarfulltrúa, sem báðar starfa á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Í skýrslunni koma fram margir styrkleikar í skólastarfi Brimvers og Æskukots en einnig eru lagðar fram tillögur að úrbótastarfi. Fræðslunefnd samþykkir að: – óskað verði eftir við skýrsluhöfunda að þeir kynni niðurstöður skýrslunnar fyrir starfsfólki Brimvers og Æskukots, – að staðgengill leikskólastjóra/deildarstjóri verði í hvoru húsi sem hafi skilgreindan stjórnunartíma, – unnin verði aðgerðaráætlun á grunni úttektarinnar og henni fylgt eftir af fræðslusviði og skólaþjónustu Árborgar sem veiti stuðning við gerð hennar og framkvæmd, – áætlunin verði kynnt í fræðslunefnd og fyrir foreldraráði, – í umbótastarfinu verði jafnframt tekið mið af þeim tillögum í skýrslunni sem starfsfólk og stjórnendur í leikskólanum og á fræðslusviði telja að komi að gagni. Gestur fundarins undir þessum lið var M. Sigríður Jakobsdóttir. Íris þurfti að fara af fundi kl. 18:10.
 
9. 1402071 – Fundir leikskólastjóra, sérkennslufulltrúa og fræðslustjóra
Til kynningar. – Fundargerð leikskólastjóra og fræðslustjóra frá 11. júní 2014. – Fundargerð leikskólastjóra, sérkennslufulltrúa og fræðslustjóra frá 19. júní 2014.
 
10. 1405408 – Úthlutun styrkja úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2014 til skólaþjónustu Árborgar
Til kynningar: – Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 21. maí 2014, um úthlutun úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla 2014. Skólaþjónusta Árborgar hlaut styrk úr sjóðnum að upphæð kr. 960.000.- til fjögurra námskeiða fyrir kennara og stjórnendur í grunnskólum. – Yfirlit yfir endurmenntunarnámskeið sem skólaþjónusta Árborgar og skóla- og velferðarþjónusta Árnesþings hafa sameinast um að bjóða kennurum og stjórnendum á þjónustusvæðum sínum á skólaárinu 2014-2015. Fyrstu staðlotur eru haldnar nú í ágúst á undirbúningsdögum grunnskólanna.
 
11. 1406092 – Hvítbók menntamálaráðherra
Til kynningar. Í hvítbók menntamálaráðherra frá júní 2014 er sjónum beint að því hvaða stoðir menntakerfisins þurfi helst að styrkja og hvaða leiðir séu best til þess fallnar að veita nemendum þá menntun sem löggjöf og aðalnámskrá boða. Sett eru fram tvö meginmarkmið um umbætur í menntun til ársins 2018: – 90% grunnskólanema nái lágmarksviðmiðum í lestri – úr 79% nú. – 60% nemenda ljúki námi úr framhaldsskóla á tilsettum tíma – úr 44% nú. Fræðslunefnd hvetur alla aðila skólasamfélagsins í Árborg til að kynna sér vel þessa hvítbók um umbætur í menntun.
 
12. 1405354 – Samkomulag – skipting ábyrgðar vegna talmeinaþjónustu við börn
Til kynningar: – Samkomulag, dags. 8. maí 2014, milli velferðarráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skiptingu ábyrgðar vegna talmeinaþjónustu við börn með framburðarfrávik, málþroskafrávik og stam. – Bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, dags. 11. ágúst 2014.
 
13. 1303241 – Reglugerð nr. 548/2010 – sérfræðiþjónusta sveitarfélaga í leik- og grunnskólamálum
Til kynningar. Úttekt á fyrirkomulagi og framkvæmd sérfræðiþjónustu í sex sveitarfélögum. Unnin fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið í desember 2013.
 
14. 1402053 – Skólaráð Sunnulækjarskóla
Til kynningar. Fundur nr. 32, haldinn 4. júní 2014 til kynningar.
 
15. 1402054 – Álfheimafréttir
Til kynningar: – 6. tbl. frá maí 2014. – 7. tbl. frá júní 2014. – 8. tbl. frá júní 2014.
 
16. 1402052 – Fréttabréf Jötunheima
Til kynningar: – 5. tbl. frá maí 2014. – 6. tbl. frá júní 2014.
 
17. 1405134 – Málþing – skólamál haust 2014
Til kynningar. Auglýsing um málþing Sambands íslenskra sveitarfélaga um skólamál sem verður haldið á Grand hóteli 8. september nk.
 

  

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:00
 

Sandra Dís Hafþórsdóttir   Magnús Gíslason
Brynhildur Jónsdóttir   Arna Ír Gunnarsdóttir
Íris Böðvarsdóttir   Guðbjartur Ólason
Kristín Eiríksdóttir   Már Ingólfur Másson
Málfríður Garðarsdóttir   Málfríður Erna Samúelsd.
Brynja Hjörleifsdóttir   Þorsteinn Hjartarson