5.7.2018 | 1. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Framkvæmda- og veitustjórn » 1. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
image_pdfimage_print

  1. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn 28. June 2018 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00. 

Mætt:
Tómas Ellert Tómasson, formaður, M-lista
Álfheiður Eymarsdóttir, nefndarmaður, Á-lista
Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista
Sveinn Ægir Birgisson, nefndarmaður, D-lista
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri.

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1.   1806192 – Kosning varaformanns og ritara framkvæmda- og veitusviðs kjörtímabilið 2018-2022
  Lagt er til að Álfheiður Eymarsdóttir verði varaformaður og starfsmaður framkvæmda- og veitusviðs riti fundargerð.
Samþykkt samhljóða.
     
3.   1710088 – Hönnun á dælustöð og miðlunargeymir Selfossveitna
  Stjórnin samþykkir að bjóða út framkvæmdir við nýja dælustöð Selfossveitna við Austurveg 67. Gert er ráð fyrir að flýta verklokum og þau verði haustið 2019 í stað 2020 eins og fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Endurskoða þarf því þriggja ára fjárfestingaráætlun með tilliti til þessa.
     
4.   1804229 – Útistofur við Vallaskóla 2018
  Á 52. fundi framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, þann 2. maí s.l. samþykkti þáverandi stjórn tilboð frá Hafnarbakka í lausar kennslustofur við Vallaskóla og var framkvæmda- og veitustjóra falið að vinna áfram að málinu. Staðan í dag er sú, að kominn er á bindandi samningur við Hafnarbakka um kaup á fyrrgreindum stofum sem byggðar eru upp sem gámaeiningar og framleiðsla á þeim hafin. Vegna þess hve stutt er í skólabyrjun þá verða gámahúsin sett niður við Vallaskóla og munu standa þar til þeim verður skipt út fyrir aðra og vandaðri gerð færanlegra kennslustofa.
Megintilgangur með settum innkaupareglum Sveitarfélagsins Árborgar er sá að stuðla að vönduðum og hagkvæmum innkaupum Sveitarfélagsins Árborgar og að Sveitarfélagið Árborg hagi innkaupum sínum í samræmi við góða viðskiptahætti og tryggja að stjórnsýsla á sviði innkaupa sé vönduð. Í því ljósi felur Framkvæmda- og veitustjórn framkvæmdastjóra að vinna að gerð útboðsgagna „Útistofur við Vallaskóla 2018“. Útboðsformið verði alútboð og er það almennt útboð eins og lýst er í grein 1.2.2 í ÍST 30. Um verður að ræða tveggja þrepa útboð sem felst í því að hönnun verður opnuð sér og hún metin. Verðtilboð verða síðan opnuð sér fyrir hönnunarútfærslur sem uppfylla kröfur útboðsgagna. Áætlað er að keyptar verði þrjár færanlegar kennslustofur.
     
5.   1804364 – Klæðning á Byggðarhornsveg 2018
  Verið er að skoða kostnaðarþátttöku ríkisins vegna verksins. Afgreiðslu málsins er frestað þar til þeirri skoðun lýkur.
     
6.   1711264 – Viðbygging við Leikskólann Álfheima
  Stjórnin samþykkir að falla frá lokuðu útboði vegna viðbyggingar við leikskólann Álfheima og efna til almenns útboðs.
     
7.   1801209 – Göngustígar 2018
  Farið var yfir stöðu framkvæmda
     
8.   1801208 – Göngu- og hjólastígar 2018 með styrk frá Vegagerðinni
  Kynnt var niðurstaða útboðs á verkinu „Eyrabakkastígur 2018“. Stjórnin felur framkvæmda- og veitustjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Stálborg ehf. 35.180.000
Borgarverk ehf. 14.205.000
Smávélar ehf. 17.311.500
Gröfuþjónusta Steins ehf. 15.437.500
I.J.Landstak 22.315.000
Kostnaðaráætlun Eflu 15.200.000
     
9.   1009055 – Uppsetning á veðurathugunarstöð á Selfossi
  Framkvæmda- og veitustjórn felur framkvæmda- og veitustjóra að skoða uppsetningu á veðurathugunarstöð á Selfossi í samstarfi við Veðurstofu Íslands.
Greinargerð:
Veðurathugunarstöð með rauntímavöktun stuðlar að öryggi almennings og eigna á Selfossi. Nú þegar eru a.m.k. 250 veðurathugunarstöðvar í rekstri um land allt á vegum Veðurstofunnar eða í tengslum við hana. Þær eru m.a. staðsettar í flestum þéttbýliskjörnum landsins. Þekkt er að veðurfar á Selfossi er oft á tíðum ólíkt því sem gerist í næsta nágrenni t.d. hvað varðar snjóalög og vindafar. Veðurathugunarstöð nýtist við hönnun mannvirkja og fráveitur, bætir umferðaröryggi og er eitt af mikilvægum hjálpartækjum ferðaþjónustunnar. Einnig þá hefur veðurathugunarstöð mikið markaðslegt gildi fyrir Höfuðstað Suðurlands.
     
10.   1510214 – Breyting á gjaldtöku í Tjarnabyggð.
  Vinna er í gangi við samanburðarrannsókn á húshitunarkostnaði í sveitarfélaginu eftir þéttbýli og dreifbýli. Við frumathugun hefur komið í ljós að í einstaka tilvikum í Tjarnabyggð er notkun óeðlilega mikil miðað við aðstæður í byggðinni án þess að skýringar liggi fyrir. Í þeim tilvikum verður notendum boðið fyrri úrræði við gjaldtöku vegna hitaveitu og ráðgjöf. Þessi ráðstöfun er tímabundin þar til að niðurstöður fást úr framangreindri rannsókn. Gert er ráð fyrir að niðurstöður liggi fyrir með haustinu.
     
Erindi til kynningar
2.   1806169 – Kynning á framkvæmda- og veitusviði
  Framkvæmda- og veitustjóri hélt stutta kynningu á starfsemi sviðsins.
     

 

 Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:00

Tómas Ellert Tómasson   Álfheiður Eymarsdóttir
Viktor Pálsson   Sveinn Ægir Birgisson
Jón Tryggvi Guðmundsson