1.10.2019 | 1. fundur Hverfisráð Selfoss

Forsíða » Fundargerðir » 1. fundur Hverfisráð Selfoss
image_pdfimage_print

Hverfisráð Selfoss   1.fundur. 27.mars 2019.

Til fundarins var boðað til að ræða möguleg verkefni ráðsins og næstu skref þess.

Almenn umræða um Hverfisráðið var einnig rædd.

 

 • Helgi Haraldsson útskýrir veru bæjarfulltrúa í Hverfisráði.
  • Nefndarmenn verða að vera skýrir varðandi fyrirspurnir til bæjarráðs.
  • Hafa fundargerðir skýrar með tillögu og ábendingum ef þess er þörf.
  • Hver og einn meðlimur í Hverfisráði Selfoss er heimilt leggja til viðfangsefni.
 • Grétar Guðmundsson bendir á að dagsetningar á tilkynningum frá Sveitarfélaginu sem birtast inn á arborg.is mættu vera betri.
  • Það stendur til úrbóta sem og heimasíða sveitarfélagsins.
 • Rætt var hvort lengja eigi viðveru í Hverfisráði í meira ein 1.ár.
 • Rætt var um hvort halda eigi íbúarfund.
  • Góður vettvangur fyrir íbúa að koma á framfæri til Hverfisráðs hugmyndum hvað má betur fara í bæjarfélaginu.
  • Vel tekið í hugmyndina og hún verður skoðuð nánar.
 • Rætt var um umgengi í kringum hesthúsin og hvort beina þurfi til Hestamannafélagins hvað mætti betur fara.
 • Rætt var um svæði fyrir atvinnubílstjóra til að geyma ökutæki sín svo bílstjórar þurfi ekki að leggja stórum ökutækjum í íbúðargötum, eða í vegköntum.
  • Mjölnismenn vilja byggja húsnæði og hafa stórt bílaplan á lóð Vegagerðinnar í Breiðumýri fyrir vörubifreiðar til nætur-og helgargeymslu.
 • Rætt var um sorpmál
  • Grenndargámar, gámasvæði og flokkun hjá fyrirtækjum í sveitarfélaginu.