5.10.2018 | 11. fundur bæjarráðs

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarráð » 11. fundur bæjarráðs
image_pdfimage_print


11. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn fimmtudaginn 4. október 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00. 

Mætt:
Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista
Álfheiður Eymarsdóttir, varamaður, Á-lista
Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, ritaði fundargerð.

Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá tillögu frá bæjarfulltrúum D-lista um boð til 9. og 10. bekkinga grunnskóla Árborgar á kvikmyndina ,,Lof mér að falla“

Dagskrá: 

Almenn erindi
1.   1808039 – Úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum sveitarfélagsins
1-1808039
  Samningur við Harald L. Haraldsson, dags. 24. september, um úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjárhag Sveitarfélagsins Árborgar
  Bæjarráð samþykkir framlagðan samning með tveimur atkvæðum gegn einu. Fulltrúi D-lista greiðir atkvæði á móti.
     
2.   1809270 – Umsögn – tillaga til þingsályktunar um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda
2-1809270
  Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 26. september, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda, 19. mál.
  Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálastjóra og óskar eftir að hann gefi umsögn eftir því sem ástæða er til.
     
3.   1810008 – Umsögn – frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum
3-1810008
  Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 28. september, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum foreldrum, mál 25.
  Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar í félagsmálanefnd og fræðslunefnd.
     
4.   1809217 – Málþing – ungt fólk og umferðaröryggi
4-1809217
  Erindi frá ungmennaráði Grindavíkur um málþing um ungt fólk og umferðaröryggi.
  Ungmennaráð Árborgar mun tilnefna þrjá fulltrúa sem sækja ráðstefnuna ásamt starfsmanni Árborgar. Bæjarráð þakkar boðið og hvetur kjörna fulltrúa til að sækja ráðstefnuna eigi þeir þess kost.
     
5.   1809276 – Styrkbeiðni – Slysavarnafélagið Landsbjörg 90 ára afmælisblað
5-1809276
  Beiðni Slysavarnafélagsins Landsbjargar, dags. 25. september, þar sem óskað er eftir styrk í afmælisblað félagsins.
  Bæjarráð samþykkir að styrkja Landsbjörg vegna afmælisins og felur bæjarstjóra að svara bréfritara.
     
6.   1809273 – Ársskýrsla og ársreikningur Fræðslunets Suðurlands 2017
6-1809273
  Lagt fram til kynningar.
     
7.   1809091 – Bókun framkvæmdastjórnar Umf. Selfoss vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja
7-1809091
  Erindi samþykkt af framkvæmdastjórn Umf. Selfoss, dags. 4. september, um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Sveitarfélaginu Árborg.
  Frá því erindi framkvæmdastjórnar Umf. Selfoss var samþykkt á fundi stjórnarinnar hefur farið fram kynningarfundur með fulltrúum Umf. Selfoss og deilda þess. Á þeim fundi voru kynntar hugmyndir Alark arkitekta um uppbyggingu íþróttasvæðisins á Selfossi.
Bæjarráð telur nauðsynlegt að fá fram afstöðu Umf. Selfoss til framtíðarsýnar sem þar var kynnt, ekki síst með tilliti til þess að hægt verði að hefja vinnu við að reisa nýtt knatthúss sem allra fyrst.
     
8.   1809233 – Unglingalandsmót árin 2021 og 2022
8-1809233
  Erindi frá UMFÍ, dags. 21. september, þar sem óskað er eftir umsóknum frá sambandsliðum og sveitarfélögum um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 24. og 25. Unglingalandsmóts UMFÍ sem haldin verða 2021 og 2022.
  Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta- og menningarnefndar.
     
9.   1809258 – Umsögn – starfsleyfi fyrir ökutækjaleigu að Eyravegi 15b, Selfossi
9-1809258-
  Beiðni Samgöngustofu, dags. 25. september, um umsögn um staðsetningu ökutækjaleigu að Eyravegi 15b.
  Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarfulltrúa.
     
10.   1809275 – Lóðarumsókn – Larsenstræti 2
10-1809275
  Umsókn, dags. 26. september, um lóð nr. 2 við Larsenstræti.
  Bæjarráð samþykkir með tveimur atkvæðum gegn einu að veita Sólningu, kt. 700169-0149, vilyrði fyrir lóðinni Larsenstræti 2. Fulltrúi D-lista greiðir atkvæði á móti.

Gunnar Egilsson lætur bóka að hann hefði viljað vísa þessu til skipulags- og byggingarnefndar sem myndi þá úthluta lóðinni eftir auglýsingu.

Meirihlutinn í bæjarráði lætur bóka:
Bókun vegna afgreiðslu vilyrða vegna byggingalóða við Larsenstræti
Það vekur furðu að bæjarfulltrúi D lista skuli ekki taka undir vilyrðisumsóknir fyrir lóð frá öflugum atvinnufyrirtækjum sem hafa lýst vilja sínum á uppbyggingu sinna fyrirtækja í sveitarfélaginu. Það er markmið meirhluta Á- ,B-,M- og S- lista að leggja sig fram um að stuðla að uppbyggingu nýrra atvinnutækifæra eftir því sem kostur er, auk þess að viðhalda öflugu þjónustustigi í sveitarfélaginu. Úthlutun vilyrða fyrir byggingalóðum er engin nýlunda í Svf. Árborg, skemmst er að minnast úthlutunar vilyrða fyrir lóðum í miðbæ Selfoss. Það er von okkar undirritaðra að nýframkvæmdir geti hafist sem fyrst við Larsenstræti og svæðið byggist upp fljótt og örugglega.
Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi S- lista
Álfheiður Eymarsdóttir, varabæjarfulltrúi Á- lista

     
11.   1804061 – Upplýsingar – breytingar á fjárhagsáætlun fyrir árið 2016
11-1804061
  Erindi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 13. september, þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvernig staðið hafi verið að breytingum á fjárhagsáætlun fyrir sveitarfélagið fyrir árið 2016.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.
     
12.   1810011 – Rekstrarleyfisumsögn – gististaður Túngötu 9
12-1810011
  Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 1. október, þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II á Túngötu 9 á Eyrarbakka.
  Bæjarráð frestar afgreiðslu þar til umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa liggur fyrir.
     
13.   1809176 – Framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu gatnalýsingar við Eyraveg
  Bæjarráð ákvað að taka fyrir með afbrigðum lið 7.  í fundargerð 6. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 26. september.
Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna uppsetningar á gatnalýsingu við Eyraveg Selfossi. Umsækjandi: HS Veitur HF.
Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði veitt.
  Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfið.
     
14.   1810038 – Tekin fyrir með afbrigðum tillaga frá fulltrúum D lista vegna kvikmyndinarinnar „Lof mér að falla“
  Lögð var fram eftirfarandi tillaga frá bæjarfulltrúum D-lista, um boð til 9. og 10. bekkinga grunnskóla Árborgar á kvikmyndina „Lof mér að falla“:
Vímuvarnardagurinn var í gær 3. október og ríki, sveitarfélög og frjáls félagasamtök hafa lagt sitt af mörkum til þess að fræða og gera ráðstafanir í forvarnarmálum unga fólksins okkar. Margt gott hefur verið gert. Það er skoðun okkar að gott væri að hluti okkar framlags í vímuvörnum hjá sveitarfélaginu Árborg væri að bjóða 9. og 10. bekkingum grunnskóla Árborgar á kvikmyndina „Lof mér að falla“ sem sýnd er í Selfossbíói um þessar mundir. Boðið á myndina þyrfti að vinna í góðu samstarfi við foreldra og forráðamenn og skólayfirvöld svo vel takist til. Myndin er byggð á sönnum atburðum um hræðilega ógæfu meðal annars táningsstelpu sem gengur vel í skóla en missir fótanna í baráttunni við fíkniefnavandann. Myndin er gríðarlega áhrifarík og gæti verið innlegg í baráttunni við vímuvarnir.
 Kjartan Björnsson, Gunnar Egilsson , Brynhildur Jónsdóttir og Ari Björn Thorarensen, bæjarfulltrúar D-listans.
  Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur bæjarstjóra og íþrótta- og menningarfulltrúa að vinna málið áfram. Kostnaður vegna þessa fari af liðnum forvarnarmál 02-320.
     
Fundargerðir til kynningar
15.   1806174 – Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar 2018 – ný nefnd
  9. fundur haldinn 25. september
  Lagt fram til kynningar.
     
16.   1806173 – Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 2018 – ný nefnd
  5. fundur haldinn 12. september
6. fundur haldinn 26. september
  – liður 7, málsnr. 1809176 – Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna uppsetningar á gatnalýsingu við Eyraveg, Selfossi. Umsækjandi HS veitur HF. Lagt er til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði leyft.

Lagt fram til kynningar.

     
17.   1806177 – Fundargerðir fræðslunefndar 2018
  3. fundur haldinn 20. september
  Lagt fram til kynningar.
     
18.   1803226 – Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga 2018
18-1809176
  2. fundur haldinn 25. september
  Lagt fram til kynningar.
     
19.   1802004 – Fundargerðir stjórnar SASS 2018
19-1802004
  536. fundur haldinn 18. september
  Lagt fram til kynningar.
     
20.   1802003 – Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2018
  189. fundur haldinn 23. ágúst  20-1802003-189. fundur
190. fundur haldinn 26. september  20-1802003-190. fundur
  Lagt fram til kynningar.
     
21.   1803263 – Fundargerðir BÁ 2018
21-1803263
  2. fundur haldinn 24. september.
  Lagt fram til kynningar.
     
22.   1810010 – Fundargerðir Borgarþróunar ehf. 2018
22-1810010
  Aðalfundur haldinn 19. september
  Lagt fram til kynningar.
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:40

Eggert Valur Guðmundsson   Álfheiður Eymarsdóttir
Gunnar Egilsson   Gísli Halldór Halldórsson