9.8.2017 | 117. fundur bæjarráðs Árborgar

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarráð » 117. fundur bæjarráðs Árborgar
image_pdfimage_print117. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018 haldinn fimmtudaginn 3. ágúst 2017 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista
Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Eyrún Björg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá

Fundargerðir til staðfestingar
1.   1701026 – Fundargerð félagsmálanefndar
  30. fundur haldinn 13. júlí 2017
  Fundargerðin staðfest.
     
2.   1701026 – Fundargerð félagsmálanefndar
  31. fundur haldinn 17. júlí 2017
  Fundargerðin staðfest.
     
3.   1701024 – Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar
  -liður 15 1707096, umsókn um breytingu á byggingarreit að Vallarlandi 7. Bæjarráð samþykkir breytinguna. -liður 20, 1707081 umsókn um nafnabreytingu lóðar að Byggðarhorni, land 2, óskað eftir að það verði nefnt Hofteigur. Bæjarráð samþykkir breytinguna. -liður 21, 1706299, fyrirspurn um byggingarframkvæmdir að Vestri-Grund, Stokkseyri, Ásta Stefánsdóttir vék af fundi. Bæjarráð samþykkir erindið. -liður 23, 1706249, ósk um breytingu á aðalskipulagi, Þóristún 1. Bæjarráð samþykkir að leita heimildar Skipulagsstofnunar til að breyta aðalskipulaginu. -liður 24, 1707183, ósk um breytingu á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags að Lækjarmóti, Eyrún B. Magnúsdóttir vék af fundi. Bæjarráð samþykkir að leita heimildar Skipulagsstofnunar til að breyta aðalskipulaginu. Fundargerðin staðfest.
     
Fundargerðir til kynningar
4.   1704014 – Fundargerð hverfisráðs Selfoss
  2. fundur haldinn 27. júní 2017
  -liður 1, ósk um gangbraut á Tryggvagötu við FSu. Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar varðandi umferðarskipulag, en bendir á að meðfram lóð FSu við Tryggvagötu eru þrjár gangbrautir á um 210 metra kafla, en mögulega þarf að endurskoða staðsetningu þeirra. -liður 2, ósk um fleiri hraðahindranir á Tryggvagötu. Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar þar sem það varðar umferðarskipulag. -liður 3, ósk um gangbraut við Þóristún/Smáratún og á Eyraveg. Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar þar sem erindið varðar umferðarskipulag, bæjarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við veghaldara að Eyravegi, Vegagerðina, um möguleika á fleiri gangbrautum á Eyraveg. -liður 4, ábending varðandi „tjörn“ við Tjarnarhverfi og tjörn við tjaldsvæði. Bæjarráð vísar ábendingu um umhirðu á tjörn við tjaldsvæði til framkvæmda- og veitusviðs, tjörn við Tjarnarhverfi heldur ekki vatni sökum þess hve gljúpur jarðvegur er og kostnaðarsamt að þétta botn og hliðar hennar. -liður 5, hugmynd um að setja útsýnisskífu á Stórahól. Bæjarráð vísar hugmyndinni til íþrótta- og menningarnefndar. -liður 6, beiðni um að laga kanta og gera fleiri gangstéttir. Á hverju ári er unnið að lagfæringum á köntum og gangstéttum. Einnig eru lagðar nýjar gangstéttir og gerðir göngustígar. Það hversu mikið er unnið á hverju ári ræðst af því fjármagni sem unnt er að setja í verkefnið í fjárhagsáætlun hverju sinni. Nú er t.d. unnið að gerð göngustígs meðfram Engjavegi, meðfram Suðurlandsvegi(að Ingólfstorgi) og gangstétta- og stígagerð í Hagalandi og hafist verður handa við gerð göngustígs meðfram Eyravegi og Eyrarbakkavegi seinna á árinu. Þá er einnig unnið að endurgerð gangstétta meðfram Eyravegi og Stekkholti og gangstéttir verða endurnýjaðar við Kirkjuveg samhliða framkvæmdum þar. -liður 7, auglýsingaskilti við Ölfusárbrú verði færð ofar. Skiltin eru ekki á landi sveitarfélagsins, en sveitarfélagið heimilar ekki skilti á sínu landi. -liður 8, „malarplan“ við Ölfusárbrú, á þessu svæði leggja þeir sem sinna þjónustu á brúnni, s.s. vegna vatnamælinga og annars, svæðið er ekki almennt bílastæði. Bæjarráð vísar ábendingunni til framkvæmda- og veitustjórnar. -liður 9, hverfisráð mælist til þess að skoðaður verði möguleiki á því að fá fyrirtæki til að kosta leiktæki á hátíðum. -liður 10, hverfisráð mælist til þess að stórar framkvæmdir verði tímasettar með tilliti til stórra viðburða, bæjarhátíða o.fl. -liður 11, hverfisráð óskar eftir að bærinn verði gerður blómlegri. Bæjarráð þakkar ábendinguna. -liður 12, tillaga um að bílastæði við Eyraveg verði skásett, bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarfulltrúa og felur honum að ræða við veghaldara, Vegagerðina. -liður 13, hverfisráð hvetur til  þess að skraut verði tekið niður á skynsamlegum tíma eftir hátíðir. -liður 14, hverfisráð óskar eftir úrbótum á hundasleppisvæðinu. Sveitarfélagið á gott samstarf við Taum, hagsmunafélag hundaeigenda í sambandi með úrbætur á sleppisvæðinu og var á þessu ári gerð „forstofa“ við gerðið og bílaplan stækkað. -liður 15, ábending um að bæta við bekkjum við Ölfusá neðan við hótelið og í Móahverfinu. Bæjarráð vísar ábendingunni til framkvæmda- og veitusviðs. -liður 16, ábending um að setja upp leikvöll í Móahverfi. Nú er unnið að hönnun leikvallar í hverfinu og verður völlurinn settur upp að þeirri vinnu lokinni. -liður 17, hverfisráð óskar eftir að félagasamtök auglýsi starfsemi sína betur. Á heimasíðu Árborgar eru upplýsingar um félagasamtök, unnið er að uppfærslu þeirra.

1704014

     
Almenn afgreiðslumál
5.   1706068 – Íbúðir boðnar til kaups
  Erindi Íbúðalánasjóðs vegna íbúða í eigu sjóðsins, sem eru boðnar sveitarfélaginu til kaups
  Farið hefur verið yfir upplýsingar um þær u.þ.b. 40 íbúðir í eigu sjóðsins, sem boðnar hafa verið sveitarfélaginu til kaups. Flestar eru þær í útleigu. Mikill meirihluti eignanna sem boðnar eru hentar ekki sem félagslegt leiguhúsnæði sökum staðsetningar, stærðar, aldurs og/eða viðhaldsþarfar. Bæjarráð óskar þó eftir því að framkvæmdastjóri sveitarfélagsins kanni hugmyndir ÍLS um söluverð einnar þeirra íbúða, sem skv. skrá sjóðsins er ekki í notkun. Bæjarráð beinir því til Íbúðalánasjóðs að hætta við uppsagnir á húsaleigusamningum, enda er verulegur skortur á íbúðarhúsnæði til leigu í sveitarfélaginu um þessar mundir og ljóst að þeim einstaklingum og fjölskyldum sem leigja af Íbúðalánasjóði yrði erfitt um vik að verða sér úti um annað leiguhúsnæði. Margar íbúðir eru hins vegar í byggingu og má vænta þess að þær komi á markað 2018 og 2019 og gæti þá orðið meira framboð af leiguhúsnæði. Með vísan til framangreinds beinir bæjarráð því til Íbúðalánasjóðs að fresta áformum um sölu þeirra íbúða sem eru í leigu næstu 2-3 árin.
     
6.   1702249 – Yfirlit yfir útsvarstekjur og framlög úr Jöfnunarsjóði
  Lagt var fram yfirlit yfir skil á staðgreiðslu og tekjur frá Jöfnunarsjóði.
     
7.   1702249 – Rekstraryfirlit, janúar til maí
   
  Lagt var fram rekstraryfirlit fyrir janúar til maí.
     
8.   1707234 – Tillaga um undirbúning að hönnun Sigtúnsgarðs
  Lögð var fram eftirfarandi tillaga bæjarfulltrúa D-lista: Bæjarráð samþykkir að hafin verði undirbúningsvinna að hönnun Sigtúnsgarðs sem samkomusvæðis fyrir íbúa sveitarfélagsins og gesti, þar sem lögð verði áhersla á afþreyingu fyrir fjölskyldur og aðstöðu til skemmtanahalds, s.s. vegna bæjarhátíða, 17. júní og annarra hefðbundinna hátíða. Framkvæmdastjóra sveitarfélagsins er falið að leita tilboða fagaðila í hönnunarvinnu og skipuleggja opinn fund þar sem íbúar geta komið með hugmyndir að útliti og notkun garðsins. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista gegn atkvæði bæjarfulltrúa S-lista. Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, lagði fram eftirfarandi bókun: Það er ákaflega jákvætt að bæjaryfirvöld hafi í hyggju að hefja undirbúning við hönnun Sigtúnsgarðsins með þarfir íbúa sveitarfélagsins í huga. Undirrituð setur þó spurningarmerki við að það sé gert á þessum tímapunkti þar sem tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir miðbæinn er í auglýsingaferli. Ef sú tillaga verður að veruleika mun svæðið fyrir miðbæjargarð minnka til muna frá því sem er í gildandi skipulagi frá árinu 2013. Undirrituð telur því skynsamlegt að bíða með hönnun garðsins þar til liggur fyrir hvort nýtt deiliskipulag fyrir miðbæjarreitinn verður samþykkt. Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista.

1707234

     
9.   1612105 – Verkefnið „Ísland ljóstengt“
  Tilboð í forhönnun vegna ljósleiðarakerfis og gerð umsóknar í Fjarskiptasjóð
  Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að semja við Eflu um verkefnið.

1612105

     
10.   1607086 – Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga skv. lögum um húsnæðismál
  Tilboð í gerð húsnæðisáætlunar fyrir Sveitarfélagið Árborg
  Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að semja við VSÓ ráðgjöf um húsnæðisáætlun.

1607086

     
11.   1707232 – Tillaga Örnu Írar Gunnarsdóttur, S-lista, um frí námsgögn fyrir grunnskólanemendur
  Lögð var fram eftirfarandi tillaga Örnu Írar Gunnarsdóttur, S-lista: „Undirrituð leggur til að frá og með haustinu 2017 fái grunnskólanemendur í Svf. Árborg öll nauðsynleg námsgögn án endurgjalds og að kostnaði vegna tillögunnar verði vísað til viðauka við fjárhagsáætlun.“ Greinargerð: Í skólabyrjun er grunnskólabörnum afhentur innkaupalisti með nauðsynlegum námsgögnum sem þarf að útvega áður en skólaganga hefst. Það er skoðun undirritaðrar að skólaganga barna eigi að öllu leyti að vera án kostnaðar fyrir foreldra. Það að skólinn sjái um að útvega öll námsgögn jafnar aðstöðumun barnanna, minnkar sóun og minnkar truflun sem verður í kennslu þegar nemendur eru ekki með nauðsynleg námsgögn. Kostnaður vegna námsgagnanna hefur áður verið tekinn saman af fræðslustjóra þar sem undirrituð hefur tvisvar áður flutt sams konar tillögu. Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista. Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Bæjarráð felur fræðslustjóra að vinna að verkefninu í samráði við skólastjóra grunnskólanna í sveitarfélaginu. Arna Ír lagði fram eftirfarandi bókun: Það er sérstakt fagnaðarefni að bæjarráð skuli samþykkja tillögu undirritaðrar um að grunnskólanemendur í Svf. Árborg skuli fái frí námsgögn frá nk. hausti nú þegar ég flyt tillöguna í 3.skipti á þessu kjörtímabili. Þetta er ákaflega jákvætt skref og mikilvægt til þess að tryggja jöfnuð meðal nemenda auk þess sem þetta minnkar sóun. Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi S-lista.
1707232
     
12.   1707097 – Tækifærisleyfi – Sumar á Selfossi 2017
  Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi um umsögn um umsókn um tækifærisleyfi vegna hátíðarinnar Sumar á Selfossi
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.

1707097

     
13.   1705354 – Sirkus Íslands á Selfossi sumarið 2017
  Beiðni um afnot af svæði í Sigtúnsgarði fyrir sirkustjald 1. til 14. ágúst.
  Bæjarráð samþykkir erindið.

1705354

     
14.   1706263 – Beiðni Erlings Þórs Erlingssonar um að afsláttur verði veittur af gatnagerðargjöldum af lóðinni Túngötu 38 til samræmis við afslátt af lóðum við Hulduhóla á Eyrarbakka.
  Bæjarráð samþykkir að veita sama afslátt af gatnagerðargjöldum af lóðinni Túngötu 38 og veittur er af lóðum við Hulduhóla á Eyrarbakka.

1706263

     
Erindi til kynningar
15.   1707092 – Tillögur af aðalfundi Umf. Selfoss 2017
  Lagðar voru fram tillögur af aðalfundi UMFS.

1707092

     
16.   1407119 – Viðbygging við Sundhöll Selfoss
  Verklokaskýrsla vegna viðbyggingar við Sundhöll Selfoss.
  Skýrslan var lögð fram .

1407119 – 1

1407119 – 2

     
17.   1707230 – Almannavarnavikur í sveitarfélögum á Suðurlandi, erindi frá lögreglustjóranum á Suðurlandi
  Í erindinu kemur fram að haldnar verði sérstakar almannavarnavikur í hverju sveitarfélagi á Suðurlandi þar sem unnið verði að verkefnum tengdum almannavörnum. Fundað yrði með viðbragðsaðilum og haldinn íbúafundur þar sem almannavarnamál væru kynnt og sérfræðingur á tilteknu sviði fjallaði um það sem væri áhugavert. Bæjarráð fagnar þessu framtaki og hvetur starfsmenn og íbúa til að taka þátt.

1707230

     
18.   1704290 – Kynning – alþjóðaflugvöllur í Árborg
  Lagt fram til kynningar.

1704290

     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:10

 

 

Gunnar Egilsson   Kjartan Björnsson
Eyrún Björg Magnúsdóttir   Helgi Sigurður Haraldsson
Arna Ír Gunnarsdóttir   Ásta Stefánsdóttir