19.6.2015 | 12. fundur bæjarstjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarstjórn » 12. fundur bæjarstjórnar
image_pdfimage_print


12. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 18. júní 2015 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi. 
 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, 2. varaforseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, framkvæmdastjóri,
Helga Þórey Rúnarsdóttir, varabæjarfulltrúi, D-lista,
Ragnheiður Guðmundsdóttir,varabæjafulltrúi, D-lista,
Sigríður Guðmundsdóttir, varabæjarfulltrúi, D-lista,
Íris Böðvarsdóttir, varabæjarfulltrúi, B-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista,
Guðlaug Einarsdóttir, varabæjarfulltrúi, S-lista,
Guðfinna Gunnarsdóttir, varabæjarfulltrúi, Æ-lista.

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Sandra Dís Hafþórsdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð fundarkonur velkomnar á 12. fund bæjarstjórnar sem tileinkaður er 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.

Dagskrá:

1.         1505239
            Yfirlýsing um samstarf við lögregluna á Suðurlandi gegn heimilisofbeldi
            Fulltrúi lögreglu kemur inn á fundinn og kynnir verkferla og tölulegar upplýsingar.

Rúnar Þór Steingrímsson, fulltrúi lögreglunnar á Suðurlandi kom á fundinn og kynnti verklagsreglur um meðferð og skráningu heimilisofbeldismála sem tilkynnt eru til lögreglunnar. Einnig fór hann yfir tölulegar upplýsingar um heimilisofbeldi.

Sandra Dís Hafþórsdóttir, 2. varaforseti bæjarstjórnar þakkaði Rúnari fyrir góða kynningu og las upp tillögu að samstarfsyfirlýsingu milli sveitarfélaga á Suðurlandi og lögreglunnar á Suðurlandi.

Sveitarfélögin á Suðurland samþykkja að beita sér fyrir átaki gegn heimilisofbeldi í samvinnu við lögregluna á Suðurlandi.  Um nánari útfærslu er vísað til samstarfs lögreglu og félagsþjónustu sveitarfélaganna en það samstarf hófst í upphafi ársins.

Lögreglustjóri skal gera grein fyrir árangri af verkefninu á fundi samstarfsnefndar lögreglu og sveitarfélaga á Suðurlandi ár hvert og oftar sé þess óskað.

Sveitarfélögin og embætti lögreglustjórans á Suðurlandi munu vinna saman að þessu verkefni í samráði við hagsmunasamtök og aðra sem geta lagt verkefninu lið.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:

„Undirritaðar fagna undirritun þessarar yfirlýsingar á hátíðarfundinum hér í dag. Það er gríðarlega þýðingarmikið að Lögregluembættið á Suðurlandi í samstarfi við félagsþjónustusvæðin vinni eftir nýjum verklagsreglum um meðferð og skráningu heimilisofbeldis. Við verðum öll að taka höndum saman til þess að vinna gegn því samfélagsmeini sem heimilisofbeldi er og gera okkar besta þannig að inngrip á upphafsstigum og eftirfylgni mála hafi forvarnargildi varðandi frekara ofbeldi. Vonandi sjáum við með breyttu verklagi m.a. þann árangur að færri konur og börn þurfi að nýta sér þjónustu kvennaathvarfs og fleiri karlar nýti sér meðferðarúrræðið „karlar til ábyrgðar“.“ Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista Guðlaug Einarsdóttir, varabæjarfulltrúi, S-lista

Guðlaug Einarsdóttir, S-lista tók til máls.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista tók til máls og tók undir bókun bæjarfulltrúa S-lista.

Yfirlýsingin var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

II.      Fundargerðir til kynningar

1.        a) 1501029
            Fundargerð félagsmálanefndar                                 11. fundur                  frá    6. maí
https://www.arborg.is/11-fundur-felagsmalanefndar-2/

b) 37. fundur bæjarráðs ( 1501025 ) frá 13. maí

https://www.arborg.is/37-fundur-baejarrads-2/ 

 2.     a) 1501028
            Fundargerð fræðslunefndar                                      10. fundur                  frá 19. maí
https://www.arborg.is/10-fundur-fraedslunefndar-2/

          b) 1501031
            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar              14. fundur                  frá 20. maí
https://www.arborg.is/14-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar-2/
           c) 38. fundur bæjarráðs ( 1501025 ) frá 28. maí
            https://www.arborg.is/38-fundur-baejarrads-2/

3.       a) 39. fundur bæjarráðs ( 1501025 ) frá   4. júní
https://www.arborg.is/39-fundur-baejarrads-2/

  • liður 1 b), Arna Ír Gunnarsdóttir S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 21. maí, lið 1, málsnr. 1501029 – Fundargerð félagsmálanefndar frá 6. maí lið 4, Starfsár Félags eldri borgara 2014.
  • liður 1 b) Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 21. maí, lið 4, málsnr. 1408010 – Tillaga vegna 100 ára afmælis kosningarréttar kvenna.
  • liður 2 c) Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 28. maí, lið 9, málsnr. 1502008 – Tvöföldun Suðurlandsvegar.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista tók til máls.

  • liður 2 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 19. maí, lið 4, málsnr. 1504026 – Tölvumál Vallaskóla.
  • liður 2 a) Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 19. maí.
  • liður 3 a) Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 4. júní, lið 2, málsnr. 1505126 – Fundargerðir þjónustusvæðis Suðurlands í málefnum fatlaðs fólks.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða. 

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls og fór yfir sögu þeirra kvenna sem fyrstar tóku sæti í hreppsnefndum og bæjarstjórn í Sveitarfélaginu Árborg.

Gert var fundarhlé.

Fundi var framhaldið.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun fundarins:
Hátíðarfundur í Bæjarstjórn Árborgar haldinn í tilefni af 100 ára kosningaafmæli kvenna vill minnast þeirra kvenna sem vörðuðu veginn og urðu fyrstar til að taka sæti í hreppsnefndum þeirra sveitarfélaga sem síðar urðu að Svf. Árborg.  

Í Selfosshreppi tók fyrst kvenna sæti Unnur Þorgeirsdóttir árið 1958. 

Í Sandvíkurhreppi tók fyrst kvenna sæti Anna Valdimarsdóttir 1973 

Í Eyrarbakkahreppi tók fyrst kvenna sæti Valgerður Sveinsdóttir 1970. 

Í Stokkseyrarhreppi tók fyrst kvenna sæti Margrét Frímannsdóttir 1982. 

Hátíðarfundurinn minnist mikilsverðs framlags þeirra með virðingu og þakklæti. Þær ruddu brautina með setu sinni í hreppsnefnd og sýndu kjark með því að hefja gönguna inn á vettvang sem áður hafði eingöngu verið skipaður körlum.

Sandra Dís Hafþórsdóttir, 2. varaforseti bæjarstjórnar tók til máls og þakkaði fundarkonum fyrir fundinn.

Fleira ekki gert.
Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:40

Ásta Stefánsdóttir                                              Sandra Dís Hafþórsdóttir

Helga Þórey Rúnarsdóttir                                  Ragnheiður Guðmundsdóttir

Sigríður Guðmundsdóttir                                   Íris Böðvarsdóttir

Arna Ír Gunnarsdóttir                                        Guðlaug Einarsdóttir

Guðfinna Gunnarsdóttir                                    Rósa Sif Jónsdóttir, ritari