16.3.2006 | 128. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Framkvæmda- og veitustjórn » 128. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
image_pdfimage_print

 

 

128. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, haldinn fimmtudaginn 16.mars 2006 kl. 16:00 í Rauðahúsinu Eyrarbakka.

 

 

Mættir:

Þorvaldur Guðmundsson

Gylfi Þorkelsson

Torfi Áskelsson

Arnar Freyr Ólafsson

Ásbjörn Ó. Blöndal, veitustjóri

Páll Leó Jónsson

Rósa Sif Jónsdóttir, sem ritaði fundargerð

 

 

 

 

Gestir:Einar Njálsson bæjarstjóri,Guðmundur Þorsteinsson, Þorfinnur Snorrason,Jón Tryggvi Guðmundsson og Páll Kristinsson.

 

Frá ÍSOR: Guðni Axelsson, Magnús Ólafsson og Árni Hjartarson

 

Formaður lagði fram breytingu á dagskrá sem var samþykkt.

 

 

Dagskrá:

 

 

1.

Skýrsla um neysluvatnfölun; næstu skref.

 

Áætlun um frekari virkjanir hitaveitu við Ósabotna.

 

Guðni Axelsson fór yfir vinnu ÍSOR fyrir Selfossveitur og Vatnsveitu Árborgar að undanförnu og í gegnum árin.

 

Magnús Ólafsson greindi frá helsur niðurstöðum úr efnaeftirliti á jarðhitasvæði Selfossveitna.

 

Guðni Axelsson fjallaði um afkastagetu jarðhitakerfis í Ósabotnum. Guðni talaði einnig um virkjanir að Ósabotnum í fjarveru Kristjáns Sæmundssonar og sett fram hugmyndir Kristjáns að frekari jarðhitavinnslu þar.

 

Árni Hjartarson fjallaði að lokum um stöðu neysluvatnsvinnslu á vatnsveitusvæðum Vatnsveitu Árborgar og virkjanamöguleika til öflunar vatns í framtíðinni.

 

 

2.

Húsnæðismál Austurvegi 67.

 

Formaður lagði fram tillögu framkvæmdastjóra um húnsnæðismál að Austurvegi 67. Sjá tillögu 

 

Tillaga:
Eins og áður hefur verið rætt í stjórn f&v þarf að bæta aðstöðu starfseminnar að Austurvegi 67. Við sameiningu veitna og annarrar tæknistarfsemi sveitarfélagsins minnkaði athafnarými innanhúss um 71 % eða úr um 870 fermetrum í 255 fermetra. Gerð hefur verið húsrýmisáætlun fyrir starfsemina og lætur nærri að byggingarþörf sé í kringum 550 – 750 fermetrar iðnaðarhúsnæðis, um 200 fermetrar fyrir skrifstofu- og þjónustuhúsnæði og 500 fermetrar í hálfupphituðu/óupphituðu skemmu-/geymslurými.

 

Til að mæta allra brýnustu þörfinni samþykkir stjórn framkvæmda- og veitusviðs að leggja til við bæjarstjórn að hafist verði handa nú þegar við hönnun viðbygginga við núverandi iðnaðar – og skrifstofuálmur sem taki til um 230 fermetra stækkun á iðnaðarálmu og um 95 fermetra stækkun á skrifstofu og þjónustuálmu. Jafnframt verði leyst úr skorti á bílastæðum. Viðbyggingarnar verði í útlitshönnun eins og byggingarálmurnar sem fyrir eru og verði þær stækkaðar til austurs. Áætlaður byggingarkostnaður er 50 mkr. Viðbyggingarnar verði tilbúnar sumarið 2007.

Framkvæmdastjóri

 

Tillagan var samþykkt samhljóða.

3.

Önnur mál.

 

Engin

 

       

 

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 18:10