2.11.2018 | 13. fundur bæjarráðs

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarráð » 13. fundur bæjarráðs
image_pdfimage_print


13. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022 haldinn fimmtudaginn 1. nóvember 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00. 

Mætt:
Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi, Á-lista
Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri

Bæjarráð vill í upphafi fundar koma á framfæri :
Bæjarráð vottar samúð sína aðstandendum þeirra sem létust í mannskæðum bruna á Selfossi í gær og virðingu þeim sem létust.
Einnig vill bæjarráð koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem unnu á vettvangi fyrir þá framúrskarandi fagmennsku sem þar átti sér stað.

Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn um rekstrarleyfi í flokki II að Austurvegi 7, Selfossi. Var það samþykkt samhljóða.

Dagskrá: 

Almenn erindi
1.   1806198 – Starfshópur – ný heimasíða og innri síða
  Kristinn Grétar Harðarson kynnti vinnu starfshóps við val á samstarfsaðila vegna nýrrar heimasíðu sveitarfélagsins.
     
2.   1810155 – Áskorun – heilsuræktarstyrkir fyrir eldri borgara
2-1810155
  Áskorun frá Félagi eldri borgara á Selfossi um að Sveitarfélagið Árborg taki upp heilsuræktarstyrki fyrir eldri borgara í Árborg
  Bæjarráð þakkar erindið og vísar því til vinnu við fjárhagsáætlun.
     
3.   1810133 – Stofnun stöðu aðstoðarleikskólastjóra að nýju í heilsuleikskólanum Brimveri/Æskukoti
3-1810133
  Beiðni frá fræðslustjóra, dags. 16. október, þar sem óskað er eftir að stofnuð verði ný staða aðstoðarleikskólastjóra á leikskólanum Brimver/Æskukot.
  Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til vinnu við fjárhagsáætlun.
     
4.   1810173 – Ágóðahlutagreiðsla 2018
4-1810173
  Tilkynning um ágóðahlutagreiðslu til Sveitarfélagsins Árborgar 2018.
  Lagt fram til kynningar.
     
5.   1809091 – Bókun framkvæmdastjórnar Umf. Selfoss vegna uppbyggingar íþróttamannvirkja
5-1809091
  Svar við erindi bæjarráðs um framtíðarsýn um uppbyggingu íþróttamannvirkja. Afstaða fundar framkvæmdastjórnar Umf. Selfoss frá 15. október.
  Lagt fram til kynningar.
     
6.   1810125 – Styrkbeiðni – rekstur Aflsins Akureyri 2019
6-1810125
  Styrkbeiðni frá Aflinu, dags. 4. október, vegna reksturs Aflsins 2019.
  Bæjarráð telur sér ekki fært að verða við erindinu.
     
7.   1810146 – Tenging Flóahrepps við ljósleiðarakerfi Árborgar
7-1810146
  Beiðni Guðmundar Daníelssonar, f.h. Flóaljóss, dags. 15. október, um leyfi til að leggja ljósleiðararör í landi Árborgar vegna fyrirhugaðrar endurnýjunar Flóahrepps á grunninnviðum fjarskipta í sveitarfélaginu.
  Bæjarráð samþykkir erindið fyrir hönd landeiganda.
     
8.   1810209 – Uppbygging íþróttamannvirkja á Selfossvelli
8-1810209
  Bæjarráð samþykkir að settur verði á fót undirbúningshópur um fyrirhugaða uppbyggingu íþróttamannvirkja á Selfossi og felur bæjarstjóra að leita eftir tillögum um þátttakendur í hópinn í samræmi við tillögu menningar- og frístundafulltrúa.
     
9.   1810216 – Umsókn um vilyrði fyrir lóð fyrir Vélaverkstæði Þóris, Larsenstræti 10 og 12
9-1810216
  Umsókn frá Vélaverkstæði Þóris um vilyrði fyrir lóðunum við Larsenstræti 10 og 12 á Selfossi. Óskað er eftir að sameina lóðir og byggja yfir starfsemi fyrirtækisins á einum stað.
  Umsóknin er samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu.

Gunnar Egilsson, D-lista, lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég greiði atkvæði gegn því að gefin verði vilyrði fyrir úthlutun lóða við Larsenstræti. Það er ekki vegna þess að ég hafi neitt á móti því að þessir aðilar fái lóðir, heldur vegna þess að starfsemin samræmist ekki deiliskipulagi svæðisins. Einnig vil ég benda á að ef lóðir við Larsenstræti eru tilbúnar til úthlutunar þá á að auglýsa þær skv. reglum sveitarfélagsins um lóðaúthlutun og gefa öllum kost á að sækja um.

     
10.   1810215 – Umsókn um vilyrði fyrir lóð fyrir RARIK ohf., Larsenstræti 16
10-1810215
  Umsókn frá Rarik ohf., dags. 30. október, þar sem óskað er eftir vilyrði fyrir lóðinni Larsenstræti 16, Selfossi.
  Umsóknin er samþykkt með tveimur atkvæðum gegn einu.

Gunnar Egilsson D-lista lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég greiði atkvæði gegn því að gefin verði vilyrði fyrir úthlutun lóða við Larsenstræti. Það er ekki vegna þess að ég hafi neitt á móti því að þessir aðilar fái lóðir, heldur vegna þess að starfsemin samræmist ekki deiliskipulagi svæðisins. Einnig vil ég benda á að ef lóðir við Larsenstræti eru tilbúnar til úthlutunar þá á að auglýsa þær skv. reglum sveitarfélagsins um lóðaúthlutun og gefa öllum kost á að sækja um.

     
11.   1804061 – Upplýsingar – breytingar á fjárhagsáætlun fyrir árið 2016
11-1804061
  Svarbréf fjármálastjóra við erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 13. september, um viðauka við fjárhagsáætlun 2016.
  Lagt fram til kynningar.
     
12.   1810130 – Umsögn – tillaga til þingsályktunar um dag nýrra kjósenda
12-1810130
  Beiðni frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, dags. 15. október, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um dag nýrra kjósenda, mál 27.
  Lagt fram til kynningar.
     
13.   1810207 – Umsögn – frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna afnáms um uppreist æru
13-1810207
  Beiðni frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 25. október, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna afnáms um uppreist æru, mál 222.
  Lagt fram til kynningar.
     
14.   1810206 – Umsögn – frumvarp til laga um skráningu og mat fasteigna, ákvörðun matsverðs
14-1810206
  Beiðni frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 25. október, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um skráningu og mat fasteigna (ákvörðun matsverðs), mál 212.
  Lagt fram til kynningar.
     
15.   1810208 – Umsögn – tillaga til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins með sérstöku tilliti til bújarða
15-1810208
  Beiðni atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 29. október, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins með sérstöku tilliti til bújarða, mál 20.
  Lagt fram til kynningar.
     
16.   1810218 – Erindisbréf hverfisráða Árborgar
16-1810218
  Tillaga um að endurnýja umboð hverfisráða í sveitarfélaginu.
  Bæjarráð samþykkir að koma á fót hverfisáðum í sveitarfélaginu.
Bæjarstjóra verði falið vinna erindisbréf með nýjum áherslum fyrir hverfisráð og auglýsa eftir áhugasömum aðilum.
Unnið verður út frá því að hverfisráðin verði fjögur talsins eins og hefur verið og bæjarfulltrúar verði hverfisráðunum til ráðgjafar.
     
17.   1810222 – Fyrirspurn frá fulltrúa D-lista – kostnaður við setu varamanns í bæjarráði og bæjarstjórn
17-1810222
  Hver er áfallinn kostnaður sveitarfélagsins við að varamaður situr flesta fundi bæjarráðs og bæjarstjórnar sem fulltrúi Á-lista er kjörinn til að sitja, þ.e. kostnaður umfram fasta þóknun bæjarfulltrúa, sem viðkomandi aðalmaður þiggur?

Svar:
Fyrir hvern setinn bæjarráðsfund fær varamaður greiddar kr. 16.833. Varamenn Á-lista hafa setið 10 fundi bæjarráðs. Þessi háttur á greiðslum vegna funda bæjarráðs hefur verið viðhafður a.m.k. frá árinu 2003.

     
18.   1810221 – Fyrirspurn frá fulltrúa D-lista – samningur um framkvæmdir við Larsenstræti
18-1810221
  Samþykkt hefur verið vilyrði fyrir úthlutun á lóð við Larsenstræti. Hefur farið fram uppgjör á grundvelli samnings um framkvæmdir við Larsenstræti og ef svo er ekki, er það mál í vinnslu hjá sveitarfélaginu?

Svar:
Árið 2006 var veitt vilyrði fyrir lóðum við Larsenstræti til Jáverks ehf. og samningur gerður árið 2010 um uppbyggingu á svæðinu. Í samningum kemur fram að ef ekki hefur verið sótt um lóðirnar eða vilyrði framlengt fyrir 31.júlí 2015 og sveitarfélagið ætli að nýta lóðirnar sjálft eða úthluta, skuli fara fram uppgjör samkv. samningi frá árinu 2010. Samkvæmt því þarf sveitarfélagið að greiða Jáverki ehf. hlut í þeim framkvæmdum sem átt hafa sér stað í gatnagerð svæðisins. Beðið er viðbragða frá Jáverki ehf. vegn boðs sveitarfélagsins um uppgjör en einnig var fundað með þeim til að útskýra ástæðu þess að sveitarfélagið leysti lóðirnar til sín.

     
19.   1810219 – Fyrirspurn frá fulltrúa D-lista – viðræður um fjármögnun framkvæmda hita- og fráveitu við félag í eigu lífeyrissjóða
19-1810219
  Aðilar sem starfa fyrir félag í eigu lífeyrissjóða hafa verið í viðræðum við sveitarfélög um að koma að fjármögnun stærri framkvæmda, s.s. hita- og fráveitu, með því að gerast eignaraðilar að hlut í viðkomandi veitum. Á Sveitarfélagið Árborg, eða hefur átt, í slíkum viðræðum vegna fjármögnunar framkvæmda við hitaveitu eða fráveitu?

Svar:
Summa rekstrarfélag hf. hefur kynnt bæjarstjóra starfsemi sína og er félagið nú að skoða hvort Innviðasjóður lífeyrissjóðanna geti með einhverjum hætti komið að framfaramálum í fráveitu Árborgar.

Summa rekstrarfélag er fjármálafyrirtæki með starfsleyfi til reksturs sjóða og fjárfestingarráðgjafar. Summa rekur Innviðasjóð, sem er í eigu íslenskra lífeyrissjóða og fæst við hagræna innviði (e. economic infrastructure) á Íslandi. Sjóðurinn getur tekið þátt í verkefnum ásamt ríki og sveitarfélögum og minnkað þannig áhættu og skuldsetningu hins opinbera. Opinberum aðilum gefst þá aukið rými til fjárfestinga í samfélagslegum innviðum, t.d. skólamálum.

     
20.   1810209 – Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista um kostnað við hönnunarvinnu á íþróttasvæðinu við Engjaveg
20-1810209
  Óskað er eftir að lagt verði fram yfirlit yfir kostnað við hönnunarvinnu vegna þeirra hugmynda sem kynntar hafa verið að nýrri útfærslu á íþróttasvæðinu við Engjaveg.

Svar:
Greiddar hafa verið 3,5 milljónir króna vegna vinnu Alark arkitekta við útfærslu á íþróttasvæðinu.

     
21.   1507134 – Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista um útgáfu á framkvæmdaleyfi vegna miðbæjar Selfoss
21-1507134
  Hver er staðan á útgáfu framkvæmdaleyfis til Sigtúns Þróunarfélags fyrir uppbyggingu í miðbæ Selfoss?

Svar:
Beðið er eftir að Sigtún þróunarfélag ljúki þeim hluta verkhönnunar sem varðar veituframkvæmdir, í samráði við veitufyrirtæki. Að því búnu og í samræmi við samning um uppbyggingu í miðbæ Selfoss, getur bæjarráð gefið út framkvæmdaleyfi.

     
22.   1708133 – Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista um hver staðan er á þarfagreiningu og undirbúningi við byggingu skóla í landi Bjarkar.
22-1708133
  Hver er staðan á þarfagreiningu og undirbúningi að byggingu skóla í landi Bjarkar og hvenær er áætlað að nýr skóli taki til starfa?

Svar:
Að lokinni hugmyndavinnu liggur fyrir skýrsla um faglegar áherslur og starfsemi skólans. Byggingarnefnd hefur fundað nokkrum sinnum í haust og nú er verið að semja við verkefnisstjóra sem hefur reynslu af sambærilegum verkefnum. Hann mun vinna þarfagreiningu og forsögn. Vonast er til að þeirri vinnu ljúki fljótlega upp úr áramótum.
Nefndin hefur skoðað gögn frá öðrum sveitarfélögum og fengið kynningu frá Verkís um nálgun, verklag og stjórnun sambærilegs verkefnis. Stefnt er að því að taka fyrsta áfanga skólans í notkun haustið 2021.

     
23.   1711264 – Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista um stöðu á uppbyggingu leikskóla í Árborg
23-1711264
  Hver er staðan á uppbyggingu leikskóla í Árborg eftir að ákveðið var að taka ekki tilboðum sem bárust í stækkun leikskólans Álfheima og hvenær er áætlað að taka fleiri leikskólapláss í notkun?

Svar:
Stefnt er að því að nýr leikskóli verði tekinn í notkun haustið 2020. Fram að þeim tíma kann að reynast nauðsynlegt að grípa til tímabundinna ráðstafana til að fjölga leikskólaplássum. Verið er að setja af stað vinnu við að skoða hvaða aðgerða er þörf og verður það gert í samráði við fræðslusvið sveitarfélagsins.

     
24.   1810217 – Tækifærisleyfi – árshátíð starfsfólks Árborgar í íþróttahúsi Vallaskóla
24-1810217
  Beiðni um tækifærisleyfi vegna árshátíðar starfsfólks Árborgar í íþróttahúsi Vallaskóla laugardaginn 3. nóvember.
  Bæjarráð samþykkir erindið.
     
25.   1810226 – Tillaga um stofnun starfshóps um hönnun á útisvæði Sundhallar Selfoss
25-1810226
25-1810226-
  Tillaga frá menningar- og frístundafulltrúa, dags. 30. október, um að stofnaður verði starfshópur um hönnun útisvæðis fyrir Sundhöll Selfoss.
  Lagt er til að stofnaður verði starfshópur um hönnun útisvæðis fyrir Sundhöll Selfoss. Hópurinn myndi vinna með hönnuðum að framtíðarskipulagi útisvæðisins sem síðan væri hægt að framkvæma í áföngum næstu árin.
Vitað er að skólasundkennsla er komin að þolmörkum í sundlauginni og nauðsynlegt að bæta við nýrri útilaug til kennslu sem og stækka barnalaug, endurnýja rennibrautir og fjölga heitum pottum.
Í fjárhagsáætlun 2018 var gert ráð fyrir fjármagni í þjónustukaup af fagaðilum sem myndu aðstoða sveitarfélagið við forhönnun á útisvæði Sundhallar Selfoss.
Lagt er til að í starfshópnum verði 2-3 kjörnir fulltrúar ásamt fulltrúum framkvæmdasviðs og menningar- og frístundasviðs.Bæjarráð samþykkir tillöguna. Fulltrúar bæjarstjórnar verði Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Gunnar Egilsson og Gunnar Borgþórsson. Bæjarstjóra falið að kalla eftir fulltrúum framkvæmdasviðs og menningar- og frístundasviðs.
     
26.   1805143 – Rekstrarleyfisumsögn – Kaffi Krús
26-1805143
  Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 23. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í flokki II að Austurvegi 7.
  Bæjarráð samþykkir erindið.
     
Fundargerðir til kynningar
27.   1806174 – Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar 2018 – ný nefnd
  12. fundur haldinn 15. október
13. fundur haldinn 24. október.
  Lagt fram til kynningar.
     
28.   1806176 – Fundargerðir íþrótta- og menningarnefndar 2018 – ný nefnd
  3. fundur haldinn 16. október.
  Lagt fram til kynningar.
     
29.   1806173 – Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 2018 – ný nefnd
  7. fundur haldinn 17. október.
  Bæjarráð vísar 16. lið fundargerðarinnar til afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs.
     
30.   1708133 – Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki
30-1708133
  4. fundur haldinn 16. október.
  Lagt fram til kynningar.
     
31.   1802019 – Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2018
31-1802019
  864. fundur haldinn 10. október.
  Lagt fram til kynningar.
     
32.   1802026 – Fundargerðir fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga 2018
32-1802026
  189. fundur haldinn 12. október.
  Lagt fram til kynningar.
     
33.   1802004 – Fundargerðir stjórnar SASS 2018
33-1802004
  538. fundur haldinn 17. október.
  Lagt fram til kynningar.
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:00.

Eggert Valur Guðmundsson   Sigurjón Vídalín Guðmundsson
Gunnar Egilsson   Gísli Halldór Halldórsson