25.6.2015 | 13. fundur bæjarstjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarstjórn » 13. fundur bæjarstjórnar
image_pdfimage_print


13. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 24. júní 2015 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi. 
 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Kjartan Björnsson, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista, framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Viðar Helgason, Æ-lista.

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

Dagskrá:

I.
a) 1501029
            Fundargerð félagsmálanefndar                                 12. fundur                  frá    3. júní
https://www.arborg.is/12-fundur-felagsmalanefndar/

b) 1501026
            Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar            11. fundur                  frá    3. júní
https://www.arborg.is/11-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar-2/

Úr fundargerð félagsmálanefndar samanber 40. fund bæjarráðs til afgreiðslu:

 • liður 4, málsnr. 1506008 – Reglur um sérstakar húsaleigubætur, bæjarráð vísar reglunum til bæjarstjórnar.
 • liður 5, málsnr. 1506007 – Reglur um félagslegt leiguhúsnæði, bæjarráð vísar reglunum til bæjarstjórnar.
 • liður 6, málsnr. 1506006 – Reglur um fjárhagsaðstoð, bæjarráðs vísar reglunum til bæjarstjórnar.
 • liður 7, málsnr. 1506009 – Öldungaráð, bæjarráð vísar samþykktinni til bæjarstjórnar.

Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar samanber 40. fund bæjarráðs til afgreiðslu:

 • liður 9, málsnr. 1103050 – Tillaga að deiliskipulagi miðhverfis Eyrarbakka. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst.
 • liður 10, málsnr. 1209098 – Tillaga að aðalskipulagi fjörustígs. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.
 • liður 17, málsnr. 1205364 – Skipulagslýsing miðbæjar Selfoss. Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði auglýst og kynnt.c) 40. fundur bæjarráðs ( 1501025 ) frá 11. júní
              https://www.arborg.is/40-fundur-baejarrads-2/

 

 1.  a) 1501031
  Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar                          15. fundur       frá 10. júní
  https://www.arborg.is/15-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar-2/b) 1501030
  Fundargerð íþrótta- og menningarnefndar                           11. fundur       frá 10. júní            https://www.arborg.is/11-fundur-ithrotta-og-menningarnefndar-2/

  c) 1501028
  Fundargerð fræðslunefndar                                                  11. fundur       frá 11. júní            https://www.arborg.is/56201/

  d) 41. fundur bæjarráðs ( 1501025 ) frá 18. júní
  https://www.arborg.is/41-fundur-baejarrads-2/ 

 • liður 1 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð félagsmálanefndar frá 3. júní – Ritun fundargerða.
 • liður 1 a) Fundargerð félagsmálanefndar frá 3. júní, lið 4, málsnr. 1506008 – Reglur um sérstakar húsaleigubætur. Lagt er til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Ari Björn Thorarensen, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tóku til máls.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu bæjarfulltrúa S-lista:
Undirrituð leggja til að dagskrárliðnum, reglur um sérstakar húsleigubætur, verði frestað, og félagsmálanefnd og félagsmálastjóra verði falið að koma fram með sértækar tillögur sem taka til þess hóps sem verður fyrir mikilli skerðingu á sérstökum húsaleigubótum vegna hinna nýju reglna.
Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi,S-lista Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista

Tillaga Eggerts Vals Guðmundssonar, S-lista, og Örnu Írar Gunnarsdóttur, S-lista, um reglur um sértakar húsaleigubætur var borin undir atkvæði og felld með með fimm atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista gegn fjórum atkvæðum bæjarfulltrúa B-, S- og Æ-lista.

Reglurnar um sérstakar húsaleigubætur voru bornar undir atkvæði og samþykktar með sjö atkvæðum bæjarfulltrúa B-, D- og Æ-lista gegn tveim atkvæðum bæjarfulltrúa S-lista.

Eggert Valur Guðmundsson S-lista tók til máls og gerði grein fyrir atkvæðum bæjarfulltrúa S-lista:
Undirrituð geta ekki samþykkt þær reglur um sérstakar húsleigubætur sem hér eru til afgreiðslu. Ákveðinn hópur fólks sem ekki hefur neina möguleika á að auka tekjur sínar, er skilinn eftir með aukna greiðslubyrði og það getum við ekki sætt okkur við. Undirrituð greiða því atkvæði á móti þessari útfærslu reglna um sérstakar húsleigubætur, sem hér eru lagðar fram af meirihluta -D lista.

                   Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista

                   Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista

Gunnar Egilsson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tóku til máls og gerðu grein fyrir atkvæði sínu.

 • liður 1 a) Fundargerð félagsmálanefndar frá 3. júní, lið 5, málsnr. 1506007 – Reglur um félagslegt leiguhúsnæði. Lagt er til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls.

Reglurnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar með sjö atkvæðum bæjarfulltrúa B-, D- og Æ-lista, bæjarfulltrúar S-lista sátu hjá.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæðum bæjarfulltrúa S-lista:
Á síðasta kjörtímabili breytti meirihluti D-lista reglum um lengd  búsetu í sveitarfélaginu varðandi rétt fólks til þess að sækja um félagslegar íbúðir úr einu ári í þrjú ár. Bæjarfulltrúar S-lista mótmæltu þessari breytingu kröftuglega þegar hún var lögð fram. Nú hefur meirihlutinn séð að sér og breytir fyrri ákvörðun og er það fagnaðarefni. Álit undirritaðra hefur ekki breyst varðandi þetta mál og það er okkar skoðun að föst búseta í sveitarfélaginu í eitt ár eigi duga til að eiga möguleika á að sækja um félagslega íbúð. Undirrituð sitja því hjá við afgreiðslu málsins.

Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi, S-lista

Arna Ír Gunnarsdóttir,bæjarfulltrúi, S-lista

Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls.

 • liður 1 a) Fundargerð félagsmálanefndar frá 3. júní, lið 6, málsnr. 1506006 – Reglur um fjárhagsaðstoð. Lagt er til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar.

Reglurnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.

 • liður 1 a) Fundargerð félagsmálanefndar frá 3. júní, lið 7, málsnr. 1506009 – Öldungaráð. Bæjarráð vísar samþykktinni til bæjarstjórnar.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tóku til máls.

Lagt er til að vísa samþykktum fyrir öldungaráð til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.

Var það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.              

 • liður 1 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 3. júní, lið 9, málsnr. 1103050 – Tillaga að deiliskipulagi miðhverfis Eyrarbakka. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 1 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 3. júní, lið 10, málsnr. 1209098 – Tillaga að aðalskipulagi fjörustígs. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, og Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tóku til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 1 b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 3. júní, lið 17, málsnr. 1205364 – Skipulagslýsing miðbæjar Selfoss. Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði auglýst og kynnt.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 1 c) Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 11. Júní, lið 13, málsnr. 1501242 – Þakkir fyrir styrk við útgáfu leiðarvísis um hjólaleiðir í Árnessýslu.
 • liður 2 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 10. júní, lið 1, málsnr. 1506053 – Val á orkuöflunarsvæði hitaveitu með AHP.

Ari Björn Thorarensen, D-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir.

 

II      1505206
         Kosning í embætti innan bæjarstjórnar til eins árs  

 1. Kosning forseta til eins árs
 2. Kosning 1. varaforseta til eins árs
 3. Kosning 2. varaforseta til eins árs                                 
 4. Kosning tveggja skrifara til eins árs
 5. Kosning tveggja varaskrifara til eins árs

   1. Kosning forseta til eins árs.
Lagt var til að Ari Björn Thorarensen, D-lista, yrði kosinn forseti bæjarstjórnar til eins árs.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða

Kjartan þakkaði fyrir sig  og Ari Björn tók við stjórn fundarins.

 1. Kosning 1. varaforseta til eins árs
  Lagt var til að Kjartan Björnsson, D-lista,  yrði kosinn 1. varaforseti til eins árs.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 1. Kosning 2. varaforseta til eins árs
  Lagt var til að Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, yrði kosin 2. varaforseti til eins árs.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða

 1. Kosning tveggja skrifara til eins árs
  Lagt var til að Gunnar Egilsson og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, yrðu kosin skrifarar til eins árs.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 1. Kosning tveggja varaskrifara til eins árs
  Lagt var til að Kjartan Björnsson og Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, yrðu kosin varaskrifarar til eins árs.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

III.       1505206
Kosning þriggja fulltrúa í bæjarráð til eins árs og þriggja til vara sbr. 1.tl. A-lið 46. gr. bæjarmálasamþykktar nr. 679/2013 með síðari breytingum:

Aðalmenn:                                                     Varamenn:
Gunnar Egilsson                                               Kjartan Björnsson
Sandra Dís Hafþórsdóttir                              Ari Björn Thorarensen
Helgi Sigurður Haraldsson                            Íris Böðvarsdóttir

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

IV:   1505206
Kosning í kjörstjórnir til eins árs sbr.2. tl. A-lið 46. gr. bæjarmálasamþykktar nr. 679/2013 með síðari breytingum:

 1. Yfirkjörstjórn, þrír fulltrúar og þrír til vara
2. Undirkjörstjórn 1, þrír fulltrúar og þrír til vara
3. Undirkjörstjórn 2, þrír fulltrúar og þrír til vara
4. Undirkjörstjórn 3, þrír fulltrúar og þrír til vara
5. Undirkjörstjórn 4 (Stokkseyri), þrír fulltrúar og þrír til vara
6. Undirkjörstjórn 5 (Eyrarbakki), þrír fulltrúar og þrír til vara 

Lagt var til að eftirtaldir verði kosnir í kjörstjórnir til eins árs.

 1. Yfirkjörstjórn, þrír fulltrúar og þrír til vara.
  Aðalmenn:                                                            Varamenn:
  Ingimundur Sigurmundsson                     Lára Ólafsdóttir
  Steinunn Fjóla Sigurðardóttir                   Sigurbjörg Gísladóttir
  Bogi Karlsson                                                Þórunn Jóna Hauksdóttir

 

 1. Undirkjörstjórn 1, þrír fulltrúar og þrír til vara

Aðalmenn:                                                         Varamenn:
Erlendur Daníelsson                                      Þorgrímur Óli Sigurðsson
Gunnar Gunnarsson                                      Hólmfríður Einarsdóttir
Ólafur Bachmann Haraldsson                       Svanborg Egilsdóttir

 

 1. Undirkjörstjórn 2, þrír fulltrúar og þrír til vara

Aðalmenn:                                                           Varamenn:
Erling Rúnar Huldarsson                        Magnús Jóhannes Magnússon
Ingibjörg Jóhannesdóttir                         Ingveldur Guðjónsdóttir
Valdemar Bragason                                   Gunnar Þorkelsson

 1. Undirkjörstjórn 3, þrír fulltrúar og þrír til vara

Aðalmenn:                                                           Varamenn:
Kristín Björnsdóttir                                       Elvar Ingimundarson
Hafdís Kristjánsdóttir                                   Anna Ingadóttir
Ragnhildur Benediktsdóttir                          Jónína Halldóra Jónsdóttir

 

 1. Undirkjörstjórn 4 (Stokkseyri), þrír fulltrúar og þrír til vara

Aðalmenn:                                                     Varamenn:
Ingibjörg Ársælsdóttir                                   Helga Björg Magnúsdóttir
Björn Harðarson                                            Bjarkar Snorrason
Ragnhildur Jónsdóttir                                   Guðni Kristjánsson

 

 1. Undirkjörstjórn 5 (Eyrarbakki), þrír fulltrúar og þrír til vara

Aðalmenn:                                                     Varamenn:
Lýður Pálsson                                                Arnar Freyr Ólafsson
María Gestsdóttir                                          Þórarinn Ólafsson
Birgir Edwald                                               Arnrún Sigurmundsdóttir

 

Var það samþykkt samhljóða.        

 V. 1505208
Tillaga um fyrirkomulag bæjarráðsfunda  í sumar 

Lagt er til að bæjarráð fundi ekki vikulega frá og með 25. júní til 20. ágúst.

Lagt var til að vísa útfærslunni til bæjarráðs, var það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 VI. 1505208
Tillaga um fyrirkomulag funda bæjarstjórnar í júlí og ágúst og að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála 

Með vísan til heimildar í 8. gr. samþykktar um stjórn Sveitarfélagsins Árborgar og fundarsköp er lagt til að reglulegur fundur bæjarstjórnar í júlí verði felldur niður og bæjarstjórnarfundur í ágúst verði haldinn 19. ágúst.  Þá er lagt til að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála til sama tíma.

Tillaga um fyrirkomulag bæjarstjórnarfunda í júlí og ágúst og að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:15

Ásta Stefánsdóttir                                              Sandra Dís Hafþórsdóttir
Ari Björn Thorarensen                                       Gunnar Egilsso
Kjartan Björnsson                                              Helgi Sigurður Haraldsso
Eggert Valur Guðmundsson                              Arna Ír Gunnarsdóttir
Viðar Helgason                                                  Rósa Sif Jónsdóttir, ritari