17.3.2011 | 13. fundur bæjarstjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarstjórn » 13. fundur bæjarstjórnar
image_pdfimage_print

13. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 16. mars 2011 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.


Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista.


Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri og Líney Magnea Þorkelsdóttir sem ritar fundargerð.


Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og leitaði afbrigða til að taka á dagskrá kosningu formanna hverfisráða og eins varamanns í hverfisráð. Var það samþykkt samhljóða.


Dagskrá:


I. Þriggja ára fjárhagsáætlun 2012-2014, önnur umræða.


Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, fylgdi úr hlaði breytingum sem urðu á þriggja ára fjárhagsáætlun 2012-2014.


Helgi S. Haraldsson, B-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, Eyþór Arnalds, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tóku til máls.


Tillaga að þriggja ára áætlun Sveitarfélagsins Árborgar 2012-2014 var borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista,  bæjarfulltrúar B-, S- og V-lista sátu hjá.


Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, gerir grein fyrir hjásetu bæjarfulltrúa B-, S- og V-lista.


“Hér er lögð fram fyrsta þriggja ára áætlun meirihluta D-listans í Sveitarfélaginu Árborg fyrir árin 2012-2014.
Áætlunin er mjög varfærin og eins og kemur fram í greinargerð með henni,  byggð á áætlun ársins 2011.  Áætlun 2011 er einnig mjög varfærin út frá þróun rekstrar ársins 2010, þar sem hefur komið berlega fram í milliuppgjörum að rekstrarniðurstaða þess árs verði mun betri en ráð var fyrir gert.
Áætlunin gerir ráð fyrir að skatttekjur muni aukast um 60 milljónir á ári hverju næstu þrjú árin. 
Í greinargerð með áætluninni er tekið fram, „Gert er ráð fyrir óbreyttum rekstri allra málaflokka næstu 3 árin“.  Þrátt fyrir þetta kemur fram að áætlað er að rekstrarkostnaður fræðslu- og uppeldismála verði lækkaður um 70 milljónir næstu þrjú árin, um 50 milljónir árið 2012 og 10 milljónir hvort ár, árin 2013 og 2014.  Einnig er gert ráð fyrir að lækka rekstrarkostnað málaflokksins, umferðar- og samgöngumál, um 20 milljónir árið 2012, en undir þeim lið er rekstur strætóferða, bæði innanbæjar og á milli Reykjavíkur og Selfoss. 
Í framhaldi af þessu má velta fyrir sér hvað sé hægt að skera meira niður í rekstri leik- og grunnskóla en nú þegar er orðið og hvort fyrirhuguð er frekari gjaldtaka fyrir strætóferðirnar eða hvort leggja eigi niður hluta af almenningssamgöngunum.
Í greinargerð með áætluninni er tekið fram:„ Ekki er gert ráð fyrir hækkun á gjaldskrám vegna þjónustu sveitarfélagsins í áætluninni“.  Þrátt fyrir það er gert ráð fyrir að Selfossveitur skili meiri tekjum á árinu 2012 en á árinu 2011, sem nemur 2% eða tæpum 8 milljónum króna sem væntanlega fæst með hækkun gjaldskrár!!
Að öðru leyti er stór hluti af áætlun um betri rekstrarniðurstöðu áætlun um mikla lækkun á fjármagnsliðum eða alls nettó um 82 milljónir.
Vert er að taka fram að ekki er gert ráð fyrir neinum hækkunum á launum á þessu tímabili en eins og staðan er núna samkvæmt nýjustu fréttum er verið að tala um 9% hækkun launa næstu þrjú árin í samningaviðræðum á milli atvinnurekenda og samtaka launafólks.
Á heildina litið er verið að leggja fram metnaðarfulla þriggja ára áætlun.  Enda eru öll teikn á lofti í rekstri sveitarfélagsins, miðað við fyrirsjáanlega afkomu ársins 2010 og  áætlun ársins 2011, að töluverður viðsnúningur sé að verða á rekstri sveitarfélagsins, til hins betra.  Það er ánægjuleg staðreynd sem allir geta fagnað.  Þó verður alltaf að passa upp á það að einhvers staðar eru sársaukamörkin í rekstrinum og stundum er betra að hagræða og skera niður á lengri tíma til að laga reksturinn til hins betra, en að skella niðurskurðarhnífnum á allt í einu lagi.”


Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi B-listans.
Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi S-listans.
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, bæjarfulltrú V-listans.
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-listans.


II. Önnur mál
a) 1007066, hverfisráð
Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi:
Anne B. Hansen verði formaður hverfisráðs Sandvíkur.
Þór Hagalín verði formaður hverfisráðs Eyrarbakka.
Jón Jónsson verði formaður hverfisráðs Stokkseyrar.
Guðmundur Sigurðsson verði formaður hverfisráðs Selfoss.


Ása Berglind Hjálmarsdóttir, Strandgötu 2, verði varmaður í hverfisráði á Stokkseyri.


Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 17:30


Eyþór Arnalds 
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ari Björn Thorarensen 
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Gunnar Egilsson 
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson 
Arna Ír Gunnarsdóttir
Þórdís Eygló Sigurðardóttir 
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Líney Magnea Þorkelsdóttir, ritari