19.12.2013 | 13. fundur íþrótta- og menningarnefndar

Forsíða » Fundargerðir » 13. fundur íþrótta- og menningarnefndar
image_pdfimage_print

13. fundur íþrótta- og menningarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 11. desember 2013  í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 07:15. 

Mættir: Kjartan Björnsson, formaður, D-lista, Björn Harðarson, nefndarmaður, B-lista, Þorsteinn Magnússon, varamaður, D-lista, Tómas Þóroddsson, varamaður, S-lista, Grímur Arnarson, nefndarmaður, D-lista, Bragi Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúi.  

Bragi Bjarnason ritaði fundargerð.  

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál

1.

1310039 – Kjör íþróttakonu og -karls Árborgar 2013

 

Rætt um undirbúning hátíðarinnar. Lagður fram listi yfir þá íþróttamenn sem hafa verið tilnefndir til íþróttakarls og -konu Árborgar 2013 en 24 einstaklingar, 12 konur og 12 karlar eru tilnefndir. Rætt um að taka inn nýjan lið á hátíðina tengdan almenningsíþróttum þar sem væri hægt t.d að afhenda einstaklingum viðurkenningu fyrir góðan árangur á þeim vettvangi. Nefndin felur starfsmanni nefndarinnar og formanni að klára dagskrá hátíðarinnar. Íbúar eru hvattir til að mæta á uppskeruhátíðina þann 30. des. nk. í sal FSu og styðja með því afreksfólkið okkar. Samþykkt samhljóða.  

 

   

2.

1312017 – Hvatningarverðlaun ÍMÁ 2013

 

Rætt um hvatningarverðlaunin 2013. Tilkynnt verður um val nefndarinnar á uppskeruhátíð ÍMÁ þann 30.des. nk. Samþykkt samhljóða.

 

   

3.

1304086 – Menningarstyrkir ÍMÁ 2013

 

Farið yfir þær umsóknir sem liggja fyrir. Ákveðið að eftirfarandi verkefni fái styrk.
1. Jólahátíð Sleipnis – 75.000 kr.
2. Ljósmyndasýning, Friðsæld – 50.000 kr.
3. Kynningar á Konubókastofunni á Eyrarbakka – 50.000 kr.
4. Sumarhúsið og garðurinn, viðburðir – 50.000 kr.
5. Hrútavinafélagið Örvar, útgáfa Séð og jarmað – 25.000 kr.   

Samtals 250.000 kr. sem úthlutað er að þessu sinni. Samþykkt samhljóða.   

 

   

Erindi til kynningar

4.

1007011 – Safn mjólkuriðnaðarins á Selfossi

 

Farið yfir stöðu mála gagnvart safninu. Fram kom að sjö aðilar hafa sótt um að gerast rekstraraðilar að safninu og upplýsingamiðstöðinni. Nefndin þakkar upplýsingarnar.

 

   

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:00 

Kjartan Björnsson

 

Björn Harðarson

Þorsteinn Magnússon

 

Tómas Þóroddsson

Grímur Arnarson

 

Bragi Bjarnason