22.6.2006 | 131. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Framkvæmda- og veitustjórn » 131. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
image_pdfimage_print

 

 

131. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, haldinn fimmtudaginn 22. júní 2006 kl. 12:00 að Austurvegi 67, Selfossi.

 

 

Mættir:

Snorri Finnlaugsson

Ari Thorarensen

Þorvaldur Guðmundsson

Óli Rúnar Eyjólfsson

Ásbjörn Ó. Blöndal, veitustjóri

Gylfi Þorkelsson

Rósa Sif Jónsdóttir, sem ritaði fundargerð

 

 

 

Formaður settir fundinn og kom með tillögu að varamanni Þorvaldi Guðmundssyni og var sú tillaga samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

 

 

1.

Gjaldskrá og tengiskilmálar fyrir búgarðabyggð,

 

Framkvæmdastjóri kynnti gjaldskrá, skýringar og tengiskilmála og farið var í gegnum forsendur á bakvið stofngjöld bæði í hitaveitu og vatnsveitu.

Stofngjöld vatnsveitu og heimæðargjöld í hitaveitu í Tjarnarbyggð voru samþykkt samhljóða.

 

 

2.

Gjaldskrá vegna hverfisuppbyggingar

 

Framkvæmdastjóri kynnti afkomu bæjarsjóðs vegna hverfisuppbyggingu með tilliti til Suðurbyggðar A. Hækkunarþörf án landverðs þyrfti að vera um 17% en með landverði um 24% miðað við kostnaðaráætlun.

Framkvæmdastjóra var falið að skoða gjaldskrár annarra sveitarfélaga og að koma með tillögu að breytingu á gjaldskrá á næsta fundi.

 

 

3.

Virkjanamál á jarðhitasvæði

 

Framkvæmdastjóri kynnti stöðu í virkjanamálum á jarðhitasvæði Selfossveitna og sagði frá tillögu ÍSOR um staðsetningu á nýrri holu.

 

 

4.

Erindi frá stjórnunararteymi Vallaskóla

 

Lagt var fram erindi frá stjórnunarteymi Vallaskóla. Stjórnin leggur til við bæjarráð að heimild verði gefin til úttektar á húsnæðinu.

5.

Undirbúningur leikskólabyggingar

 

Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram í undirbúningi að nýjum leikskóla í Suðurbyggð.

 

 


6.

Bráðabirgðaráðstafanir í skólamálum

 

Framkvæmdastjóri kynnti tillögur að bráðabirgðahúsnæði BES. Stjórnin fól framkvæmdastjóra að vinna áfram í þessum efnum. 

 

 

7.

Lóðamál

 

Framkvæmdastjóri sagði frá þeim lóðum sem er búið að leggja drög að frá framkvæmdaaðilum. Ákveðið að vinna áfram að þessum málum.

 

 

8.

Önnur mál.

 

a)

Gylfi kom með fyrirspurn um reiðstíg ofan á vatnslögnina niður á ströndina og spurðist fyrir um hvernig staða mála væri.

Framkvæmdarstjóri sagði málið í réttum farvegi.

 

 

 

b) Gylfi lagði fram tillögu:

 

Tillaga um úttekt á framkvæmda- og veitusviði hjá Sveitarfélaginu Árborg.

 

Framkvæmda- og veitustjórn leggur til við bæjarráð Árborgar að fenginn verði utan að komandi sérfræðingur til að taka út alla starfsemi framkvæmda- og veitusviðs hjá sveitarfélaginu. Markmiðið með úttektinni er að auka hagkvæmni og skilvirkni, stytta afgreiðslutíma mála og bæta þjónustu sveitarfélagsins við viðskiptavini sína, en gríðarlegt álag er nú á starfsmönnum vegna íbúafjölgunar og þenslu í sveitarfélaginu.

 

Í úttektinni fælist m.a. greining á starfsemi sviðsins, með virkri þátttöku starfsmanna, og mat á kostum þess að

 

a) skipta verkefnum Skipulags- og bygginganefndar upp í tvo málaflokka, leggja niður núverandi starf byggingafulltrúa og stofna í staðinn tvö störf, starf skipulagsfulltrúa og starf byggingafulltrúa.

 

b) efla tæknisvið verulega þannig að sveitarfélagið geti sjálft sinnt stærstum hluta verkefna, s.s. teiknivinnu af ýmsu tagi, en nú eru nánast öll slík verk keypt að.

 

Úttektinni verði hraðað þannig að henni verði lokið og tillögur um breytingar liggi fyrir síðar á þessu ári.

 

Gylfi Þorkelsson,  fulltrúi Samfylkingarinnar í Framkvæmda- og veitustjórn.

 

Formaður nefndarinnar lagði fram þá tillögu að þar sem að í gangi væri vinna við endurskipulagningu á störfum hjá Framkvæmda- og veitusviði þá væri tillögunni vísað inní þá vinnu.  Samþykkt samhljóða.

 

c) Snorri spurðist fyrir um erindi frá íbúum á svæði Grundar og Skipa  í sambandi við hitaveitu.

 

Framkvæmdastjóri svaraði að þetta erindi væri í vinnslu.

 

d)  Gylfi spurði um endurbætur á íþróttavellinum á Eyrarbakka.

 

Framkvæmdastjóri sagði að deiluskipulag vantaði af svæðinu.

 

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl.  13:50