30.8.2006 | 133. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Framkvæmda- og veitustjórn » 133. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
image_pdfimage_print

 

 

133. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, haldinn miðvikudaginn 30. ágúst 2006 kl. 17:00 að Austurvegi 67, Selfossi.

 

 

Mættir:

Snorri Finnlaugsson

Ari Thorarensen

Þorvaldur Guðmundsson

Óli Rúnar Eyjólfsson

Ásbjörn Ó. Blöndal, veitustjóri

Gylfi Þorkelsson

Rósa Sif Jónsdóttir, sem ritaði fundargerð

 

 

 

Dagskrá:

 

 

1.

Kynning á greinargerð um flóðasvæði.

 

Fulltrúar Hönnunar þeir Sveinn Óli Pálmarsson og Torfi G. Sigurðsson kynntu niðurstöður á greinagerð um flóðarvæði á Eyrarbakka með tilliti til byggingarsvæðis. Einnig lögðu þeir fram tillögur að nánari úttekt á svæðinu.

Ákveðið var að framkvæmdastjóri og starfsmenn Hönnunar færu í áframhaldandi vinnu á, hvað skal taka fyrir í 2. áfanga, tímaáætlun um þá vinnu og leggi fyrir stjórn.

 

 

2.

Ferð á virkjunarsvæði

 

Framkvæmdastjóri fór með stjórn um virkjanasvæði Sveitarfélagsins.

 

 

3.

Önnur mál.

 

a)

Fyrirspurn frá Gylfi Þorkelssyni

Hvernig gengur „sú vinna sem er í gangi“ varðandi endurskoðun á skipulagi og starfsemi Framkvæmda- og veitusviðs sveitarfélagsins? Hvað hefur gerst síðan undirritaður lagði fram tillögu um málið á 131. fundi Framkvæmda- og veitustjórnar fimmtudaginn 22. júní 2006? Hvenær er áætlað að þessari vinnu ljúki?

Framkvæmdastjóra falið að svara fyrirspurn á næsta fundi. 

 

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 19:00