8.2.2018 | 135. fundur bæjarráðs

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarráð » 135. fundur bæjarráðs
image_pdfimage_print


135. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018 haldinn fimmtudaginn 8. febrúar 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10.
 

Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista
Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista
Eyrún Björg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar.

Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista, boðaði forföll.

Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar
1.   1801005 – Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar 2018
  48. fundur haldinn 31. janúar
  Fundargerðin staðfest.
     
2.   1801004 – Fundargerðir félagsmálanefndar 2018
  34. fundur haldinn 30. janúar
  -liður 2, 1801220, reglur um félagslegar leiguíbúðir í Sveitarfélaginu Árborg. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar.
-liður 3, 1801221, reglur um fjárhagsaðstoð í Sveitarfélaginu Árborg. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar.
-liður 4, 1801222, reglur um daggæslu barna í heimahúsum í Sveitarfélaginu Árborg. B æjarráð leggur til við bæjarstjórn að reglurnar verði samþykktar.
Fundargerðin staðfest.
     
Fundargerðir til kynningar
3.   1802031 – Fundargerðir hverfisráðs Sandvíkurhrepps 2018
3-1802031
  1. fundur haldinn 27. nóvember
2. fundur haldinn 8. janúar
  Fundargerð 2. fundar – ályktun um öryggi gatnamóta við Tjarnabyggð og Eyrarbakkaveg. Bæjarráð samþykkir að senda ályktunina til Vegagerðarinnar og ræða hana á fundum með Vegagerðinni um samgöngumál.
Ályktun um aðgerðir til að lækka ökuhraða á Kaldaðarnesvegi frá gatnamótum við Eyrarbakkaveg og að Stóru-Sandvíkurafleggjara. Bæjarráð samþykkir að senda ályktunina til Vegagerðarinnar og ræða hana á fundum með Vegagerðinni um samgöngumál.
     
4.   1802004 – Fundargerðir stjórnar SASS 2018
4-1802004
  528. fundur haldinn 11. og 12. janúar
  Lagt fram.
     
5.   1802003 – Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2018
5-1802003
  184. fundur haldinn 25. janúar
  Lagt fram.
     
6.   1802019 – Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2018
6-1802019
  856. fundur haldinn 26. janúar
  Lagt fram.
     
7.   1802026 – Fundargerðir fagráðs Tónlistarskóla Árnesinga 2018
7-1802026
  187. fundur haldinn 2. febrúar
  Lagt fram.
     
Almenn afgreiðslumál
8.   1801271 – Tækifærisleyfi – þorrablót í íþróttahúsinu á Stokkseyri
8-1801271
  Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 30. janúar, þar sem óskað er eftir umsögn um tækifærisleyfi – Þorrablót í íþróttahúsinu Stokkseyri 10. febrúar nk.
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
     
9.   1801197 – Viðræður um gatnakerfi í landi Byggðarhorns
9-1801197
  Erindi frá Netpörtum sf. dags. 23. janúar, þar sem óskað er eftir  því að sveitarfélagið taki við eignarhaldi á gatnakerfi í Byggðarhorni og komi að því að leggja bundið slitlag á veginn í samstarfi við Vegagerðina.
  Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og veitustjórnar.
     
10.   1802020 – Samkomulag um landamerki Hraunstorfunnar
10-1802020
  Bæjarráð samþykkir að ganga frá landamerkjum í samræmi við erindið og felur framkvæmdastjóra Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita samkomulag um landamerkin.
     
11.   1802030 – Umsögn – tillaga til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun)
11-1802030
  Erindi frá nefndarsviði Alþingis, dags. 2. febrúar, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun) 9. mál.
  Lagt fram.
     
12.   1802035 – Niðurgreiðsla til dagforeldra í Árborg 2018
12-1802035
  Tillaga um aukna niðurgreiðslu á þjónustu dagforeldra.
  Lagt er til að niðurgreiðslur Sveitarfélagsins Árborgar á þjónustu dagforeldra, sem nema nú 50.000 kr á mánuði miðað við 8 tíma vistun verði 65.000 á mánuði frá 1. mars nk. miðað við 8 tíma vistun. Jafnframt er lagt til að út árið 2018 verði veittur stofnstyrkur til dagforeldra að fjárhæð kr. 100.000 miðað við að dagforeldri sé með leyfilegan hámarksfjölda barna í gæslu.
Lagt er til að starfandi dagforeldrar, sem hafa starfað í meira en 8 mánuði samfellt geti sótt um styrkinn 1. mars nk. og að hann verði greiddur í eingreiðslu fyrir 1. apríl nk. Dagforeldrar sem eru með skemmri starfsaldur eða hefja störf á árinu 2018 geti sótt um styrkinn þegar umsókn um leyfi til að starfrækja daggæslu hefur verið samþykkt. Styrkurinn verði greiddur í tvennu lagi, 50.000 kr. þegar umsókn hefur verið samþykkt og starfsemi hafin og 50.000 kr. þegar dagforeldri hefur starfað samfellt í 8 mánuði.Greinargerð:
Dagvistarplássum hjá dagforeldrum í Sveitarfélaginu Árborg hefur ekki fjölgað í takt við aukna eftirspurn sl. mánuði. Sveitarfélagið birti í byrjun janúar sl. auglýsingu þar sem áhugasamir voru hvattir til að gerast dagforeldrar, en enn sem komið er hefur engin ný umsókn um leyfi til daggæslu í heimahúsum borist félagsþjónustu Árbogar. Nokkur fjöldi barna er nú á biðlista hjá dagforeldrum eftir þjónustu. Með framangreindum breytingum vonast sveitarfélagið til að geta hvatt áhugasama aðila til að hefja störf sem dagforeldrar.Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 9:15

Gunnar Egilsson                                            
Kjartan Björnsson
Arna Ír Gunnarsdóttir                                               
Eyrún Björg Magnúsdóttir
Ásta Stefánsdóttir