8.3.2007 | 137. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Framkvæmda- og veitustjórn » 137. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
image_pdfimage_print

 

 

137. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, haldinn miðvikudaginn 7. mars 2007 kl. 17:00 að Austurvegi 67, Selfossi.

Mættir:

Þorvaldur Guðmundsson, B-lista, formaður

Gylfi Þorkelsson, S-lista

Hilmar Björgvinsson, V-lista

Ingvi Rafn Sigurðsson, D-lista

Ásbjörn Ó. Blöndal, veitustjóri

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista 

RósaSif Jónsdóttir, sem ritaði fundargerð

 

 

Dagskrá:

 

 

1.

Skipan nýrrar stjórnar – val á varaformanni

 

Formaður lagði til aðGylfi Þorkelssonyrði varaformaður og var það samþykkt með 3 atkvæðum en fulltrúar D- lista sátu hjá. 

 

 

2.

Starfsemi framkvæmda- og veitusviðs – rekstrareiningar

 

Framkvæmdastjóri kynnti starfsemi og rekstrareiningar framkvæmda- og veitusviðs.

 

 

3.

Þróun íbúafjölda

 

Þann 5. mars voru íbúar sveitarfélagsins samtals 7.363. Þeir voru 7.280 þann 1. des s.l. og hefur því fjölgað um 83. Fjölgun milli áranna 2005 og 2006, miðað við skráningu 1. des hvort ár, varð eftirfarandi:

  • Á Selfossi fjölgaði úr 5.679 í 5.997 eða um 5,6 % (318 íbúar)

  • Í Sandvík m.m. fækkaði úr 235 í 218 eða um tæp 7 % (17 íbúar)

  • Á Eyrarbakka fjölgaði úr 575 í 587 eða um 2,1 % (12 íbúar)

 • Á Stokkseyri fjölgaði úr 472 í 478 eða um 1,3 % (6 íbúar)

5. mars sl. voru  íbúar Selfoss 6.057 og hefur því fjölgað um 60 frá skráningunni 1. des. s.l. Breytingar hafa verið gerðar á skráningu íbúa í dreifbýli og eru tölur þar ekki sambærilegar við tölur síðasta árs. Íbúafjöldi utan Selfoss er eftirfarandi:

  • Í Sandvík: 157

  • Á Eyrarbakka: 581

  • Á Stokkseyri: 560

 • Óstaðsettir: 8

Fyrirspurn frá fulltrúum D-lista.
Hvernig er aldurskipting nýrra Árborgarbúa á tímabilinu frá 1.des. 2003 – 1.des.  2006 ?
Framkvæmdastjóri mun koma með aldursskiptingu á næsta fund.

 

 

4.

Framkvæmdaáætlun ársins 2007

 

Framkvæmdastjóri lagði fram lista yfir framkvæmdir í undirbúningi og/eða vinnslu fyrir árið 2007.

Bókun frá fulltrúum D-lista.
Ekki hefur verið haldinn fundur í framkvæmda- og veitustjórn síðan nýr meirihluti tók við. Síðasti fundur var fyrir 3 ½ mánuðum síðan, eða í lok nóv. Fulltrúar D-lista gagnrýna að stjórnin hafi ekki komið að ákvarðanatöku t.d. um framkvæmdaáætlun  árs 2007 á vegum Sveitarfélagsins Árborgar þrátt fyrir óskir um það.  Nauðsynlegt hefði t.d. verið að ábendingar kæmu frá stjórninni áður en framkvæmdaáætlun er lög fram með fjárhagsáætlun. Fulltrúar D-lista munu fylgja því eftir að framkvæmda og veitustjórn sé virkari en á síðasta kjörtímabili og tekið sé tillit til þess við endurskoðun erindisbréfs.

Bókun frá fulltrúum B, S og V lista.
Nú stendur yfir endurskoðun erindisbréfa nefnda hjá sveitarfélaginu. Þar verður m.a. endurskoðað hlutverk og verksvið framkvæmda- og veitustjórnar

Fyrirspurn frá fulltrúum D- lista.
Hvernig ganga samningaviðræður við landeigendur Dísastaða og Gráhellu um uppbyggingu íbúðarsvæða.

Framkvæmdastjóri framkvæmda- og veitusviðs svaraði að samningaviðræður væru í gangi.

 

 

5.

Tillaga fulltrúa D-lista um fundarboðun

 

Tillaga frá fulltrúum D-lista í framkvæmda- og veitustjórn:

Síðasti fundur framkvæmda- og veitustjórnar var 29.11’06 og ekki hefur verið haldinn fundur í stjórninni frá því nýr meirihluti tók við. Jafnan er þó miðað við að funda mánaðarlega. Við mótmælum þessari óvirðingu við málefni sem bíða úrlausnar nefndarinnar og fólk og fyrirtæki þau sem leita úrlausnar með mál hjá framkvæmda- og veitustjórn. Við mótmælum líka ólöglegri fundarboðun til nefndarmanna í framkvæmda- og veitustjórn og leggjum til að fundir í framkvæmda- og veitustjórn séu boðaðir í tölvupósti. Um leið er lagt til að fundarmenn staðfesti móttöku pósts til fundarboðanda. Einnig er lögð áhersla á að fundarboð berist fundarmönnum a.m.k. tveimur virkum dögum fyrir fund.

 

Í Samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Árborgar og fundarsköp bæjarstjórnar – segir um fundarboðun nefnda og stjórna í 50. grein: ,,Formaður nefndar boðar eða lætur boða fundi í nefnd með a.m.k. tveggja sólarhringa fyrirvara með skriflegri dagskrá.”

   Á það ber að benda að úrskurður félagsmálaráðuneytis kveður á um að ekki skuli boða til fundar í tölvupósti nema það hafi verið samþykkt fyrst af fundarmönnum áður. Er þetta skv. góðri stjórnsýslu. Um leið og aðferð við fundarboðun er samþykkt á þennan hátt liggur enginn vafi á vitneskju fundarmanna um hvernig boða á til fundar og fundarboðandi getur gengið úr skugga um að vera með rétt netföng í fórum sínum. Nýlega féll álit félagsmálaráðuneytis í þessa veru vegna ólöglegrar boðunar á fund Héraðsnefndar Árnesinga en fundarboðandi þar er sá sami og ber ábyrgð á fundarboðum framkvæmda- og veitustjórnar.

   Til að fundarboð skili sér örugglega er nauðsynlegt að fundarmenn staðfesti móttöku fundarboðs í tölvupósti til fundarboðanda. Staðfesti fundarmaður ekki móttöku pósts ber fundarboðanda að hafa samband með öðrum hætti við fundarmann.

   Mikilvægt er að fundarboð berist fundarmönnum a.m.k. tveimur virkum dögum fyrir fund, eins og hljóðan samþykktanna kveður á um. Ekki er hægt að ætlast til þess að fundarmenn gæti að tölvupósti á frídögum. Þannig væri því fundarboð á fund sem halda skyldi á mánudegi kl. 17 sent út ekki seinna en á kl. 17 á fimmtudegi.

 Framkvæmdastjóri skýrði frá að: 

  • Engin úrlausnarefni, sem ekki þoldu bið, biðu afgreiðslu stjórnar.

  • Fundarboðun var í samræmi við þann tímafrest sem kveðið er á um í erindisbréfi.

  • Fundarboðun hefur um alllangt skeið verið á tölvupósti. Við stjórnarskipti í júní var ekki gerð athugasemd við tölvuboðun. Stjórnarfulltrúar hafa verið inntir eftir afstöðu til tölvuboðunar á fyrsta fundi (fundur engu að síður tölvuboðaður).

 • Ekki hefur verið krafist móttökustaðfestingar.

Samþykkt var samhljóða að boða til fundar í framkvæmda- og veitustjórn með tölvupósti og að fundarmenn staðfestu móttöku pósts til fundarboðanda.

Samþykkt var samhljóða að fastir fundardagar framkvæmda- og veitusviðs verði síðasta miðvikudag í mánuði kl.17:00.
 

6.

Bókun bæjarráðs frá 22. febrúar s.l.v. fráveitumála

 

Eftirfarandi bókun var bókuð 22. febrúar s.l. Bæjarráð samþykkir að fela framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitustjórn að fara sem fyrst yfir skýrslu Línuhönnunar og í framhaldi af því verði rætt við fulltrúa Heilbrigðiseftirlits Suðurlands varðandi fráveitukerfi Árborgar og fráveituáætlun. 

Framkvæmdastjóri skýrði frá að farið hafi verið yfir skýrslu Línuhönnunar/Verkfræðistofu Suðurlands á 135. fundi stjórnar 29. nóvember sl.

Farið var yfir stöðu málsins og framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs falið að svara bréfi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. 


7.

Borframkvæmd við Ósabotna

 

Formaður greindi frá fyrirhugaðri borframkvæmd við Ósabotna og umsögnum sem fengist hafa frá Veiðimálastofnun og Búnaðarsambandi Suðurlands.

Ásamt umsögnum sérfræðinga hjá ÍSOR um jarðhitasvæðið við Ósabotna og niðurstöður ÍSOR um hitadreifingu í holum. Framkvæmdaleyfi frá Flóahreppi liggur fyrir.

Framkvæmdir við borun mun hefjast fljótlega.

Framkvæmdastjóri fór yfir mælingar sem gerðar hafa verið á borholum hitaveitunnar undanfarin ár.
 

8.

Rannsóknir á flóðasvæði við Eyrarbakka

 

Framkvæmdastjóri kynnti niðurstöður vegna mælinga á flóðasvæði við  Eyrarbakka. Helstu niðurstöður eru þær að mögulegt er að nýta tiltekið svæði undir íbúabyggð. Endanleg skýrsla er væntanleg.

Bókun frá fulltrúum D-lista.
Fulltrúar D-lista þrýstu á um að rannsóknir á flóðasvæði norðan Eyrarbakka yrðu gerðar. Fulltrúarnir fagna framkomnum niðurstöðum sem styðja það baráttumál Eyrbekkinga að landsvæði norðan Eyrarbakka sé mögulegt til íbúðabyggðar. Eyrbekkingar höfðu rétt fyrir sér. 

Bókun frá fulltrúum B,S og V lista.
Fulltrúar D-listans þrýstu ekki á um að rannsóknir færu fram á umræddu flóðasvæði heldur vildu skipuleggja íbúðabyggð þar án nokkurra rannsókna. Slík vinnubrögð við skipulagsgerð hefðu verið óábyrg og hefðu auk þess aldrei hlotið samþykki skipulagsstofnunar.

9.

Önnur mál.

 

Engin

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 19:10