15.3.2018 | 139. fundur bæjarráðs

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarráð » 139. fundur bæjarráðs
image_pdfimage_print


139. fun
dur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 15. mars 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista
Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista
Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista
Eyrún Björg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista,
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar
1.   1801006 – Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 2018
  49. fundur haldinn 7. mars 2018
  -liður 1, 1802241, breytingar á mannvirkjalögum. Bæjarráð tekur undir bókun skipulags- og byggingarnefndar þar sem tekið er undir sjónarmið Sambands íslenskra sveitarfélaga að víðtæk faggildingarkrafa frá og með 1. janúar 2019 muni þýða aukin útgjöld fyrir byggingaraðila og sveitarfélög. Nefndin tekur einnig undir þau sjónarmið sambandsins að tekin verði upp þrískipt flokkun á grundvelli stærðar og vandastigs.

Fundargerðin staðfest.

     
2.   1801003 – Fundargerðir fræðslunefndar 2018
  42. fundur haldinn 8. mars
  Lagt fram.
     
Fundargerðir til kynningar
3.   1802004 – Fundargerðir stjórnar SASS 2018
3-1802004
  530. fundur haldinn 2. mars 2018
  Lagt fram.
     
4.   1603040 – Bygging hjúkrunarheimilis í Árborg
4-1603040
  Fundargerð verkkaupafundar, 11. fundur haldinn 2. mars 2018.
  Lagt fram.
     
Almenn afgreiðslumál
5.   1803084 – Umsögn – frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu, rétt til einbýlis og sambúðar við maka á öldrunarstofnunum
5-1803084
  Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 6. mars, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til helbrigðisþjónustu (réttur til einbýlis og sambúðar við maka á öldrunarstofnunum), mál 178.
  Lagt fram.
     
6.   1803090 – Umsögn – tillaga til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga
6-1803090
  Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 8. mars, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga, mál 200.
  Lagt fram.
     
7.   1803077 – Umsögn – tillaga til þingsályktunar um aðgengi að stafrænum smiðjum
7-1803077
  Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um þingsályktun um aðgengi að stafrænum smiðjum, mál 236.
  Bæjarráð vísar erindinu til fræðslustjóra.
     
8.   1802044 – Milliuppgjör og fjárhagstölur 2018
  Rekstraryfirlit og yfirlit yfir útsvarstekjur og framlög úr Jöfnunarsjóði – janúar
  Lagt fram.
     
9.   1606090 – Hringtorg og undirgöng við Eyraveg
9-1606090
  Áskorun til Vegagerðarinnar og Samgönguráðuneytisins um að tryggja fjárframlag til framkvæmda við hringtorg á mótum Suðurhóla, Hagalækjar og Eyravegar og undirgöng undir Eyraveg í tillögum til fjárlaga fyrir árið 2019.
  Í ljósi þess að nú stendur yfir vinna innan ráðuneyta og ríkisstofnana við gerð tillagna til fjárlaga ársins 2019 vill bæjarráð Árborgar árétta fyrri bókanir sínar og erindi til fjárlaganefndar varðandi nauðsyn þess að gera hringtorg á mótum Eyravegar, Suðurhóla og Hagalækjar á Selfossi og undirgöng undir Eyraveg. Vegagerðin er veghaldari Eyravegar og beinir Árborg því til Vegagerðarinnar og Samgönguráðuneytisins að tryggt verði fjármagn eigi síðar en á fjárlögum 2019 til að gera megi hringtorg við téð gatnamót og undirgöng undir Eyraveg.
Mikil og hröð umferð bifreiða er af Eyrarbakkavegi inn á Eyraveg og umrædd gatnamót fjölfarin af gangandi og hjólandi vegfarendum, bæði börnum og fullorðnum. Hagahverfi er nú í mjög hraðri uppbyggingu og eykst því stórlega umferð gangandi og hjólandi barna um gatnamótin. Það er því verulega brýnt út frá öryggissjónarmiðum að ráðist verði í þessar framkvæmdir sem allra fyrst.
     
10.   1803109 – Útfærsla launaþróunartryggingar – hækkun launatöflu
10-1803109
  Tilkynning frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um samkomulag um útfærslu launaþróunartryggingar vegna aðildarfélaga ASÍ og BSRB, sem nemur 1,4% hækkun á launatöflu aðila frá 1. janúar 2018.
  Lagt fram.
     
11.   1803110 – Verkefnið Umhverfis Suðurland
11-1803110
  Kynning á verkefninu sem er áhersluverkefni á vegum SASS. Beiðni um tilnefningu tengiliðar.
  Bæjarráð samþykkir að Auður Guðmundsdóttir verði tengiliður sveitarfélagsins vegna verkefnisins.
     
12.   1802132 – Þjónustusamningur – ráðgjafarvinna vegna innleiðingar á nýju persónuverndarlöggjöfinni GDPR
  Bæjarráð felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að ganga frá samningi við Dattaca Labs ehf um ráðgjafarvinnu varðandi innleiðingu á nýju persónuverndarlöggjöfinni.

Skýrsla vegna persónuverndar

     
Erindi til kynningar
13.   1803080 – Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 2018
13-1803080
  Dagskrá aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. sem haldinn verður 23. mars á Grand Hótel Reykjavík.
  Bæjarráð felur Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra sveitarfélagsins, að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

 

     
14.   1801017 – Orkunýtingarstefna SASS, endanleg útgáfa
14-1801017
  Lagt fram.
     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:35

Gunnar Egilsson                                              Kjartan Björnsson
Arna Ír Gunnarsdóttir                                    Helgi Sigurður Haraldsson
Ásta Stefánsdóttir                                            Eyrún B. Magnúsdóttir