9.11.2018 | 14. fundur bæjarráðs

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarráð » 14. fundur bæjarráðs
image_pdfimage_print


14. fun
dur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn fimmtudaginn 8. nóvember 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00.

Mætt:
Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi, Á-lista
Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri

Dagskrá:

Almenn erindi
1.   1811012 – Trúnaðarmál
  Fjallað um byggingarleyfi Gagnheiðar 17 og 19
  Bæjarstjóra falið að svara erindinu í samráði við bæjarlögmann.
   

Torfi Sigurðsson, bæjarlögmaður, mætti til fundar undir þessum lið.

     
2.   1811020 – Fyrirspurn – lækkun fasteignagjalda eldri borgara
  Fyrirspurn frá Haraldi Elfari Ingasyni, dags. 25. október, um lækkun á fasteignagjöldum.
  Bæjarráð þakkar erindið.

Sveitarfélagið Árborg veitir sérstakan afslátt fyrir elli- og örorkulífeyrisþega við álagningu fasteignaskatts og fráveitugjalds á íbúðarhúsnæði skv. reglum þar um. Sjá töflu.

Tekjur einstaklinga, –    Lækkun – Tekjur hjóna – Lækkun
Allt að 4.008.531 100% Allt að       5.310.003      100%
Allt að 4.486.114 75%   Allt að        6.045.614        75%
Allt að 4.961.431 50%   Allt að       6.778.973          50%
Allt að 5.425.439 25%   Allt að      7.514.577         25%

   

 

 

3.   1712164 – Beiðni um vilyrði – uppbygging ofan við fjöruna á Eyrarbakka
  Bæjarráð samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina, í samráði við umsækjanda, og úthluta henni til 1765 ehf. enda muni félagið sjálft kosta vinnu við aðalskipulagsbreytingu og nýtt deiliskipulag. Úthlutun þessi falli úr gildi eftir tvö ár hafi þá ekki verið lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi. Úthlutun þessi falli úr gildi verði framkvæmdir ekki hafnar innan árs frá því að nýtt deiliskipulag hefur verið samþykkt.
     
4.   1811009 – Dagur íslenskrar tungu 2018
  Erindi frá mennta- og menningarmálaráðherra, dags. í október 2018, um Dag íslenskrar tungu 16. nóvember nk.
  Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í fræðslunefnd.

1811009

     
5.   1811030 – Styrkbeiðni – Stígamót 2019
  Beiðni frá Stígamótum, dags. 31. október, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi fyrir árið 2019.
  Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í félagsmálanefnd.

1811030

     
6.   1710107 – Samstarfssamningur við Markaðsstofu Suðurlands 2018-2020
  Erindi frá Markaðsstofu Suðurlands, dags. 30. október, þar sem óskað er eftir framlengingu á samningi. Óskað er eftir að samningurinn verði óbreyttur.
  Bæjarráð samþykkir framlengingu samstarfssamningsins til eins árs og óskar eftir kynningu frá Markaðsstofu Suðurlands á starfseminni og nýrri áfangastaðaáætlun.

1710107

     
7.   1809025 – Kæra – íbúakosning í Sveitarfélaginu Árborg
  Úrskurður dómsmálaráðuneytisins.
  Lagt fram til kynningar.

Gunnar Egilsson, D-lista, lætur bóka:
Undirritaður fagnar niðurstöðu ráðuneytisins í kærumáli Aldísar Sigfúsdóttur vegna íbúakosninganna sem fram fóru sl. sumar. Ljóst er að yfirkjörstjórn sveitarfélagsins stóð vel að framkvæmd kosninganna og í samræmi við lög og reglur.

Sjá nánar

     
8.   1811017 – Umsókn um stofnframlag 2018-2019
  Erindi frá Brynju hússjóði, dags. 30. október, þar sem óskað er eftir vilyrði fyrir stofnframlagi vegna kaupa á 5 tveggja herbergja íbúðum. Áætlað stofnverð er 140.000.000,- Sótt er um 12% stofnframlag sem er 16.800.000,-
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

1811017

     
9.   1809275 – Beiðni – vilyrði um lóð
  Umsókn frá Sólningu ehf, dags. 5. nóvember, um vilyrði fyrir lóðinni Larsenstræti 8, Selfossi.
  Bæjarráð samþykkir erindið en Gunnar Egilsson, D-lista, greiðir atkvæði á móti.

Gunnar Egilsson, D-lista, lætur bóka:
Ég greiði atkvæði gegn því að gefin verði vilyrði fyrir úthlutun lóða við Larsenstræti. Það er ekki vegna þess að ég hafi neitt á móti því að þessir aðilar fái lóðir, heldur vegna þess að starfsemin samræmist ekki deiliskipulagi svæðisins. Einnig vil ég benda á að ef lóðir við Larsenstræti eru tilbúnar til úthlutunar þá á að auglýsa þær skv. reglum sveitarfélagsins um lóðaúthlutun og gefa öllum kost á að sækja um.

Frekari vinnsla bíður afgreiðslu bæjarstjórnar.

1809275

     
10.   1811024 – Umsókn um stofnframlag
  Umsókn Bjargs húsfélags hses um stofnframlag til leiguíbúða
  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að umsókn Bjargs verði samþykkt og gert verði ráð fyrir framlögum sveitarfélagsins í fjárhagsáætlun 2019.

1811024

     
Fundargerðir til kynningar
11.   1803226 – Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga 2018
  4. fundur haldinn 30. október
  Lagt fram til kynningar.

1803226

     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:10

Eggert Valur Guðmundsson   Sigurjón Vídalín Guðmundsson
Gunnar Egilsson   Gísli Halldór Halldórsson