14.4.2011 | 14. fundur bæjarstjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarstjórn » 14. fundur bæjarstjórnar
image_pdfimage_print

14. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 13. apríl 2011 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.


Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Kjartan Björnsson, varamaður, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista.


Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri,  og Líney Magnea Þorkelsdóttir sem ritar fundargerð.


Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.


Dagskrá:


I. Fundargerðir til staðfestingar


1. a)  1007096
 Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá  28. febrúar
b)  1010064
Fundargerð menningarnefndar frá  28. febrúar
 c) 38.fundur bæjarráðs ( 1006055 ) frá  10. mars
 -liður 10 í fundargerð bæjarráðs, mál nr. 0508068, lántökur vegna kaupa á landi og byggingarrétti í miðbæ Selfoss2. a) 1006056
 Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar                      frá 9. mars
 b) 39. fundur bæjarráðs ( 1006055 ) frá 17. mars


3. a) 40. fundur bæjarráðs ( 1006055 ) frá 18. mars


4. a) 1007094
 Fundargerð félagsmálanefndar frá 14. mars
 b) 41.fundur bæjarráðs ( 1006055 ) frá  24. mars
 -liður 8 í fundargerð félagsmálanefndar, mál nr. 1103118, breytingar á reglum um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur.
-liður 9 í fundargerð félagsmálanefndar, mál nr. 1103110, breyting á reglum um ferðaþjónustu fatlaðra.


5.  a) 1007076
 Fundargerð skipulags- og bygginganefndar frá  22. mars
 b) 1007095
 Fundargerð fræðslunefndar frá 24. mars
 c) 42. fundur bæjarráðs ( 1006055 ) frá  31. mars


6. a) 43. fundur bæjarráðs ( 1006055 ) frá    7. apríl


7. a) 44. fundur bæjarráðs ( 1006055 ) frá    8. apríl Kjaran Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð menningarnefndar frá 28. febrúar 2011.


-liður 1c) Helgi S. Haraldsson tók til mál um lið 8, málsnúmer 1102082 – Tillaga um endurskoðun innkaupareglna.


Helgi S. Haraldsson, B-lista, lagði fram eftirfarandi bókun:
“Ég er þess fullviss að með skýrari innkaupareglum og markvissari vinnu við undirbúning á innkaupum á vörum og þjónustu hjá sveitarfélaginu sé hægt að ná fram umtalsverðum sparnaði og lækkun kostnaðar.  Hvort heldur um er að ræða verðkannanir eða útboð á viðkomandi kaupum á vörum og þjónustu.”


Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi B-lista.


Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls.


-liður 10, mál nr. 0508068, lántökur vegna kaupa á landi og byggingarrétti í miðbæ Selfoss.


Lagt var til að bæjarstjórn staðfesti samþykkt bæjarráðs frá 38. fundi um lántökur vegna kaupa á landi og byggingarrétti á miðbæjarsvæði:
Skuldabréf útgefið af Sveitarfélaginu Árborg til Íslandsbanka að fjárhæð 100 milljónir króna, lánstími til 25 ára, vextir 5,60%, tryggt með veði (tryggingabréfi) í viðkomandi lóðum.
Skuldabréf útgefið af Sveitarfélaginu Árborg til handhafa að fjárhæð 75 milljónir króna, lánstími til 20 ára, vextir 5,40%.
 
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.


-liður 2a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um lið 9, málsnúmer 1006066 – Mögulegir virkjanakostir í Sveitarfélaginu Árborg.
Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls, Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls, Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls.


-liður 2b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 6, máls nr. 1006066 – Viljayfirlýsing Vegagerðarinnar og Sveitarfélagsins Árborgar um könnun á hagkvæmni sameiginlegs brúar- og virkjunarmannvirkis í Ölfusá.
Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls, Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls, Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls.


-liður 8 í fundargerð félagsmálanefndar) mál nr. 1103118, breytingar á reglum um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur. Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls, Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.


Breytingar á reglum um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur bornar undir atkvæði og samþykktar með 5 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista, gegn atkvæðum bæjarfulltrúa S-lista, fulltrúar B-lista og V-lista sátu hjá.


-liður 9 í fundargerð félagsmálanefndar) mál nr. 1103110, breyting á reglum um ferðaþjónustu fatlaðra.


Breytingar á reglum um ferðaþjónustu fatlaðra bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.


-liður 5c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 6, máls nr. 1103243 – Beiðni um heimild fyrir viðbótarstöðugildi í tölvudeild.


Helgi S. Haraldsson, B-lista, lagði fram eftirfarandi bókun:


Í samræmi við skoðanir mínar á innkaupareglum og innkaupum sveitarfélagsins, tel ég að það beri að skoða hvort við séum á réttri leið, hvað varðar tölvu-og upplýsingamál í sveitarfélaginu.  Því eigi að gera úttekt á stöðu þeirra og ákveða í framhaldi þess, hvaða leið verði farin í málinu, sjá um rekstur þess sjálf,  bjóða það út að öllu leiti eða að  hluta ellegar úthýsa ákveðnum verkefnum.


Helgi Sigurður Haraldsson bæjarfulltrúi B-lista.


 Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.


 -liður 5c)  Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um lið 4, málsnr. 1103215 – Fjármögnunarmöguleikar vegna virkjunar.
 Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tók til máls, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.


-liður 6a)  Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um lið 9, málsnr. 1103015 – Atvinnuátaksverkefni sumarið 2011.
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tók til máls.


Fundargerðirnar bornar undir atkvæði, að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið afgreiddir, og samþykktar samhljóða. 
 


II. Önnur mál
a) 1104120 Lántökur 2011, tillaga um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga  í samræmi við fjárhagsáætlun 2011


Forseti bæjarstjórnar kynnti eftirfarandi tillögu:
“Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 150.000.000 kr. til 13 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Er ánið tekið til að endurfjármagna afborganir á gjalddaga hjá Lánasjóði sveitarfélaga á fyrri hluta árs 2011, sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.


Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra, kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.”


Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.b) 1010136 Tillaga bæjarfulltrúa B-, S- og V-lista um að fresta flutningi á kennslu úr Sandvíkurskóla um eitt ár


Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:


“Bæjarstjórn samþykkir að fresta flutningi á kennslu úr húsnæði Vallskóla við Sandvík yfir í húsnæði Vallskóla við Sólvelli og húsnæði félagsmiðstöðvarinnar Zelsíus um eitt ár meðan forsendur þess og framtíðarhlutverk húsnæðisins eru skoðaðar betur.


Greinargerð: Við undirbúning fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2011 kom fram að sparnaður yrði við þessa tilfærslu hjá skólanum þótt stór hluti hennar væri innri húsaleiga sem sparast við rekstur skólans en kemur ekki á móti sem tekjur í bæjarsjóð.  Einnig hefur verið gert ráð fyrir leigutekjum af húsnæðinu eftir að skólinn fer út úr því.  Engin ákvörðun hefur verið tekin um aðra starfsemi í húsnæðinu og engin leiga átt sér stað á því. Til viðbótar þessu hefur verið lagður fram listi íbúa sem mótmæla þessum flutningum, en þar er um að ræða tæplega 20% kosningabærra íbúa sveitarfélagsins.  Því teljum við eðlilegt að fresta þessum flutningi meðan málið er skoðað betur og tíminn nýttur til að leita leiða til sátta hjá íbúum og foreldrasamfélaginu og einnig til að ákveða um framtíð húsnæðisins.
Breytingar á húsnæðismálum Vallaskóla hafa ekki einungis áhrif á starfsemi skólans heldur hafa þessar breytingar mikil áhrif á starfsemi þeirra tveggja félagsmiðstöðva, Pakkhússins og Zelsíuz, sem starfa af miklum krafti í Sveitarfélaginu  Árborg. Með breytingunum mun opnunartími félagsmiðstöðvanna beggja verða styttur sem er mikil afturför í þjónustu sveitarfélagsins við unga fólkið.”


Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi B-lista
Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúi S-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista.
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi V-lista.


Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls, Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls.


Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, lagði fram eftirfarandi bókun:
“Á næstunni verður haldinn sérstakur kynningarfundur og samráðsfundur með íbúum um hugmyndir sem snúa að framtíðarnýtingu Sandvíkurskóla.  Fundurinn verður vel auglýstur, opinn öllum  og haldinn í Sandvíkurskóla.”


Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls,  Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tók til máls, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls, Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls.


Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista gegn fjórum atkvæðum bæjarfulltrúa S-, B- og V-lista.c) 0810020 Tillaga bæjarfulltrúa B-lista um hundasleppisvæði í Björkurstykki


Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu.


“Bæjarstjórn samþykkir gerð afgirts hundasleppisvæðis í landi sveitarfélagsins í svokölluðu Björkurstykki við Selfoss.


Greinargerð:
Í sveitarfélaginu eru í gildi reglur um bann við lausagöngu hunda.  Því er nauðsynlegt að einhvers staðar sé boðið upp á afgirt svæði þar sem hundaeigendur geta sleppt hundum sínum lausum til að viðra þá og leyfa þeim að hlaupa lausum.  Einfalt er að girða af svæði til þessa með einfaldri girðingu sem síðan er hægt að taka upp og færa þegar nýta þarf landið í annað í framtíðinni.”


Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi B-listans.


Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls,


Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls, Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls.


Eyþór Arnalds, D-lista, lagði til að málinu yrði vísað til framkvæmda- og veitustjórnar til frekari skoðunar, var það samþykkt samhljóða.


d) 1104147 Tillaga bæjarfulltrúa B-lista um úttekt á tölvumálum


Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:


“Bæjarstjórn samþykkir að gerð verði úttekt á tölvu-og upplýsingamálum sveitarfélagsins.  Til þess verði fenginn óháður sérfræðingur og niðurstaða hans nýtt til að ákveða hvernig staðið verði að rekstri tölvu- og upplýsingamála hjá sveitarfélaginu í framtíðinni.


Greinargerð:
Komið hefur fram að starf tölvudeildar er mikið og að það þurfi að bæta við starfsmanni þar.  Engin þarfagreining hefur átt sér stað og því eðlilegt að velta fyrir sér hvort kannski sé rétt að gera þjónustusamninga við aðra aðila um einhvern hluta þjónustunnar eða alla, ellegar hafa þetta á könnu sveitarfélagsins, óbreytt. Til þess að hægt sé að taka upplýsta ákvörðun um málið tel ég nauðsynlegt að gerð verði úttekt á þörfinni og hvernig best sé að standa að þessum málum í framtíðinni.”


Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi B-listans.


Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tók til máls, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls.


Gert var fundarhlé.


Ari Björn Thorarensen, D-lista og Helgi S. Haraldsson, B-lista tóku til máls og lögðu fram eftirfarandi tillögu:
“Framkvæmdastjóra sveitarfélagsins er falið að kanna kostnað við rekstur tölvu- og upplýsingadeilda annarra sveitarfélaga af sambærilegri stærð og leggja minnisblað fyrir bæjarráð.  Ennfremur kanni hann áætlaðan kostnað við óháða úttekt á rekstri tölvu- og upplýsingamála sveitarfélagsins.”


Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls, Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.Breytingartillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 19.05.Eyþór Arnalds 
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ari Björn Thorarensen 
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Kjartan Björnsson 
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson 
Arna Ír Gunnarsdóttir
 Þórdís Eygló Sigurðardóttir 
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Líney Magnea Þorkelsdóttir, ritari