22.3.2018 | 140. fundur bæjarráðs

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarráð » 140. fundur bæjarráðs
image_pdfimage_print


140. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 22. mars 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista
Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista
Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista
Eyrún Björg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar sem ritaði fundargerð.

Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá styrktar- og þjónustusamning við Fischersetrið. Var það samþykkt samhljóða.

Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar
1.   1801005 – Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar 2018
  49. fundur haldinn 13. mars
  Fundargerðin staðfest.
     
Fundargerðir til kynningar
2.   1803164 – Fundargerðir Fasteignafélags Árborgar slf 2018
2-1803164
  Fundur haldinn 16. mars
  Fundargerðin lögð fram.
     
3.   1802031 – Fundargerðir hverfisráðs Sandvíkurhrepps 2017-2018
3-1802031
  3. fundur haldinn 14. febrúar
  -liður 1, skólaakstur. Bæjarráð vísar ábendingunum til fræðslustjóra.
-liður 4, bæjarskilti við Votmúlaveg. Bæjarráð felur framkvæmda- og veitusviði að ræða við Vegagerðina um uppsetningu bæjarskilta.
Fundargerðin lögð fram.
     
Almenn afgreiðslumál
4.   1803120 – Umsögn – frumvarp til laga um persónuvernd
4-1803120 – FYRRI HLUTI
4-1803120 – SEINNI HLUTI
  Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til laga um persónuvernd.
  Bæjarráð felur framkvæmdastjóra að fara yfir drögin.
     
5.   1803131 – Umsögn – frumvarp til laga um Þjóðskrá Íslands
5-1803131
  Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um Þjóðskrá Íslands, mál 339.
  Lagt fram.
     
6.   1803141 – Umsögn – tillaga til þingsályktunar um byggðaáætlun
6-1803141
  Erindi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 12. mars þar sem tillaga sem kynnt er að þingsályktun um stefnumótandi áætlun í byggðamálum 2018-2024.
  Lagt fram.
     
7.   1709203 – Opið bókhald
7-1709203
  Lagt var fram minnisblað fjármálastjóra um tilboð í lausnina „Opið bókhald“. Samþykkt var að taka tilboði KPMG. Tilboðið rúmast innan ramma fjárhagsáætlunar.
     
8.   1803155 – Ályktun – Dagdvalarrými í Árborg
  Bæjarráð Árborgar óskar eftir svörum frá velferðarráðuneytinu við umsókn, dags. 4. september 2017, um fjölgun almennra dagdvalarrýma í sveitarfélaginu sem nemur 6 rýmum. Umsóknin var sett fram þar sem fyrir dyrum stendur flutningur almennrar dagdvalar í rúmbetri húsakynni, sem gefur færi á að veita fleirum þjónustu. Framkvæmdasjóður aldraðra samþykkti á sl. ári 23,7 mkr. fjárframlag til byggingar stærra húsnæðis fyrir dagdvöl og standa framkvæmdir nú yfir. Á biðlista eftir rými á almennri dagdvöl eru nú 7 einstaklingar. Dagdvölin þjónar bæði íbúum í Sveitarfélaginu Árborg og Flóahreppi. Dagdvöl er mikilvægt úrræði til stuðnings þeim einstaklingum sem þurfa stöðugt eftirlit og umsjá. Verulegur skortur er á hjúkrunarrýmum í Árnessýslu í framhaldi af lokun Kumbaravogs og Blesastaða og er því enn brýnna að geta boðið öldruðum sem bíða eftir hjúkrunarrými pláss í dagdvöl.
Þá á Sveitarfélagið Árborg einnig óafgreitt erindi hjá ráðuneytinu varðandi úrræði sem snýr að því að bjóða einstaklingum stöku sinnum næturgistingu í húsnæði dagdvalarinnar í Vallholti, en þar er boðið upp á dagdvöl fyrir einstaklinga með minnissjúkdóma. Á biðlista eftir plássi í þar eru nú sex einstaklingar. Hugmyndin að því að bjóða dvöl að næturlagi í húsnæði dagdvalar var sett fram í því skyni að unnt væri að bjóða fjölbreyttari úrræði þeim sem þurfa á þjónustunni að halda og mæta þörfum hópsins betur.
Í ljósi þess að nýtt hjúkrunarheimili í Árborg verður ekki tekið í notkun fyrr en á árinu 2020 er afar brýnt að unnt sé að bjóða sem flestum úrræði á borð við dagdvöl. Er því afar mikilvægt að jákvæð svör fáist við þeim erindum Sveitarfélagsins Árborgar sem að framan eru rakin.
     
9.   1501110 – Framtíðaruppbygging íþróttamannvirkja í Sv. Árborg
9-1501110
  Lagðar voru fram fundargerðir starfshóps um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Sveitarfélaginu Árborg.
     
10.   1612105 – Verkefnið Ísland ljóstengt 2017 – umsóknarferli
10-1612105
  Samningur um styrkúthlutun til uppbyggingar ljósleiðarakerfa í dreifbýli á árinu 2018
  Bæjarráð staðfestir samninginn og felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að undirrita hann.
     
11.   1803181 – Tækifærisleyfi – Páskaball Hvíta hússins
11-1803181
  Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 17. mars, þar sem óskað er eftir umsögn um tímabundið áfengisleyfi og lengdan opnunartíma í Hvíta húsinu 2. apríl nk.
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið. Kjartan Björnsson D-lista,vék af fundi við afgreiðslu málsins.
     
12.   1803186 – Tillaga frá S-lista um auglýsingar á lausum lóðum undir atvinnustarfsemi í sveitarfélaginu
12-1803186
  Tillaga frá S-lista þar sem lagt er til að sveitarfélagið auglýsi til umsóknar í stóru landsfjölmiðlunum lausar lóðir undir atvinnustarfsemi.
  Lögð var fram eftirfarandi tillaga:
Tillaga til umfjöllunar á fundi bæjarráðs Svf. Árborgar 22.mars 2018:
Undirrituð leggur til að Svf. Árborg auglýsi til umsóknar í stóru landsfjölmiðlunum lausar lóðir undir atvinnustarfssemi.
Greinargerð:
Gríðarleg íbúafjölgun hefur orðið í sveitarfélaginu á skömmum tíma. Mikilvægt er að sem flestir íbúar hafi möguleika á því að velja að starfa í sveitarfélaginu og þurfi síður að sækja vinnu um langan veg. Í ljósi þessa skiptir miklu máli að bæjaryfirvöld sæki sem mest fram í atvinnumálum og bjóði ný fyrirtæki velkomin með sína starfsemi. Það er afar mikilvægt að vekja athygli á þeim möguleikum sem eru í boði í sveitarfélaginu.
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista.Bæjarráð felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að láta auglýsa þær lóðir sem eru byggingarhæfar.
     
13.   1803185 – Fundartími bæjarráðs 2018
  Fundartími í vikunni fyrir páska
  Bæjarráð samþykkir að fundur í dymbilviku falli niður.
     
14.   1704132 – Gagnaveitan – ljósleiðaravæðing
  Viljayfirlýsing Gagnaveitu Reykjavíkur um ljósleiðaravæðingu Árborgar.
  Erling Freyr Guðmundsson og Jóhann Sveinn Sigurleifsson komu inn á fundinn og kynnti Erling áætlanir Gagnaveitu Reykjavíkur um ljósleiðaralagnir í þéttbýli í Sveitarfélaginu Árborg.
Véku þeir af fundi að kynningu lokinni.
Bæjarráð fagnar framtakinu sem mun bæta búsetuskilyrði í sveitarfélaginu. Bæjarráð samþykkir viljayfirlýsinguna og felur framkvæmdastjóra að undirrita hana.
     
15. 

 

1803231 – Styrktar- og þjónustusamningur við Fischersetrið á Selfossi
15-1803231
Bæjarráð staðfestir samninginn.
     
Erindi til kynningar
16.   1801182 – Samningur um reiðvegagerð í Árborg 2019-2024
16-1801182
  Samningur um uppbyggingu reiðvega í Sveitarfélaginu Árborg
  Bæjarráð staðfestir samninginn.
     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl. 09:40.

 

Gunnar Egilsson   Kjartan Björnsson
Arna Ír Gunnarsdóttir   Helgi Sigurður Haraldsson
Eyrún Björg Magnúsdóttir   Ásta Stefánsdóttir