31.7.2007 | 140. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Framkvæmda- og veitustjórn » 140. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
image_pdfimage_print

 

140. fundur framkvæmda– og veitustjórnar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn 31.7.2007  að Austurvegi 2, Selfossi, kl. 12:00

 

Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista
Gylfi Þorkelsson, varaformaður, S-lista
Margrét Magnúsdóttir, varamaður V-lista
Snorri Finnlaugsson, nefndarmaður D-lista
Þórunn Jóna Hauksdóttir, varamaður D-lista
Ásta Stefánsdóttir, bæjarritari

 

Dagskrá:

 

1. Samningur um Dísarstaði
Lagður var fram samningur við landeiganda Dísarstaðalands um uppbyggingu íbúðasvæðis í landi Dísarstaða, norðan Suðurhóla. Bæjarritari fór yfir samninginn. Framkvæmda- og veitustjórn gerir ekki athugasemd við samninginn og leggur til að bæjarráð samþykki hann.

 

2. Íbúafjöldi
Íbúar í Árborg voru 7.445 þann 27. júlí. Þeir voru 7.310, 1. janúar s.l. og hefur því fjölgað um 135 frá áramótum eða um ca. 19 hvern mánuð sem af er ári. Ef fjölgunartaktur þessi helst óbreyttur út árið þá fjölgar íbúum um 278 og verða þeir í lok árs alls 7.588, hefur fjölgað um 3,8 %. Fjölgunin er nær einvörðungu á Selfossi en þar búa nú 6.136. Á Eyrarbakka búa 582, á Stokkseyri 555 og í Sandvík 157. Við bætast 15 íbúar sem eru óstaðsettir m.v. skráningu. Ef undanfarnir 12 mánuðir eru skoðaðir þá var fjölgunarhlutfallið um 3 %. 

 

Þórunn Jóna Hauksdóttir, D-lista, lagði til að upplýsingar um aldursskiptingu fylgi íbúatölum.

3. Erindi til kynningar:

Engin.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 12:30.

Þorvaldur Guðmundsson                                  
Gylfi Þorkelsson
Margrét Magnúsdóttir                          
Snorri Finnlaugsson
Þórunn Jóna Hauksdóttir                                 
Ásta Stefánsdóttir