6.9.2007 | 141. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Framkvæmda- og veitustjórn » 141. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
image_pdfimage_print

 

141. fundur framkvæmda– og veitustjórnar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn miðvikudaginn 5. september 2007  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00

 

Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista (B)
Torfi Áskelsson, varamaður S-lista
Margrét Magnúsdóttir, varamaður V-lista
Snorri Finnlaugsson, nefndarmaður D-lista (D)
Ingvi Rafn Sigurðsson, varamaður D-lista
Ásbjörn Ó. Blöndal, veitustjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, starfsmaður

 

Dagskrá:

 

1. 0708137 – Erindi íbúa á Eyrarbakka

Framkvæmdastjóri lagði fram undirskriftalista frá íbúum við Túngötu á Eyrarbakka um beiðni um hraðahindranir.
Framkvæmda- og veitustjórn þakkar ábendingar íbúa og framkvæmdastjóra Framkvæmda og veitusviðs falið að kanna hvort hægt sé að flytja til fjármagn vegna fjármagnsliða sem ekki koma til framkvæmda á árinu og freista þess að fá verktaka til að setja upp í það minnsta tvær hraðahindranir eins fljótt og auðið er.


2.  0504050 – BES-verkefnið

Framkvæmdastjóri kynnti stöðu BES verkefnis og allar tímaáætlanir verkáfanganna.

Bókun fulltrúa D-lista.

Því miður hafa framkvæmdir við uppbyggingu BES tafist nokkuð frá því sem upphafleg tímaætlun gerði ráð fyrir. Hefur það meðal annars gerst vegna tafa við ákvarðanatöku og breytinga á verkefnaröðun frá því sem ákveðið var á sínum tíma.
Við fögnum því að nú loks stefni í að framkvæmdir geti hafist og hvetjum til þess að hendur verði látnar standa fram úr ermum og ekki hvikað frekar frá ákvörðuðum tímaáætlunum.

Snorri Finnlaugsson
Ingvi Rafn Sigurðsson

3.  0706077 – Aðgengismál

Efni erindis frá Pro-Ark rætt ásamt því að framkvæmdastjóri kynnti hugsanlegan kostnað og greiningu aðgengismála í sveitarfélaginu.
Framkvæmdastjóra falið að vinna að verkefninu áfram og lagt er til við bæjarráð að samið verði við Pro-Ark um verkefnið.

Bókun fulltrúa D-lista.

Á fundi Skipulags- og bygginganefndar 14.júní sl.voru aðgengismál í sveitarfélaginu tekin til umræðu að frumkvæði Elfu Daggar Þórðardóttur fulltrúa D-lista. Í framhaldi af því fól bæjarráð á fundi sínum þann 21. júní sl. framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs að vinna kostnaðaráætlun við gerð úttektar á aðgengismálum í Sveitarfélaginu Árborg. Við hvetjum til að úttektin verði framkvæmd eins fljótt og kostur er á þeim grundvelli sem rætt var um á fundinum.
 
Snorri Finnlaugsson
Ingvi Rafn Sigurðsson

4.  0705140 – Framkvæmdir

Framkvæmdastjóri kynnti verkstöðu í framkvæmdum hjá Framkvæmda- og veitusviði með samantekt sem lögð var fram á fundinum.


5. 
0703145 – Íbúafjöldi

Fjöldi íbúa er nú 7488. Fjöldi íbúa fyrir 1 mánuði var 7448. Fjölgunin jafngildir aukningu upp á 0,54% (6,44%/ári)
Fjöldi íbúa fyrir 3 mánuðum 7414 aukning 74 eða 1,00% (3,99%/ári)
Fjöldi íbúa fyrir 12 mánuðum 7259 aukning 229 eða 3,15%

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:40

Þorvaldur Guðmundsson                                  
Torfi Áskelsson
Margrét Magnúsdóttir                          
Snorri Finnlaugsson
Ingvi Rafn Sigurðsson                          
Ásbjörn Ó. Blöndal
Rósa Sif Jónsdóttir