13.4.2018 | 142. fundur bæjarráðs

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarráð » 142. fundur bæjarráðs
image_pdfimage_print


142. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 12. apríl 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10
 

Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista
Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista
Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista
Eyrún Björg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar
1.   1801008 – Fundargerðir íþrótta- og menningarnefndar 2018
  39. fundur haldinn 4. apríl

1801008

  Fundargerðin staðfest.
     
Fundargerðir til kynningar
2.   1802031 – Fundargerðir hverfisráðs Sandvíkurhrepps 2017-2018
  4. fundur haldinn 20. mars
  -liður 1, tippur við Lækjamót. Samningaviðræður standa yfir við landeiganda og umráðamann tipps við Lækjamót varðandi frágang hans. Starfsleyfi fyrir nýjan stað er í auglýsingaferli.
-liður 2, um akstur strætisvagna. Bæjarráð felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að ræða við Strætó um þá annmarka sem lýst er í fundargerðinni.
-liður 3, samningur við hestamannafélagið Sleipni. Samningurinn verður sendur hverfisráði, auk þess sem hann er birtur á vef sveitarfélagsins.
-liður 4, lega hjólastígs frá Strokkhólsvegi og niður úr. Hönnunargögn vegna hjólastígs verða send hverfisráði.
-liður 5, hjólastígar við Votmúlaveg. Ekki er tímasett áætlun um göngu- og hjólastíg meðfram Votmúlavegi.
-liður 6, umhverfismál, bílhræ á opnum svæðum. Þegar ábendingar berast áhaldahúsi sveitarfélagsins um bílhræ á opnum svæðum þá er Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fengið til að líma tilkynningu á viðkomandi bíl um að hann verði fjarlægður ef eigandi aðhefst ekki. Samningur er við Vöku um að fjarlægja bílana að tilskildum tíma liðnum. Hverfisráði er bent á að senda ábendingar um bílhræ á opnum svæðum til verkstjóra áhaldahúss.
-liður 7, umhverfi gámasvæðisins við Víkurheiði. Bæjarráð þakkar ábendinguna.
-liður 8, auglýsingar kjörstjórnar. Bæjarráð treystir kjörstjórn til að auglýsa kosningar í sveitarfélaginu með þeim hætti að það standist áskilnað laga og reglna. Ábendingunni er vísað til kjörstjórnar.
-liður 10, afgreiðslur bæjarráðs og nefnda. Afgreiðslur bæjarráðs hafa verið sendar með tölvupósti á netfang ritara hverfisráðs til þessa. Afgreiðslur verða sendar á fleiri ráðsmenn eftirleiðis.1802031
     
3.   1804060 – Fundargerðir almannavarnanefndar Árnessýslu 2018
  21. fundur haldinn 23. mars
  Lagt fram.

1804060

     
Almenn afgreiðslumál
4.   1802044 – Milliuppgjör og fjárhagstölur 2018
  Rekstraryfirlit janúar – febrúar og yfirlit yfir útsvarstekjur og framlög úr Jöfnunarsjóði janúar – mars
  Lagt fram.
     
5.   1712209 – Sveitarfélagamörk í Árbakkalandi
  Svarbréf frá Flóahreppi, dag. 6. apríl, vegna óska um breytingar á sveitarfélagsmörkum í Árbakkalandi.
  Lagt fram svarbréf Flóahrepps.

1712209

     
6.   1803097 – Knatthús Selfossi 2018
  Tillaga að teikningu og kostnaðaráætlun yfirfarin.
  Farið var yfir gögn varðandi undirbúning útboðs og kostnaðaráætlun. Samþykkt var að vinna málið áfram miðað við tillögu að grunnmynd nr. 3.
     
7.   0904212 – Tenging milli Vatnsveitu Flóa og Árborgar
  Samningur við Landsvirkjun um uppgjör vegna samnings frá 2009 um afhendingu á vatni til Flóahrepps.
  Framkvæmdastjóra sveitarfélagsins falið að ganga frá samningnum.
     
8.   1804124 – Samkomulag um aðgang að sundstöðum Árborgar
  Samkomulag milli Sveitarfélagsins Árborgar og Flóahrepps um aðgang að sundstöðum Árborgar fyrir börn, ungmenni og eldri borgara með lögheimili í Flóahreppi.
  Bæjarráð staðfestir samninginn og felur framkvæmdastjóra að undirrita hann.

1804124

     
9.   1804125 – Beiðni – styrktarsamningur milli Árborgar og Veiðisafnsins á Stokkseyri
  Erindi frá Páli Reynissyni,dag. 26. febrúar, fyrir hönd Veiðisafnsins þar sem hann óskar eftir árlegum rekstrarstyrk til handa safninu.
  Bæjarráð samþykkir að gera samning við Veiðisafnið um 500.000 kr. styrk árlega með þeim skilmálum sem í erindinu greinir.

1804125

     
10.   1803291 – MMA æfingar í Sandvíkursalnum
  Á fundinn komu Hlynur Torfi Rúnarsson og Þórður Sindri Ólafsson frá MMA sem hefur haft aðstöðu til æfinga í Sandvíkursalnum. Fóru þeir yfir það hvernig skipulag MMA æfinga hefur þróast.
     
11.   1803185 – Fundartími bæjarráðs 2018
  Samþykkt var að fella niður fund bæjarráðs í næstu viku þar sem reglulegan fundartíma ber upp á sumardaginn fyrsta.
     
12.   1804172 – Tækifærisleyfi – 20 ára afmælistónleikar í Íþróttahúsinu Iðu
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um umsókn um tækifærisleyfi frá kl. 19:30 til miðnættis.

1804172

     
Erindi til kynningar
13.   1804059 – Aldurssamsetning íbúa sveitarfélaga 2018
  Upplýsingar um aldursdreifingu hjá sveitarfélögum fyrir árin 1998 og 2018
  Lagt fram til kynningar.

1804059

     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:50.

Gunnar Egilsson   Kjartan Björnsson
Arna Ír Gunnarsdóttir   Helgi Sigurður Haraldsson
Eyrún Björg Magnúsdóttir   Ásta Stefánsdóttir