26.4.2018 | 143. fundur bæjarráðs

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarráð » 143. fundur bæjarráðs
image_pdfimage_print


143. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018 haldinn fimmtudaginn 26. apríl 2018, í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista
Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista
Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, ritaði fundargerð.

Eyrún Björg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista, boðaði forföll.

Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar
1.   1801003 – Fundargerðir fræðslunefndar 2018
  43. fundur frá 11. apríl
  Fundargerðin staðfest.
     
Fundargerðir til kynningar
2.   1802004 – Fundargerðir stjórnar SASS 2018
2-1802004
  531. fundur haldinn 6. apríl
  Lagt fram til kynningar.
     
3.   1803042 – Fundargerðir stjórnar Listasafns Árnesinga 2018
3-1803042
  Fundur haldinn 10. apríl
  Lagt fram til kynningar.
     
Almenn afgreiðslumál
4.   1804177 – Beiðni um endurnýjað stöðugildi deildarstjóra Vallaskóla
  Beiðni frá skólastjóra Vallaskóla, dags. 9. apríl, þar sem óskað er eftir heimild til að ráða deildarstjóra við Vallaskóla frá og með 1. ágúst nk.
  Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar fræðslunefndar.
     
5.   1804225 – Beiðni um aukinn nemendakvóta í Tónsmiðju Suðurlands
5-1804225
  Erindi frá Tónsmiðju Suðurlands, dags. 16. apríl, þar sem óskað er eftir auknum kvóta til handa Tónkjallaranum ehf.
  Erindinu er vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2019.
     
6.   1804198 – Aðalfundur Veiðifélags Árnesinga 2018
6-1804198
  Fundarboð aðalfundar Veiðifélags Árnesinga fyrir árið 2017 sem haldinn verður fimmtudaginn 26. apríl nk.
  Bæjarráð felur Gunnari Egilssyni, formanni bæjarráðs, að sækja fundinn f.h. Sveitarfélagsins Árborgar og fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.
     
7.   1804151 – Lóðarumsókn
7-1804151
  Erindi frá Vörðufelli þar sem óskað er eftir vilyrði fyrir lóð nr. 9 við Víkurheiði.
  Bæjarráð samþykkir að veita vilyrði til sex mánaða með þeim fyrirvara að unnið er að enduskoðun deiliskipulagsins og kunna því lóðarmörk að taka breytingum.
     
8.   1804238 – Athugasemdir – ljósaskilti á Eyravegi 2
8-1804238
  Erindi íbúa við Jórutún, dags. 10. apríl, þar sem óskað er eftir að gripið verði til aðgerða vegna auglýsingaskiltis við Eyraveg 2.
  Framkvæmdastjóra sveitarfélagsins er falið að svara erindinu.
     
9.   1804248 – Bakhjarlar – tuttugu ára afmæli Hróksins
9-1804248
  Erindi frá Hróknum, dags. 12. apríl, þar sem óskað er eftir að Sveitarfélagið Árborg gerist bakhjarl félagsins.
  Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
     
10.   1804300 – Umsögn – frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða
10- 1804300 1. hluti
10- 1804300 2. hluti
  Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 20. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða, mál 425.
  Lagt fram til kynningar.
     
11.   1804301 – Umsögn – frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum, EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.
11-1804301 – 1. hluti
11-1804301 – 2. hluti
  Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 20. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.), mál 467.
  Lagt fram til kynningar.
     
12.   1804288 – Umsögn – frumvarp til laga um Póst- og fjarskiptastofnun o.fl., gjaldtaka fyrir tíðnir og alþjónusta
12-1804288
  Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 20. apríl  þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um Póst- og fjarskiptastofnun o.fl. (gjaldtaka fyrir tíðnir og alþjónusta), mál 454
  Lagt fram til kynningar.
     
13.   1804289 – Umsögn – tillaga til þingsályktunar um stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru o.fl.
13-1804289
  Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 20. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018-2029.
  Lagt fram til kynningar.
     
14.   1708133 – Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki
14-1708133
  Lokaskýrsla undirbúningshóps vegna nýs skóla í Björkurstykki.
  Skýrslan er lögð fram. Bæjarráð þakkar fyrir vinnu starfshópsins.
     
15.   1804317 – Áhorfendastúka í íþróttahúsinu Iðu
  Farið var yfir mögulegar útfærslur á stúku í Iðu. Bæjarráð felur menningar- og frístundafulltrúa að vinna áfram að málinu.
     
16.   1804318 – Nýtt gólfefni í íþróttahúsinu Iðu
     
17.   1802010 – Vilyrði fyrir sjávarlóð við Eyrarbakka til sex mánaða vegna sjóbaða
  Guðmundur Ármann Pétursson kom inn á fundinn og kynnti stöðu verkefnisins.
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:30.
 

Gunnar Egilsson   Kjartan Björnsson
Arna Ír Gunnarsdóttir   Helgi Sigurður Haraldsson
    Ásta Stefánsdóttir