21.12.2007 | 144. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Framkvæmda- og veitustjórn » 144. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
image_pdfimage_print

144. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 20. desember 2007  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00

Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista (B)
Sigurður Ingi Andrésson, nefndarmaður V-lista (V)
Guðni Torfi Áskelsson, nefndarmaður S-lista (S)
Snorri Finnlaugsson, nefndarmaður D-lista (D)
Ingvi Rafn Sigurðsson, varamaður D-lista
Jón Tryggvi Guðmundsson, starfandi framkvæmdastjóri
Rósa Sif Jónsdóttir, starfsmaður

JTG: Jón Tryggvi Guðmundsson starfandi framkvæmdastjóri.

Dagskrá:

•1. 0712069 – Gjaldskrá vatnsveitu

JTG kynnti gjaldskrá vatnsveitu.
Stjórnin felur JTG að koma á framfæri athugasemdum sem ræddar voru á fundinum.


•2. 
0712068 – Gjaldskrá fráveitugjalda

JTG kynnti gjaldskrá fráveitu.
Stjórnin felur JTG að koma á framfæri athugasemdum sem ræddar voru á fundinum.

•3. 0712067 – Gatnagerðargjald – samþykkt

JTG kynnti gjaldskrá gatnagerðagjalda.
Stjórnin felur JTG að koma á farmfæri athugasemdum sem ræddar voru á fundinum.

•4. 0709125 – Afköst holu ÓS-2 skýrsla frá ÍSOR

JTG kynnti skýrslu ÍSOR um afköst holu ÓS-2 samkvæmt óstaðfestum afkastamælingum er talið að holan gefi 50-80 l/sek af 92°c heitu vatni.
Stemmt er að því að vinna að áframhaldandi rannsóknum á efnainnihaldi vatnsins í holu ÓS-2 og möguleikum á blöndum þess við annað hitaveitu vatn.

•5. 0710093 – Hitaveitulagnir í Eystra-Stokkseyrasel

JTG kynnti áætlaðan kostað fyrir vatnsveitu og hitaveitu að Eystra-Stokkseyraseli. Samkvæmt upplýsingum frá VST verður erfitt að uppfylla lágmarks vatnshita fyrr en með 50% uppbyggingu svæðisins, nema að umtalsverði blæðingu sé beitt.
 

•6. 0711124 – Þriggja fasa rafmagn á landsbyggðinni

Formaður kynnti bréf frá Iðnaðarráðuneyti varðandi þörf á þriggja fasa rafmagni í sveitarfélaginu.
Stjórnin felur JTG að afla upplýsinga frá dreifiveitum sveitarfélagsins og senda til Iðnaðarráðuneytis.

 

•7. 0705131 – Neysluvatnsöflun undir Ingólfsfjalli

JTG kynnti stöðu á neysluvatnsöflun við Ingólfsfjall. Fyrirhuguð er að gera dæluprófun á tilraunaholum fljótlega.

•8. 0705140 – Framkvæmdalisti 2007

JTG kynnti framkvæmdalista framkvæmda- og veitusviðs með samantekt sem lögð var fram á fundinum.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:40

Þorvaldur Guðmundsson                                  
Sigurður Ingi Andrésson
Guðni Torfi Áskelsson                        
Snorri Finnlaugsson
Ingvi Rafn Sigurðsson                          
Jón Tryggvi Guðmundsson
Rósa Sif Jónsdóttir