3.5.2018 | 144. fundur bæjarráðs

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarráð » 144. fundur bæjarráðs
image_pdfimage_print


144. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 3. maí 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista
Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista
Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista
Eyrún Björg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar
1.   1801006 – Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 2018
  51. fundur haldinn 25. apríl
  -liður 10, tillaga að breyttu deiliskipulagi Ólafsvalla á Stokkseyri. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst.
-liður 11, tillaga að breyttu aðalskipulagi að Þóristúni 1, Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að breytingin verði auglýst.
Fundargerðin staðfest.
     
Fundargerðir til kynningar
2.   1803226 – Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga 2018
2-1803226
  16. fundur haldinn 23. apríl og ársskýrsla safnsins 2017
  Lagt fram.
     
3.   1802059 – Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2018
3-1802059
  265. fundur haldinn 24. apríl
  Lagt fram.
     
Almenn afgreiðslumál
4.   1804388 – Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka 2018
4-1804388
  Bæjarráð samþykkir aukafjárveitingu, kr. 150.000, í tilefni af 20 ára afmæli hátíðarinnar og leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun.
     
5.   1804342 – Umsögn – tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun 2018-2024
5-1804342-fyrri hluti
5-1804342-seinni hluti
  Erindi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 20. apríl, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun 2018 – 2024, mál 480.
  Lagt fram.
     
6.   1708133 – Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki
  Tilnefning í byggingarnefnd fyrir skóla í Björkurstykki
  Bæjarráð samþykkir að skipa í nefndina Gunnar Egilsson, Ástu Stefánsdóttur, Jón Tryggva Guðmundsson og Óðin K. Andersen. Óskað er eftir tilnefningu eins fulltrúa frá B-, S- og Æ-lista.
Óskað er eftir tilnefningum tveggja aðila frá fræðslusviði.
     
7.   1804089 – Könnun á þörf fyrir leigueignir Íbúðalánasjóðs
7-1804089
  Erindi frá Íbúðalánasjóði, dags. 27. mars, þar sem að sveitarfélaginu er boðið að skoða 5 eignir sjóðsins með það í huga að taka þær á leigu.
  Framkvæmdastjóra falið að afla frekari upplýsinga.
     
8.   1803110 – Verkefnið Umhverfis Suðurland
8-1803110
  Ábending frá verkefnastjórn Umhverfis Suðurland þar sem skorað er á sveitarfélög að skipuleggja strandhreinsun í sínu sveitarfélagi 5. maí nk. en sá dagur er Norrænn strandhreinsunardagur.
  Bæjarráð hvetur íbúa til að taka þátt í að hreinsa ströndina.
     
9.   1711073 – Styrkbeiðni – áframhaldandi uppbygging í Hellisskógi 2018
9-1711073
  Bæjarráð staðfestir samninginn og leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna verkefnisins.
     
10.   0904212 – Tenging milli vatnsveitu Flóa og Árborgar
10-0904212
  Drög að samkomulagi um lokauppgjör á samningi um öflun og sölu vatns frá vatnsveitu Árborgar til vatnsveitu Flóahrepps.
  Bæjarráð staðfestir samninginn og felur framkvæmdastjóra að undirrita hann.
     
11.   1804317 – Áhorfendastúka í íþróttahúsinu Iðu
11-1804317
  Tilboð frá Altis ehf í áhorfendastúku fyrir íþróttahúsið Iðu
  Bæjarráð samþykkir kaup á stúkunni og leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun að fjárhæð allt að kr. 12.750.000.
     
12.   1804411 – Aðkoma gangandi að hundasleppisvæðinu við Suðurhóla
12-1804411
  Erindi frá Taumi, hagsmunafélagi hundaeigenda í Sveitarfélaginu Árborg, dags. 27. apríl, varðandi hundasleppisvæði
  Bæjarráð vísar framkvæmdaatriðum sem fjallað er um í erindinu til framkvæmda- og veitusviðs. Bæjarráð vísar ábendingu varðandi gangbraut til skipulags- og byggingarnefndar.
     
13.   1712164 – Beiðni um vilyrði – uppbygging ofan við fjöruna á Eyrarbakka
13-1712164
  Erindi frá 1765, dags. 30. apríl, þar sem óskað er á ný eftir framlengingu á vilyrði sveitarfélagsins fyrir veittri lóð til sex mánaða.
  Bæjarráð samþykkir framlengingu vilyrðis til sex mánaða.
     
14.   1804414 – Orlof húsmæðra 2018
  Erindi frá gjaldkera orlofs húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu, dags. 26. apríl, ásamt skýrslu um starfsemi og ársreikning fyrir árið 2017.
  Skýrslan lögð fram.
     
15.   1805012 – Viðbótaropnun í sundlaug Stokkseyrar
15-1805012
  Samantekt um kostnað vegna aukinnar opnunar í sundlauginni á Stokkseyri.
  Bæjarráð samþykkir að sundlaugin á Stokkseyri verði opin á sunnudögum allt árið, en ekki bara á sumrin eins og verið hefur. Lagt er til að kostnaðarauka fyrir árið 2018 kr. 450.000 verði mætt með viðauka við fjárhagsáætlun.
     
16.   1805013 – Beiðni um umsjón með Eyrarbakkavelli
16-1805013
  Ósk frá Umf. Stokkseyrar, dags. 27. apríl, þar sem óskað er eftir að fá umsjón með Eyrarbakkavelli.
  Bæjarráð samþykkir að Ungmennafélag Stokkseyrar fái umsjón með Eyrarbakkavelli, en áætlað er að hefja knattspyrnuæfingar fyrir yngstu aldurshópana á Eyrarbakka og Stokkseyri nú í sumar.
     
17.   1805016 – Breytingar á notkun íþróttamannvirkja í Árborg
  Viljayfirlýsing um samstarf um framkvæmdir í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi 2018
  Bæjarráð staðfestir samninginn.
     
18.   1803185 – Fundartími bæjarráðs 2018
  Bæjarráð samþykkir að næsti fundur verði föstudaginn 11. maí nk. kl. 08:15.
     
Erindi til kynningar
19.   1804389 – Ályktun frá 90. ársfundi SSK
19-1804389
  Fréttatilkynning og ályktun frá 90. ársfundi Sambands sunnlenskra kvenna sem haldinn var 21. apríl sl.
  Lagt fram til kynningar.
     
20.   1207024 – Skaðabótakrafa – Gámaþjónustan hf. og útboð sorphirðu í Árborg
20-1207024
  Dómur hæstaréttar
  Lagður var fram dómur hæstaréttar í máli Gámaþjónustunnar (EKO Eignir ehf) gegn sveitarfélaginu, þar sem dómur Héraðsdóms Suðurlands er ómerktur.
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:25.

Gunnar Egilsson   Kjartan Björnsson
Arna Ír Gunnarsdóttir   Helgi Sigurður Haraldsson
Eyrún Björg Magnúsdóttir   Ásta Stefánsdóttir