31.1.2008 | 145. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Framkvæmda- og veitustjórn » 145. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
image_pdfimage_print

145. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 31. janúar 2008  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00

Mætt: 
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista (B)
Margrét Magnúsdóttir, varamaður V-lista
Kristinn Hermannsson, varamaður S-lista
Snorri Finnlaugsson, nefndarmaður D-lista (D)
Þórunn Jóna Hauksdóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Guðmundur Elíasson, framkvæmdastjóri
Jón Tryggvi Guðmundsson, starfsmaður
Unnur Edda Jónsdóttir, starfsmaður
Rósa Sif Jónsdóttir, starfsmaður

Formaður bauð nýjan framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs Guðmund Elíasson velkomin til starfa og óskuði honum velfarnaðar í starfi.

Dagskrá:

1. 0603049 – Rannsókn á flóðasvæði á Eyrarbakka

Formaður kynnti fyrirhugaðan fund fyrir nefndir og bæjarstjórn sem fara á fram mánudaginn 11. febrúar kl. 20:00 um flóðarsvæði á Eyrarbakka þar sem kynnt verður skýrsla frá VGK-Hönnun.

2.  0608007 – Umsagnir stofnana um tillögur sumarhúsaeigenda vegna sjóvarnargarðs á Stokkseyri

Jón Tryggvi og formaður kynntu niðurstöður og tillögur Siglingamálastofnunar vegna sjóvarnargarðs.
Stjórn leggur til að sjóvarnagarðinum verið komið í deiliskipulagsferli. Framkvæmdastjóra er falið að fylgja því eftir. Reiknað er með að kostnaður að deiliskipulaginu verði hluti af heildarkostnaði við verkið.

3.  0708107 – Frágangur á opnum svæðum i miðkjörnum Eyrarbakka og Stokkseyrar, tillaga bæjarfulltrúa D-lista, vísað til framkvæmda- og veitustjórnar á 65. fundi bæjarráðs

Formaður kynnti tillögur sem til eru um miðbæjarkjarna á Eyrarbakka og Stokkseyri.
Stjórn leggur til að öll gögn um hugsanlegan miðbæjarkjarna á Eyrarbakka og Stokkseyri verði útbúin þannig að hægt verði að nota þau á íbúafundi á stöðunum.

4.  0801165 – Húsnæðismál að Austurvegi 67

Formaður kynnti stöðu í húsnæðismálum að Austurvegi 67.
Framkvæmdastjóra var falið að fara yfir málin og koma með tillögu um uppbyggingu og leggi fyrir stjórn.

5.  0712071 – Tillaga að breytingu á gjaldskrá Selfossveitna

Lagt var til að hækka taxta hitaveitu um 4% frá og með 1. mars 2008. Tillaga var borin undir atkvæði og samþykkt með þrem atkvæðum fulltrúa B S og V lista. Fulltrúar D lista sátu hjá.

6.  0801164 – Undirbúningsvinna að breytingu gjaldskrár vegna heimtauga

Jón Tryggvi kynnti tillögu að breytingu gjaldskrár vegna heimtauga. Fyrirhugað er að afnema heimlagnagjöld samkvæmt m3 bygginga og reikna út samkvæmt stærð og lengd heimtauga.
Stjórn felur framkvæmdastjóra að móta tillögur og reglur og leggja fyrir stjórn.

7. 0801166 – Framkvæmdalisti 2008

Jón Tryggvi kynnti verkstöðu framkvæmda hjá framkvæmda- og veitusviði með samantekt sem lögð var fram á fundinum.

8. 0801167 – Aldursdreifing íbúa Árborgar

Í dag 31. janúar eru skráðir íbúar í Árborg 7.611
Á Selfossi eru skráðir 6.274
Á Eyrarbakka 608
Á Stokkseyri 563
í Sandvík 153
Óstaðsettir 13

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:30

Þorvaldur Guðmundsson

 

Margrét Magnúsdóttir

Kristinn Hermannsson

 

Snorri Finnlaugsson

Þórunn Jóna Hauksdóttir

 

Guðmundur Elíasson

Jón Tryggvi Guðmundsson

 

Unnur Edda Jónsdóttir

Rósa Sif Jónsdóttir