14.5.2018 | 145. fundur bæjarráðs

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarráð » 145. fundur bæjarráðs
image_pdfimage_print


145. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018 haldinn föstudaginn 11. maí 2018, í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:15.

 Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista
Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista
Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista
Eyrún B. Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista.
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá: 

Fundargerðir til staðfestingar
1.   1801005 – Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar 2018
  51. fundur haldinn 24. apríl
52. fundur haldinn 2. maí
  Fundargerðin staðfest.
     
Fundargerðir til kynningar
2.   1802019 – Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2018
2-1802019
  859. fundur haldinn 27. apríl
  Lagt fram.
     
3.   1803263 – Fundargerðir stjórnar Brunavarna Árnessýslu 2018
3-1803263
  22. fundur haldinn 4. maí
  Lagt fram.
     
4.   1802003 – Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2018
4-1802003
  Fundargerð 186. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, haldinn 3. maí 2018
  Lagt fram.
     
Almenn afgreiðslumál
5.   1802044 – Milliuppgjör og fjárhagstölur 2018
6-1804099
  Rekstraryfirlit janúar – mars og yfirlit útsvarstekna og framlaga úr jöfnunarsjóði janúar – apríl
  Lagt fram.
     
6.   1804099 – Styrkbeiðni – verkefnið Þorpið með rekstur upplýsingamiðstöðvar á Stað Eyrarbakka
7-1805086
  Erindi frá Drífu Pálín Geirsdóttur, Vigdísi Sigurðardóttur og Guðbjörgu Evu Guðbjartsdóttur fyrir hönd Þorpsins, dags. 30. apríl, þar sem óskað er eftir styrk til reksturs upplýsingamiðstöðvar á Stað á Eyrarbakka.
  Bæjarráð felur menningar- og frístundafulltrúa og atvinnu- og viðburðafulltrúa að ræða við umsækjendur.
     
7.   1805086 – Samningur um afnot af landi fyrir golfvöll
7-1805086
  Bæjarráð staðfestir samninginn.
     
8.   1805065 – Umsögn – frumvarp til laga um Kristnisjóð, ókeypis lóðir o.fl.
8-1805065
  Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd, dags. 3. maí, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um Kristnisjóð o.fl. (ókeypis lóðir), mál 269.
  Lagt fram.
     
9.   1805870 – Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands hf. 2018
9-1805870
  Fundarboð vegna aðalfundar Eignarhaldsfélags Suðurlands hf. sem haldinn verður 23. maí 2018 kl. 14. Beiðni um skil á umboði.
  Bæjarráð veitir Söndru Dís Hafþórsdóttur umboð til að sitja fundinn f.h. Árborgar.
     
10.   1805876 – Þjónustusamningur við Björgunarsveitina Björg 2018 – 2022
10-1805876
  Endurnýjun á þjónustusamningi við björgunarsveitina Björg á Eyrarbakka til 2022.
  Bæjarráð staðfestir samninginn.
     
11.   1805878 – Rekstur tjaldsvæðis á Eyrarbakka
11-1805878
  Samningur við björgunarsveitina Björg á Eyrarbakka um rekstur tjaldsvæðis til 2022.
  Bæjarráð staðfestir samninginn.
     
12.   1805874 – Samstarfssamningur við Leikfélag Selfoss 2018-2020
12-1805874
  Samstarfssamningur við Leikfélag Selfoss til ársloka 2020.
  Bæjarráð staðfestir samninginn.
     
13.   1805875 – Tækifærisleyfi – Sumargleði D-lista
13-1805875
  Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi um umsögn um umsókn um tækifærisleyfi, flugskýli Einars Elíassonar 11. maí 2018.
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
     
14.   1805869 – Fyrirspurn – áfallinn kostnaður vegna vinnu með Sigtúni þróunarfélagi og Árfossi vegna nýs deiliskipulags í miðbæ Selfoss
14-1805869
  Fyrirspurn Örnu Írar Gunnnarsdóttur, S-lista, um áfallinn kostnað við samningagerð og deiliskipulag vegna miðbæjar Selfoss.
  Lögð var eftirfarandi fyrirspurn:
Undirrituð óskar eftir að fá upplýsingar um hversu hár áfallinn lögfræðikostnaður er orðinn ásamt öðrum kostnaði vegna funda og samningagerðar við Sigtún þróunarfélag og Árfoss, meðferðar og afgreiðslu athugasemda og allra annarra þátta er lúta að nýju deiliskipulagi í miðbæ Selfoss.  

Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista.Bæjarráð felur fjármálasviði að taka saman umbeðnar upplýsingar.

     
15.   1805877 – Þjónustusamningur við Körfuknattleiksfélag Selfoss 2019 – 2022
15-1805877
  Samningur við körfuknattleiksfélag FSu
  Bæjarráð staðfestir samninginn.
     
16.   1712114 – Viljayfirlýsing um uppbyggingu leiguíbúða
16-1712114
  Staða mála varðandi viðræður við Bjarg, leiguíbúðafélag, um uppbyggingu leiguíbúða í sveitarfélaginu
  Lagt fram til kynningar. Bæjarráð fagnar áhuga Bjargs á að byggja leiguíbúðir fyrir tekjulága íbúa.
     
17.   18051362 – Beiðni um leyfi til eggjatöku við Eyrarbakka
  Bæjarráð óskar eftir áliti Fuglaverndar, sem umsjónaraðila Fuglafriðlandsins við Eyrarbakka, á því hvort ástæða sé til að takmarka varp hettumáfs.
     
Erindi til kynningar
18.   1801084 – Endurskoðun sameiginlegrar svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Suðvesturlandi
18-1801084
  Sameiginleg viljayfirlýsing, dags. 26. apríl, fyrir aðildarfélög Sorpstöðvar Suðurlands, sem SORPA bs, Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf, Sorpstöð Suðurlands bs. og Sorpurðun Vesturlands hafa undirritað.
  Yfirlýsingin var lögð fram.
     
19.   1805087 – Samkomulag milli sveitarfélaga um afnot af hunda- og kattageymslu
19-1805087
  Samningur milli Sveitarfélagsins Árborgar og GOGG um afnot af hunda- og kattageymslu SÁ við Víkurheiði.
  Bæjarráð staðfestir samninginn.
     

 

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:30.
 

Gunnar Egilsson   Kjartan Björnsson
Arna Ír Gunnarsdóttir   Helgi Sigurður Haraldsson
 Eyrún B. Magnúsdóttir   Ásta Stefánsdóttir