22.5.2018 | 146. fundur bæjarráðs

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarráð » 146. fundur bæjarráðs
image_pdfimage_print


146. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 17. maí 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista
Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista
Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista
Eyrún Björg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.

Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá samning við Vegagerðina um leigu á Knarrarósvita. Var það samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

Almenn afgreiðslumál
1.   1712114 – Viljayfirlýsing um uppbyggingu leiguíbúða og vilyrði fyrir úthlutun lóða.
  Viljayfirlýsing við Bjarg, leiguíbúðafélag
  Bæjarráð samþykkir viljayfirlýsingu um uppbyggingu leiguíbúða í Sveitarfélaginu Árborg og samþykkir að veita vilyrði fyrir lóðum í Björkurstykki, lóðir nr. 1 og 3 við götu sem merkt er nr. 3 í deiliskipulagstillögu vegna svæðisins.
Bæjarráð fagnar áhuga Bjargs, íbúðafélags, á að byggja upp leiguíbúðir í sveitarfélaginu.
1-1712114
     
2.   18051378 – Rekstrarleyfisumsögn – Draugasetrið
  Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 9. maí 2018, um umsögn um umsókn um rekstrarleyfi vegna Draugasetursins á Stokkseyri.
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.

2-18051378

     
3.   1708133 – Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki
  Skipan fulltrúa í byggingarnefnd skólans.
  Bæjarráð tilnefnir Hrund Harðardóttur og Helgu Sighvatsdóttur til setu í nefndinni sem fulltrúa fræðslusviðs. Dregið var um sæti bæjarfulltrúa B-, S- og Æ-lista, í nefndinni. Sætið kom í hlut Örnu Írar Gunnarsdóttur, S-lista, Helgi S. Haraldsson, B-lista, verði varamaður.

3-1708133

     
4.   18051504 – Gervigrasvöllur við Vallaskóla – Eikatún
  Beiðni um 1 mkr. viðbótarfjárveitingu vegna endurnýjunar á gervigrasi á Eikatúni, sparkvelli við Vallaskóla.
  Bæjarráð samþykkir viðbótarfjárveitingu að fjárhæð 1 mkr. til að skipta um gervigras á Eikatúni, til viðbótar þeim 8,5 mkr. sem eru í áætlun ársins, til þess að unnt verði að fjarlægja malbiksrönd meðfram vellinum og leggja gervigrasið að girðingu umhverfis völlinn. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna málsins.

4-18051504

     
5.   18051074 – Fjölgun stöðugilda hjá skólaþjónustu Árborgar
  Beiðni fræðslustjóra um viðbótarstöðugildi sálfræðings í skólaþjónustu Árborgar.
  Bæjarráð samþykkir að ráðið verði í eitt stöðugildi sálfræðings til viðbótar við þau tvö sem fyrir eru hjá skólaþjónustu Árborgar frá 1. nóvember 2018 í samræmi við beiðni fræðslustjóra. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun að fjárhæð 1,5 mkr. vegna kostnaðarauka á árinu 2018.

5-18051074

     
6.   18051362 – Beiðni um leyfi til eggjatöku við Eyrarbakka
  Umsögn Fuglaverndar lögð fram.
  Bæjarráð hafnar beiðni um heimild til að taka egg undan hettumáfi vestan við Eyrarbakka með vísan til umsagnar Fuglaverndar.

6-18051362

     
7.   1502134 – Kaup á lóðarspildum í landi Fossness
  Samningur við SS um kaup á lóðarspildum í landi Fossness. Breyting á afmörkun lands frá fyrri samningi.
  Bæjarráð staðfestir samninginn og felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að undirrita hann.

7-1502134

     
8.   18051543 – Samkomulag um leigu á Knarrarósvita
  Samkomulag milli Vegagerðarinnar og Árborgar um leigu og umsjón með Knarrarósvita
  Bæjarráð staðfestir samninginn og felur framkvæmdastjóra að undirrita hann.
     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 08:50.

Gunnar Egilsson   Kjartan Björnsson
Arna Ír Gunnarsdóttir   Helgi Sigurður Haraldsson
Eyrún Björg Magnúsdóttir   Ásta Stefánsdóttir