29.2.2008 | 146. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Framkvæmda- og veitustjórn » 146. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
image_pdfimage_print

146. fundur  framkvæmda- og veitustjórnar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 28. febrúar 2008  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00

Mætt: 
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista (B)
Sigurður Ingi Andrésson, nefndarmaður V-lista (V)
Kristinn Hermannsson, varamaður S-lista
Ingvi Rafn Sigurðsson, varamaður D-lista
Þórunn Jóna Hauksdóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Guðmundur Elíasson, framkvæmdastjóri
Jón Tryggvi Guðmundsson, starfsmaður
Unnur Edda Jónsdóttir, starfsmaður

Dagskrá:

1. 0802137 – Öryggismál hitaveitu

Jón Tryggvi Guðmundsson kynnti rekstrarstöðu hitaveitunnar varðandi rekstraröryggi.
Stjórn felur framkvæmdastjóra og Jóni Tryggva Guðmundssyni að koma með tilögur um framkvæmdir til að auka öryggi hitaveitunnar.


2.  
0801165 – Húsnæðismál að Austurvegi 67

Framkvæmdastjóri kynnti mögulegar tilögur um úrbætur í húsnæðismálum að Austurvegi 67.

3.  0802132 – Breyting á prófkúruhafa

Bókun framkvæmda- og veitustjórnar vegna prókúruumboðs framkvæmdastjóra:
Framkvæmda- og veitustjórn samþykkir að fela Guðmundi Elíassyni, framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs prókúruumboð fyrir Selfossveitur, í samræmi við a) lið 8. gr. reglugerðar fyrir Selfossveitur nr. 504/1990 þar sem kemur fram að framkvæmdastjóri annist allan daglegan rekstur Selfossveitna.
Bókunin var samþykkt samhljóða.

4. 0801166 – Framkvæmdalisti 2008

Jón Tryggvi Guðmundsson kynnti verkstöðu framkvæmda hjá framkvæmda- og veitusviði með samantekt sem lögð var fram á fundinum.


5.  
0801167 – Aldursdreifing íbúa Árborgar 2008

26. febrúar 2008 eru 7.637 skráðir íbúar í Árborg
Á Selfossi eru skráðir 6.319
Í Sandvík 158
Á Eyrarbakka og dreifbýli 605
Á Stokkseyri og dreifbýli 544
Óstaðsettir 11
Á síðasta fundi þann 31. janúar 2008 var íbúafjöldi 7.611

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:30

Þorvaldur Guðmundsson                                  
Sigurður Ingi Andrésson
Kristinn Hermannsson                          
Ingvi Rafn Sigurðsson
Þórunn Jóna Hauksdóttir                                 
Guðmundur Elíasson
Jón Tryggvi Guðmundsson                               
Unnur Edda Jónsdóttir