24.5.2018 | 147. fundur bæjarráðs

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarráð » 147. fundur bæjarráðs
image_pdfimage_print

147. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn fimmtudaginn 24. maí 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 08:10

Mætt:
Gunnar Egilsson, formaður, D-lista
Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista
Helgi Sigurður Haraldsson, áheyrnarfulltrúi, B-lista
Eyrún Björg Magnúsdóttir, áheyrnarfulltrúi, Æ-lista
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, sem ritaði fundargerð.

Dagskrá:

Fundargerðir til staðfestingar
1.   1801003 – Fundargerðir fræðslunefndar 2018
   
  -liður 2, 1804177, beiðni um endurnýjun stöðugildis deildarstjóra Vallaskóla. Bæjarráð samþykkir að ráðinn verði deildarstjóri frá og með 1. ágúst nk. Lagt er til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun vegna þessa að fjárhæð 3,9 mkr.
-liður 8, 1802031, fundargerð hverfisráðs Sandvíkurhrepps, skólaakstur í dreifbýli. Bæjarráð samþykkir breytt fyrirkomulag og leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun að fjárhæð 1 mkr. vegna aukins aksturs.
Fundargerðin staðfest.
nr. 1 – 1801003
     
2.   1801006 – Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 2018
  Fundargerð 53. fundar frá 23. maí 2018.
  Fundargerðin staðfest.
nr. 2 – 18011006
     
3.   1801005 – Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar 2018
  53. fundur haldinn 16. maí 2018.
  Fundargerðin staðfest.
nr. 3 – 1801005
     
4.   1801004 – Fundargerðir félagsmálanefndar 2018
  35. fundur frá 22. maí 2018.
  -liður 8, 18051684, ályktun um álag hjá löggæslu og sjúkraflutningum á Suðurlandi. Bæjarráð tekur undir ályktun nefndarinnar um nauðsyn þess að auka mannafla í löggæslu og sjúkraflutningum.
Fundargerðin staðfest.
nr. 4 – 1801004
     
5.   1801008 – Fundargerðir íþrótta- og menningarnefndar 2018
  40. fundur fundur frá 24. maí 2018.
  Fundargerðin staðfest.

nr. 5 – 1801008
nr. 5 – drög að hönnun Heiðarvegsróló
nr. 5 – drög að hönnun Sigtúnsgarðs
nr. 5 – hugmyndir að útivistarsvæði fyrir eldri borgara
nr. 5 – hugmyndir að útivistarsvæði fyrir eldri borgara2

     
Fundargerðir til kynningar
6.   18051541 – Fundargerðir Leigubústaða Árborgar ses. 2018
  Aðalfundur frá 14. maí 2018.
  Lagt fram.

nr. 6 – 18051541

     
7.   18051538 – Fundargerðir Sandvíkurseturs ehf. 2018
  Aðalfundur frá 14. maí 2018.
  Lagt fram.

nr. 7 – 18051538

     
8.   18051537 – Fundargerðir Fasteignafélags ehf. 2018
  Aðalfundur frá 14. maí 2018.
  Lagt fram.

nr. 8 – 18051537

     
9.   18051536 – Fundargerðir Verktækni ehf. 2018
  Aðalfundur frá 14. maí 2018.
  Lagt fram.

nr. 9 – 18051536

     
10.   1802004 – Fundargerðir stjórnar SASS 2018
  532. fundur frá 3. og 4. maí 2018.
  Lagt fram.

nr. 10 – 1802004

     
11.   1703106 – Fundargerðir stjórnar Bergrisans bs. 2017
  33. fundur frá 8. maí 2018.
  -liður 3, stofnframlag Íbúðalánasjóðs vegna byggingar á þjónustukjarna fyrir fatlaða. Bæjarráð fagnar því að samþykkt hafi verið stofnframlög til verksins.
Fundargerðin lögð fram.nr. 11 – 1703106
     
Almenn afgreiðslumál
12.   1402110 – Landsskipti við Gamla Hraun
  Samkomulag við Sjávarbýlið ehf um makaskipti á landi. Háeyri lóð 3, lnr. 217287, lóð Hraunstekkur 2, lnr. 224351, Hraunstekkur 1, lnr. 224352.
  Bæjarráð staðfestir samninginn og felur framkvæmdastjóra sveitarfélagsins að undirrita hann.

nr. 12 – 1402110

     
13.   18051567 – Aðgangur að Sundhöll Selfoss og merkingar á hlaupaleiðum 2018
  Beiðni Kvenfélags Selfoss um aðgang að Sundhöll Selfoss fyrir þátttakendur í Kvennahlaupi ÍSÍ 2. júní 2018.
  Bæjarráð samþykkir erindið.

nr. 13 – 18051567

     
14.   18051564 – Styrkbeiðni – kynning og tónleikar á lögum Sigfúsar Halldórssonar á Suðurlandi
  Beiðni Guðnýjar Charlottu Harðardóttur um styrk til að halda kynningu og tónleika á lögum Sigfúsar Halldórssonar.
  Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

nr. 14 – 18051564

     
15.   18051573 – Fundargerð Landskerfis bókasafna 2018
  Fundarboð aðalfundar 30. maí kl. 15.
  Bæjarráð felur Heiðrúnu Dóru Eyvindardóttur, forstöðumanni bókasafna Árborgar, að mæta á fundinn.

nr. 15 – 18051573

     
16.   18051565 – Fyrirspurn – lóð undir hundahótel
  Fyrirspurn Unnar Hagalín, dags. 16. maí 2018, um lóð fyrir hundahótel á milli Eyrarbakka og Stokkseyrar.
  Bæjarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að fara yfir mögulega staðsetningu á hundahóteli.

nr. 16 – 18051565

     
17.   18051505 – Rekstrarleyfisumsögn – Arthostel
  Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 11. maí 2018, um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi.
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.

nr. 17 – 18051505

     
18.   1805869 – Fyrirspurn Örnu Írar Gunnarsdóttur, S-lista, um áfallinn kostnaður vegna vinnu með Sigtúni þróunarfélagi og Árfossi vegna nýs deiliskipulags í miðbæ Selfoss
  Lagt var fram svar við eftirfarandi fyrirspurn:
Undirrituð óskar eftir að fá upplýsingar um hversu hár áfallinn lögfræðikostnaður er orðinn ásamt öðrum kostnaði vegna funda og samningagerðar við Sigtún þróunarfélag og Árfoss, meðferðar og afgreiðslu athugasemda og allra annarra þátta er lúta að nýju deiliskipulagi í miðbæ Selfoss.Svar: Útlagður kostnaður sveitarfélagsins er 8.923.050 kr., en bent er á að kostnaður við skipulagsvinnu greiðist af þeim sem leggur fram deiliskipulagstillögu sbr. 5. gr. gjaldskrár skipulags- og byggingarmála nr. 395/2017. Sveitarfélagið ber því ekki kostnað af skipulagstillögum á vegum einkaaðila.
     
19.   1712023 – Beiðni Eimskips um vilyrði fyrir lóðinni Víkurheiði 1
  Beiðni Eimskips um framlengingu vilyrðis fyrir lóðarúthlutun.
  Bæjarráð samþykkir framlengingu til sex mánaða.

nr. 19 – 17122023

     

 

Formaður bæjarráðs þakkaði bæjarráðsfulltrúum fyrir samvinnuna á kjörtímabilinu sem er að ljúka.

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:10.

Gunnar Egilsson   Kjartan Björnsson
Arna Ír Gunnarsdóttir   Helgi Sigurður Haraldsson
Eyrún Björg Magnúsdóttir   Ásta Stefánsdóttir