26.5.2008 | 148. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Framkvæmda- og veitustjórn » 148. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
image_pdfimage_print

148. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn miðvikudaginn 21. maí 2008  í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:30

Mætt: 
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista (B)
Sigurður Ingi Andrésson, nefndarmaður V-lista (V)
Kristinn Hermannsson, varamaður S-lista
Ingvi Rafn Sigurðsson, varamaður D-lista
Þórunn Jóna Hauksdóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Guðmundur Elíasson, framkvæmdastjóri
Elínborg Alda Baldvinsdóttir, starfsmaður
Rósa Sif Jónsdóttir, starfsmaður

Einnig situr fundinn Ólafur Gestsson endurskoðandi frá PriceWaterhouseCoopers.

Krafa frá nefndarfulltrúum D-lista.
Framkvæmda-og veitustjórn hefur ekki verið kölluð saman síðan á reglulegum fundi stjórnarinnar síðasta fimmtudag í mars. Er þetta því miður ekki einsdæmi þess að fundir stjórnarinnar falli niður eða þeim frestað. Loksins barst því fundarboð í netpósi að morgni 19. maí um fund 21. maí kl. 17. Klukkustund síðar, undir hádegi 19. maí berst í netpósti breyting á fundartíma og dagskrá; fundinum er flýtt til kl. 11 þann 21. maí og við dagskrána bætist ársreikningur en hann er ekki hluti fylgigagna. Ársreikningurinn berst svo í netpósti að morgni 20. maí – sólarhring áður en fundurinn er áætlaður. Fundarboð þetta er því ólöglegt þar sem mikilvæg fylgigögn berast ekki með a.m.k. tveggja sólarhringa fyrirvara. Er þetta því miður ekki einsdæmi þess að fylgigögn vanti með fundarboði stjórnarinnar.
 Eftir samtöl formanns framkvæmda- og veitustjórnar og fulltrúa D-lista í stjórninni er ákveðið að halda stjórnarfund 21. maí kl. 16.30 og ræða eingöngu ársreikning – að skilningi fulltrúa D-lista skv. fundarboði frá 19. maí með áður sögðum breytingum. Berst þá nýtt fundarboð í morgun, 21. maí, um fund kl. 16.30 og eini dagskrárliðurinn er ársreikningur. Augljóslega er þetta líka ólöglegt fundarboð.
 Vonandi hefur þessi hringlandaháttur sem formaður framkvæmda- og veitustjórnar ber fulla ábyrgð á, ekki í för með sér áhrif og ófyrirséðar tafir í framkvæmdum á árinu. Fulltrúar D-lista fara fram á að nýr fundur framkvæmda- og veitunefndar sé kallaður saman á löglegan hátt og þau vinnubrögð viðhöfð hér eftir.
Nefndarfulltrúar D-lista

Formaður bað um fundarhlé.

Meirihluti B, S og V lista í framkvæmda- og veitustjórn lýsir yfir vonbrigðum sínum með að munnlegt samkomulag milli formanns stjórnar og fulltrúa D lista um fundartíma og fundarefni skuli ekki standa. Það er mikilvægt í svo veigamiklum störfum sem kjörnir fulltrúar sinna, að orð standi og að fólk geti sýnt sveigjanleika og samstarfsvilja. Það er sameiginlegt verkefni allra fulltrúa að gæta hagsmuna sveitarfélagsins og íbúa þess og er vandséð að þessi vinnubrögð séu til þess fallin.

fulltrúar B, S og V lista

Þórunn Jóna Hauksdóttir fulltrúi D lista lagði fram svohljóðandi bókun.
Þar flaug steininn úr glerhúsinu.

Formaður frestaði fundi til föstudagsins 23.maí kl. 17:00 að Austurvegi 67

148. fundur framkvæmda- og veitustjórnar haldinn 23. maí 2008 kl 17:00 að Austurvegi 67, áður frestað 21. maí 2008.
Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista (B)
Sigurður Ingi Andrésson, nefndarmaður V-lista(V)
Torfi Áskelsson, nefndarmaður S-lista(S)
Ingvi Rafn Sigurðsson, varamaður D-lista(D)
Þórunn Jóna Hauksdóttir, nefndarmaður D-lista(D)
Guðmundur Elíasson, framkvæmdastjóri
Elínborg Alda Baldvinsdóttir, starfsmaður
Rósa Sif Jónsdóttir, starfsmaður

Einnig situr fundinn Elín Jónsdóttir endurskoðandi frá PriceWaterhouseCoopers meðan farið var yfir ársreikning.

Dagskrá:

 • 1. 0803088 – Ársreikningur 2007

  Elín Jónsdóttir kynnti ársreikning Selfossveitna.

  Rekstur veitnanna var með svipuðu móti í ár og síðasta ár. Á árinu varð hagnaður af rekstri Selfossveitna sem nam kr.36,5 milljónum samkvæmt rekstrarreikningi, en það svarar til 6,9% arðsemi eigin fjár. Eignir Selfossveitna í árslok 2007 voru samkvæmt efnahagsreikningi kr.877,9 milljónir og heildarskuldir kr. 346,4 miljónir. Eigið fé nam því kr.531,4 milljónum og eiginfjárhlutfall er um 61%.

  Ársreikningur Selfossveitna fyrir árið 2007 var samþykktur samhljóða og undirritaður.

  Þórunn Jóna Hauksdóttir fulltrúi D-lista bað um fundarhlé.

  Bókun frá nefndarmönnum D-lista:
  Skuldir Selfossveitna ríflega tvöfaldast á árinu og fara úr 179 milljónum í 346 milljónir króna. Þar af tvöfaldast skammtímaskuldir og fara úr 45 milljónum í 209 milljónir króna. Þar í er bankalán upp á 126 milljónir tekið á árinu.

 • 2. 0803111 – Staða framkvæmda ÓS-2

  Framkvæmdastóri kynnti stöðu framkvæmda við ÓS-2. Framkvæmdir við dælustöð eru hafnar og voru dælur settar niður nú í vikunni, í næstu viku verður hægt að hefja prufudælingu. Áætlað er að hægt verði að sjá niðurstöður eftir u.þ.b. mánuð.
 • 3. 0705131 – Neysluvatnsöflun undir Ingólfsfjalli

  Framkvæmdastjóri kynnti stöðu mála í neysluvatnsöflun undir Ingólfsfjalli. Áfram er unnið að tilraunaborunum og er áætlað að niðurstöður liggi fyrir á næsta fundi.
 • 4. 0805088 – Fyrirhugaðar gatnaframkvæmdir

  Framkvæmdastjóri kynnti og lagði fram verkefnalista ásamt uppdrætti um fyrirhugaðar gatnaframkvæmdir sem framundan eru í sveitarfélaginu.
 • 5. 0805087 – Viðbygging við Sundhöll Selfoss

  Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu mála um viðbyggingu við Sundhöll Selfoss og sagði frá að hafin væri vinna við gerð alútboðsgagna. Áætlað er að hægt verði að bjóða verkið út í júlí og að framkvæmdir geti hafist í október.
 • 6. 0801166 – Framkvæmdalisti 2008

  Framkvæmdastjóri kynnti verkstöðu framkvæmda hjá framkvæmda- og veitusviði.
 • 7. 0801167 – Aldursdreifing íbúa Árborgar 2008

  18. maí 2008 eru 7.753 skráðir íbúar í Árborg.
  Á Selfossi eru skráðir 6.425
  Í Sandvík 168
  Á Eyrarbakka og dreifbýli 604
  Á Stokkseyri og dreifbýli 542
  Óstaðsettir 14

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:11

Þorvaldur Guðmundsson                                  
Sigurður Ingi Andrésson
Kristinn Hermannsson                          
Ingvi Rafn Sigurðsson
Þórunn Jóna Hauksdóttir                                 
Guðmundur Elíasson
Elínborg Alda Baldvinsdóttir                             
Rósa Sif Jónsdóttir