16.11.2018 | 15. fundur bæjarráðs

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarráð » 15. fundur bæjarráðs
image_pdfimage_print


15. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn fimmtudaginn 15. nóvember 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 16:00.
 

Mætt:
Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista
Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Sigurður Á. Hreggviðsson, varamaður, Á-lista
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri

Dagskrá: 

Almenn erindi
1.   1803082 – Miðbær Selfoss 2018
  Lögð var fram umsókn Sigtúns þróunarfélags um framkvæmdaleyfi vegna uppbyggingar nýs miðbæjar á Selfossi.
  Bæjarráð samþykkir að gefið verði út framkvæmdaleyfi til Sigtúns þróunarfélags ehf. vegna framkvæmda við miðbæ Selfoss á grundvelli fyrirliggjandi gagna og minnisblaðs frá Mannviti verkfræðistofu, dags. 15. nóvember 2018.
     
2.   1811067 – Umsögn – tillaga til þingsályktunar um aðgerðaráætlun í húsnæðismálum
2-1811067
  Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 8. nóvember, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í húsnæðismálum, mál 5.
  Lagt fram til kynningar.
     
3.   1811039 – Ný reglugerð um Jöfnunarsjóð
3-1811039
  Erindi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 1. nóvember, þar sem óskað er eftir umsögn um nýja reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa umsögn sveitarfélagsins um nýja reglugerð um jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
     
4.   1810153 – Rekstrarleyfisumsögn – Gimli Kaffi bar og Bistro
4-1810153
  Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 18. október, þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í flokki II kaffihús, Gimli veitingar.
  Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.
     
5.   1701016 – Rekstrarleyfisumsögn – heimagisting
5-1701016
  Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 1. janúar 2017, þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi í flokki I, rekstur gististaðar að Smáratúni 10, Selfossi.
  Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.
     
6.   1811017 – Umsókn um stofnframlag 2018-2019
  Áður á dagskrá á 14. fundi.
  Bæjarráð samþykkir umsókn Bjargs um stofnframlag og vísar kostnaði til fjárhagsáætlunar 2019.
     
Fundargerðir til kynningar
7.   1806173 – Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 2018 – ný nefnd
  8. fundur haldinn 7. nóvember
  Lagt fram til kynningar.
     
8.   1802003 – Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2018
8-1802003
  191. fundur haldinn 31. október
Samþykkt um embættisafgreiðslur HES
  Lagt fram til kynningar.
     
9.   1802059 – Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2018
  271. fundur haldinn 17. október       9-1802059-271
272. fundur haldinn 1. nóvember    9-1802059-272
  Lagt fram til kynningar.
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17:22

 

Eggert Valur Guðmundsson   Gunnar Egilsson
Sigurður Á. Hreggviðsson   Gísli Halldór Halldórsson