12.5.2011 | 15. fundur bæjarstjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarstjórn » 15. fundur bæjarstjórnar
image_pdfimage_print

15. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 11. maí 2011 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.


Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista.


Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Líney Magnea Þorkelsdóttir sem ritar fundargerð.


Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.


Dagskrá:


I. Fundargerðir til staðfestingar


1.   a)1010064
 Fundargerð menningarnefndar   frá  5. apríl
 b) 45. fundur bæjarráðs ( 1006055 )   frá 14. apríl


2. a) 1007094
 Fundargerðir félagsmálanefndar   frá 11. apríl
 b) 1010064
 Fundargerð menningarnefndar   frá 19. apríl
 c) 46. fundur bæjarráðs ( 1006055 )   frá 28. apríl
 
           -liður 2 í fundargerð félagsmálnefndar, mál no. 1010050 – Reglur um fjárhagsaðstoð, 
             Bæjarráð samþykkir breytingu á 11. gr. reglnanna.


3. a) 1007076
 Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar  frá 27. apríl
 b) 1006056
 Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar  frá 17. apríl
 c) 1007095
Fundargerð fræðslunefndar    frá 28. apríl
d) 47. fundur bæjarráðs ( 1006055 )   frá   5.  maí


-liður 5 í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar, mál no. 0608118 –
Endurskoðun aðalskipulags. Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar.


– síðasta liður í fundargerð skipulags og byggingarnefndar mál no.1105068 –
Tillaga um breytingu deiliskipulags við Akurhóla til bæjarstjórnar.


-liður 1a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 1, málsnúmer 1010083 – Hátíðir í Sveitarfélaginu Árborg 2011.
Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.


-liður 1b) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um lið 8, málsnúmer 1103146 – Beiðni undirbúningshóps um landsmót 2012 og 2013 um viðbótarfjármagn vegna frágangs lagna á tjaldsvæði (vatnsveita, fráveita og raflagnir).
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls.


-liður 2c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 9, málsnúmer 1103022 – Samningur við hverfaráð Stokkseyrar um umsjón með samkomuhúsinu Gimli.
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tók til máls,  Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls.


-liður 2c) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,  tók til máls um lið 12, málsnúmer 1012024 – Aðild að Skólaskrifstofu Suðurlands.
Ari Björn Thorarensen, D-lista, tók til máls.


-liður 2 í fundargerð félagsmálanefndar frá 11. apríl, mál nr. 1010050 – Reglur um fjárhagsaðstoð.


Reglur um fjárhagsaðstoð bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.


-liður 3a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 8, málsnúmer 1104146 – Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir tjaldsvæði sunnan við Suðurhóla Selfossi.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls, Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls.


-liður 3c) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, spyr um ráðningarmál fræðslustjóra.
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls, Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls.


-liður 3b) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um lið 6, málsnúmer 1104257 – Framkvæmdir í Gráhellu.


-liður 3d) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 13, málsnúmer 1103130 – Landsmót kvennakóra 2011, hamingjuóskir til Jórukórsins vegna landsmóts sl. helgi.


-liður 5, í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 27. apríl, mál nr. 0608118 – Endurskoðun aðalskipulags. Bæjarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar og  síðasta liðs í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 27. apríl, mál nr. 1105068 – Tillaga um breytingu deiliskipulags við Akurhóla.
Formaður lagði til að þessum liðum verði frestað til næsta fundar, var það samþykkt samhljóða.


Fundargerðirnar bornar undir atkvæði að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir og voru þær samþykktar samhljóða.


II. Kosning í nefndir, breyting á fulltrúum D-lista í nefndum
 Ari Björn Thorarensen fór yfir breytingar á fulltrúum D-lista í nefndum.


Stjórn leigubústaða, nýr inn er Ólafur Hafsteinn Jónsson í stað Elfu Daggar Þórðardóttur sem verður varamaður.
Félagsmálanefnd, nýr inn er Ari Björn Thorarensen forseti bæjarstjórnar í stað Guðmundar Gylfasonar og ný inn er Ragnheiður Guðmundsdóttur í stað Brynhildar Jónsdóttur, nýir varamenn eru Ásdís Sigurðardóttir og Guðrún Jóhansdóttir.
Fræðslunefnd, ný inn er Brynhildur Jónsdóttir í stað Ragnheiðar Guðmundsdóttur. Nýr varamaður er Kristín Traustadóttir í stað Guðrúnar Jóhannsdóttur.


Breytingarnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.

III. Önnur mál

 a) Ársreikningur 2010, fyrri umræða

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Eyþór Arnalds, D-lista, fylgdu ársreikningnum úr hlaði og lögðu fram svohljóðandi greinargerð.


Greinargerð með ársreikningi Sveitarfélagsins Árborgar árið 2010Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls, Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.


Lagt var til að ársreikningi yrði vísað til síðari umræðu miðvikudaginn 18. maí næstkomandi, var það samþykkt samhljóða.


Eyþór Arnalds, D-lista, lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa D-lista.


“Afkoma sveitarfélagsins Árborgar árið 2010 batnar verulega milli ára og er hagnaður af samstæðu upp á 172 milljónir í stað 449 milljóna króna taps árið 2009.  Er í reynd um bætta afkomu að ræða upp á 621 milljón króna milli áranna 2009 og 2010. Upphafleg áætlun gerði ráð fyrir tapi á samstæðu upp á 429 milljónir og er því niðurstaðan 602 milljónum betri  en í þeirri áætlun. EBITDA hækkar úr 4% í 10% í A-hluta og úr 16% í 19% á samstæðu. Enn er þó halli á bæjarsjóði en hann lækkar úr 606 milljónum króna í 60 milljónir á síðasta ári. Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs er þó jákvæð um 368 milljónir króna sem er 133% aukning EBITDA hagnaðar.


Heildarniðurstaðan upp á 172 milljónir í hagnað er mikil breyting til batnaðar. Að krónutölu er hér um mestan afgang að ræða af reglulegri starfsemi sveitarfélagsins frá upphafi. Meðalafkoma síðustu níu ára af reglulegri starfsemi sveitarfélagsins hefur verið tap upp á 130 milljónir á ári í samstæðu.  


Skuldir eru enn verulegar og þarf enn að bæta rekstrarafkomu sveitarfélagsins til að unnt sé að greiða niður skuldir í viðunandi horf. Hlutfall skulda af samstæðu lækkar um 1,8 prósentustig en stefnt er að því að lækka skuldahlutfall verulega á næstu misserum. Áfram verður því unnið að hagræðingu eins og kostur er á.”


Bæjarfulltrúar D-lista.

Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:05

Eyþór Arnalds 
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ari Björn Thorarensen 
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Gunnar Egilsson 
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson 
Arna Ír Gunnarsdóttir
Þórdís Eygló Sigurðardóttir 
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Líney Magnea Þorkelsdóttir, ritari