29.8.2008 | 150. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Framkvæmda- og veitustjórn » 150. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
image_pdfimage_print

150. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 28. ágúst 2008  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00

Mætt: 
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista (B)
Sigurður Ingi Andrésson, nefndarmaður V-lista (V)
Björn Ingi Gíslason, bæjarfulltrúi, D-lista
Elfa Dögg Þórðardóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Guðmundur Elíasson, framkvæmdastjóri
Sigríður Elín Sveinsdóttir, ritari

Dagskrá:

•1. 0808088 – Lagfæring á veitukerfum eftir jarðskjálfta

Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu á veitukerfum í Árborg eftir jarðskjálftann. Búið er að gera við 40 bilanir á hitaveituleka og 15 bilanir í neysluvatnskerfi. Búið er að mynda hluta fráveitukerfi bæjarins. Áfram er unnið að lausnum mála.

•2. 0808089 – Næstu skref í að styrkja aðveitukerfi hita- og vatnsveitu

Framkvæmdastjóri kynnti stöðu aðveitukerfa hita- og vatnsveitu. Rædd voru næstu skref styrkingu þeirra. Sem að eru meðal annars eru að byggja nýjan miðlunartank fyrir hitaveitu. Bygging nýrrar dælustöðvar er hafin við ósabotna. Ný hola við ósabotna O2 er að skila 60 sek/L af 92°C heitu vatni.
Áfram er unnið að neysluvatnöflun við Ingólfsfjall,búið að bora nokkra prufu holur en afkasta mælingu ekki lokið.

 

•3. 0808091 – Útboð á Íþróttasvæðinu við Engjaveg áfanga 1.

Framkvæmdastjóri kynnti fyrir nefndamönnum áfangaáætlun á íþróttarsvæðinu við Engjaveg.
Áætlað er að 1. áfangi mun vera klár 15 apríl 2009. Gröfutækni ehf mun sjá um verkið á 1. áfanga.

•4. 0808093 – Skipulag við gámastöð

Framkvæmdastjóri fór yfir skipulag við gámastöð hjá flugvellinum. Það mun fara fyrir skipulags-og bygginganefnd á næsta fundi þeirra.

 

•5. 0808094 – Staða mála vegna kirkjugarðs

Rætt var um stöðu kirkjugarðs. Jarðvegsuppfyllingu er lokið. Sveitafélagið hefur girt af svæðið.

Erindi til kynningar:

•6. 0801166 – Framkvæmdalisti 2008

Framkvæmdastjóri kynnti stöðu framkvæmda hjá framkvæmda- og veitusviði.

•7. 0801167 – Aldursdreifing íbúa Árborgar 2008

21. ágúst 2008 eru 7875 skráðir íbúar í Árborg.
Á Selfossi eru skráðir 6516
Í Sandvík 174
Á Eyrarbakka og dreifbýli 605
Á Stokkseyri og dreifbýli 552
Óstaðsettir 28

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:00

Þorvaldur Guðmundsson                                  
Sigurður Ingi Andrésson
Björn Ingi Gíslason                                          
Elfa Dögg Þórðardóttir
Guðmundur Elíasson                                        
Sigríður Elín Sveinsdóttir