30.10.2008 | 152. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Framkvæmda- og veitustjórn » 152. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
image_pdfimage_print

152. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn miðvikudaginn 29. október 2008  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:30

Mætt: 
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista (B)
Sigurður Ingi Andrésson, nefndarmaður V-lista (V)
Guðni Torfi Áskelsson, nefndarmaður S-lista (S)
Elfa Dögg Þórðardóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Björn Ingi Gíslason, nefndarmaður D-lista (D)
Guðmundur Elíasson, framkvæmdastjóri
Sigríður Elín Sveinsdóttir, ritari

Dagskrá:

•1. 0810127 – Upplýsingar um frárennslistilraunina

Framkvæmdastjóri kynnti stöðu mála. Fyrstu vísbendingar komu vel út en engar endanlegar niðurstöður komnar. Reiknað er með að tilrauninni verði lokið 10 nóvember 2008.

•2. 0810128 – Erindi frá skipulags og bygginganefnd
Umsögn um breytingu á skipulagi við Fossnes 3-5 og 7.


Framkvæmda- og veitustjórn gerir ekki athugasemd við tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi varðandi aðkomu lóðanna Fossnes 3-5 og 7.

Erindi til kynningar:

•3. 0801166 – Framkvæmdalisti 2008

Framkvæmdastjóri kynnti stöðu framkvæmda á vegum sveitafélagsins. Helstu verkefni eru: skólabygging BES á Stokkseyri,nýtt gámasvæði við flugvöllinn,íþróttarsvæði við Engjaveg 1. áfangi og bygging dæluhúss hitaveitu við Ósabotna.


•4. 
0801167 – Aldursdreifing íbúa Árborgar 2008

27. október 2008 eru 7921 skráðir íbúar í Árborg.
Á Selfossi eru skráðir 6563
Í Sandvík 192
Á Eyrarbakka og dreifbýli 598
Á Stokkseyri og dreifbýli 556
Óstaðsettir 12

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:20

Þorvaldur Guðmundsson                                  
Sigurður Ingi Andrésson
Guðni Torfi Áskelsson                        
Elfa Dögg Þórðardóttir
Björn Ingi Gíslason                                          
Guðmundur Elíasson
Sigríður Elín Sveinsdóttir