27.11.2008 | 153. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Framkvæmda- og veitustjórn » 153. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
image_pdfimage_print

153. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn miðvikudaginn 26. nóvember 2008  að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:30

Mætt: 
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista (B)
Sigurður Ingi Andrésson, nefndarmaður V-lista (V)
Guðni Torfi Áskelsson, nefndarmaður S-lista (S)
Elfa Dögg Þórðardóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Björn Ingi Gíslason, nefndarmaður D-lista (D)
Guðmundur Elíasson, framkvæmdastjóri
Sigríður Elín Sveinsdóttir, ritari

Dagskrá:

•1. 0811090 – Rekstraröryggi hitaveitu
Framkvæmdastjóri kynnti stöðu mála hitaveitu. Dæla í ÓS 1 er biluð. Orsök skemmda er meðburður sem varð eftir skjálftana 2008 áætlað er að viðgerð ljúki í janúar 2009.
ÓS 2 sem er ný hola hefur verið tekin í notkun.

•2.  0811114 – Gjaldskrá Hitaveitu

Verið er að vinna í fjárhagsáætlun,markmið er að reyna að breyta ekki gjaldskrá hitaveitu. Framkvæmdastjóra falið að leggja fram kostnaðaráætlun við að tvöfalda stofnlögn hitaveitunnar upp að Laugardælum og kostnað við að byggja safntank til að auka rekstrar öryggi.

•3.  0811091 – Kaldavatnsöflun

Framkvæmdarstjóri kynnti niðurstöðu á prufu borholu sem boraðar voru við rætur Ingólfsfjalls í sumar. Hægt er að nýta svæði meira en gert er.
Framkvæmdastjóra var falið að leggja fram kostnaðaráætlun annarsvegar við borholu hins vegar við dælustöð sem myndi dæla niður í safntank.

Erindi til kynningar:

•4. 0801166 – Framkvæmdalisti 2008

Framkvæmdastjóri kynnti verkstöðu framkvæmda á vegum sveitafélagsins. Helstu verkefni eru:
Íþróttarsvæði við Engjaveg
Dælustöð í Ósabotnum
Jarðvegsskipti á nýja gámasvæðinu
BES skólinn á Stokkseyri

•5. 0801167 – Aldursdreifing íbúa Árborgar 2008

24.nóvember 2008 eru 7927 skráðir íbúar í Árborg.
Á Selfossi eru skráðir 6576
Í Sandvík eru 186
Á Eyrarbakka og dreifbýli eru 596
Á Stokkseyri og dreifbýli eru 555
Óstaðsettir 14

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:30

Þorvaldur Guðmundsson                                  
Sigurður Ingi Andrésson
Guðni Torfi Áskelsson                        
Elfa Dögg Þórðardóttir
Björn Ingi Gíslason                                          
Guðmundur Elíasson
Sigríður Elín Sveinsdóttir