4.5.2009 | 155. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Framkvæmda- og veitustjórn » 155. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
image_pdfimage_print

155. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 30. apríl 2009 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:30Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista (B)
Sigurður Ingi Andrésson, nefndarmaður V-lista (V)
Kristinn Hermannsson, nefndarmaður S-lista (S)
Elfa Dögg Þórðardóttir, nefndarmaður D-lista (D)
Björn Ingi Gíslason, nefndarmaður D-lista (D)
Guðmundur Elíasson, framkvæmdastjóri
Sigríður Elín Sveinsdóttir, ritariBjörn Ingi Gíslason fagnar að fundur hafi verið haldinn þar sem þetta er 2 fundur ársins.


Dagskrá:


1. 0904206 – Fjárfestingaáætlun 2009
Fjárfestingaáætlun fyrir 2009 fylgdi með fundarboði til nefndarmanna. Farið var yfir fjárfestingaráætlunina lið fyrir lið.
Björn Ingi Gíslason fagnar yfirferð á fjárfestingaráætlun.2. 0504050 – BES- staða framkvæmda
Framkvæmdastjóri kynnti stöðu framkvæmda við BES. Reiknað er með frestun á verklokum.


3. 0706077 – Verkáætlun vegna göngustíga og gangstétta
Framkvæmda- og veitustjórn gerir ekki athugasemd við verkáætlun framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs.


4. 0904183 – Útiklefar við Sundhöll Selfoss
Framkvæmdarstjóri kynnti fyrirhugaða byggingu útiklefa við Sundhöll Selfoss. Reiknað er með að framkvæmdin fari í útboð fljótlega.


5. 0904209 – Staða framkvæmda á íþróttasvæðinu við Engjaveg
Framkvæmdastjóri kynnti stöðu framkvæmda sem eru á áætlun.


6.
0903008 – Niðurstaða verðkönnunar á endurgerð Tryggvagötu
Framkvæmdastjóri kynnti verðkönnun á endurgerð Tryggvagötu.
Kostnaðaráætlun var upp á 72,6 milljónir.
Vélgrafan var lægst bauð 62,6 milljónir.


7. 0903006 – Drög að gjaldskrá fyrir nýtt gámasvæði og að breyttum opnunartíma
Framkvæmdastjóri kynnti tillögu að gjaldskrá og breyttan opnunartíma fyrir nýja gámasvæðið.
Elfa Dögg Þórðardóttir óskaði eftir að eftirfarandi yrði bókað :Það er mikið hagsmunarmál svæðisins í- og við Árborg að fundin sé lausn á sorpurðunarmálum,þar sem mikill kostnaður felst í keyrslu á öllu sorpi til Reykjavíkur eftir að sorpurðunarstaðurinn í Kirkjuferju lokar.
Björn Ingi Gíslason gerir athugasemd við breyttan opnunartíma gámasvæðisins og að hann verði aðlagaður að þörfum íbúana.
Tillagan samþykkt. Elva Dögg Þórðardóttir sat hjá8. 0811114 – Gjaldskrá Hitaveitu
Tillaga
Framkvæmda og veitustjórn leggur til við bæjarráð að gjaldskrá hitaveitu verði hækkuð um 15% frá fyrsta júní.

Greinargerð.
Í ár og á allra næstu árum er nauðsynlegt fyrir hitaveituna að ráðast í kostnaðarsamar framkvæmdir til að auka rekstraröryggi og afköst hitaveitunnar. Um er að ræða framhjáhlaup við dælustöð, byggingu á nýjum miðlunartanki, nýtt dælu og lokahús, virkjun nýrrar holu við Ósabotna og tvöföldun á aðveitulögninni þaðan.
Öll aðföng svo sem dælur, lokar, og annar búnaður til viðhalds og reksturs hitaveitunnar hefur hækkað gríðarlega á síðustu tólf mánuðum.
Ef gjaldskrá hitaveitu Selfossveitna er borin saman við aðrar svo sem:
Norðurorka: 93:00 kr/m3
Hitaveita Suðurnesja: 88,17 kr/m3
Grímsnes-Munarnes: 83,43 kr/m3
Orkuveita Reykjavíkur: 71,56 kr/m3
þá kemur í ljós að Selfossveitur eru með lægstu gjaldskrána og 18% lægri en næst lægsta veitan.

Til þess að rekstur hitaveitunnar geti staðið undir eðlilegri endurnýjun og viðhaldi dreifikerfis og annarra mannvirkja er því nauðsynlegt að hækka gjaldskrá.

Tillaga samþykkt. Björn Ingi Gíslason og Elfa Dögg Þórðardóttir sátu hjá.9. 0903010 – Íbúaþróun 2009
27. apríl 2009 eru 7929 skráðir íbúar í Árborg.
Á Selfossi eru skráðir 6575
Í Sandvík eru skráðir 207
Á Eyrarbakka og dreifbýli eru skráðir 594
Á Stokkseyri og dreifbýli eru skráðir 542
Óstaðsettir 11Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:30

Þorvaldur Guðmundsson
Sigurður Ingi Andrésson 
Kristinn Hermannsson 
Elfa Dögg Þórðardóttir
Björn Ingi Gíslason
Guðmundur Elíasson
Sigríður Elín Sveinsdóttir