9.10.2009 | 158. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Framkvæmda- og veitustjórn » 158. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
image_pdfimage_print

158. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 8. október 2009 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00


Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista,
Sigurður Ingi Andrésson, nefndarmaður V-lista,
Kristinn Hermannsson, varamaður S-lista,
Elfa Dögg Þórðardóttir, nefndarmaður D-lista,
Guðmundur Elíasson, framkvæmdastjóri,


Dagskrá:


1. 0910007 – Drög að fjárfestingaáætlun 2010
Framkvæmdastjóri kynnti drög að fjárfestingaáætlun 2010.


2. 0906136 – Gatnamót – vilyrði fyrir lóð
Áætlaður kostnaður


Framkvæmdastjóri kynnti áætlaðan kostnað vegna lagnakerfa og gatnagerðar. Framkvæmda- og veitustjórn telur ekki tímabært að gefa vilyrði fyrir umræddri lóð bæði vegna mikils kostnaðar við lagnir og gatnagerð auk þess sem skipulagsvinnu varðandi Suðurlandsveg er ekki lokið.


3. 0910010 – Upplýsingar um tjónabætur og kostnað vegna viðgerða
Fyrirspurn frá Elfu Dögg Þórðardóttur


Fyrirspurn:
Sundurliðun á tjónabótun fasteigna vegna jarðskjálftanna 2008 og hversu mikið er búið að nota til viðgerða af þeim fjármunum.


Framkvæmdastjóri dreifði vinnuskjali frá bókhaldsdeildinni. Elfa Dögg leggur áherslu á að tjónabætur verði nýttar til viðgerða sérstaklega í ljósi atvinnuástands.


4. 0904183 – Útiklefar við Sundhöll Selfoss
Fyrirspurn frá Elfu Dögg Þórðardóttur


Fyrirspurn
Hver er kostnaður við útiklefa enn sem komið er. (Jarðvinna og útboðsverk við byggingu).
Framkvæmdastjóri kynnti stöðu verksins með tilliti til kostnaðar.
Jarðvinna 2.367.220


Tilboð verktaka 28.989.676
Búið er að greiða 22.790.005

Elfa Dögg þakkaði svörin


5. 0903009 – Verkefnalisti
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu stærstu framkvæmda sem eru í gangi í Sveitarfélaginu.


6. 0910008 – Viðgerðir á borholum 12, 15 og ÓS1
Framkvæmdastjóri kynnti aðgerðir til endurbóta á borholum sem talið er að hafi skemmst í jarðskjálftunum árin 2000 og 2008.


7. 0903010 – Íbúaþróun 2009
Framkvæmdastjóri dreifði upplýsingum um íbúafjölda í sveitarfélaginu.


Þann 16.07.2009 var íbúafjöldinn í Sveitarfélaginu 7.923 en þann 01.10.2009 var íbúatalan 7.886. Um er að ræða fækkun upp á 0,47%


Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 19:00

Þorvaldur Guðmundsson
Sigurður Ingi Andrésson
Kristinn Hermannsson
Elfa Dögg Þórðardóttir
Guðmundur Elíasson