4.12.2009 | 159. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Framkvæmda- og veitustjórn » 159. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
image_pdfimage_print

159. fundur framkvæmda- og veitustjórnar, kjörtímabilið 2006-2010 haldinn fimmtudaginn 3. desember 2009 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 17:00


Mætt:
Þorvaldur Guðmundsson, formaður, B-lista,
Elfa Dögg Þórðardóttir, nefndarmaður D-lista,
Ingvi Rafn Sigurðsson, nefndarmaður D-lista,
Kristinn Hermannsson, varamaður S-lista,
Guðmundur Elíasson, framkvæmdastjóri,


Bókun frá fulltrúa D-lista, Elfu D. Þórðardóttur og Ingva Rafni Sigurðssyni.%0DFundur var boðaður fyrirvaralaust með 2ja sólarhringa fyrirvara, þó svo að í erindisbréfi komi fram að formanni verði að berast erindi 3 sólarhringum fyrir fund. Þar sem fastur fundartími hefur ekki verið viðhafður lengi eru þetta óásættanleg vinnubrögð að hálfu formanns og krefjast undirrituð þess að nefndarmenn séu upplýstir um fund með eðlilegum fyrirvara. Ítreka ber eftirfarandi úr erindisbréfi nefndarinnar ,,Framkvæmda- og veitustjórn kemur saman fyrir luktum dyrum á fastákveðnum fundartíma. Skal stjórnin gera samþykkt um fundartíma á fyrsta fundi sínum að höfðu samráði við framkvæmdastjóra framkvæmda- og veitusviðs.” Nefndarmenn framkvæmda- og veitunefndar búa yfir mikilli og ólíkri reynslu sem gæti svo sannarlega nýst í nefndarstarfinu stæði það til boða, íbúum öllum til hagsbóta.


Dagskrá:


1. 0912008 – Tilboð í hlutabréf Selfossveitna


Tilboð frá Netorku rætt á fundinum. Stjórn Framkvæmda- og veitusviðs leggur til við bæjarráð að tilboðinu verði hafnað.


2. 0910025 – Tenging hitaveitu við byggingar í Ásamýri


Erindi til stjórnar Framkvæmda- og veitusviðs frá íbúum við Ásamýri


Miðað við áætlaðan kostnað við tengingu hitaveitu að umræddum byggingum sjá Selfossveitur sér ekki fært að verða við erindinu að svo stöddu.


3. 0912003 – Niðurgreiðslur frá Orkustofnun


Styrkveitingar til íbúa við Byggðarhorn frá Orkustofnun


Framkvæmdastjóri kynnti niðurgreiðslur frá Orkustofnun til íbúa við Byggðarhorn og Selfossveitna. Um er að ræða 7 nýja notendur sem komu inn á dreifikerfi hitaveitunnar.


4. 0910007 – Fjárfestingaáætlun 2010


Farið var yfir nýjustu drög fjárfestingaráætlunar.


Bókun frá fulltrúa D-lista, Elfu D. Þórðardóttur og Ingva Rafni Sigurðssyni.


Framkvæmda- og veitunefnd hefur því hlutverki að gegna ,,að fara með stjórn Selfossveitna, vatnsveitu Árborgar og fráveitu Árborgar, sem eru B-hluta fyrirtæki í eigu Sveitarfélagsins Árborgar í umboði bæjarstjórnar Árborgar. „Einnig á nefndin „að hafa, í umboði bæjarstjórnar, eftirlit með undirbúningi verklegra framkvæmda á vegum sveitarfélagsins og fylgjast með framkvæmd verkanna í samráði við framkvæmdastjóra sviðsins.”


Ljóst er að nefndin hefur undanfarin 3 ár haft lítið sem ekkert að segja um verklegar framkvæmdir í Árborg. Þessu til rökstuðnings má nefna að heil fjárfestingaáætlun fyrir árið 2010 er lögð fram til kynningar en ekki sem almennt erindi fyrir nefndina að fjalla um.


5. 0903009 – Framkvæmdalisti 2009


Yfirlit yfir helstu framkvæmdir


Formaður stjórnar kynnti stöðu helstu framkvæmda sem eru í gangi í sveitarfélaginu


6. 0903010 – Íbúaþróun 2009


Framkvæmdastjóri kynnti nýjar tölur varðandi íbúaþróun


Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 18:50


Þorvaldur Guðmundsson
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ingvi Rafn Sigurðsso
Kristinn Hermannsson
Guðmundur Elíasson