23.11.2018 | 16. fundur bæjarráðs

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarráð » 16. fundur bæjarráðs
image_pdfimage_print

16. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022 haldinn fimmtudaginn 22. nóvember 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00. 

Mætt:
Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi, Á-lista
Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Rósa Sif Jónsdóttir, ritari

Dagskrá: 

Almenn erindi
1.   1811129 – Umsögn – frumvarp til laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt skipulagsskrá og málefnum aldraðra
1-1811129
  Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 15. nóvember, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og málefnum aldraðra (búseturéttur aldraðra, öryggisbúðir,) mál 40.
  Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar í félagsmálanefnd.
     
2.   1811130 – Umsögn – frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins
2-1811130
  Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 15. nóvember, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (brottfall kröfu um ríkisborgararétt), mál 45.
  Lagt fram til kynningar.
     
3.   1811122 – Leiðbeinandi verklagsreglur – viðauki við fjárhagsáætlun
3-1811122
  Leiðbeinandi verklagsreglur frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 7. nóvember, vegna viðauka við fjárhagsáætlun.
  Lagt fram til kynningar.
     
4.   1811146 – Rekstraráætlun Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka 2019
4-1811146
  Erindi frá safnstjóra Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka, dags. 16. nóvember, þar sem óskað er eftir hækkun á framlagi til safnsins úr 6.080 þús. í 6.630. þús.
  Bæjarráð vísar erindinu til vinnu við fjárhagsáætlun.
     
5.   1810073 – Rekstrarleyfisumsögn endurnýjun – Selfoss Hostel
5-1810073
  Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 9. október, þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II að Austurvegi 28, Selfossi.
  Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um erindið.
     
6.   1810218 – Erindisbréf – Samþykktir hverfisráða Árborgar
6-1810218
  Samþykktir lagðar fram til umfjöllunar.
Tillaga að auglýsingu um setu í hverfisráðum Árborgar
  Samþykktir voru lagðar fram til kynningar.
Bæjarráð leggur til að eftirfarandi auglýsing verði auglýst í héraðsfréttamiðla og á heimasíðu Árborgar í næstu viku.Seta í hverfisráðum í Árborg
Sveitarfélagið auglýsir eftir áhugasömum aðilum til að taka sæti aðal- eða varamanna í hverfisráðum Árborgar á Eyrarbakka, Selfossi, Stokkseyri og í Sandvík (fyrrum Sandvíkurhreppi). Hverfisráð hafa verið við lýði í Sveitarfélaginu Árborg í nokkur ár og eru fulltrúar kosnir til setu í þeim til eins árs í senn. Aðalmenn eru fimm talsins og varamenn einn til fimm. Í því skyni að efla hverfisráðin hefur bæjarráð Sveitarfélagsins Árborgar samþykkt að tveir bæjarfulltrúar verði sérstakir tengiliðir við hvert hverfisráð.
Áhugasamir geta sent tölvupóst á netfangið rosa@arborg.is  eða haft samband í síma 480 1900 fyrir 8. desember nk.
     
Fundargerðir til kynningar
7.   1708133 – Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki
7-1708133
  6. fundur haldinn 13. nóvember
  Lagt fram til kynningar.
     
8.   18051541 – Fundargerðir Leigubústaða Árborgar ses. 2018
8-18051541
  Stjórnarfundur haldinn 15. nóvember
  Lagt fram til kynningar.
     
9.   1803226 – Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga 2018
9-1803226
  3. fundur haldinn 18. október
  Lagt fram til kynningar.
     

 

 Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17:20

 

Eggert Valur Guðmundsson      Sigurjón Vídalín Guðmundsson
Gunnar Egilsson   Rósa Sif Jónsdóttir