19.5.2011 | 16. fundur bæjarstjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarstjórn » 16. fundur bæjarstjórnar
image_pdfimage_print

16. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 18. maí 2011 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista.

Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, og Líney Magnea Þorkelsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn.

Dagskrá:

I. Afgreiðslumál

a) 0608118
Endurskoðun aðalskipulags, tillaga skipulags- og byggingarnefndar að svörum við athugasemdum o.fl.
 
Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingarfulltrúi, fór yfir endurskoðun aðalskipulags 2010-2030 og tillögur að svörum við athugasemdum.

Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, vék af fundi, Kjartan Björnsson, D-lista, kom inn á fundinn.

Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista, tók til máls, Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls, Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri, tók til máls.

Endurskoðað aðalskipulag borið undir atkvæði og var það samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi fyrir Sveitarfélagið Árborg og tillögur að svörum bæjarlögmanns og skipulags- og byggingarfulltrúa við framkomnum athugasemdum, svo og að tekið verði tillit til athugasemda frá íbúum Starmóa varðandi landfyllingu í Ölfusá.

b) 1105068
Tillaga skipulags- og byggingarnefndar um að gerð verði breyting á deiliskipulagi við Akurhóla

Tillaga skipulags- og byggingarnefndar um að gerð verði breyting á deiliskipulagi við Akurhóla var borin undir atkvæði og var það samþykkt samhljóða.

c) 1105158
Ársreikningur 2010 – önnur umræða

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls og lagði fram bókun.
“Bókun vegna ársreiknings Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2010.
Í ársreikningi Sveitarfélagsins Árborgar vegna ársins 2010 má sjá mun betri afkomu en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins. Einnig er niðurstaðan betri en gert var ráð fyrir í endurskoðaðri áætlun sem gerð var í september sl. Svo virðist á niðurstöðunni að margar af þeim hagræðingaraðgerðum, sem ákveðnar voru í vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 og var unnin haustið 2009, hafi skilað sér í rekstrarniðurstöðu ársins.
Aðalsjóður sveitarfélagsins er þó rekinn með halla upp á rúmar 60 milljónir króna, en  A- og B- hluti með afgangi sem svarar um 172 milljónum króna. Helstu ástæður fyrir þessari jákvæðu niðurstöðu eru þær að tekjur sveitarfélagsins eru mun meiri en gert var ráð fyrir , eða sem nemur um 336 milljónum króna. Þar af nema auknar skatttekjur um 161 milljón króna og framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga eru um 173 milljónum króna hærri en áætlun gerði  ráð fyrir. Jafnvægi virðist vera í rekstri málaflokka þó að nokkrir séu yfir áætlun og má þar sérstaklega nefna umhverfismál sem eru tæpum 16 milljónum króna umfram áætlun. Aðrir eru undir áætlun en nettó frávik á rekstri málaflokka eru jákvæð um 1,5 milljón króna.
Það sem skiptir einna mestu máli í afkomu ársins 2010 eru fjármagnsliðirnir sem eru verulega jákvæðari en gert var ráð fyrir eða sem nemur tæpum 220 milljónum króna.
Ljóst er að ytri aðstæður hafa haft mest að segja þegar niðurstaða ársins er skoðuð eins og t.d  hærri framlög úr Jöfnunarsjóði, minni verðbólga, hærri skatttekjur o.s.frv.
Mörg verkefni bíða handan við hornið og  þrátt fyrir að  framtíðarmöguleikar Sveitarfélagsins Árborgar séu góðir, er mjög mikilvægt að halda áfram að leita allra leiða til þess að lækka skulda- og afborgunarbyrðina til lengri tíma, svo hægt verði að halda uppi ásættanlegu framkvæmda- og þjónustustigi.
Í kjölfar efnahagshrunsins hefur rekstur sveitarfélagsins verið erfiður og ýmsar stórar framkvæmdir farið fram úr þeim kostnaðaráætlunum sem lagt var af stað með. Þær staðreyndir eiga að vera kjörnum fulltrúum hvatning inn í framtíðina til þess að vanda eins vel og kostur er alla fjárhagsáætlunarvinnu.
Margir hafa lagt hönd á plóg við að koma rekstri sveitarfélagsins á réttan kjöl. Vinna við þetta hefur  tekið á og er ærin ástæða að færa starfsfólki sveitarfélagsins ómældar þakkir fyrir þeirra framlag og skilning á þeim hagræðingaraðgerðum sem óhjákvæmilega hefur þurft  að grípa til á erfiðum tímum.
Undirritaðir bæjarfulltrúar samþykkja ársreikning Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2010 og munu framvegis sem hingað til vinna af ábyrgð og festu við rekstur Sveitarfélagsins Árborgar.”
Helgi Sigurður Haraldsson, bæjarfulltrúi B-listans
Eggert Valur Guðmundsson,bæjarfulltrúi S-listans
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-listans
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi V-listans

Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls.

Bæjarstjórn þakkar starfsfólki sveitarfélagsins fyrir vel unnin störf við gerð ársreiknings.

Ársreikningur 2010 var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.

Fleira ekki gert.  Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:20

Eyþór Arnalds 
Kjartan Björnsson
Ari Björn Thorarensen 
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Gunnar Egilsson 
Helgi Sigurður Haraldsson
Eggert Valur Guðmundsson 
Arna Ír Gunnarsdóttir 
Þórdís Eygló Sigurðardóttir 
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Líney Magnea Þorkelsdóttir, ritari