16. fundur bæjarstjórnar


16. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2014-2018, haldinn miðvikudaginn 21. október 2015 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi. 
 

Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Ásta Stefánsdóttir, D-lista,framkvæmdastjóri,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Kjartan Björnsson, D-lista,
Axel Ingi Viðarsson,varamaður, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Viðar Helgason, Æ-lista.

Auk þess situr fundinn Rósa Sif Jónsdóttir sem ritar fundargerð.

Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð Axel Inga Viðarsson velkominn á sinn fyrsta fund.

Dagskrá:

I.  Fundargerðir til staðfestingar

1.
a) 1501031
            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar  17. fundur                   frá 9. september
            https://www.arborg.is/17-framkvaemda-og-veitustjornar/
b) 1501028
            Fundargerð fræðslunefndar                          13. fundur                   frá 10. september
https://www.arborg.is/13-fundur-fraedslunefndar-2/

c) 49. fundur bæjarráðs ( 1501025 ) frá 17. september
            https://www.arborg.is/49-fundur-baejarrads/

 

 2.
a) 50. fundur bæjarráðs ( 1501025 ) frá 23. september
            https://www.arborg.is/50-fundur-baejarrads-2/

3.
a) 51. fundur bæjarráðs ( 1501025 ) frá 1. október
            https://www.arborg.is/51-fundur-baejarrads-2/

4.
a) 52. fundur bæjarráðs ( 1501025 ) frá 8. október
            https://www.arborg.is/52-fundur-baejarrads-2/

5.
a) 1501031
            Fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar
https://www.arborg.is/18-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar-2/
             fundur frá 22. september

https://www.arborg.is/19-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar-2/
            fundur frá 6. október

https://www.arborg.is/20-fundur-framkvaemda-og-veitustjornar-2/
           fundur frá 8. október

b) 1501028
            Fundargerð fræðslunefndar        14. fundur       frá 8. október
https://www.arborg.is/14-fundur-fraedslunefndar-2/

c) 1501026
            Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar           15. fundur       frá 7. október
            https://www.arborg.is/15-fundur-skipulags-og-byggingarnefndar-2/

d) 53. fundur bæjarráðs ( 1501025 ) frá 14. október
            https://www.arborg.is/53-fundur-baejarrads-2/

 

Úr fundargerð skipulags- og byggingarnefndar samanber 53. fund bæjarráðs til afgreiðslu:

 • liður 18, málsnr. 1510035 – Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir göngustíg milli Eyrarbakka og Stokkseyrar. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði staðfest.
 • liður 19, málsnr. 1510036 – Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir háspennustreng í Austurvegi. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði staðfest.
 • liður 20, málsnr. 1509118 – Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara frá Suðurhólum í tengivirki Selfossi. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfi verði staðfest.
 • liður 24, málsnr. 1302259 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi í Dísarstaðalandi. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst.
 • liður 25, málsnr. 1503075 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi í Gráhellu. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.
 • liður 26, málsnr. 1103050 – Tillaga að skipulagi miðbæjar Eyrarbakka. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.
 • liður 1 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 9. september, lið 3, málsnr. 1509022 – Styrkur til uppsetningar á varmadælum í Árborg 2016.

Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls.

 • liður 1 b) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 10. september, lið 2, málsnr. 1505048 – Fjárhagsáætlun 2016.
 • liður 1 b) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð fræðslunefndar frá 10. september, lið 4, málsnr. 1508148 – Undanþágur og fjarvistir í samræmdum könnunarprófum.

Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls.

 • liður 2 a) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 23. september, lið 3, málsnr. 1505126 – Fundargerð stjórnar þjónustusvæðis Suðurlands í málefnum fatlaðs fólks.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

Axel Ingi Viðarsson, varafulltrúi, D-lista, vék af fundi vegna liðs 4 í fundargeð bæjarráðs frá 1. október.

Axel Ingi kom aftur inn á fundinn.

 • liður 3 a) Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 1. október, lið 5, málsnr. 1509125 – Styrkbeiðni HSK vegna gerðar heimildarmyndar um Landsmóts UMFÍ á sambandssvæði HSK.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

 • liður 4 a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 8. október, lið 5, málsnr. 1509240 – Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar um umsögn um tillögu til þingsályktunar um styrkingu leikskóla og fæðingarorlofs.

Kjartan Björnsson, D-lista, og Eggert Valur Guðmundson, S-lista, tóku til máls.

 • liður 4 a) Kjartan Björnsson, D-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 8. október, lið 9, málsnr. 1510037 – Erindi Björns Rúrikssonar þar sem hann lýsir áhuga sínum á að verða bæjarlistamaður.

Helgi S. Haraldsson, B-lista, Eggert Valur Guðmundson, S-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Viðar Helgason, Æ-lista, og Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls.

 • liður 5 c) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 7. október, lið 16, málsnr. 1510014 – Fyrirspurn um breytta notkun á bílskúr í Fífutjörn 4, Selfossi.
 • liður 5 d) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um fundargerð bæjarráðs frá 14. október, lið 7, málsnr. 1510087 – Tillaga Helga S. Haraldssonar, B-lista, um áskorun á ríkisstjórn Íslands að beita sér fyrir breytingum á lögum um tekjustofna sveitarfélaga þannig að þeir verði í samræmi við verkefni þeirra.

Helgi S. Haraldsson, B-lista, Viðar Helgason, Æ-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Ásta Stefánsdóttir, D-lista, og Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar, tóku til máls.

Gert var fundarhlé.

Fundi var fram haldið.

Ari Björn Thorarensen, forseti bæjarstjórnar tók til máls.

Bæjarstjórn Árborgar samþykkir eftirfarandi áskorun:
Á nýafstaðinni fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna voru lögð fram gögn sem sýna verulega versnandi afkomu sveitarfélaga á Íslandi. Í umræðum á fjármálaráðstefnunni lýstu fjölmargir sveitastjórnarmenn yfir þungum áhyggjum af afkomu sveitarfélaganna nú þegar vinna við fjárhagsáætlanir ársins 2016 er í fullum gangi. Á fundum með þingmönnum Suðurlands í kjördæmavikunni voru áhyggjur af afkomu sveitarfélaganna það sem var sveitastjórnarmönnum efst í huga.  

Bæjarstjórn Svf. Árborgar skorar á stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að beita sér af öllu afli fyrir því að farið verði án tafar í markvissa vinnu með fulltrúum ríkisvaldsins við sanngjarnari skiptingu tekna eða nýja tekjustofna fyrir sveitarfélögin. Ef ekki kemur til umtalsverðra breytinga á tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga er veruleg hætta á að sveitarfélög á Íslandi verði að grípa til skerðingar á nauðsynlegri þjónustu við íbúa sína auk þess sem hætta er á að sveitarfélög þurfi að skila ákveðnum verkefnum aftur til ríkisins.

 • liður 5 a) Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls um fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar. Vinna við fjárhagsáætlunargerð.
 • liður 5 c) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 7. október, liður 18, málsnr. 1510035 – Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir fjörustíg milli Eyrarbakka og Stokkseyrar. Lagt er til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði staðfest.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

 • liður 5 c) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 7. október, liður 19, málsnr. 1510036 – Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir háspennustreng í Austurvegi. Lagt er til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði staðfest.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 5 c) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 7. október, liður 20, málsnr. 1509118 – Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara frá Suðurhólum í tengivirki Selfossi. Lagt er til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði staðfest.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 • liður 5 c) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 7. október, liður 24, málsnr. 1302259 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi í Dísarstaðalandi. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls. 

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.              

 

 • liður 5 c) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 7. október, liður 25, málsnr. 1503075 – Tillaga að breyttu deiliskipulagi í Gráhellu. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls og lagði til að tillagan verði samþykkt ásamt eftirfarandi svari við athugasemd sem barst við tillöguna.

Vegna tillögu að breyttu deiliskipulagi Gráhellu barst ein athugasemd við tillöguna. Athugasemdin barst frá Sverri Sigurjónssyni.

Gerð er athugasemd við að verið sé að fækka íbúðum og gera byggingar einsleitari, í stað tveggja hæða húsa í bland við lágreistari hús sé verið að breyta byggðinni í einsleitari lágreista byggð. Verið sé að stuðla að stéttarskiptingu í samfélaginu með breyttu deiliskipulagi sem augljóslega sé ætlað fyrir hina efnaminni. Þá sé umrædd breyting ekki fallin til þess að laða metnaðarfulla byggingarverktaka að svæðinu, þar sem einungis sé gert ráð fyrir lágreistum húsum sem byggð verði svo til eftir sömu teikningu.

Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og athugasemdinni verði svarað með eftirfarandi hætti:

Sveitarfélagið Árborg bendir á að deiliskipulagsbreytingin gerir einungis ráð fyrir fækkun um 28 íbúðir á svæðinu, þ.e. að íbúðum fækki úr 144 í 116. Gert er ráð fyrir 18 einbýlishúsum, 9 parhúsum á einni hæð, 2 raðhúsum á einni hæð og 8 raðhúsum þar sem innrétta má þakrými sem hluta íbúðar. Í öllum tilfellum eru eigendur lóða frjálsir af húsagerð sem er innan marka byggingarreglugerðar og deiliskipulags. Einungis er gert ráð fyrir að öll hús innan sömu lóðar skuli hönnuð sem ein heild.

Að framangreindu virtu verður ekki séð að samþykki umræddra deiliskipulagsbreytinga feli í sér einsleitari byggð, né að umræddar húseignir höfði frekar til ákveðins þjóðfélagshóps í efnahagslegu tilliti.

Sveitarfélagið Árborg leggur áherslu á að samþykki umræddra breytinga á gildandi deiliskipulagi skerðir ekki þau stefnumið sem sett eru í gildandi aðalskipulagi, það er að skapa ákjósanleg skilyrði til heilbrigðs lífs og kjöraðstæður til uppvaxtar barna og ungmenna, þar sem fjölskyldan er hornsteinn samfélagsins.

Sveitarfélagið Árborg vill þakka þann áhuga sem sýndur er með framangreindri athugasemd og vonar að með þessu svari hafi verið gefnar fullnægjandi skýringar vegna framkominna athugasemda, ábendinga, tilmæla og mótmæla.

Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að senda þeim svarbréf er gerðu athugasemdir.

Tillagan var borin undir atkvæði ásamt svari við athugasemd.
Var það samþykkt samhljóða. 

 • liður 5 c) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 7. október liður 26, málsnr. 1103050 – Tillaga að skipulagi miðbæjar Eyrarbakka. Lagt er til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt.

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls og lagði til að tillagan verði samþykkt ásamt eftirfarandi svari við athugasemdum sem bárust við tillöguna.

1) Athugasemd frá Lindu Ásdísardóttur, dags. 6.7.2015, og hljóðar svo:
Ég er með athugasemd vegna þess deiliskipulags sem verið er að vinna fyrir miðhverfi Eyrarbakka og er mótfallin akstursfærum göngustíg austan við Túngötu 61. Það er breiður göngustígur vestan megin við þessa húseign sem hægt er að keyra einkabíl í neyð. Það virðist ekki þjóna miklum tilgangi að leggja stíg þarna fyrir gangandi umferð því þeir sem velja að ganga yfir Garðstúnið, taka nú eðlilega bara strollið þvert yfir grasið. 

Mér fyndist mikið óráð að breyta notkun á Garðstúninu frá því sem er því það er sá blettur sem ætti að hugsa sem framtíðarútisvæði í tengslum við söfnin í þorpinu. Hús safnanna teygja sig frá Kirkjubæ (við hlið Rauða Hússins) og yfir í Sjóminjasafn og Garðstúnið er veigamikið til að halda friðhelgi þessa svæðis, enda ýmislegt þar undir torfinu.

Einnig væri óráð að opna fyrir akstur, eða gefa fordæmi fyrir akstri sem myndi gefa beina aksturslínu austan við kirkju, fram hjá bæjarhlaði Hússins og yfir túnið að Túngötu. Það yrði of frekt í þetta þrönga umhverfi og skapa ónæði. 

Ég hef líka efasemd um að merking Eyrargötu ætti að vera vistgata og tel það óraunhæft að það sé hægt að uppfylla þau skilyrði sem því fylgja t.d. 15 km hámarksakstri. Hins vegar er ég mjög hlynnt öllum þeim þrengingum og tillögum sem teiknaðar eru til að hægja umferð. 

Allt annað í þessu skipulagi finnst mér gott og öllum til góða og þakka fyrir mig. 

Linda Ásdísardóttir
Hjallavegi 2
820 Eyrarbakka
s.820 0620 

Svar:
Þessi athugasemd barst í raun áður en tillagan fór í auglýsingu og var búið að taka tillit til athugasemda varðandi stíginn og vistgötuna í auglýstri tillögu. Athugasemdin kallar því ekki á frekari breytingar á deiliskipulagstillögu. 

2) Athugasemd frá Jóhanni Jónssyni, Rauða Húsinu á Eyrarbakka, dags. 20.8.2015, og hljóðar svo:
Góða kvöldið,
Mig langar fyrir hönd Rauða Hússins að bera fram tillögu að breytingu á fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu.

Á bak við Rauða Húsið er gert ráð fyrir nýrri lóð fyrir einbýlishús, við teljum að betra væri að halda þessu áfram sem grænum reit að minnsta kosti þar til búið er að klára alla hellulögn í miðbænum í kringum kirkjuna, Húsið og Rauða Húsið og reynsla komin á það hvort breytingin kalli á fleiri bílastæði á svæðið.

Upplagt væri að gróðursetja tré á lóðinni og tengja hana garðinum við Kirkjubæinn þangað til að reynsla af nýjum og bættum miðbæ annaðhvort leyfði nýtt hús eða hafnaði því auk þess sem skjól myndi aukast á svæðinu. 

Kær kveðja/Kind regards,
Jóhann Jónsson 

Svar:
Skipulags- og byggingarnefnd er sammála um að gott sé að bíða með að byggja/úthluta lóðinni þar til frágangur á torgum og opnum svæðum er kominn vel á veg. Hins vegar hentar svæðið ekki sérstaklega vel fyrir bílastæði vegna lögunar sinnar og telur nefndin að frekar mætti fjölga bílastæðum norðan við Kirkjubæ ef þess reynist þörf. Sjá ennfremur svar við næstu athugasemd. 

 

3) Athugasemd frá íbúum í Hreggvið og Skúmsstöðum 5, dags. 18.8. 2015, og hljóðar svo:
Við íbúar Skúmsstaðahverfis á Eyrarbakka, Rósa Marta Guðnadóttir sem býr í Hreggvið og Hallgrímur Geir Jónsson sem býr að Skúmsstöðum 5, gerum alvarlega athugasemd við að ný byggingarlóð sé fyrirhuguð á bak við veitingastaðinn Rauða Húsið, í miðju hverfinu. Við það verður þrengt að öðrum húsum í þessu litla hverfi og ætti það að vera óþarfi þar sem nóg er af byggingarlóðum á Eyrarbakka. Tilvalið er hins vegar að gera svæðið að fallegu torgi þar sem mætti til dæmis hafa markað og menn gætu komið saman. Á þessu svæði er fjölskrúðugt fuglalíf og þar má rækta ýmislegt. 

Virðingarfyllst,
Rósa Marta Guðnadóttir, 011255-3969
Hallgrímur Geir Jónsson, 200877-4709 

Svar:
Í deiliskipulagsskilmálum stendur að byggja megi einbýlishús á einni hæð með risi og er nýtingarhlutfall 0,35, lóðarstærð er 354m². Húsið yrði því mjög lítið og í lið 3.3. Húsagerðir í deiliskipulagstillögunni er ennfremur kveðið á um útlit húss sem tryggir að það falli vel að þeim húsum sem fyrir eru þarna í kring. Í skipulaginu er gert ráð fyrir torgi á öðrum stað, á milli Hússins og Kirkjubæjar og framan við Rauða Húsið (Miklagarð).  

Rétt er að nóg er til af byggingarlóðum á Eyrarbakka, t.d. í Einarshafnarhverfinu, en lóð á þessum stað er sett inn í skipulagið með það í huga að þar væri hægt að byggja eða flytja hús, sem myndi styrkja heildarmynd þessa hverfis, sem er smágert og þétt. Það er í höndum bæjaryfirvalda að úthluta lóðinni og geta þau valið að bíða með það þar til séð verður hvernig þróunin verður í kringum Kirkjutorgið og Húsið.  

Það þykir því ekki rétt að fella þessa lóð út úr skipulaginu að svo komnu máli en mælst til að beðið verði með úthlutun hennar og ekki verði vikið frá skilmálum deiliskipulagsins.

Tillagan var borin undir atkvæði ásamt svari við athugasemdum.
Var það samþykkt samhljóða. 

Fundargerðirnar voru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða að undanskildum þeim liðum sem áður höfðu verið samþykktir. 

 II. 1505206 Kosning í embætti innan bæjarstjórnar

            1 fulltrúi í Héraðsnefnd Árnesinga og varamaður

            1 fulltrúi á aðalfund SASS og varamaður

            1 fulltrúi á aðalfund Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og varamaður

            1 fulltrúi á aðalfund málefna fatlaðra og varamaður

Lagt er til að Eggert Valur Guðmundsson verði aðalmaður í Héraðsnefnd Árnesinga og Guðlaug Einarsdóttir og Viktor Pálsson verði varamenn.

Var tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Einnig er lagt til að Axel Ingi Viðarsson verði aðalmaður á aðalfundi SASS, á aðalfundi Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og á aðalfundi málefna fatlaðra og að Jóna Sigurbjartsdóttir og Guðrún Jóna Guðbjartsdóttir verði varamenn.

Voru tillögurnar bornar undir atkvæði og samþykkar samhljóða. 

 

III.       1505237
            Viðauki við fjárhagsætlun 2015
            Ásta Stefánsdóttir, D-lista, fór yfir viðauka við fjárhagsáætlun 2015.

Helgi S. Haraldsson, B-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista, og Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tóku til máls.

Viðaukinn var borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða. 

IV.    1501112
            Lántökur 2015

Ásta Stefánsdóttir, D-lista, tók til máls.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 179.500.000 kr. til 20 ára í samræmi við skilmála láns til ársins 2034 með föstum verðtryggðum vöxtum eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr.

68.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna viðbyggingu við Sunnulækjarskóla, framkvæmdir við Sundhöll Selfoss og afborganir af eldri lánum hjá Lánasjóðnum sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. 

Jafnframt er Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra, kt. 251070-3189, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Árborgar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls.

Tillaga um  lántöku var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert.   Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:45

 

 

 

 

________________________                           ________________________

Ásta Stefánsdóttir                                              Kjartan Björnsson

 

________________________                           ________________________

Ari Björn Thorarensen                                       Gunnar Egilsson

 

________________________                           ________________________

Axel Ingi Viðarsson                                           Helgi Sigurður Haraldsson

 

________________________                           ________________________

Eggert Valur Guðmundsson                              Arna Ír Gunnarsdóttir

 

________________________                           ________________________

Viðar Helgason                                                  Rósa Sif Jónsdóttir, ritari