21.12.2018 | 16. fundur framkvæmda- og veitustjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Framkvæmda- og veitustjórn » 16. fundur framkvæmda- og veitustjórnar
image_pdfimage_print

 

16. fundur framkvæmda- og veitustjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn 12. December 2018 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10. 

Mætt:
Tómas Ellert Tómasson, formaður, M-lista
Viktor Pálsson, nefndarmaður, S-lista
Sveinn Ægir Birgisson, nefndarmaður, D-lista
Ragnheiður Guðmundsdóttir, nefndarmaður, D-lista
Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri 

Álfheiður Eymarsdóttir boðaði forföll.

Dagskrá: 

Almenn afgreiðslumál
1.   1801063 – Borun á ÓS-4
  Fulltrúar frá ÍSOR komu á fundinn og fóru yfir framgang og stöðu borunar við ÓS-4. Stjórnin samþykkir að halda áfram borun niður á meira dýpi og fylgt verði ráðgjöf jarðfræðinga um endanlegt dýpi holunnar.

Fulltrúar D lista fagna þessari ákvörðun enda var farið í þessa framkvæmd af fyrri meirihluta.

Fulltrúar meirihluta framkvæmda- og veitustjórnar fagna árangri borunnarinnar. Bókun fulltrúa D lista vekur furðu þar sem ákvörðun um borun holunnar ÓS-4 var tekin á 6.fundi stjórnar þann 6. sept. 2018, þar sem stjórnin ákvað að breyta forgangsröðun framkvæmda og fara í borun á nýrri vinnsluholu austan við núverandi vinnslusvæði skv. ráðleggingum frá ÍSOR.

     

 

 Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 09:15

 

Tómas Ellert Tómasson   Viktor Pálsson
Sveinn Ægir Birgisson   Ragnheiður Guðmundsdóttir
Jón Tryggvi Guðmundsson