30.11.2018 | 17. fundur bæjarráðs

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarráð » 17. fundur bæjarráðs
image_pdfimage_print

  
17. fundur bæjarráðs Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022 haldinn fimmtudaginn 29. nóvember 2018 í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi, kl. 17:00
 

Mætt:
Eggert Valur Guðmundsson, formaður, S-lista
Álfheiður Eymarsdóttir, varamaður, Á-lista
Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi, D-lista
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri

Dagskrá: 

Almenn erindi
1.   1810247 – Hjólreiðasamgöngur í Árborg til framtíðar
1-1810247
  Tillaga frá íþrótta- og tómstundanefnd 13. nóvember:
Lagt til við bæjarráð að stýrihópur verði stofnaður til að móta skammtíma- og langtímastefnu um samþættingu hjólreiða sem hluta af samgöngukerfi Árborgar ásamt því að skoða skipulag göngu- og reiðstíga í sveitarfélaginu til að þessir þættir vinni vel saman. Vinna stýrihópsins ætti að nýtast í fyrirhugaða endurskoðun á aðalskipulagi.
  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að stofna stýrihóp um hjólreiðasamgöngur í Árborg til framtíðar og verði Jóna Sólveig Elínardóttir formaður hans. Meirihluti og minnihluti bæjarstjórnar skipi auk þess einn fulltrúa hvor. Starfsmaður hópsins verður Bragi Bjarnason.

Stýrihópnum er falið að skila drögum að erindisbréfi og leggja fyrir bæjaráð til samþykktar. Lögð skal áhersla á að vinna stýrihópsins nýtist í tengslum við yfirstandandi endurskoðun á aðalskipulagi.

     
2.   1811005 – Rekstrarleyfisumsögn – gististaður að Tryggvagötu 4a
2-1811005
  Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 31. október, þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi til sölu á gistingu í flokki II að Tryggvagötu 4a á Selfossi.

Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa hefur þegar samþykkt að veita jákvæða umsögn.

  Bæjarráð samþykkir erindið.
     
3.   1811206 – Umsögn – verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu
3-1811206
  Erindi frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 26. nóvember, þar sem kynnt er verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu ásamt ósk um umsögn um verkefnið.

Þverpólitísk nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu var skipuð af umhverfis- og auðlindaráðherra í apríl 2018 í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.

Nefndinni er m.a. ætlað að skilgreina mörk þjóðgarðsins og setja fram áherslur um skiptingu landssvæða innan hans í verndarflokka. Þá er henni ætlað að fjalla um hugsanlegar aðkomuleiðir og þjónustumiðstöðvar, svæðisskiptingu og rekstrarsvæði og greina tækifæri með stofnun þjóðgarðs á byggðaþróun og atvinnulíf. Jafnframt er henni ætlað að gera tillögur að helstu áherslum í stjórnunar- og verndaráætlunum og atvinnustefnu fyrir þjóðgarðinn og lagafrumvarpi um þjóðgarðinn, þar sem m.a. er tekin afstaða til stjórnskipulags þjóðgarðsins. Loks skal nefndin setja fram áætlun um fjármögnun fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu.

  Lagt fram til kynningar.
     
4.   1810048 – Byggðakvóti fiskveiðiársins 2018-2019
4-1810048
  Erindi frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 23. nóvember, um niðurstöðu að úthlutun byggðakvóta til Sveitarfélagsins Árborgar.
  Bæjarráð samþykkir að byggðakvótinn verði auglýstur til úthlutunar með sömu reglum og áður giltu.
     
5.   1811158 – Tækifærisleyfi – herrakvöld Karlakórs Selfoss í Karlakórsheimili
5-1811158
  Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 19. nóvember, þar sem óskað er eftir umsögn um tækifærisleyfi til áfengisveitinga frá Karlakór Selfoss vegna Herrakvölds 11. janúar nk.
  Bæjarráð samþykkir erindið.
     
6.   1811021 – Kaþólska kirkjan á Selfossi
6-1811021
  Erindi frá Kaþólsku kirkjunni á Íslandi, dags. 13. nóvember, þar sem óskað er eftir lóð við Urðarmóa.

Skipulags- og byggingarnefnd, 9. fundur 21. nóv., vísar erindinu til bæjarráðs til frekari afgreiðslu. Ekkert deiliskipulag er til fyrir svæðið.

  Bæjarráð samþykkir að veita Kaþólsku kirkjunni á Íslandi vilyrði fyrir lóð í Urðarmóa. Bæjarráð felur skipulags- og byggingarnefnd að vinna deiliskipulag fyrir reitinn og afmarka þar lóð undir kirkjubyggingu og safnaðarheimili.
     
Fundargerðir til kynningar
7.   1806173 – Fundargerðir skipulags- og byggingarnefndar 2018 – ný nefnd
  9. fundur haldinn 21. nóvember
  Lagt fram til kynningar.
     
8.   1708133 – Undirbúningur að byggingu skóla í Björkurstykki
8-1708133
  7. fundur haldinn 22. nóvember
     
9.   1806138 – Fundargerðir Héraðsnefndar Árnesinga bs. 2018 – nýtt kjörtímabil
9-1806138
  14. fundur haldinn 22. október
  Lagt fram til kynningar.
     
10.   1802059 – Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2018
10-1802059
  273. fundur haldinn 20. nóvember
  Lagt fram til kynningar.
     
11.   1802004 – Fundargerðir stjórnar SASS 2018
11-1802004
  539. fundur haldinn 16. nóvember
  Lagt fram til kynningar.
     

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 17:20

 

Eggert Valur Guðmundsson   Álfheiður Eymarsdóttir
Gunnar Egilsson   Gísli Halldór Halldórsson