9.6.2011 | 17. fundur bæjarstjórnar

Forsíða » Fundargerðir » Bæjarstjórn » 17. fundur bæjarstjórnar
image_pdfimage_print

17. fundur bæjarstjórnar Árborgar, kjörtímabilið 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 8. júní 2011 kl. 17:00 í Ráðhúsi Árborgar, Selfossi.


Neðanskráðir bæjarfulltrúar eru mættir:
Ari Björn Thorarensen, D-lista, forseti bæjarstjórnar,
Eyþór Arnalds, D-lista,
Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista,
Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista,
Gunnar Egilsson, D-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Kjartan Ólason, varamaður S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Þórdís Eygló Sigurðardóttir, V-lista.


Auk þess situr fundinn Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri og Líney Magnea Þorkelsdóttir sem ritar fundargerð.


Forseti bæjarstjórnar setti fundinn og bauð Kjartan Ólason velkominn.
Forseti bæjarstjórnar leitaði afbrigða að taka á dagskrá tillögu frá bæjarfulltrúum S-lista vegna hugmynda um virkjun Ölfusár á Selfossi.


Dagskrá:


I. Fundargerðir til staðfestingar


1. a)  1007096
 Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar dags.  2. maí
 b) 48. fundur bæjarráðs ( 1006055 ) dags. 12. maí


2. a)  1006056
 Fundargerðir framkvæmda- og veitustjórnar dags.  4. maí
                                                                                     og  dags. 11. maí
 b) 49. fundur bæjarráðs ( 1006055 ) dags. 19. maí


3. a) 1007095
 Fundargerð fræðslunefndar dags. 19. maí  
 b) 1007076
 Fundargerð skipulags- og bygginganefndar   dags. 17. maí
 c) 50. fundur bæjarráðs ( 1006055 ) dags. 26. maí


4.  a) 51. fundur bæjarráðs ( 1006055 ) dags. 1.júní


-liður 1b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 6 , málsnúmer 1010136, kostnaðaráætlun vegna breytinga á húsnæði vegna flutnings úr Sandvíkurskóla.


-liður 2a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 1, málsnúmer 1104325, Umhverfisverkefni sumarið 2011, fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 4. maí 2011.


Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls,  Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls.


-liður 2a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 6, málsnúmer 1105098, Viðhald gatna 2011, fundargerð framkvæmda- og veitustjórnar frá 11. maí 2011.


-liður 2b) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 4, málsnúmer 1105156, staða á fjárhagsaðstoð 2011 og leiðir til að minnka þörfina.


Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls.


-liður 3b) Kjartan Ólason, S-lista, tók til máls um lið 10, málsnúmer 1104187, umsókn um framkvæmdaleyfi til að taka upp úr steyptum eyjum á Austurvegi og Eyrarvegi og setja gróður, áður á fundi 27. apríl sl.


-liður 3b) Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls um lið 6, málsnúmer 1105072, Aðalskipulag Sveitarfélagsins Ölfuss 2010-2012.


Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls, Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls, Kjartan Ólason, S-lista, tók til máls.


-liður 3c) Kjartan Ólason, S-lista, tók til máls um lið 6, málsnúmer 1105205, tilnefning í samstarfshóp um fuglafriðland.


-liður 4a) Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls um lið 5, málsnúmer 1102118, upplýsinga- og samráðsfundur Sorpstöðvar Suðurlands bs.


Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls, Kjartan Ólason, S-lista, tók til máls, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls.


Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og voru þær samþykktar samhljóða.


II.  1106011
 Kosningar í embætti innan bæjarstjórnar til eins árs.
          
 1.         Kosning forseta til eins árs.
Lagt var til að Ari Björn Thorarensen, D-lista, yrði kosinn forseti bæjarstjórnar til eins árs.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.


2.         Kosning 1. varaforseta til eins árs.
Lagt var til að Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, yrði kosin 1. varaforseti til eins árs.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.


            3.         Kosning 2. varaforseta til eins árs.
Lagt var til að Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, yrði kosin 2. varaforseti til eins árs.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
                                 
            4.         Kosning tveggja skrifara til eins árs.  
Lagt var til að Eyþór Arnalds, D-lista, og Gunnar Egilsson, D-lista, yrðu kosnir skrifarar til eins árs.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
      
5.         Kosning tveggja varaskrifara til eins árs.
Lagt var til að Elfa Dögg Þórðardóttir og Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, yrðu kosnir varaskrifarar til eins árs.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.


III.      1106011
Kosning þriggja fulltrúa í bæjarráð til eins árs og þriggja til vara sbr. A-lið   57. gr. bæjarmálasamþykktar nr. 396/2000 með síðari breytingum:


Aðalmenn: Varamenn:
Eyþór Arnalds Ari Björn Thorarensen
Elfa Dögg Þórðardóttir Sandra Dís Hafþórsdóttir
Eggert Valur Guðmundsson Arna Ír Gunnarsdóttir
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.


IV.       1106011
            Kosning í kjörstjórnir til eins árs sbr. A-lið 57. gr. bæjarmálasamþykktar nr. 396/2000 með síðari breytingum:


1.         Yfirkjörstjórn, þrír fulltrúar og þrír til vara.       
Aðalmenn: Varamenn:
Ingimundur Sigurmundsson Ása Líney Sigurðardóttir
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir Sigurbjörg Gísladóttir
Bogi Karlsson Haukur Gíslason
          
2.         Undirkjörstjórn 1, þrír fulltrúar og þrír til vara.
Aðalmenn: Varamenn:
Erlendur Daníelsson Lára Ólafsdóttir
Ingunn Sigurjónsdóttir Gunnar Gunnarsson
Ólafur Bachmann Haraldsson Kristín Pétursdóttir


3.         Undirkjörstjórn 2, þrír fulltrúar og þrír til vara
Aðalmenn: Varamenn:
Margrét Ingþórsdóttir Björg Þ. Sörensen
Ingibjörg Jóhannesdóttir Sigríður Ólafsdóttir
Valdemar Bragason Ólafur H. Jónsson


4.         Undirkjörstjórn 3, þrír fulltrúar og þrír til vara.
Aðalmenn: Varamenn:
Kristín Björnsdóttir Guðjón Axelsson
Hafdís Kristjánsdóttir Grétar Páll Gunnarsson
Valgerður Gísladóttir Ragnhildur Benediktsdóttir


5.         Undirkjörstjórn 4 (Stokkseyri), þrír fulltrúar og þrír til vara.
Aðalmenn: Varamenn:
Ingibjörg Ársælsdóttir Helga Björg Magnúsdóttir
Einar Sveinbjörnsson Bjarkar Snorrason
Ragnhildur Jónsdóttir Guðni Kristjánsson6.         Undirkjörstjórn 5. (Eyrarbakki), þrír fulltrúar og þrír til vara
Aðalmenn: Varamenn:
Lýður Pálsson Arnar Freyr Ólafsson
María Gestsdóttir Anna María Tómasdóttir
Svanborg Oddsdóttir Birgir Edwald


Samþykkt samhljóða.


V.        Önnur mál
a)  1106016
 Tillaga um að hefja undirbúning vegna viðbyggingar við Sundhöll Selfoss 


„Bæjarstjórn samþykkir að hefja undirbúning að Viðbyggingu við Sundhöll Selfoss en gert er ráð fyrir henni á gildandi 3ja ára áætlun sveitarfélagsins.“


Greinargerð:
„Endurbætur á búningsa stöðu, móttöku og sturturýmum Sundhallar Selfoss hafa verið lengi til umræðu. Löngu er ljóst að aðstaðan er ekki í samræmi við aðsókn Sundhallarinnar og kröfur samtímans. Þótt lítið fjármagn sé aflögu í nýframkvæmdir er hér um mikilvægt mál að ræða sem vert er að hefja nú þegar undirbúning á. Leitað verði leiða til að lágmarka útgjöld sveitarfélagsins með samstarfi við rekstraraðila sem kunna að geta samnýtt hluta af húsnæðinu og lækkað þannig bein útgjöld sem af fjárfestingunni hljótast.“


Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls, Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls, Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Elfa Dögg Þórðardóttir, D-lista, tók til máls, Kjartan Ólason, S-lista, tók til máls.


Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.


Samþykkt var að fela bæjarráði að kjósa fulltrúa til setu í starfshópi undirbúnings viðbyggingar við Sundhöll Selfoss. 


b) 1106010
Tillaga um að bæjarráð fundi á tveggja vikna fresti í sumar


Lagt er til að bæjarráð fundi á tveggja vikna fresti frá og með 9. júní út ágúst mánuð 2011.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.


c) 1106010
 Tillaga um fyrirkomulag funda bæjarstjórnar í júlí og ágúst og að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála


Með vísan til heimildar í 7. gr. samþykktar um stjórn Sveitarfélagsins Árborgar og fundarsköp er lagt til að reglulegir fundur bæjarstjórnar í júlí verði felldur niður og bæjarstjórnarfundur í ágúst verði haldinn 24. ágúst.  Þá er lagt til að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla mála til sama tíma.


Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls.


Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.


d)1006066
Tillaga um að hætta frekari vinnu vegna hugmynda um virkjum Ölfusár við Selfoss.


Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls, og lagði fram eftirfarandi tillögu.
 “Bæjarstjórn samþykkir að hætta  frekari vinnu vegna hugmynda um virkjun Ölfusár við Selfoss.
Greinargerð:
Núverandi meirihluti D-lista hóf vinnu við undirbúning virkjunar í Ölfusá við Selfoss  fyrir um það bil ári. Nú þegar hafa verið lagðar tæpar tíu milljónir króna til verkefnisins. Ekki hafa verið lagðir fram arðsemisútreikningar vegna verkefnisins auk þess sem óvissa ríkir um fjármögnun og fjölmarga aðra þætti, ekki síst umhverfis- og áhættulega. Af viðbrögðum hagsmunaaðila (landeigenda, veiðirétthafa og íbúa á Selfossi) virðist vera óánægja með málið.  Að stjórn sveitarfélags fari út í slíka áhættu er vægast sagt óábyrgt.  Það er því mat undirritaðra bæjarfulltrúa að hætta beri þegar í stað vinnu við verkefnið  og snúa sér að öðrum mikilvægari málum.”
Arna Ír Gunnarsdóttir, fulltrúi S-lista.
Kjartan Ólason, fulltrúi S-lista.


Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls, Kjartan Ólason, S-lista, tók til máls, Helgi S. Haraldsson, B-lista, tók til máls.


 Helgi S. Haraldsson, B-lista, lagði fram eftirfarandi bókun.
“Ég skora á meirihluta D-lista að svara þeim spurningum sem beint var til bæjarstjórnar, fyrir skömmu, í opnu bréfi í héraðsfréttablöðum.  Þar var spurt um margt sem brennur á íbúum og öðrum að fá svör við og almenn kurteisi að svara því sem spurt er um.”
Helgi S. Haraldsson, bæjarfulltrúi B-lista,


Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tók til máls, Eyþór Arnalds, D-lista, tók til máls, Sandra Dís Hafþórsdóttir, D-lista, tók til máls, Kjartan Ólason, S-lista, tók til máls, Gunnar Egilsson, D-lista, tók til máls.


Tillagan var borin undir atkvæði og felld með 4 atkvæðum Eyþórs Arnalds, Gunnars Egilssonar, Söndru Dísar Hafþórsdóttur og Ari B. Thorarensen, bæjarfulltrúum D-lista gegn atkvæðum bæjarfulltrúa S-lista, bæjarfulltrúar B- og V-lista sátu hjá ásamt Elfu Dögg Þórðardóttur, bæjarfulltrúa D-lista.


Eyþór Arnalds, D-lista, lagði fram eftirfarandi tillögu.
“Bæjarstjórn samþykkir að fara í þverfaglega vinnu vegna hugmynda um Selfossvirkjun og vinna málið í nefndum innan stjórnkerfisins til að flýta ákvarðanatöku í málinu.”


Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.Fleira ekki gert. Fundargerðin lesin upp og fundi slitið kl. 18:55

Eyþór Arnalds 
Elfa Dögg Þórðardóttir
Ari Björn Thorarensen 
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Gunnar Egilsson 
Helgi Sigurður Haraldsson
Kjartan Ólason 
Arna Ír Gunnarsdóttir
 Þórdís Eygló Sigurðardóttir 
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
Líney Magnea Þorkelsdóttir, ritari