9.5.2019 | 17.fundur skipulags- og byggingarnefndar 3.apríl 2019

Forsíða » Fundargerðir » Skipulags- og byggingarnefnd » 17.fundur skipulags- og byggingarnefndar 3.apríl 2019
image_pdfimage_print
  1. fundur skipulags- og byggingarnefndar Árborgar, kjörtímabilið 2018-2022, haldinn miðvikudaginn 3. apríl 2019 að Austurvegi 67, Selfossi, kl. 08:10.

 

Mætt:           

Sigurjón Vídalín Guðmundsson, formaður, Á-lista

Ari Már Ólafsson, nefndarmaður, M-lista

Sigurður Andrés Þorvarðarson, nefndarmaður, S-lista

Ari B. Thorarensen, nefndarmaður, D-lista

Magnús Gíslason, nefndarmaður, D-lista

Bárður Guðmundsson, skipulags- og byggingafulltrúi

Ástgeir Rúnar Sigmarsson, aðstoðarbyggingafulltrúi

Stefán Guðmundsson, fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði

Ástgeir Rúnar Sigmarsson ritaði fundargerð.

Leitað var afbrigða til að taka á dagskrá tvö mál, umsögn um starfsleyfi og deiliskipulag að Austurvegi milli Sigtúns og Fagurgerðis.

 

Dagskrá:

 

Erindi til kynningar
1. 1903128 – Viðauki við landsskipulagsstefnu 2015-2026
  Erindi lagt fram til kynningar.
     
2. 1704004 – Deiliskipulagstillaga fyrir Grænuvelli og nágrenni. Erindi frá Runólfi Sigursveinssyni og Ragnheiði Thorlacius lagt fram til kynningar.
  Bréf lagt fram til kynningar. Skipulags- og byggingarfulltrúa gerði grein fyrir stöðu mála.
     
Almenn afgreiðslumál
3. 1903181 – Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis til sölu gistingar í flokki II að Jórutúni 6 Selfossi. Umsagnaraðili: Sýslumaðurinn á Suðurlandi.
  Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir eigendum að Jórutúni 2, 4, 8 og 10.
     
4. 1810011 – Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis til sölu gistingar í flokki II að Túngötu 9 Eyrarbakka. Umsagnaraðili: Sýslumaðurinn á Suðurlandi.
  Frestað, skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.
     
5. 1903278 – Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara. Umsækjandi: Míla ehf.
  Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdarleyfið verði samþykkt. Allur frágangur við jarðrask verði í samræmi við reglur framkvæmda- og veitusviðs.
     
6. 1903222 – Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara. Umsækjandi: Gagnaveita Reykjavíkur ehf.
  Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdarleyfið verði samþykkt. Allur frágangur við jarðrask verði í samræmi við reglur framkvæmda- og veitusviðs.
     
7. 1903305 – Framkvæmdaleyfisumsókn vegna dæluhúsa í landi Hellis. Umsækjandi: Vatnsveita Árborgar
  Lagt er til við bæjarráð að framkvæmdarleyfið verði samþykkt.
     
8. 1903225 – Umsókn um byggingaleyfi fyrir byggingu torfbæjar að Bankavegi 8 Selfossi. Umsækjandi: Sigfús Kristinsson.
  Erindinu vísað til endurskoðunar deiliskipulags svæðisins.
     
9. 1804263 – Afgreiðsla á grenndarkynningu vegna umsóknar um byggingaleyfi fyrir viðbyggingu að Lyngheiði 11 Selfossi. Engar athugasemdir bárust.
  Lagt er til við bæjarráð að skipulagsbreytingin verði samþykkt.
     
10. 1903236 – Umsókn um stöðuleyfi fyrir 3 svefngáma að Háheiði 7 Selfossi. Umsækjandi: IB ehf.
  Óskað er eftir samþykki meðeigenda og umsagnar eldvarnareftirlits og heilbrigðiseftirlits.
     
11. 1904001 – Fyrirspurn frá Kristni Óskarssyni um byggingu bíslags að Eyrarbraut 17 Stokkseyri.
  Óskað er eftir fullunnum aðaluppdráttum til grenndarkynningar og umsagnar Minjastofnunar.
     
12. 1811085 – Afturköllun á úthlutun lóðarinnar að Larsenstræti 12 Selfossi.
  Nefndin samþykkir að afturkalla úthlutun lóðarinnar Larsenstræti 12.
     
13. 1903287 – Umsókn um stækkun á byggingareit og aukið nýtingarhlutfall byggingareits að Sílalæk 15 Selfossi. Umsækjandi: Bent Larsen fyrir hönd lóðarhafa.
  Frestað. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.
     
14. 1903304 – Fyrirspurn til bygginganefndar um breytingu á byggingareit að Hellismýri 2 Selfossi. Fyrirspyrjandi: Iron Fasteignir ehf.
  Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir eigendum að Hellismýri 1, 3, 4, 5, 6 og 8 og Breiðamýri 1 og 3
     
15. 1903224 – Ósk um breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Selfoss. Fyrirspyrjendur: Knútsborgir ehf.
  Frestað. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna.
     
16. 1903302 – Tillaga að reglum um leyfisveitingar vegna reksturs gistiheimila í Sveitarfélaginu Árborg.
  Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna.
     
17. 1810115 – Tillaga um endurskoðun aðalskipulags Árborgar 2010-2030
  Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ljúka við gerð útboðsgagna á grundvelli fyrirliggjandi draga og leggja fyrir næsta fund.
     
18. 1903010F – Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa – 16
  18.1 1903227 – Umsókn um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi að Byggðarhorni 6 Sandvíkurhrepp. Umsækjandi: Reynir Heiðarsson
 
  Niðurstaða Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa – 16
  Frestað.
   
 
  18.2 1902073 – Umsókn um byggingaleyfi fyrir atvinnuhúsnæði að Gagnheiði 41 Selfossi. Umsækjandi: Smíðandi ON ehf.
 
  Niðurstaða Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa – 16
  Óskað eftir lagfærðum aðaluppdráttum.
   
 
  18.3 1903251 – Umsókn um byggingaleyfi fyrir parhúsi að Huldulandi 11-13 Selfossi. Umsækjandi: Vigri ehf.
 
  Niðurstaða Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa – 16
  Samþykkt með fyrirvara um brugðist verði við athugasemdum.
   
 
  18.4 1902204 – Umsókn um byggingaleyfi fyrir einbýlishúsi að Jaðri 3 Selfossi. Umsækjandi: Finnbogi Guðmundsson
 
  Niðurstaða Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa – 16
  Samþykkt með fyrirvara um brugðist verði við athugasemdum.
   
 
  18.5 1903252 – Umsókn um byggingaleyfi fyrir raðhúsi að Hulduhól 12-16 Eyrarbakka. Umsækjandi: Vörðufell ehf.
 
  Niðurstaða Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa – 16
  Samþykkt með fyrirvara um brugðist verði við athugasemdum.
   
 
  18.6 1903005 – Umsókn um byggingaleyfi fyrir parhúsi að Þúfulæk 15-17 Selfossi. Umsækjandi: Kríutangi ehf.
 
  Niðurstaða Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa – 16
  Samþykkt með fyrirvara um brugðist verði við athugasemdum.
   
 
  18.7 1901280 – Umsókn um byggingaleyfi fyrir einbýlishúsi að Urriðalæk 24 Selfossi. Umsækjandi: Geir Gislason
 
  Niðurstaða Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa – 16
  Samþykkt með fyrirvara um brugðist verði við athugasemdum.
   
 
  18.8 1903255 – Umsókn um byggingaleyfi fyrir parhúsi að Þúfulæk 11-13 Selfossi. Umsækjandi: Þórdís Ólöf Viðarsdóttir
 
  Niðurstaða Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa – 16
  Samþykkt með fyrirvara um brugðist verði við athugasemdum.
   
 
     
19. 1904028 – Lýsing deiliskipulag við Austurveg milli Sigtúns og Fagurgerðis.
  Lagt er til við bæjarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt.
     
20. 1903138 – Beiðni um umsögn vegna starfsleyfi að Hrísholti 17 Selfossi. Umsagnaraðili: Heilbrigðiseftirlit Suðurlandis
  Samþykkt að grenndarkynna erindið fyrir Hrísholti 18, 19 og 20.
     

 

Fundargerð lesin upp og fundi slitið kl: 10:00

Sigurjón Vídalín Guðmundsson   Ari Már Ólafsson
Sigurður Andrés Þorvarðarson   Ari B. Thorarensen
Magnús Gíslason   Bárður Guðmundsson
Ástgeir Rúnar Sigmarsson   Stefán Guðmundsson