14.6.2018 | 17. júní hátíðarhöld á Eyrarbakka

Forsíða » Fréttir » 17. júní hátíðarhöld á Eyrarbakka

image_pdfimage_print

Hátíðarhöldin á Eyrarbakka hefjast kl. 14:30 á Stað á Eyrarbakka nk. sunnudag. Dagskráin hefst á ávarpi fjallkonunnar og hátíðarræðu sem verður flutt af Kristínu Eiríksdóttur, formanni kvenfélags Eyrarbakka. Barnakór barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri syngur ásamt leikskólabörnum, félagar úr Sirkus Íslands stíga á svið með skemmtileg atriði og afhent verða verðlaun fyrir Hópshlaupið sem fór fram í vor. Kaffiveitingar og hressing fyrir börnin en öllum er velkomið að taka þátt í hátíðarhöldunum sem eru í umsjón kvenfélagsins á Eyrarbakka. 

Gleðilega hátíð