14.6.2018 | 17. júní hátíðarhöld á Selfossi

Forsíða » Fréttir » 17. júní hátíðarhöld á Selfossi

image_pdfimage_print

17. júní hátíðarhöldin verða með hefbundnu sniði á Selfossi nk. sunnudag en dagurinn hefst á morgunjóga við bakka Ölfusár fyrir neðan Hótel Selfoss kl. 9:00. Fyrir hádegi eru síðan viðbragðsaðilar á svæðinu með opið hús í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi, hestamannafélagið Sleipnir teymir undir börnun í reiðhöllinni, bifhjólaklúbburinn Postular keyra með börnin á planinu við Sunnulækjarskóla og Selfossrútan hefur áætlunarakstur um Selfoss (sjá hátíðarbækling). Fischersetrið verður með opið hús og er frír aðgangur fyrir alla. Hin árlega 17. júní skrúðganga hefst síðan kl. 13:00 frá Selfosskirkju og endar hún í Sigtúnsgarði þar sem hátíðardagskrá fer fram. 

Á hátíðarsviðinu mun Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi Krull) stýra dagskránni en fram koma m.a. Fjallakonan, Svala Björgvins, Sævar Helgi eða „Stjörnu Sævar“ eins og hann er kallaður, leikhópurinn Lotta og fleiri. Frítt er í öll leiktæki á hátíðarsvæðinu en í boði verða loftboltar, trampolín, hoppukastalar, blöðrulistamenn, andlitsmálning og fleira. 

Fimleikadeild Umf. Selfoss er með 17. júní sjoppu á svæðinu og árlegt hátíðarkaffi mun hefjast kl. 15:00 og verður staðsetning auglýst síðar í vikunni.

Um kvöldið er boðið til harmonikkudansleiks í Tryggvaskála og er frítt inn og í Hellisskógi verður grillpartý og tónleikar fyrir yngri kynslóðina í umsjón ungmennaráðs Árborgar. Selfossrútan mun taka eina ferð úr Hellisskógi að tónleikum loknum. 

Dagskrá 17.júní 2018 á Selfossi